Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 80
Morgunblaðið/Jim Smart Skúli Árnason, formaður Björgunarsveitarinnar á Akureyri, sem tók þátt í leiðangrinum, John Culver, sendiherra Bretlands á Íslandi, og Hörður Geirs- son, maðurinn sem kom þessu öllu af stað, eftir forsýningu myndarinnar. HEIMILDAMYNDIN Undan ísnum er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þetta er spennandi og dramatísk saga ungs Akureyrings um leit hans að breskri sprengjuflugvél, Fairey Battle P2330, sem fórst 26. maí árið 1941 í jökli norður í landi. Hvers vegna Arthur Round yfirflugmaður 98. flug- sveitar breska setuliðsins náði aldrei yfir hálendi Íslands þennan örlaga- ríka dag var ekki vitað. Vélin var á leiðinni frá Melgerðismelum til Kald- aðarness þar sem höfuðstöðvar breska flughersins voru. Það tók jök- ulinn aðeins nokkra daga að fela öll ummerki um þær hörmungar sem þarna áttu sér stað. Flugmaðurinn birtist í draumi „Hörður Geirsson safnvörður á Minjasafni Akureyrar hóf árið 1980 leit að Round og mönnum hans. Hann lagði í vikuferð á hálendið í nágrenni Akureyrar bjartsýnn um að hann myndi finna flakið og líkamsleifar Bretanna fjögurra. Fyrstu nóttina birtist honum sýn í draumi. Flugmað- urinn var kominn til að aðstoða hann við að finna vélina. Trúr sýninni hélt Hörður áfram leit sinni á há- lendinu, grunlaus um að hún myndi taka hann 20 ár. Í hvert sinn sem hann var við það að gef- ast upp vitjaði flugmað- urinn hans í draumi og hvatti hann áfram. Árið 1999 urðu straumhvörf í leit Harðar. Jökullinn var loksins tilbúinn til að skila því sem hann hafði varðveitt í nær 60 ár. Storm og Stöð 2 slógust í för með Herði og ákváðu að gera heim- ildamynd um þessa ein- stæðu sögu,“ segir í tilkynningu frá Stöð 2 en sagan er sannarlega sér- stæð. „Hörður Geirsson, sem myndin fjallar um hafði samband við okkur í gegnum Stöð 2. Hann vildi láta gera mynd um þessa sögu,“ segir Margrét Jónasdóttir handritshöfundur mynd- arinnar, sem er 52 mínútur að lengd, en hún gerir myndina í samvinnu við Magnús Viðar Sigurðsson og Storm. Leiðangur á jökul „Við ákváðum að slást í för með honum og gera mynd um þetta allt saman. Við vorum með þegar Bret- arnir komu og við fengum einkarétt á myndatöku á jöklinum,“ segir hún en vinna við myndina hófst í júní árið 2000. Leiðangur Bretanna, sem Margrét ræðir um átti sér stað í ágúst sama ár en lið frá breska hernum kom til að aðstoða við björgunaraðgerðir og koma líkamsleifum mannanna í vígða mold. „Auk þess að mynda leiðangurinn frá upphafi til enda tókum við viðtöl við ættingja mannanna, sem komu til Íslands í minningarathöfnina,“ segir Margrét en athöfnin var haldin í Fossvogskirkju. Tökulið fór til Bret- lands í fyrra í tengslum við gerð myndarinnar. „Við fórum og töluðum við fyrrverandi her- manninn, John Sim majór, sem fann vélina upprunalega árið 1941 eftir slysið.“ Hörður var búinn að eyða miklum tíma í leit- ina að vélinni. „Venju- lega hef ég unnið rann- sóknarhlutann af okkar verkefnum en Hörður var búinn að vinna svo rosalega nákvæma heimildarvinnu,“ segir Margrét. Eldra myndefni er einnig að sjá í Undan ísnum. „Við keyptum líka gamalt myndefni frá stríðsárunum á Íslandi sem við fengum frá Imperial War Museum í Bretlandi. Þannig að við förum aðeins inn í at- burðarrásina þessa daga í kringum flugslysið,“ segir hún. Dramatísk saga „Rauði þráðurinn í sögunni er Hörður Geirsson og hans persónu- lega saga í gegnum alla þessa leit. Þetta er mjög dramatísk saga,“ segir Margrét og segist hafa fengið góð við- brögð á forsýningu í vikunni. „Fólk var hálf klökkt í lok sýning- arinnar,“ segir Margrét sem segir viðbrögðin hafa verið „miklu sterkari heldur en við áttum von á. Það er stórkostlegt að finna að fólki finnist maður hafa komið sögunni vel til skila. Þá er maður búinn að ná því markmiði sem maður setti sér.“ Margrét er ekki bara kvikmynda- gerðarkona heldur líka sagnfræðing- ur. Hún segir kjörið að tengja saman þessi tvö fög og að heimildarmynd sé góð leið til að koma sagnfræði til skila. „Þetta er miklu skemmtilegri mið- ill heldur en greinar eða bækur. Þetta er svo áhrifaríkur miðill. En ég vinn mína forvinnu eftir reglum sagnfræð- innar. Þegar ég verð orðin gömul og grá fer ég kannski að koma hlutunum öðruvísi frá mér því ég á rosalega mikið efni. Aðalatriðin komast inn en allar hliðarsögur, sem eru ekki síður áhugaverðar, verða að bíða.“ Íslensk heimildamynd um leit að breskri sprengjuflugvél Leitin tók 20 ár Ýmsir munir úr vélinni hafa komið í ljós undan jökli í leitarferðum um sextíu árum eftir að flugvélin fórst. Margrét Jónasdóttir Morgunblaðið/Jim Smart ingarun@mbl.is Undan ísnum er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 21.20 í kvöld. FÓLK Í FRÉTTUM 80 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/690 7361 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 848 6475 Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni VINSÆL dægurlög frá 1950-60 er að finna á plötunni Óskastundinni 2 sem var að koma út. Gerður G. Bjarklind þulur Ríkisútvarpsins valdi lögin en hún er einnig umsjón- armaður samnefndra útvarpsþátta á Rás 1. Þetta er önnur platan með lögum úr þáttunum en sú fyrsta kom út fyrir jólin í fyrra. Þarna eru lög með söngvurum á borð við Elly Vil- hjálms, Hallbjörgu Bjarnadóttur og Hauki Morthens. Gerður kveðst hafa valið lögin sem henni sjálfri þóttu skemmtileg- ust frá þessu tímabili. „Ég hlustaði á þessi lög þegar ég var að alast upp og svo hefur þetta fylgt manni allar götur síðan. Mér finnst yndislegt að heyra þetta fólk syngja, það er bara eitthvað svo gott í þessari tónlist.“ Hún segir að lögunum fylgi mikil nostalgía. „Þetta var ekki eins og hjá krökkum í dag sem geta hlustað á uppáhaldslagið sitt aftur og aftur. Maður heyrði þetta bara einu sinni og þurfti svo að bíða lengi eftir því að lagið sitt kæmi næst í útvarpinu. Þarna hafði fólk nefnilega ekkert annað en útvarpið og allir hlustuðu á það.“ En gat fólk ekki hlustað á lögin á plötum? „Elskan mín góða, það var ekkert algengt að fólk ætti plötuspilara, ég fékk minn þegar ég fermdist. Þetta skilja krakkar bara ekki núna þegar við höfum allt af öllu, enda var þetta svo ólíkt.“ Talar sem minnst þessa dagana Eins og áður segir sér Gerður um hinn geysivinsæla þátt Óska- stundina sem er á Rás 1 á föstudags- morgnum en þar leikur hún óskalög hlustenda. Hún fær mikil viðbrögð við þættinum og segist vera eini þáttastjórnandinn sem ennþá fái fjöldann allan af handskrifuðum bréfum. „Ég get sagt þér að þetta er svo þakklátt starf og þau eru svo fal- leg bréfin sem ég fæ frá hlustendum, oft myndskreytt og með vísum sem ég geymi allar.“ Gerður mun að venju lesa jóla- kveðjurnar á Þorláksmessu ásamt hinum útvarpsþulunum og er und- irbúningurinn þegar hafinn. Lest- urinn hefst klukkan eitt og stendur oft fram yfir miðnætti svo álagið er mikið á þulina sem skiptast á að lesa. „Ég segi alltaf að ég sé byrjuð að undirbúa mig með því að tala sem minnst. Við þulirnir verðum að hafa röddina í lagi, enda er þetta lestur í margar klukkustundir samfleytt.“ Að þessum orðum sögðum ákveður blaðamaður að samtalinu skuli ljúka enda vill hann síst af öllu hafa á sam- viskunni að Gerður noti röddina of mikið fyrir lesturinn. Óskastundin 2 komin út Morgunblaðið/Kristinn Gerður fær mikil viðbrögð frá hlustendum Óskastundarinnar. bryndis@mbl.is Valdi uppáhaldslögin sín AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.