Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 46
LISTIR 46 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ DALVÍKINGURINN Júlíus Júl- íusson er maður með mörg járn í eldinum. Leiklistarfrömuður, leik- skáld og leikstjóri, umsjónarmaður hins víðfræga Veðurklúbbs, allt í öllu á bæjarhátíðinni Fiskideginum mikla. Á aðventunni færist síðan ár- lega líf í Jólavef Júlla, sem er einn veglegasti vefur landsins sem til- einkaður er hátíðinni, og vitaskuld einungis einn af mörgum vefjum sem Júlíus heldur úti af miklum myndarskap. Og nú hefur hann sent frá sér geisladisk með fjórum frum- sömdum jólasögum sem hann les sjálfur. Sögurnar eru greinilega og að sjálfsögðu ætlaðar yngri kynslóð- inni. Sú fyrsta, Blíð og bangsi litli, er meira að segja full af innskotum þar sem hlustendum er hjálpað að draga lærdóma af hinu fallega hug- arfari og lífi sem lifað er í jólaengla- landinu þar sem Blíð og bangsinn hennar eru að undirbúa fullkomin jól. Allar eru þær reyndar fullar af boðskap um umhyggju, gjafmildi og góða siði. Andrúmsloftið er eigin- lega eins og á jólakorti eða í jólalagi án tónlist- ar. Þessum sögum er fyrst og fremst ætlað að skapa andrúmsloft, innleiða jólagleði og -frið. Minna fer fyrir öðrum mikilvægum at- riðum í sagnagerð, svo sem fléttu, hvörfum, spennu, húmor eða tilþrifum í máli og stíl. Það er einna helst í síðustu sögunni, Jólatöfrum, sem framvind- an skiptir einhverju máli, enda er hún trúlega best heppnuð þeirra. Mið- sögurnar tvær, Jóla- tréð og Jól hjá bæj- arstjóranum, eru afar áreynslulausar lýsing- ar á góðverkum sem fylla bæði gefanda og þiggjanda sönnum jólafrið. Flutningur höfund- ar er að sama skapi áreynslulaus en stund- um helst til of tilþrifa- lítill – einkum í fyrstu sögunni sem sárlega þarf á meiri tilbreyt- ingu að halda milli frá- sagnar, beinnar ræðu og fyrr- nefndra athugasemda sem beint er til hlustendanna. Það er auðvitað góðra gjalda vert að skapa jólastemningu með kyrr- látum jólasögum fyrir börnin en trú- lega er trúlega teflt á tæpasta vað með að halda athygli hlustendanna með því að hafa frásagnirnar jafn áreynslulausar og raun ber vitni. Meiri skuggar, erfiðari lausnir fyrir söguhetjurnar hefðu gert þær áhugaverðari – líka fyrir yngstu hlustendurna. Það er nefnilega allt í lagi að jólafriðurinn og -gleðin kosti eitthvað. Þorgeir Tryggvason GEISLADISKUR Hljóðbók eftir Júlíus Júlíusson. Fjórar sögur í flutn- ingi höfundar, Júlíusar Júlíussonar, upp- tökur: Magnús G. Ólafsson, útgefandi: Júlli og Maggi 2003. JÓLASÖGUR JÚLLA Jólalög án tónlistar Júlíus Júlíusson Ljóð og laust mál er eftir Gísla Brynjúlfsson. Valdir kaflar úr frægri dagbók Gísla í Kaup- mannahöfn 1848 eru prentaðir í þessari útgáfu auk úrvals úr ljóðum hans, ritgerðum og sögum. Umsjónarmaður er Sveinn Yngvi Eg- ilsson sem ritar inngang og skýringar. Bókin er 13. ritið í ritröðinni Íslensk rit. Ritstjóri ritraðarinnar er Guðni El- ísson. Útgefandi: Bókmenntafræðistofn- un Háskóla Íslands, með styrk frá Menningarsjóði. Bókin er 354 bls., innbundin. Verð: 5.490 kr. Ljóð ÞAÐ er alltaf jafn undra- og þakk- arvert að fá í hendur heimsbók- menntir sem hafa verið þýddar á ís- lensku. Bókaútgáfan Bjartur hefur staðið sig einkar vel í að gefa út vand- aðar þýðingar á nýlegum verðlauna- bókum. Skáldsagan Friðþæging, sem kom út í Englandi fyrir tveimur árum, er ekki aðeins margverðlaun- uð bók heldur hefur hún komist á lista yfir hundrað bestu skáldsögur allra tíma. Höfundurinn, Ian McEw- an, hlaut Bookerverðlaunin fyrir skáldsögu sína Amsterdam sem Bjartur gaf út stuttu seinna og áður hafði forlagið gefið út Eilífa ást sem vakti mikla athygli. Það er ekki nóg með að þessar bækur séu mjög vel skrifaðar og efnið spennandi heldur felast einnig í frásagnarhættinum og stílnum þeir töfrar sem unnendur skáldbókmennta vonast til að finna í öllum bókum sem þeir opna. Frið- þæging býr yfir þessum töfrum í miklum mæli. Það miklum að leitun er að öðru eins, nema í stórbók- menntum veraldarsögunnar. Sagan gerist á fjórða áratugnum. Henni er skipt í þrjá hluta auk eft- irmála. Fyrsti hlutinn gerist á einum degi á herragarði í Englandi sumarið 1935. Persónurnar eru kynntar til leiks og grunnurinn er lagður að eft- irvæntingu lesenda; á þessum eina degi gerast atburðir sem eiga eftir að hafa áratuga afleiðingar. Það er hin þrettán ára Briony Tallis sem orsak- ar hina raunverulegu atburðarás með því að túlka mjög skáldlega gerðir hinna fullorðnu. Annar hluti gerist á tveimur sólarhringum í und- anhaldi Breta í Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni. Þar tekst Robbie, hin aðalpersóna sögunnar, á við af- leiðingar hins örlagaríka dags sem breytti lífi fjölda fólks. Þriðji hlutinn gerist svo í London og þar er Briony aftur í aðalhlutverki. Það er ekki unnt að lýsa efni sögunnar nánar nema upplýsa of mikið og eyðileggja þar með ánægju lesenda af því að láta koma sér á óvart. Sagan er snilld- arlega uppbyggð því að stöðugt er verið að vísa til framtíðar og þannig ýjað að afleiðingum upphafsins. Lítið en mikilvægt dæmi er þegar Robbie ákveður að fara einn að leita að týnd- um börnum: ,,Þessi ákvörðun breytti lífi hans og það átti hann oft eftir að rifja upp. (157) Ekki er nóg með að farið sé til framtíðar í byrjun, og öf- ugt, heldur er líka farið milli sjón- arhorna persónanna þegar sömu at- burðum er lýst aftur og aftur í nýjum og nýjum kafla. Þannig er í sífellu sköpuð spenna og furða; hver mann- eskja skoðar og túlkar með nýjum augum. Á þetta helst við um fyrsta hlutann. Í öðrum og þriðja hluta eru gerðir persóna settar í stórt sam- hengi, lagt út af upphafinu. Bókin fjallar í raun um grundvallarspurn- ingar í mannlegri tilveru: Sekt og sakleysi; eigingirni og ábyrgð; sið- blindu og samúð. Meðal töfra heim- spekilegrar afstöðu söguhöfundar, sem er dulinn höfundur en þó augljós þegar líða fer að lokum, er hvernig gerðir einstaklinga eru settar í sam- hengi við gerðir þeirra sem taka ákvarðanir um stríð milli þjóða og þeirra sem hagnast á stríði. Skáld- sagan spyr stórra spurninga og þá helst um sekt og friðþægingu og um BÆKUR Skáldsaga Ian McEwan. Þýðing: Rúnar Helgi Vignis- son. 399 bls. Bjartur, Reykjavík, 2003. FRIÐÞÆGING Skáldskapur og veruleiki ♦ ♦ ♦ Jólamarkaður á Lækjartorgi Fjölbreyttur varningur til sölu í litlu tréhúsunum á torginu Kl. 14:00 Söngsveitin South River Band leikur og syngur á torginu. Kl. 15:00 Félagar úr Dansflokki aldraðra, undir stjórn Sigvalda Þorgilssonar danskennara, sýna ýmsa dansa og allir eru velkomnir í hringinn. Kl. 16:00 Borgarkórinn syngur nokkur jólalög, stjórnandi Sigvaldi Kaldalóns. Kl. 16:30 Eyjólfur Kristjánsson tekur lagið með viðstöddum og áritar nýútkominn disk sinn. Kl. 17:00 Gengið í kringum jólatréð undir dillandi harmonikuleik. Jólamarkaðurinn á Lækjartorgi Líf og fjör á torginu Miðborgin sunnudaginn 21. des. kl. 13:00-22:00 ( Opið í dag sunnudag frá kl. 13 -22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.