Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 48
SKOÐUN 48 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í LOK nóvember sagði Morg- unblaðið frá nútímalegum aðferðum á LSH við björgun drukknaðs pilts. Þessi piltur hefði látist strax eða innan fárra daga hefði honum ekki boðist óvenjuleg og ný meðferð og þær bráð- arannsóknir sem ein- göngu er völ á innan veggja LSH. Hann út- skrifaðist heilbrigður og þjóðin fagnaði. Daginn eftir birtist svo skýrsla Ríkisend- urskoðunar (RE) um árangur sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík. Niðurstaða RE var í stuttu máli sú, að sameiningin hefði skilað minni ár- angri en vænst hafði verið; að læknisverkum hefði ekki fjölgað á LSH að sama skapi og annars stað- ar, og að kostnaður á hvert verk hefði aukist. Þó mætti reikna með einhverjum óskilgreindum árangri af sameiningu sérgreina lækn- isfræðinnar á næstu árum og að læknisfræðilegur árangur væri á ýmsum sviðum betri en í Englandi. Í framhaldi skýrslu RE og af- greiðslu nýrra fjárlaga hefur heil- brigðisráðherra svo falið fjárhags- legum stjórnendum LSH að skera niður „kostnað“ um 1.100–1.400 milljónir þannig að markmiðum fjárlaga verði náð á tveim árum. Það vekur nokkra undrun við lestur skýrslu RE hve væntingar um fjárhagslega hagræðingu hafa verið miklar í tengslum við samein- ingu sem alls ekki hefur farið fram. Hver er skýringin á óraunhæfum væntingum ráðamanna? Það ætti enn fremur að vekja nokkra undr- un, að heimildarmenn eru ekki nafngreindir í skýrslu RE og að við gerð skýrslunnar var ekki rætt við yfirlækna sér- deilda LSH. Skv. lög- um um heilbrigð- isþjónustu eru yfirlæknar sérdeilda hinir faglegu stjórn- endur LSH og bera þeir jafnframt fjár- hagslega ábyrgð hver á sinni deild. Þeir eru allir ráðnir til starfans með lögboðnum að- ferðum að loknu lög- boðnu hæfnismati einmitt í þeim tilgangi að tryggja gæði starfsem- innar og hagkvæmni hennar. Þar með skal tryggður hagur sjúkra landsmanna og skattgreiðenda. Lög heimila ekki framsal þessarar ábyrgðar til annarra enda ekki í þágu neins. Sem dæmi um umfang sérdeilda/ sérgreina skal nefnt, að sá sem þetta ritar er yfirlæknir blóðmeina- fræðideildar LSH en kostnaður samfélagsins af starfsemi blóð- meinafræðideildar er u.þ.b. 400–500 milljónir króna á ári eða 2–2,5% af sjúklingatengdum rekstrarkostnaði LSH (og er þá ekki húsnæði, launadeild og hlutfallsleg þóknun vegna yfirstjórnar talið með), sjá mynd um kostnaðarskiptingu LSH árið 2003. Væri ekki eðlilegt að RE hæfi endurskoðun sína með því að skoða gildandi lög um sérdeildaskipt sjúkrahús? Væri ekki eðlilegt að RE ætti í samræmi við lögin sam- ráð við faglega yfirmenn sérdeilda þegar hún reynir að leggja mat á árangur sameiningar sérdeilda og gefur álit um gæði starfseminnar? Af hverju var ekki leitað ráða hjá faglegum yfirmönnum sérdeilda? Hvað vilja stjórnvöld? Ég geng út frá því að stjórnvöld rétt eins og aðrir landsmenn vilji að stefnt sé að góðum og síbatn- andi læknisfræðilegum árangri af starfi LSH. Núverandi aðgerðir stjórnvalda hljóta því að skoðast sem krafa eigenda til stjórn- arnefndar og yfirstjórnar sjúkra- hússins um hagræðingu í rekstr- inum, t.d. með uppstokkun stjórnkerfis og endurskoðun stoð- þjónustu, en ekki sem kröfu um niðurskurð bráðrar eða sérhæfðrar læknishjálpar sem byggð hefur ver- ið upp um áratuga skeið og fæst ekki veitt annars staðar á Íslandi. Að mínu mati stafar krónískur fjárhagsvandi LSH m.a. af því að ekki er greitt til sérdeildanna fyrir unnin viðvik, en um það hef ég og fleiri fjallað fyrr í Morgunblaðinu. En ástæða þess að sameining LSH hefur ekki skilað nema takmarkaðri hagræðingu enn er einnig að hluta til skipulagsleg og að hluta til vegna ófullnægjandi ráðstafana stjórnvalda í tengslum við það sem kallað hefur verið sameining sjúkrahúsanna án þess að eiginleg sameining hafi farið fram. Um skipulagsvanda LSH. Kennslustund númer 1 í heilsuhagfræði: Alvarlega veikt fólk kemur á bráða- sjúkrahús í þeim eina tilgangi að leita sér lækninga, þ.e. til sjúk- dómsgreiningar og meðferðar. Læknar ráða öllu framhaldinu. Læknar ákveða innlagnir, rann- sóknir og meðferð og þar með ákvarða þeir tekjur og kostnað sjúkrahússins. Til þess að tryggja að rétt sé staðið að málum gerir samfélagið kröfu um lækningaleyfi sem á að vernda sjúklingana og tryggja sjúklingunum lágmarks gæði við sjúkdómsgreiningu og meðferð. Næstum allt starf á sjúkrastofnunum (þar með talið starf yfirstjórnar) er til orðið vegna sjúkdómsgreiningar og meðferðar. Án læknanna er ekkert heilbrigð- iskerfi og því er fráleitt að ætla að ná árangri án samstarfs við lækna. Það er skoðun mín og fleiri, að á undanförnum áratug og jafnvel lengur hafi stjórnunaráhrif lækna á opinberum sjúkrastofnunum á Ís- landi farið sífellt minnkandi vegna ákvarðana og þrýstings ákveðinna stjórnvaldsskipaðra stjórnenda og stéttarfélaga sem hafa markvisst unnið að því að rýra lögskyldað stjórnunar- og ábyrgðarhlutverk yfirlækna. Ég tel þetta vera ranga stefnu sem leitt hafi til miðstýring- arfyrirkomulags sem hafi síst verið rekstrinum til hagsbóta enda hafa þeir sem búa yfir fagþekkingunni (læknarnir) fjarlægst þá sem halda um budduna. Þetta vita núverandi stjórnendur LSH og þess sjást merki að þeir vilji snúa þessari þróun við. Því er gjarnan haldið fram að læknar hafi ekki lært og kunni ekki stjórnun. En stenst sú fullyrðing? Rekstur hinna opinberu sjúkra- stofnana hefur staðið í járnum með árlegum upphlaupum í nánast 12 ár í röð. Nær allur vöxtur heilbrigð- isþjónustunnar á þessu tímabili hef- ur orðið á einkareknum stofum sem læknar eiga og stjórna sjálfir. Þær dafna og blómstra og þar fara verkefnin sívaxandi, að hluta til vegna eðlilegra fjármögnunarkerfis (greitt er fyrir hvert viðvik) og að hluta til vegna rangrar fjármögn- unaraðferðar, endalauss nið- urskurðar og aðstöðuleysis á op- inberum sjúkrastofnunum. Á eigin stofum láta læknar ekki aðrar stéttir segja sér hvernig best sé að stunda lækningar og þar er aðstoð- arfólki og stjórnendum án lækn- isfræðilegrar þekkingar haldið í lágmarki. Felst ekki einhver lexía í þeirri staðreynd? Er ekki hugsanlegt að lausn rekstrarvanda opinberra sjúkra- stofnana felist að hluta til í því að auka stjórnunaráhrif lækna að nýju (eins og núgildandi lög gera reynd- ar ráð fyrir) með því að færa ábyrgðina, tekjur og gjöld aftur á sérdeildirnar sem stjórnað er af til þess hæfum yfirlæknum? Gæti ekki hugsast að með því að dreifa valdi og ábyrgð myndi yfirbygging op- inberra sjúkrastofnana minnka verulega? Ég sakna umræðu um þetta og um skipurit og yfirbygg- ingu sjúkrahússins í skýrslu RE. Sameining LSH hefur ekki farið fram enn Sá sem þetta ritar var á sínum tíma stuðningsmaður sameiningar sjúkrahúsanna og er það raunar enn. Hann sá í sameiningunni tæki- færi til þess að auka sérhæfingu enn frekar og að bæta aðstöðu og tækjabúnað. Áður hamlaði sam- keppni um takmarkað fé þróun þeirra sjúkrahúsa sem fyrir voru í Reykjavík. Fagleg markmið hafa sum náðst að eftir sameiningu, en þó ekki, því um leið og sérgreinar hafa verið sameinaðar hefur mörg- um þeirra verið sundrað frá hvor annarri eða þurfa að starfa á mörg- um stöðum. Stóra vandamálið er vöntun á nothæfu húsnæði fyrir bráðaþjónustu þar sem hún getur öll farið fram undir einu þaki á Mistókst sameining sjúkra- húsanna í Reykjavík? Eftir Pál Torfa Önundarson ’Það vekur nokkraundrun við lestur skýrslu RE hve vænt- ingar um fjárhagslega hagræðingu hafa verið miklar í tengslum við sameiningu sem alls ekki hefur farið fram.‘ Páll Torfi Önundarson Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.