Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 56
MINNINGAR 56 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ✝ Kristinn IngiHansen fæddist í Reykjavík 29. júní 1943. Hann lést í Santa Fé í New Mexíkó í Bandaríkj- unum 8. september síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Skúli Eggert Hansen tann- læknir, f. 13. nóvem- ber 1918, d. 31. des- ember 1964, og Sigrid Eva Saetersmoen Hansen, f. 8. október 1920. Bróðir Kristins er Gunnar Milton Hansen, f. 4. mars 1947. Hann býr í Maine í Bandaríkjunum. Eftirlifandi eiginkona Kristins til 35 ára, er Joyce Darling Han- sen, f. 7. ág. 1946. Börn þeirra eru Kristín Vídalín Hansen, f. 14. des. 1969, Róbert Harald Hansen, f. 11. júlí 1972, og Richard Skúli Hansen, f. 9. febr. 1977. Barna- barn þeirra er Jade Sidney Hansen. Kristinn fæddist í Reykjavík, en fluttist til Bandaríkjanna 1952 ásamt móður sinni og bróður. Þau settust að í Texas- ríki þar sem Kristinn útskrifaðist frá Há- skólanum í Austin. Kristinn vann hjá IBM fyrirtækinu sem „Senior Systems Engeneer“ í 30 ár enda var hann menntaður sem slíkur. Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni frá Texas til New Mexíkó 1979 og bjó þar til dauðadags. Útför Kristins fór fram í Santa Fé 13. september. Við hittumst alltaf á miðvikudög- um. Við fórum í morgunverð saman í Santa Fé. Borginni sem þú bjóst í og ég kom til þess að njóta. Þú lán- aðir mér jeppabíl svo að ég gæti farið mínar leiðir, til að mynda allt það sem mig langaði. Ég man fyrsta miðvikudagsmorg- uninn: „Kiddi minn, hér getur manni ekki þótt vont að vakna. Himinninn alltaf svo blár og fagur.“ Og þú sagðir: „Another terrible day in Paradise.“ Og þú hlóst. Ég hafði ekki séð þig í mörg ár. Síðast í N.Y. þegar við ræddum um fjölskylduna og hversu okkur þótti vænt um hana og uppruna okkar. Hversu okkur fannst við vera fjarri í lík- ama, ekki í tilfinningum. Hversu við vildum bæði vera nær. En svona er lífið! Svo hittumst við í Santa Fé. Þú sagðir mér frá fjölskyldu þinni og börnum. Hversu stoltur þú værir, og hvað lífið hefði gefið þér mikið. Og ég sagði þér frá mér. Ég kom á heimili ykkar Joyce. Í roða sólarlagsins sem er hvergi fallegra en í NM fann ég mig sem væri ég yngri, á heimili föður þíns, Skúla, umvafin músík og menningu. Veggirnir voru fullir af íslenskum bókmenntum og klassískri músík. Við flettum bókum og spiluðum tónlist. Ég og þú. Þú sagðir mér að íslensk menning mætti aldrei deyja. Þú sagðir að ef hún dæi, „þá dey ég“. Og við dönsuðum og minnt- umst alls þess sem við höfðum. Og höfðum átt. Þú gekkst svo út um morgun til vinnu þinnar, glaður og léttur. Eins og faðir þinn frá heimili sínu, fyrr á árum. Hvorugir ykkar komu aftur. En báðir fóru aldrei. „Another terrible day in Para- dise.“ En ég sakna hláturs þíns. Vertu Guði falinn. Ég bið fyrir Joyce, börnum þín- um og barnabarni. Og ég bið fyrir Gunna bróður þínum og móður. Þín frænka María. Mig langar að kveðja Kristin vin minn með ljóðinu sem okkur þótti báðum svo vænt um. Við sátum stundum á kvöldum hérna einu sinni og rauluðum þetta ljóð þegar tunglið óð yfir okkur. Samt var það svo skrítið að við töluðum ekki sama tungumál. Íslenskan var hans ský. Enskan var mitt. En svoleiðis lagað skiptir ekki máli því ég mun aldrei aftur syngja þetta ljóð þótt það sé fallegt. Þetta er nefnilega ljóðið okkar Kidda og heitir Sköp- unin. Það er eftir Þorstein frá Hamri. Hann var okkar vinur og skáld og samt sáum við hann aldrei. Lífið er furðulegt! Ljóðið er svona og ég birti það með von um að lífið verði okkur báðum betra á öðrum stað. Reyndu aldrei að ráða gátuna – hver það sé, sem sáir fræjum sköpunarinnar: þeim sem líða lítt sýnileg um rökkvað bláloftið mörg saman skömmu fyrir skin óvæntra funda, og örkorninu smáa sem fellur í hjartað og elur af sér tré með tveim ald- inum, öðru til vitnis um að þú elskar, hinu til marks um að þú deyrð. Ég get ekki lýst því hvernig við Kiddi rauluðum Sköpunina. Ég held að það hafi kannski ekki verið neitt sérstakt lag meðfljótandi því. Samt var það þannig að okkur leið alltaf vel þegar við rauluðum það. Ljóð eru falleg. Það fannst okkur að minnsta kosti. En nú er Kiddi far- inn burt og átti alltaf bæði aldinin. Eitt að elska, annað að deyja. Hann virti þau jafnt. Ég sakna hans. Ég vona að hann bíði mín. Jói Karls. Hvernig kveður maður Indjána- höfðingja? Maður gerir það ekki, getur það ekki, lítur til himins, til tunglsins, sólarinnar og allra átta, lýtur svo höfði og gengur með höfðingjanum leiðina sem hann fór sjálfur. Þar var hraun en samt var alltaf svo gaman að ganga. Svo spilar maður kannski tónlistina sem hann elskaði mest. Tónlistina hans Skúla! Ég sakna pabba! Mikið sem ég sakna alltaf pabba! Heyr! Og síðan borðar maður Skúlum og Kiddum til heið- urs! Maður borðar morgunbrauð, chilli, geitarost og fær sér kannski margarítu eða rauðvín og skálar fyrir Joce, Kristínu, Roberti og Richard. Maður skálar fyrir lífinu. Og svo gerast undrin! Undrin gerast vegna þess að þar sem við sitjum saman við morgunverðar- borðið þá sjáum við allt í einu fjöllin yfir Djúpuvík, tignarleg, blá og hlý. Einkennileg eru þessi Djúpuvíkur- fjöll sem endurspegla öll fjöll á Ís- landi! Þetta voru og eru líka fjöllin hans Kidda. Öll fjöllin heima voru hans, í þeim var auðnin stærst, grjótið dularfyllst og stöku sinnum sást í blóðberg. Það var fallegt. Blóðbergið var göldrótt. Ísland var líka alltaf og verður fjallið hans. Blóðbergið jurtin. Fátt stóð hjartanu hans nær. Undarlegar eru ræturnar sem tengja þann sem fer burt, rétt eins- og hann taki þær með sér og skilji þær aldrei við sig síðan. Svoleiðis var með Kidda. Fáa Indjánahöfð- ingja hafa Íslendingar átt stærri og göfugri en hann var og vart annan sem hafði Íslendingasögurnar innan seilingar og öll helstu ljóðskáld landsins á hraðbergi. „Hver ætti að passa menninguna ef ekki við Indí- ánarnir“ sagði hann líka og rétti mér bók og benti þessum líka fal- legu fingrum á málverk. Og ekkert get ég betur munað þótt ég vildi stundum óska að ég myndi ekki neitt. En ég man nú samt: Ég man til dæmis þetta: Við setj- umst niður, þú og ég Kiddi, og horfum í himininn, skýjafarið er svo fallegt, og ef það er einhver guð þá verður hann þar með okkur, guð verður með okkur á gulum kjól, einsog sólin, Kiddi, einsog sólin í gömlu ljóði. Já, og kannski er guð líka með vængi, einhverntímann ræddum við það, það kynni þó ekki að vera. Það var alltaf svo gaman að spjalla. Ég sakna þess. Ég sakna þín. Manstu þegar við dönsuðum, sungum, borðuðum steikina, fórum á kaffihúsið, manstu Kiddi minn, manstu þegar við dönsuðum tangó, vals, polka og ræl. Þá var gaman. Manstu þegar þú talaðir um krakk- ana þína, K, R, R! Vísindamennina, hrekkjusvínin, leikarana, gáfufólkið, krakkana þína, fallegu, stóru, flottu, K,R, R. Þú talaðir um vandræða- krakkana þína. Vesenið var ekki verst. Ó, nei, kannski var það best. Manstu allt einsog ég, Kiddi minn, og þú varst alltaf með svo stórar og fallegar hendur. Það eru hendurnar þínar sem konan þín saknar! Joyce! Ekkert kemur í staðinn fyrir hendur einsog þínar. Fallegustu hendur í heiminum. Hendur einsog pabbi hafði. Þú sagðir mér það. Það lá svo mikið í þeim orðum. Manstu að við töluðum um það og þá varstu feiminn. Fal- legustu hendurnar í heiminum ofan á mínum, sagðirðu og bættir við að þú gætir aldrei gleymt því. Ég þakka þér öll góðu ráðin, þakka þér ástina, hlýjuna, áhugann. Takk, Kiddi minn, takk. Maður skrifar ekki langt um stóran, eldkláran og yndislegan mann. Maður þakkar bara fyrir sig, lítur til himins, sér tungl, sér sól, sér hana setjast, sér hana rísa á nýjan leik og svo kveður maður sinn vin. Bless, Kiddi, minn, bless! Bless Indjánahöfðingi! Ég veit að við hittumst seinna. Já, bráðum hittumst við aftur. Það verður ekki langt þangað til að við göngum saman og dönsum valsinn. Og svo tökum við Manhattan, við gerum það, einsog við ætluðum, en mundu alltaf að á meðan við bíðum, that you are my man! Og að lokum þetta sem var svo mikið í uppáhaldi hjá okkur og Crazy Horse: „Today is a good day to fight – today is a good day to die.“ Vigdís Grímsdóttir. KRISTINN INGI HANSEN Elsku Ásta mín, þín verður svo sannarlega saknað. Það var alltaf jafn notalegt að koma til þín, þú faðmaðir mig alltaf og svo settumst við niður, fengum okkur kaffi og spjölluðum um allt á milli himins og jarðar. Þú varst ÁSTRÍÐUR KARLSDÓTTIR ✝ Ástríður Karls-dóttir fæddist á Látrum í Aðalvík 15. febrúar 1931. Hún andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut þriðjudaginn 9. desember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 17. desember. með heilsteyptari manneskjum sem ég hef kynnst og hafðir mjög ákveðnar skoð- anir á öllum málum. Þú barðist fyrir því sem þú trúðir á og mér fannst alltaf jafn gaman að heyra sög- una af því þegar þú keyrðir í gegnum hlið- ið hjá hernum í Kefla- vík án þess að stoppa, þetta hlið var sko ekki fyrir þig. Þú varst hlý og yndisleg mann- eskja og ég mun aldrei gleyma þér. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til fjölskyldunnar. Þórunn Tryggvadóttir. Elsku langamma. Nú ertu búin að kveðja þennan heim og komin yfir í annan. Eftir sitjum við sorg- mædd með söknuð. Líkami þinn var orðinn dálítið þreyttur enda varstu búin að vinna mikið um æv- ina. Alltaf var gott að heimsækja þig í Skálagerði. Þú tókst svo vel á móti okkur langömmubörnunum þínum, þótt fjörug væru. Þótti okkur ísinn sérstaklega góður hjá þér og passaðir þú upp á að nóg væri til af honum í frystinum. Það var svo gaman þegar þú söngst fyrir okkur því þú kunnir svo mik- ið af gömlum og skemmtilegum ÁSTA SIGRÚN HANNESDÓTTIR ✝ Ásta SigrúnHannesdóttir fæddist á Óðinsgötu 1 í Reykjavík 16. júlí 1920. Hún lést á Borgarspítalanum 10. desember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 15. desember. vísum og söngvum. Þessar ljúfu minning- ar um þig munum við alltaf eiga í hjörtum okkar. Elsku amma, við söknum þín mjög mik- ið og þökkum þér fyr- ir samfylgdina. Megi góður guð og allir heimsins englar vaka yfir þér og varðveita. Við viljum að lokum kveðja þig með þess- ari bæn: Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Þín barnabarnabörn, Inga Brá, Torfi Hrafn og Breki Brimar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.