Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 79
BUBBI Morthens heldur sína árlegu Þorláksmessutónleika að þessu sinni á NASA við Austurvöll. Tón- leikarnir eru merkilegir fyrir þær sakir að þetta verður í 20. sinn sem Bubbi stendur fyrir jólatónleikum, sem oftast hafa verið haldnir á Borginni. Margir eiga góðar minn- ingar frá þessum tónleikum og ekki síst Bubbi sjálfur, sem kynntist kon- unni sinni á meðan á undirbúningi fyrstu Þorláksmessutónleikanna stóð. Forsölu á tónleikana er lokið og seldust um 320 miðar. Á tónleika- daginn verða síðan seldir 80 til 100 miðar á staðnum, segir Bubbi. Má því búast við fullu húsi. „Það hefur verið það. Þetta hafa verið vinsælir tónleikar,“ segir Bubbi. „Yfirhöfuð er ofsaleg gleði ríkjandi og þarna mætir stór hópur aðdáenda sem þekkir öll lögin mín. Þegar maður spilar eitthvað sem varð til áður en þau fæddust verða ofsa fagnaðarlæti,“ segir Bubbi, sem spilar mikið gömul lög á Þor- láksmessutónleikunum auk þess sem fólk getur búist við að heyra lög af nýjustu plötu hans, Þúsund kossa nótt. „Gömlu lögin verða líka að vera með.“ Aðspurður hvort hann sé kominn í jólaskap segir Bubbi að hann sé að reyna að gíra sig í það. „Ég er búinn að vera að glíma við brjósklos, sem er búið að vera að angra mig mikið. Ég er að reyna að tækla þetta.“ Hann er samt viss um að hann verði kominn í sannkallað jólaskap þegar hann komi heim af Þorláks- messutónleikunum. „Ég verð kom- inn í jólaskap þegar ég kem heim. Þá eru krakkarnir og konan búin að skreyta tréð. Þá er jólastemningin komin í mann.“ Tónleikunum er útvarpað beint á Bylgjunni og líka á Bylgjan.is, sem er heppilegt til dæmis fyrir þá sem búa erlendis. „Ég veit að það er hefð fyrir því í Nýja-Sjálandi og Ástralíu að fólk safnist saman úti í garði að hlusta á tónleikana í gegnum Netið. Sumir eru búnir að gera þetta árum saman. Íslendingarnir hittast í blíð- unni að morgni dags til að hlusta,“ segir Bubbi, sem hefur líka fengið bréf frá Indónesíu og Afríku frá fólki sem hlustar á Þorláksmessu- tónleikana fjarri Fróni. „Svo heyrði ég líka frá íslenskum skipstjóra sem var á veiðum einhvers staðar þarna við Nýfundnaland. Hann hlustaði á tónleikana í tölvunni uppi í brú,“ segir Bubbi, þannig að boðskap- urinn og jólastemningin fer víða. Þorláksmessutónleikar Bubba í 20. sinn Gleðin ríkjandi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Frá tónleikum Bubba á Borginni á Þorláksmessu í fyrra en í ár verður Bubbi á NASA. Bubbi á NASA á Þorláksmessu. Tónleikarnir verða líka í beinni á Bylgjunni og á www.bylgjan.is. ingarun@mbl.is JAKOB Smári Magnússon hefur verið í tónlist- inni allt síðan pönkbylgjan reið yfir Ísland (var í Tappa tíkarrassi t.d.) og hefur spilað með hljómsveitum eins og Das Kapital, Síðan skein sól og Stríði og friði svo fáeinar séu nefndar. En það er ekki fyrr en nú sem hann ríður á vaðið með eigin tónlist. Og það í formi jólaplötu, nokk óvenjulegrar. Heitir hún Bassajól og inniheldur sígild jólalög, eingöngu leikin á bassa. „Þessi hugmynd kom fyrst upp fyrir mörgum árum,“ segir Jakob. „Þá spilaði ég eitt sumar með Sniglabandinu. Pálmi (Sigurhjartarson) stakk upp á þessu í gríni, hvort það væri ekki sniðugt að gera jólaplötu sem væri bara leikin á bassa. Hugmyndin datt ekki alveg dauð niður strax og barst einhvern veginn á milli manna. Á tímabili voru komnir fleiri bassaleikarar inn í þetta en það datt svo upp fyrir. Í sumar ákváðum ég og Hrafn Thoroddsen, en við erum að spila saman í Síðan skein sól, að láta verða af þessu og hófum upptökur í október.“ Jakob segir að flippið hafi verið sett til hliðar, loksins þegar af varð. „Við settumst niður og vönduðum okkur við þetta og létum allan fíflagang eiga sig. Ég valdi lög sem mér finnst flott. Þarna eru sálmar og líka sígild jólalög sem maður hefur alist upp með. Það eina sem heyrist í utan bassa er trommuheili. Við lágum ekkert yfir þessu, þetta streymdi bara fram.“ Þrír bassar eru notaðir. Kontrabassi, banda- laus rafbassi og hefðbundin rafbassi. „Ég byrjaði á því að spila melódíuna og setti svo annaðhvort eitthvað undir eða yfir. Þetta eru bara fjögurra strengja bassar, alveg bannað að nota sex strengja!“ Útsetningar áttu til að vera vandasamar, Jakob segir að það sé sannarlega hætt við að allt fari í graut ef bassinn er kominn á t.a.m. tíu rásir. Og eins og áður segir, þá er platan engin venjuleg jólaplata. „Það er nóg til af stuði í jólatónlist þannig að ég lét það eiga sig. Það eru engar bjöllur eða slíkt hérna, meira svona lágstemmdur höfgi. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir, sumir halda kannski að þetta sé tómt rugl. Það komu líka stundir þar sem ég efaðist. En maður bara kláraði dæmið.“ Hljómurinn er „nálægt“ hlustandanum, það brakar í bassanum, andardráttur heyrist og stemning er öll hin stofulegasta. Sannkölluð bassajól! Ljósmynd/Hrafn Thoroddsen Bassajól er fyrsta sólóplata Jakobs Smára. Fyrsta sólóplata Jakobs Smára Magnússonar er jólaplata Bassajól Platan Bassajól er komin út. Hún var tekin upp heima hjá Jakobi en líka í Stúdíó Ást- arsorg sem er í eigu Ensími, sveitar Hrafns. Hljóðblöndun var gerð í Sýrlandi. arnart@mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 79 ÞEGAR tveir trommarar rugla saman settum sínum og gefa út plötu þá veit maður ekki alveg við hverju á að búast. Hvernig tónlist búa tveir trommarar til saman? Dialog er e.t.v. ekki besta svarið við því vegna þess að Steingrímur Guð- mundsson og Sig- tryggur Baldursson eru og hafa allar götur verið allt ann- að en dæmigerðir trommarar. Þeir eru nefnilega ekki ein- asta tveir af bestu trommurum og ásláttarleikurum sem þjóðin hefur átt heldur hefur þeim aldrei nægt að vera fastir bak við settið. Steingrímur hefur þannig lagt lag sitt við að ná fullkomnu valdi á öðrum og framandlegri áslátt- arhljóðfærum eins og austurlenska ta- blanu sem um margt er leiðandi hljóð- færi á umræddri plötu. Og þótt Sigtryggur hafi garfað meira í rokkinu, með Þeysurum, Kuklinu og Sykurmol- um þá hefur hann aldeilis farið um víð- an völl, raulað með Steingrími í Mill- unum, skapað óhljóð með Einari og Hilmari Erni í Frostbite, rafhljóð með Jóhanni Jóhannssyni í Dip og leikið undir með hinum og þessum vönduð- um tónlistarmanninum erlendum, gjarnan þeim sem daðrað hafa við heimstónlistina. Og það er einmitt eina orðið sem kemur í hugann ef lýsa á þessum dásamlega gjörningi sem þeir hafa kuklað saman undir nafninu Stein- tryggur. Heimstónlist. Heimstónlist í ætt við snilldarverk á borð við My Life in the Bush of Ghosts Byrnes og Enos eða Mali Music Albarns og félaga, sem þó eru plötur sem koma ekki nándar nærri eins víða við og Dialog Stein- tryggs. Hún virkar nefnilega á mann eins og hin ævintýralegasta 45 mín- útna heimsreisa með taktfastri hrað- lest knúin áfram af áslætti Stein- tryggs, trommum og tabla. Of langt mál væri þannig að ætla að greina frá öllum áningarstöðum, fara út í öll þau heimsins tónlistaráhrif sem greina má á þessari guðdómlega fjölbreytilegu og framandi plötu. Hér ægir öllu saman; hipp-hoppi, raftónlist, poppi, rokki, pönki, öllum mögulegum og ómögu- legum tegundum af djassi og heims- tónlist frá Austur-Evrópu, Afríku, Grænlandi og austurlöndum nær og fjær. Allt kemur síðan heim og saman í þessum hrynheita takti lestarstjór- anna Steingríms og Sigtryggs sem beina óþrjótandi hugmyndum sínum á ófyrirsjáanlegar en ávallt réttar braut- ir og sjá til þess að aldrei sé farið út af sporinu. Þótt þeir sjálfir lestarstjórar eigi vit- anlega stjörnuleik, jafnt sem höfundar og flytjendur, þá er það ekki hvað síst vegna vel valinna og fjölskrúðugra far- þega sem lestarferðin er svona listilega vel lánuð. Þannig á Eiríkur Orri Steph- ensen frábæra spretti á trompetið í þremur lögum, impróvisérar sem villt- ur maður – eða bara Einar Örn – í tablapönkinu „I don’t get it“ og blæs svo undurþýtt og sveiflandi í „Swing“ – einu allra best heppnaða lagi plötunn- ar. Þar hefur ekki lítið að segja sterk innkoma saxistans snjalla Óskars Guð- jónssonar. Þá slæst Davíð Þór Jónsson í för með þeim Óskari og lestarstjórum í kolmyrku og mögnuðu lokalagi, „Transsylvanian Limousine“. Eitt besta dæmið um smekklega samsuðu ólíkra heima er marímbu-hipp-hoppið í „Seven Days“ sem rennur svo innilega eðlilega saman við tilfinningaþrungið söngrapp hinnar pólsku Natöshu Kurek-Gudmundsson. Flottastur er þó oud-leikur (íranskt 12-strengja hljóð- færi) Sörens Venemans í hinu gullfall- ega „Psalm“ sem byggt er á sálmi eftir Þorkel Sigurbjörnsson en sami Vene- man fer og á kostum á mandólíninu þar sem það kallast á við sekkjapípuna í „Reel Faktor“. Þá fanga þeir mann á lymskulegan hátt indversku straum- arnir í taktþungu „3rd Avenue“. Maður veit satt best að segja ekki hvar skal láta staðar numið þegar byrj- að er að tína til allar þær gersemar sem verða á vegi manns þegar stokkið er upp í tablahraðlest Steintryggs. Hún er einfaldlega allra æsilegasta heimsreisa sem hægt er leggja upp í vegabréfslaus. Umbúðir eru og smekklegar og flottar en leiðinlegt er að sjá hversu upplýsingar um flytjendur á umslagi eru rangar á annars svo tilkomumiklu listaverki. Tónlist Heimsreisa með tabla- hraðlestinni Steintryggur Dialog Smekkleysa sf. Steintryggur eru Steingrímur Guðmunds- son og Sigtryggur Baldursson. Öll lög e. Steingrím og Sigtrygg nema „Green Landing“ e. Steingrím, Sigtrygg og Nat- asha Kuren-Gudmundsson, „3rd Ave“ e. Steingrím, Sigtrygg og Sören Venema, „Seven Days“ e. Steingrím, Sigtrygg og Orly Kibalika, „On Our Time“ e. Stein- grím, Sigtrygg og Þorkel Sigurbjörnsson. Sigtryggur leikur á trommur, áslátt, gít- ara, hljómborð og forritun. Steingrímur leikur á tabla, áslátt og syngur. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Benedikt H. Her- mannsson gítar, Björn Kristjánsson hljómborð, Davíð Þór Jónsson harm- onika, Dionisio bongótrommur, Eiríkur Orri Ólafsson trompet, Eyþór Gunnarsson forritun, Natasha Kurek-Gudmundsson söngur, Orly Kibalika söngur og klapp, Óskar Guðjónsson saxófónn, Róbert Þór- hallsson bassi, Sara Guðmundsdóttir söngur, Stefan van den Berg sekkjapípur, Sören Veneman oud, waldzither og mand- ólín, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson ak- ústík bassi. Upptökustjóri Sigtryggur Baldursson. Tekin upp í hljóðveri FÍH og Hole in the Sky í Hollandi apríl 2002–maí 2003. Útgefandi Smekkleysa SM ehf. Skarphéðinn Guðmundsson Morgunblaðið/Kristinn Dialog er „æsilegasta heimsreisa sem hægt er leggja upp í vegabréfs- laus“. Sigtryggur Baldursson og Steingrímur Guðmundsson eru Steintryggur. Í KVÖLD verður sýnd heim- ildamyndin Atlantic Jihad sem á íslensku nefnist Heilagt stríð í Norðurhöfum. Þar er því haldið fram að Tyrkjarán- ið á Íslandi árið 1627 hafi ver- ið heilagt stríð en jafnframt er sýnt hve þræðir þess lágu víða og hve margslungið það var. Atlantic Jihad er alþjóðleg útgáfa af myndinni Tyrkja- ránið sem sýnd var í þremur þáttum í Sjónvarpinu í maí í fyrra en þessi útgáfa inniheld- ur mikið af nýju myndefni sem ekki var í íslensku útgáf- unni. Meðal annars er farið til Færeyja og Írlands þar sem foringi Tyrkjaránsins gerði samskonar strandhögg stuttu eftir árásina á Ísland árið 1627. Þorsteinn Helgason sagnfræðing- ur og höfundur myndarinnar segir að færa megi rök fyrir því að Tyrkjarán- ið hafi verið hluti af því sem í Kór- aninum er kallað heilagt stríð. „Einn þátturinn í ráninu var hin aldagamla togstreita á milli múslima og krist- inna manna sem við sjáum enn í dag. Til dæmis fóru menn ekki til að drepa fólk heldur til að taka það til fanga og svo var því boðið að taka íslamska trú en það var hin æðsta gjöf, og tilgang- urinn með heilögu stríði. “ Hann bendir á að einnig sé hægt að finna rök gegn þessari kenningu en að gaman sé að skoða Tyrkjaránið í þessu ljósi. Þorsteinn hefur verið að vinna að rannsóknum á atburðinum í um tíu ár og er að skrifa doktorsritgerð um efnið. Myndin var tekin á sögu- slóðum á Íslandi, Færeyjum, Írlandi, Danmörku, Hol- landi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Norður-Afríku. Hún hefur þegar verið sýnd í sjónvarpi í Hollandi og Ír- landi en bandaríska dreif- ingarfyrirtæki TPI hefur tekið myndina til alþjóða- dreifingar. Hún er framleidd af kvikmyndafélaginu Seyl- an með stuðningi frá Media+ áætlun Evrópu- sambandsins. Framleiðandi er Hjálmtýr Heiðdal, Guð- mundur Bjartmarsson sá um kvikmyndatöku og klippingu ásamt Jóni Yngva Gylfasyni. Sverrir Guðjónsson hafði veg og vanda af tón- listinni. Heimildamynd um Tyrkjaránið Var Tyrkjaránið heilagt stríð? Myndin var tekin upp á Íslandi, í Færeyjum, Hol- landi, Frakklandi, á Ítalíu, Spáni og í Norður-Afríku. Heilagt stríð í Norðurhöfum er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld, sunnudagskvöld kl. 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.