Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 51
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 51 EIMSKIPAFÉLAGS- HÚSIÐ HÚS HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS ER TIL SÖLU FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4 - SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17 Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteignasali. Vegna flutnings á meginstarfsemi HF. Eimskipafélags Íslands inn í Sundahöfn er Eimskipafélagshúsið, Pósthússtræti 2, boðið í heild sinni til sölu eða leigu. Húsið er sögufræg bygg- ing, tekin í notkun árið 1921, en byggt var við húsið á sérstak- lega smekklegan hátt árið 1979. Húsið er fimm hæða skrif- stofubygging auk kjallara og rishæðar samtals að gólffleti 3848,7 fm. Húsið er afar glæsilegt að útliti og innri gerð og mikil lofthæð er á flestum hæðum. Auk þess er Tryggvagata 28 (áður Gjaldheimtan) til sölu eða leigu. Um er að ræða fjögurra hæða skrifstofubyggingu, auk kjallara, samtals að gólffleti 1206,5 fm. Eignirnar eru staðsettar á einum besta stað í miðborg Reykja- víkur. Undirritaðir annast sölu eignanna og veita allar nánari upplýsingar um þær. isréttindum ef einhver hagnaður yrði af sölu á Hótel Sögu. Að auka sölu á lambakjöti „Tímarnir breytast og mennirnir með,“ segir máltækið. Þetta á ekki síður við um neysluvenjur fólksins í landinu. Á síðastliðnum sextán ár- um hefir neysla kindakjöts á hvern íbúa dregist saman um nærri helm- ing, úr 43,4 kg árið 1985 í 23,8 kg árið 2001. Þrátt fyrir að heildarkjötneysla á hvern íbúa sé sú sama, eða 70,3 kg sömu ár. (Heimild: Hagtölur land- búnaðarins 2002.) Ástæðan fyrir þessu er m.a. aukið framboð á öðr- um kjöttegundum og einnig íhalds- semi í framleiðsluháttum og mark- aðssetningu lambakjöts. Svo til öll slátrun fer fram á rúmum tveim mánuðum að haustinu, megnið af kjötinu er heilfryst og selt frosið og niðursagað sem illa hentar nútíma heimilishaldi. Með því að dreifa slátruninni á lengri tíma og þar með auka framboð á fersku og bet- ur tilreiddu kjöti mætti eflaust auka eitthvað innanlandssöluna og vonlaust er að byggja upp var- anlegan útflutningsmarkað án verulegra breytinga í framleiðslu og sölumeðferð. Það hefur orðið bylting á flestum sviðum búskapar á Íslandi á síðasta áratug, í ræktun, heyskapartækni, beitirækt, kornrækt, og ekki síst í alifugla- og svínarækt. Í nauta- kjötsframleiðslu hafa einnig verið teknar upp aðrar aðferðir: Fyrir nokkrum árum var flestum ung- nautum slátrað aðeins að haustinu beint af beit. Víða fekkst þeim ekki slátrað fyrr en eftir lok sauð- fjárslátrunar, og voru þau þá oft komin í aflagningu, og var sumt af kjötinu þá vart markaðsvara. Síðan voru skrokkarnir frystir í heilu lagi og geymdir stóran hluta ársins og þá söfnuðust upp birgðir af léleg- asta kjötinu sem var illseljanlegt. Nú er nautum slátrað eftir hendinni allt árið og ekki þýðir að bjóða nema væn og vel alin naut, og kjötið selt mest ferskt og unnið. Neysla nautgripakjöts á hvern íbúa á ári hefur jafnframt heldur aukist sl. 16 ár eða úr 10,7 kg árið 1985 í 12,9 kg árið 2001 (heimild: Hagtölur land- búnaðarins 2002), þrátt fyrir sam- keppni við offramboð fugla- og svínakjöts sem nú er selt langt und- ir framleiðslukostnaðarverði. Sauðfjárræktin er sú búgrein sem eftir hefir orðið í þróuninni. Litlar sem engar breytingar hafa orðið á framleiðsluháttum eða því að laga framleiðsluna að breyttum neysluvenjum og markaðs- aðstæðum. Vangaveltur og tillögur til breytinga Varla má búast við stórfelldri aukn- ingu á innanlandssölu dilkakjöts í náinni framtíð. Annaðhvort þarf því að efla útflutning eða draga úr framleiðslunni. Nokkur markaður virðist vera að opnast fyrir ferskt íslenskt (vistvænt) dilkakjöt á ýms- um stöðum, t.d. á Ítalíu, í Dan- mörku og Bandaríkjunum, og er verð þokkalegt. Fryst kjöt er illselj- anlegt þar og verð þá 30–40% lægra á frystu en á fersku. Það er von- laust að selja nokkurt teljandi magn eða byggja upp varanlegan markað með því að geta aðeins boð- ið vöruna tvo mánuði af árinu. Því þarf: 1. Byrja slátrun mun fyrr að sumrinu og dreifa henni yfir allt haustið og jafnvel megnið af vetr- inum. Með öðrum orðum, það þarf að geyma hluta dilkanna á fæti hjá bændum í stað þess að slátra þeim og geyma í frysti. Allstór hluti af kjötverðinu við núverandi aðstæður er frysti- og geymslukostnaður. Hann má þá spara og láta ganga upp í kostnað við að geyma og ala lömbin, auk þess sem hærra verð fengist fyrir afurðina. 2. Dreifa burðartíma ánna yfir lengri tíma. Tæknilega séð er þetta vel framkvæmanlegt með því að taka frá hóp áa utan venjulegs fengitíma, stjórna birtunni í húsinu (myrkva hluta úr sólarhringnum) og nota jafnframt svampa til að samstilla gangmál hvers hóps. Fengitími áa stjórnast af lengd dagsbirtu, þ.e. að ær fara yfirleitt ekki að beiða fyrr en dagsbirtan varir innanvið helming sólarhrings- ins og hætta þegar daginn lengir að sama skapi er líður á veturinn. Framkvæmdin: Hvernig hent- ugast er að framkvæma þetta og hvort það geti verið hagkvæmt verður ekki fullyrt nema með því að skipuleggja og gera tilraunir á þessu sviði. Eg tel að það sé full- komlega réttlætanlegt og þess virði að gera slíkar tilraunir og fá úr því skorið hvort slík framleiðsla er raunhæf eða ekki. Eins og að fram- an greinir hefur orðið bylting í fóð- uröflun, kornrækt og heyskap- artækni, sem gerir það fýsilegt í dag sem óraunhæft var fyrir nokkr- um árum. Að óbreyttu ástandi og án nokk- urra breytinga er vonlaust að vinna markaði eða halda uppi sauð- fjárrækt í landinu nema með mikl- um samdrætti. Á Hesti í Borgarfirði er vel búið opinbert tilraunabú í sauðfjárrækt. Þar ætti að skipuleggja og hefja slíkar tilraunir sem fyrst. Einnig mætti til viðbótar semja við og styrkja nokkra góða fjárbændur um að taka þátt í slíkum tilraunum. Ef þetta reyndist raunhæfur kostur er ekki fráleitt að sérhæfa slíka framleiðslu. Sérhæfing er trúlega miklu heppilegri en að hver og einn bóndi sé að koma sér upp aðstöðu. Serhæfð bú gætu t.d. framleitt og alið lömb utan venjulegs burð- artíma. Einnig gætu önnur bú kom- ið sér upp aðstöðu og sérhæft sig í að ala sláturlömb yfir veturinn, keypt lömb að haustinu, alið þau og slátrað eftir þörfum allan veturinn til að fullnægja þörfum markaðar- ins hverju sinni. Stór hluti sauð- fjárbænda gæti þrátt fyrir þetta stundað hefðbundinn sauð- fjárbúskap. Slík sérhæfing í búfjár- rækt er mjög algeng og talin hag- stæð víða erlendis. T.d. er mjög algengt í Danmörku að sumir svína- bændur ali gyltur og framleiði grísi, sem síðan eru seldir til annarra bænda sem ala þá upp til slátrunar. Í Bandaríkjunum er mjög algengt að nautgripabændur framleiði kálfa sem á vissum aldri eru seldir og fluttir til Miðvesturríkjanna (korn- beltisins) þar sem þeir eru aldir áfram til slátrunar. Sauðfjár- bændur í hálendishéruðum Skot- lands framleiða lömb og ala fram á haust, en síðar eru þau seld öðrum bændum sunnar í Skotlandi til frameldis o.s.frv. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks 2003 stendur orðrétt: „Að íslenskum landbúnaði verði skapað það starfsumhverfi að hann geti séð neytendum fyrir hollum og örugg- um búvörum á hagstæðum kjörum. Greininni verði sköpuð skilyrði til að nýta styrkleika sína til að takast á við aukna samkeppni m.a. með hliðsjón af væntanlegum samn- ingum Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar, WTO. Þetta verði gert með lækkun gjalda á búvöruframleiðslu, eflingu mennta og rannsókna í landbúnaði og stuðningi við nýsköp- un og nýliðun í sveitum. Þannig verði möguleikar landbúnaðarins til frekari sóknar nýttir til fulls, auk þess sem brýnt er að styrkja lífeyr- isréttindi bænda og rétt þeirra til sjúkrabóta.“ (Feitletrun höfundar.) Ég vil að lokum skora á rík- isstjórnina að standa við og fram- fylgja (ofanritaðri) stefnuyfirlýs- ingu sinni í landbúnaðarmálum á kjörtímabilinu. Slíkar yfirlýsingar eiga ekki aðeins að vera til punts við hátíðleg tækifæri. Ennfremur vil eg beina því til forustumanna bænda, Bænda- samtaka Íslands, Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins og annarra sem áhuga hafa á framþróun þess- arar búgreinar að taka þessi mál til ítarlegrar umfjöllunar og hefja sem fyrst raunhæfar tilraunir og að- gerðir sem stuðlað geta að nýsköp- un í greininni og landbúnaðinum í heild. Hvanneyri 1. nóv. 2003. Höfundur er fv. bóndi og kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.