Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 300 KR. MEÐ VSK. SKRÁSETNINGARGJALD verður ekki endurkræft og gripið verður til ýmissa aðhaldsaðgerða við skráningu nemenda við Háskóla Íslands á næsta ári. M.a. verða engar undantekningar heimilaðar frá skráningu. Einstökum deildum verður falið að ákveða hvort stúdentar verða teknir inn í skólann um áramót. Þessar ákvarðanir eru hluti af sparnaðaraðgerð- um sem gripið er til til að samræma fjár- veitingar til HÍ á fjárlögum rekstrarút- gjöldum skólans. Fjárveiting til HÍ fyrir kennslu sam- kvæmt fjárlögum gerir ráð fyrir að fjöldi virkra nemenda á árinu 2004 verði 5.200, en áætlaður fjöldi þeirra háskólaárið 2003– 2004 miðað við reynslutölur fyrri ára er 5.750 að mati Háskólans. Á fundi háskóla- ráðs á fimmtudag kom fram að nauðsyn- legt væri að grípa til sérstakra aðhalds- aðgerða og var samþykkt að gæta ítrasta aðhalds í ráðningarmálum og að öll stjórn- sýsla, rekstur fasteigna og framkvæmdir fengju sömu fjárveitingu og á árinu 2003, sem fæli í sér 2,5% raunlækkun. Deildir ákveða hvort nýnemar verða teknir inn um áramót Varðandi skráningu nemenda var sam- þykkt að veita engar undanþágur frá skráningartímabili árlegrar skráningar 22.–26. mars nk. og greiðslu skrásetning- argjalds og engar undanþágur til nýskrán- inga og greiðslu skrásetningargjalds eftir 4. júní (sama gildir um erlenda stúdenta eftir 15. mars). Einnig var ákveðið að reynt yrði að koma í veg fyrir að nemendur skrái sig í námskeið sem þeir mæta svo ekki í, og samþykkt að hömlur verði settar á breytingar á skráningum eftir að kennsla hefst. Á fundinum kom fram að óvíst væri hvort grípa yrði til enn frekari aðhalds- aðgerða, svo sem kerfisbundinna fjöldatak- markana. Samkvæmt upplýsingum frá Háskólan- um verður einstökum deildum HÍ falið að skoða hvort þær „kjósi að nýta undantekn- ingarheimild til að skrá nýja nemendur í janúar 2004“. Í janúar á þessu ári skráðu sig um 300 nemendur á grundvelli þessarar heimildar. Þá hefur engin ákvörðun enn verið tekin um fjöldatakmarkanir fyrir haustið 2004, en skráning nýnema fer fram næsta vor. Háskóli Íslands þrengir reglur um inntöku nýrra nemenda Engar undantekningar leyfðar frá skráningu Fríkirkjuprestur Stöðugt fleiri matarbeiðnir BEIÐNIR um mataraðstoð hrúgast upp í vaxandi mæli, einkum þó á aðventunni, að sögn Hjartar Magna Jóhannssonar, fríkirkjuprests í Reykjavík. Frjáls framlög safnaðarfólks í lítinn líknarsjóð segir hann vera notuð til að verða við sem flestum slíkum beiðnum. Stundum þegar mest liggi við, þurfi þó að grípa til rekstrarfjár safnaðarins og sumum beiðnum verði að vísa annað. „Ég hef fundið töluverða aukningu matarbeiðna þessi tæpu sex ár sem ég hef verið fríkirkjuprest- ur,“ segir Hjörtur Magni í viðtali í Tímariti Morg- unblaðsins í dag. „Ég hef borið mig eftir því að kynna mér aðstæður þessa fólks gegnum árin, m.a. til að kanna hvort einhverjir séu að misnota sér þessa þjónustu, sem auðvitað eru dæmi um, og á heildina litið er um raunverulega og knýjandi þörf að ræða,“ segir hann enn fremur og tekur dæmi af fjölfatlaðri konu sem stöðugt þurfi að biðja um aðstoð til að komast af. „Það er hryllileg- ur vitnisburður um það velmegunarþjóðfélag sem við teljum okkur búa í,“ segir Hjörtur Magni.  Tímarit /11 MIKIÐ er keypt af skötu þessa dagana enda stutt í Þorláksmessu þegar margir borða kæsta skötu að vestfirskum sið. Elmar Þór Þorkelsson, fisksali í Fiskbúð- inni Vegamótum við Nesveg, og faðir hans, Þorkell Diego, eru ánægðir með söl- una og bæta stöðugt í fiskborðið. Elmar segist viða að sér skötu mest allt árið sem hann síðan kæsir þegar rétti tím- inn er kominn. Hann neitar spurningu um hvort það sé mikill galdur að verka sköt- una á réttan hátt en segir nauðsynlegt að fylgjast vel með verkuninni, snúa fisk- inum reglulega svo hann liggi ekki of lengi í eigin safa. Hann segist hafa lært verkunina af öðr- um fisksölum og einnig hjá frændum sín- um á Suðureyri. Þar hafi honum verið trú- að fyrir ákveðnum leyndarmálum sem hann noti við vinnsluna. Og nú stendur vertíðin sem hæst. Marg- ir keyptu skötu fyrir vikulokin enda nokk- uð um að fólk sé að halda skötuveislur um helgina, ekki síst þeir sem eru að vinna á Þorláksmessu. Aðaltörnin er þó á mánu- dag og þriðjudag, sjálfan Þorláks- messudag. Morgunblaðið/Kristinn Stöðugt bætt í fiskborðið Hjálparsíminn 1717 Yfir fimm þúsund símtöl í ár RÚMLEGA fimm þúsund manns hafa hringt í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, á þessu ári. Hjálparsíminn er gjaldfrjáls sími og opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugs- ana. Rauði krossinn ætlar að vekja sérstaka athygli á Hjálparsímanum um jólin. Linda Pétursdóttir tek- ur þátt í kynningarverkefninu og segir sérstakan heiður að fá að leggja Rauða krossinum lið með þessum hætti. „Ég veit af eigin raun hve nauðsyn- legt það er að geta rætt um erfiðleikana. Þörfin fyrir Hjálparsímann 1717 er því miður mjög mikil og þessi árstími, þegar flestir halda gleðileg jól, getur reynst mörgum mjög erfiður.“  Stolt og ánægð/12 HÖLL minninganna, bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, er kynnt í heilsíðu- auglýsingu á baksíðu bókablaðs bandaríska dagblaðsins The New York Times í dag. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk skáldsaga er auglýst með þessum hætti í Bandaríkjunum og sýnir að útgefandi bókarinnar telur hana eiga mikla möguleika, samkvæmt upplýsingum Vöku-Helgafells. Höll minninganna kom út hjá Vöku-Helgafelli á árinu 2001. Random House gefur söguna út í Bandaríkjunum og er enski titillinn Walking into the Night. Í auglýsingunni í New York Times er vitnað til lofsam- legra dóma sem nýlega hafa birst um bókina í Bandaríkjunum. Ólafur Jóhann hefur á undanförnum vikum ferðast um Bandaríkin til að kynna Höll minninganna. Höll minninganna kynnt í Bandaríkjunum Auglýst í New York Times Ólafur Jóhann Ólafsson EIMSKIPAFÉLAG Íslands hefur ákveðið að selja eða leigja hús sitt í Pósthússtræti í Reykja- vík vegna flutnings á meginstarfsemi félagsins inn í Sundahöfn. Húsið er fimm hæða skrif- stofubygging, auk kjallara og rishæðar. Er það samtals um 3.850 fermetrar. Ásett verð 475 milljónir Ásett verð eru 475 milljónir. Eignamiðlun og Fasteignamarkaðnum hefur verið falið að sjá um söluna eða leiguna og er auglýsing þess efn- is birt í Morgunblaðinu í dag. Húsið var tekið í notkun árið 1921 og árið 1979 var það stækkað. Að sögn fasteignasalanna leggja seljendur húss- ins áherslu á að þar verði starfsemi sem hæfir hinni virðulegu eign og fellur vel að miðbænum. Eimskipafélagið hefur einnig falið Eigna- miðlun og Fasteignamarkaðnum að selja húsið að Tryggvagötu 28, sem er við hliðina á Eim- skipafélagshúsinu, en þar var Gjaldheimtan lengi vel til húsa. Húsið eru fjórar hæðir auk kjallara. Er það samtals um 1.200 fermetrar. Ásett verð er um 105 milljónir króna. Morgunblaðið/Jim Smart Eimskipafélags- húsið til sölu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.