Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 45 hans ristu í sandinn í íslenzkum menning- arheimi… …Hannes tekur sér hlutlausa stöðu, sem það framast er hægt í verki sem þessu, og gerir sér far um að halda sig í ákveðinni fjarlægð frá hugarheimi Halldórs, þegar heimildir skortir. Þetta er aðferð, sem ekki verður gagnrýnd, hún er ábyrg og örugg en vissulega ekki sú eina, sem hægt er að fara. Bókmenntatúlkanir Hannesar halda sig sömuleiðis á svæði, sem ljóslega er fyrirfram afmarkað – fjallað er um verk Halldórs stuttlega og aðallega leitast við að finna fyrirmyndir að sviðsetningum og söguhetjum. Þannig heldur Hannes sig nokkuð til hlés þegar að bókmenntatúlkunum kemur og er þar vafalaust um meðvitaða ákvörðun að ræða. Hugsanlegt er að Hannesi hafi fundist styrkleikar sínir liggja annars staðar og því skynsamlegt að fylgja þeirri stefnu. Það er reyndar í köflunum, sem fjalla um bókmennta- verk Halldórs, sem rödd ævisagnaritarans kemur helzt fram. Þannig bregst Hannes við róttækum skoðunum Halldórs til dæmis í um- fjöllun sinni um Alþýðubókina og Sölku Völku og hreyfir nokkrum mótmælum. Kannski væri réttara að segja, að höfundur bendi á veikleika þar sem athugasemdir í þessum tilfellum eru skynsamlegar. Ólíkt því, sem margir kunna að hafa haldið er hlutleysi Hannesar e.t.v. helzti galli bókarinnar.“ Ritdómi Björns Þórs Vilhjálmssonar um ævi- sögu Halldórs Kiljans Laxness lýkur á þessum orðum: „Reyndar felst ákveðin vísbending um fræðilegt framtaksleysi í þeim augljósa skorti, sem þjóðin enn býr við um faglegar og metn- aðarfullar ævisögur um flest höfuðskáld ís- lenzk á 20. öldinni. Orku fræðimanna er fyrst og fremst beint í öruggan farveg fortíðarinnar, þar sem bókmenntum frá Íslendingasögum til Hallgríms er gerð skil í þaula, sumir hætta sér alla leið inn í rómantíkina en svo er nútíminn skilinn eftir í uppnámi en þar eru styttri grein- argerðir oftast látnar duga. Hér var Halldór lengi skýrasta óminnisgapið, í senn sorglegt og furðulegt, hversu lengi þurfti að bíða eftir að það væri fyllt. Og á því Hannes Hólmsteinn Gissurarson ekki hrós skilið einvörðungu fyrir ágæt vinnubrögð heldur – og reyndar í ljósi þeirra – einnig fyrir sjálft framtakið. Að láta vandasaman og margflókinn nútímann ekki festa sig í bönd heldur ráðast í risavaxið verk- efni og sinna fyrsta hluta þess afbragðsvel.“ Halldór og Morgunblaðið Leiðir Halldórs Lax- ness og Morgun- blaðsins lágu saman með ýmsum hætti frá upphafi. Hann birti fyrstu blaðagrein sína í Morgunblaðinu og skrifaði um skeið mikið í blaðið. Svo skildu leiðir. Skáldið átti í marg- víslegum átökum við blaðið og ritstjóra þess eins og lesa má um í ævisögu Hannesar Hólm- steins og reyndar einnig í ævisögu Valtýs Stef- ánssonar eftir Jakob F. Ásgeirsson. Í miðjum hörðum átökum kalda stríðsins, þegar nánast enginn rithöfundur á Íslandi eða aðrir listamenn ef því er að skipta nutu sann- mælis vegna verka sinna heldur voru dæmdir á pólitískum forsendum leiddi Matthías Johann- essen Nóbelsskáldið inn á síður Morgunblaðs- ins á nýjan leik. Eftir það skrifaði hann jafnan í blaðið ef hann vildi láta til sín heyra í um- ræðum líðandi stundar og þá oft í Velvakanda. Samband Halldórs við Morgunblaðið á síð- ustu áratugum ævi hans var nánast eingöngu á forsendum persónulegra tengsla hans og Matt- híasar. Hann kom stöku sinnum á ritstjórnina, sem þótti jafnan tíðindum sæta meðal starfs- manna. Það var augljóslega talið mikils virði fyrir blaðið, að hann skrifaði í það en ekki önn- ur dagblöð. Dag einn bárust Jóhönnu Kristjónsdóttur, sem þá var blaðamaður á Morgunblaðinu, vís- bendingar um að reiði ríkti á Gljúfrasteini vegna greinar, sem birzt hafði í blaðinu um At- ómstöðina, eftir ungan mann, Jakob F. Ás- geirsson (höfund ævisögu Valtýs Stefánsson- ar). Á þessum tíma var Matthías Johannessen staddur í útlöndum og sú hugsun greip sam- starfsmenn hans, að þeim hefði nú tekizt að gera að engu margra áratuga starf hans við að efla og styrkja tengsl Morgunblaðsins og Nób- elsskáldsins. Samstarfsmaður Matthíasar á ritstjórastóli Morgunblaðsins óskaði þá eftir leyfi til að koma í heimsókn að Gljúfrasteini. Það leyfi var veitt og gestinum boðið til sætis í vinnustofu skáldsins. Á næstu tveimur klukkutímum var sá ritstjóri Morgunblaðsins tekinn til bæna með þeim hætti að sú lífsreynsla gleymist ekki og gat enda engum vörnum við komið og sá fram á að hafa unnið það afrek að hafa hrakið Nóbelsskáldið af síðum blaðsins. Þá nefndi Halldór Laxness nafn Magnúsar Ásgeirssonar, skálds og ljóðaþýðanda. Þegar gesturinn gat komið því að, að hann hefði þekkt Magnús urðu straumhvörf í samtalinu. Eftir það talaði húsbóndinn á Gljúfrasteini í aðra tvo tíma við viðmælanda sinn með elsku- legum og ljúfum hætti og kvaddi hann með þessum orðum á hlaðinu á Gljúfrasteini: „Ég hélt að Morgunblaðið væri að snúast gegn mér.“ Saga Halldórs Laxness er mikil saga. Hann lifir með þjóðinni í verkum sínum. Umræður, deilur og átök um verk hans og æviferil eru ekki skaðleg. Slíkar sviptingar eru þvert á móti til þess fallnar að vekja og auka áhuga nýrra kynslóða Íslendinga á verkum hans. Á næstu árum eigum við áreiðanlega eftir að upplifa einhvers konar endurmat á verkum hans og afskiptum af þjóðmálabaráttu 20. ald- arinnar. Nú eru t.d. að koma fram nýjar og stórmerkar upplýsingar um valdatíma Stalíns í Sovétríkjunum, sem eiga eftir að vekja upp enn áleitnari spurningar um hvers vegna Hall- dór Laxness lét blekkjast af því, sem gerðist þar á fjórða áratugnum – ef þá hægt er að halda því fram að hann hafi látið blekkjast. Það sem máli skiptir er að þessar umræður fari fram af þeirri virðingu fyrir skáldinu og verkum hans, sem honum ber. En það er ekki við hæfi að dregið sé úr því, að slíkar umræður fari fram. Að hluta til eru þær umræður upp- gjör núlifandi Íslendinga við sjálfa sig. Það er engum til framdráttar að halda því fram, að einhverjir tilteknir einstaklingar megi ekki láta til sín taka í þeim umræðum. Með fyrsta bindi ævisögu sinnar hefur Hannes Hólmsteinn sýnt, að hann er ekki að skrifa árásarrit á Halldór Laxness, sem sumir and- stæðingar höfundarins óttuðust bersýnilega. Hann hefur þvert á móti safnað saman gíf- urlegu magni upplýsinga og í mörgum tilvikum nýjum upplýsingum, sem munu auðvelda landsmönnum að skilja skáldið, verk hans og þátttöku hans í átakamálum síns samtíma. Höfundur ævisögu Halldórs Laxness á kröfu á því, að hann verði dæmdur af verkinu sjálfu en ekki hvort menn eru sammála stjórnmála- skoðunum hans eða ósammála. Það á ekki við að taka upp á ný í upphafi 21. aldarinnar vinnubrögð og afstöðu kalda stríðsins til þeirra, sem leggja orð í belg, hvort sem það er gert með því að rita ævisögu Nóbelsskáldsins eða með öðrum hætti. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Halldór Kiljan Laxness á Morgunblaðinu árið 1980 ásamt Matthíasi Johannessen þáverandi ritstjóra blaðsins. Um miðbik 20. ald- arinnar voru til heimili á Íslandi og þau voru mörg, þar sem uppvaxandi kynslóðum var kennt, að ekki ætti að lesa bækur Hall- dórs Laxness. Hins vegar ætti að lesa bækur Gunnars Gunnarssonar. Það er langt gengið að hvetja börn sín til að lesa ekki bækur til- tekins rithöfundar en þess voru dæmi, sem sýnir hve um- deildur rithöfundur Halldór Laxness var á þeim árum. Laugardagur 20. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.