Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 74
DAGBÓK 74 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur í dag. Fréttir Bókatíðindi 2003. Númer sunnudagsins 21. desember er 086992. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Félagsheimilið Hraun- sel verður lokað frá og með mánudeginum 22. des til 4. jan. 2004 Gerðuberg, félags- starf. Opið alla virka dag milli kl. 9–16.30, sími 575 7720. Vesturgata 7. Þriðju- daginn 30.desember verður farið í jóla- guðþjónustu í Graf- arvogskirkju kl.14. Prestar: Sr. Ragnar Fjalar Lárusson og sr.Vigfús Þór Árna- son. Unglingakór Grafarvogskirkju syngur og leiðir al- mennan söng undir stjórn Oddnýjar Þor- steinsdóttur kór- stjóra. Organisti: Hörður Bragason. Kaffiveitingar í boði Grafarvogssóknar. Guðþjónustan er sam- starfsverkefni elli- málaráðs Reykjavík- urprófastsdæma og Grafarvogssóknar. Rútuferð frá Vest- urgötu 7 kl. 13.15 skráning í síma 562 7077 allir vel- komnir. NA (Ónefndir fíklar). Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opnir fundir kl. 21 á þriðjudögum í Héðins- húsinu og á fimmtu- dögum í KFUM&K, Austurstræti. Minningarkort Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobs- dóttur og Jóns Jóns- sonar á Giljum í Mýr- dal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftir- töldum stöðum: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487 8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487 1299, í Reykjavík hjá Frí- merkjahúsinu, Lauf- ásvegi 2, s. 551 1814 og hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557 4977. Minningarkort Parkinsonsamtak- anna á Íslandi eru af- greidd á skrifstofu- tíma í s. 552 4440 frá kl. 11–15. Kortin má einnig panta á vef- slóðinni: http:// www.parkinson.is/ sam_minning- arkort.asp. FAAS, Félag aðstand- enda alzheimer- sjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533 1088 eða í bréfs. 533 1086. Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í s. 588 7555 og 588 7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins í Suð- urgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofutíma er sím- svari. Einnig er hægt að hringja í s. 861 6880 og 586 1088. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.–fim. kl. 10–15. S. 568 8620. Bréfs. 568 8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. Heilavernd. Minning- arkort fást á eft- irtöldum stöðum: í s. 588 9220 (gíró) Holts- apóteki, Vesturbæj- arapóteki, Hafn- arfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elías- dóttur, Ísafirði. Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtak- anna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562 5605, bréfsími 562 5715. Minningarkort Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar ( K.H.) er hægt að fá í Bóka- búð Böðvars, Reykja- víkurvegi 64, 220 Hafnarfirði s. 565 1630 og á skrif- stofu K.H., Suðurgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544 5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í s. 540 1990 og á skrif- stofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvu- pósti (minning- @krabb.is). Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafnarfirði. Hægt er að hringja í s. 565 5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Í dag er sunnudagur 21. desem- ber, 355. dagur ársins 2003. Tómasmessa Orð dagsins: Jesús segir við hann: „Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“ (Jh.. 20.)     Jón Steinsson hagfræð-ingur skrifar pistil í Deigluna og veltir fyrir sér ummælum Davíðs Oddssonar í nýjasta hefti Vísbendingar, um að sam- keppnisyfirvöld virki ekki sem skyldi og að ol- íufélögin muni velta hugsanlegum sektum vegna verðsamráðs út í verðlagið. „Þetta eru at- hyglisverðar kenningar og vert að skoða þær nánar,“ skrifar Jón.     Þegar spáð er fyrir umviðbrögð fyrirtækja við breytingum á starfs- umhverfi þeirra gefst oft vel að gera ráð fyrir að þau hámarki hagnað,“ skrifar Jón. „Sókn fyr- irtækja eftir hámarks- hagnaði gerir það að verkum að þau bjóða við- skiptavinum sínum upp á eins hátt verð og þau komast upp með án þess að missa þá til samkeppn- isaðila eða út af mark- aðinum. Þegar mikil sam- keppni ríkir á markaði berjast fyrirtæki um við- skiptavini með því að bjóða lága álagningu. En þegar lítil samkeppni rík- ir komast fyrirtæki hins vegar upp með að leggja mun meira á vöruna. Það er þó alltaf svo að fyr- irtæki leggja eins mikið á vöru og þau komast upp með. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að álagning fyrirtækja fer ekki eftir því hvað þau þurfa að fá hátt verð fyrir vöruna heldur hvað þau geta fengið hátt verð fyrir vöruna.     Það að olíufyrirtækinhafi lagt eins mikið á vöruna og þau gátu fyrir sektirnar gerir það að verkum að þau geta ekki hækkað verðið þegar þau eru sektuð. Ekki nema að sektirnar sjálfar minnki samkeppni í olíu- dreifingu. Ég á því erfitt með að sjá hvernig full- yrðingar forsætisráð- herra standast. Þær myndu standast ef for- sætisráðherra hefði hald- ið því fram að sektirnar auðveldi samráð í fram- tíðinni eða auðveldi olíu- félögunum með öðrum hætti að halda niðri sam- keppni. En hann segir þvert á þetta að hann telji að innbyrðis sam- keppnisstaða þeirra breytist ekki.“     Jón segir að gera verðiráð fyrir að olíufélögin hafi þegar valið það verð, sem leiði til mests hagn- aðar. „Þetta þýðir að ef þau hækka verðið hjá sér enn frekar mun það ein- ungis leiða til þess að hagnaður þeirra dregst saman enn meira þar sem verðhækkunin leiðir til þess að eftirspurnin þeirra minnkar meira en sem nemur verðhækk- uninni. Starfsemi Sam- keppnisstofnunar leiðir til lægra vöruverðs að svo miklu marki sem hún gerir fyrirtækjum erf- iðara fyrir en ella að stunda ólöglegt samráð eða beita öðrum brögðum til þess að draga úr sam- keppni.“ STAKSTEINAR Sektir og samkeppni Víkverji skrifar... Aðventan er tími tilhlökk-unar, samverustunda með fjölskyldunni og gleði. Það vill reyndar til að að- ventan er einnig sá tími sem langflestir eldsvoðar verða. Víkverja finnst að nærri daglega berist fregnir af kertaskreytingum og öðru sem hafi kviknað í og að slökkviliðið telji „mildi að ekki fór verr.“ Sumir eru ekki svo heppnir. Á dögunum kvikn- aði t.d. í út frá sjónvarpstæki í Breið- holti og allt innbú fjölskyldunnar sem þar bjó, móður með þrjú börn, eyði- lagðist. Þetta finnst Víkverja afar sorglegt en ekki síður sorglegt finnst honum að konan hafi ekki verið með innbústryggingu og fái því ekki bú- slóðina sína bætta. x x x Víkverji verður þrátt fyrir þennansorgaratburð (og kannski einmitt vegna hans) að lýsa furðu sinni á því hversu margir eru án innbústrygg- ingar. Víkverja grunar að fólk haldi að það sé mikið mál að fá slíka trygg- ingu eða að hún kosti kannski mjög mikið. Víkverji fullyrðir að svo er ekki og hvetur alla, líka þá sem eru nýfarnir að búa og finnst innbú sitt kannski ekki upp á marga fiska, til að tryggja sig. Því líkt og gamalt auglýs- ingaslagorð segir: Þú tryggir ekki eftir á! x x x Víkverji heimsótti slökkviliðsmennum daginn. Á fundinum sann- færðist hann um gildi reykskynjara, þessa litla tækis sem svo ótal oft hef- ur sannað gildi sitt. Hann sannfærð- ist einnig um að eldvarnateppi og handslökkvitæki ættu að vera til á hverju heimili. Einn slökkviliðsmann- anna benti Víkverja á að sumum sem ættu slökkvi- tæki á heimilum þættu þau svo ósmekkleg að þeir geymdu þau inni í skápum eða geymslum og væru svo búnir að steingleyma hvar tækið væri þegar þyrfti að nota það. Þetta finnst Vík- verja alveg ótrúlegt en velt- ir því engu að síður fyrir sér hvort ekki megi þá fegra tækin á einhvern hátt til að koma í veg fyrir að þetta undarlega vandamál komi upp. x x x Víkverja var einnig bent á nauðsynþess að öll heimili kæmu sér upp flóttaáætlun ef eldur skyldi kvikna. Fjölskyldur ættu því setjast niður nú fyrir jólin og ræða eldvarnir og hvernig skuli bregðast við eldi og reyk á heimilinu. Víkverji bendir á gagnlegar upplýsingar um þetta á heimasíðu Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins, www.shs.is. En á síðunni kemur m.a. fram að slökkviliðið býð- ur íbúum fjölbýlishúsa að gera úttekt á eldvörnum í sameign, þeim að kostnaðarlausu. Þú tryggir ekki eftir á! Gömlu mynda- sögurnar aftur HVERNIG dettur ykkur til hugar hjá Mogganum að hætta með gömlu mynda- sögurnar. Ferdinand, Dag, Ljósku og Gretti? Þær sem eru búnar að fylgja manni í tugi ára og persónurnar orðnir heimilisvinir. Já, og öll sú heimspeki og sálfræði sem býr í þessum sögum. Þegar ég var búin að lesa um svindlið og græðgina hér heima, stríðið og allar hörmungarnar í útlöndum – og minningargreinarnar, þá biðu mín í lokin þessar frá- bæru myndasögur. Þið komið nú með þær aftur, er það ekki? Ég er reyndar með hugmynd – eða eftirlátið Fréttablaðinu þær? Góðar jólakveðjur til ykkar Moggafólks með þakklæti fyrir frábært blað. Þórhalla Sveinsdóttir. Jóladagatal Sjónvarpsins VILDI ég lýsa óánægju minni með endalausar end- ursýningar RÚV á gömlum jóladagatölum. Nú eru teknir til sýninga þættir um Klæng sniðuga, en það er ekki lengra en 5–6 ár síðan þeir þættir voru síðast sýndir. Það þýðir það að sonur minn, sem er ellefu ára í dag, hefur ekki mjög gaman af þessum þáttum þar sem hann hefur þegar horft á þá. Gildir þetta ekki einungis um Klæng sniðuga heldur man ég einnig eftir að hafa séð Völund og Stjörnustrák með aðeins nokkurra ára millibili. Hefði maður allavega bú- ist við svona tíu ára bili milli endursýninganna þannig að aðaláhorfendahópurinn næði að endurnýjast, en samkvæmt formúlunni verður líklegast Stjörnu- strákur sýndur í þriðja skipti á næsta ári. Ef markhópurinn væri fullorðið fólk myndi svona óvirðing við áhorfendur ekki líðast. Ef ástæða þessa er peningaskortur get ég t.d. bent á bráðskemmtilega sænska þætti um Svan sem hægt væri að talsetja og má eflaust finna fleiri slíka þætti. Móðir í Seljahverfi. Jólagjafir Alþingis ÉG vil þakka fjármálaráð- herra og öðrum alþingis- mönnum fyrir þær jólagjaf- ir sem þeir hafa gefið fjölskyldu minni núna í des- ember. Hækkun á bensíngjaldi kostar okkur 12.000 kr. og 10% skerðing vaxtabóta 24.000 kr. til viðbótar eða samtals 36.000 kr. Þetta jafngildir launatapi upp á 60.000 kr. eða 5.000 kr. á mánuði. Ég vil óska öllum alþing- ismönnum gleðilegra jóla og jafnframt benda á að ég samþykki enga kjarasamn- inga næsta vor nema 5.000 kr. föst launahækkun komi til viðbótar við aðrar hækk- anir. Gleðileg jól. Skattgreiðandi. Góður þáttur ÉG vil benda fólki á mjög góðan þátt í útvarpinu á Rás 1 en það er viðtalsþættir sem Þórarinn Björnsson sér um. Þetta eru mjög skemmtilegir þættir og flott gerðir. Það mætti vera meira af svona þáttum. Hlustandi. Rosaleg hækkun ÉG var að fá símareikning- inn og sá að seðilgjaldið var að hækka, en það var 150 kr. og hækkaði í kr. 190. Þetta finnst mér rosaleg hækkun. Símnotandi. Dýrahald Freyja er týnd FREYJA er bröndótt læða, innikisa, sem týndist frá Kristnibraut í Grafarholti sl. miðvikudag 17. des. Hún er ómerkt. Þeir sem gætu gef- ið upplýsingar um Freyju hafi samband í síma 567 0733 og 823 8629. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 hreinlætisvaran, 4 kjöts, 7 smá, 8 holdugt, 9 óværa, 11 nálægð, 13 veit, 14 dugnaðurinn, 15 kosning, 17 skoðun, 20 skar, 22 smákvikindi, 23 spónamaturinn, 24 miskunnin, 25 hlaupa. LÓÐRÉTT 1 hnötturinn, 2 hænan, 3 tölustafur, 4 helgidóms, 5 reyna að finna, 6 sætið, 10 geip, 12 skyggni á húfu, 13 rösk, 15 yfir- höfnin, 16 látin, 18 ves- öldin, 19 áma, 20 fornafn, 21 reykir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 fullvalda, 8 fúsan, 9 afnám, 10 díl, 11 terta, 13 leiti, 15 hrönn, 18 skóla, 21 ætt, 22 skurð, 23 ófætt, 24 bugðóttar. Lóðrétt: 2 ufsar, 3 lenda, 4 aðall, 5 dundi, 6 efst, 7 emji, 12 tún, 14 eik, 15 hest, 16 önugu, 17 næðið, 18 stórt, 19 ógæfa, 20 atti. Krossgáta Hver þekkir fólkið? MAGDALENA hafði samband við Velvakanda og sagð- ist hafa fundið töluvert af myndum sem tilheyrðu fólk- inu á myndinni en hún hefur ekki getað haft uppi á því. Biður hún þá sem kannast við fólkið vinsamlega að hafa samband í síma 825 1097 ef það vill fá frekari upp- lýsingar. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.