Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 4
Mismunandi upplifun Í RANNSÓKNUM Hönnu Bjargar Sigurjónsdóttur hefur greinilega komið fram hversu mismunandi er hvernig stuðningsfulltrúar upplifa seinfæra foreldra sem þeir hafa unnið með. Hér eru nokkur dæmi um upplifun stuðningsfólks á sömu foreldrunum: „Tóku alltaf leiðsögn.“ „Fylgdu hvorki leiðsögn né fyrirmælum.“ „Fylgdu nákvæmum fyrirmælum vel en urðu óörugg þegar fyr- irmælum bar ekki saman.“ „Þau voru samviskusöm og lögðu sig fram um að læra.“ „Við vissum aldrei hvað þau skildu.“ „Voru alltaf með allt á hreinu.“ „Við vissum áður en við sáum þau að þetta myndi aldrei ganga.“ MÓTA þarf skýra stefnu um það hvernig stuðningi við seinfæra for- eldra og börn þeirra skuli vera hátt- að. Seinfærir foreldrar vilja sumir hverjir ekki biðja um stuðning því þeir óttast að það geti orðið til þess að þeir missi forsjá barna sinna. Mis- munandi er hvernig stuðnings- fulltrúar frá ólíkum stofnunum og innan þeirra upplifa sömu foreldr- ana. Þetta segir Hanna Björg Sig- urjónsdóttir, aðjúnkt í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Ís- lands. Hanna Björg segir að ekki sér vit- að hversu margir seinfærir foreldrar séu hér á landi en í Bretlandi er áætl- að að um 260 þúsund fjölskyldur sé að ræða. „Fagfólk og fræðimenn eru þó sammála um að seinfærum foreldr- um fari fjölgandi sem er í raun eðli- legt framhald þess að við höfum lok- að sólarhringsstofnunum og fólkið er hvatt til að taka fullan þátt í sam- félaginu og eiga eðlilegt líf.“ Hanna Björg segir að viðurkennt sé að þessar fjölskyldur þurfi stuðn- ing og að flestar þjóðir séu að þróa þjónustu sem viðurkenni full borg- araleg réttindi seinfærra foreldra. „En ennþá eiga allar þjóðir langt í land með að bjóða viðeigandi þjón- ustu.“ Hún segir vandann felast í því að meiri samvinnu vanti milli allra þeirra sem koma að hverri fjölskyldu og að móta þurfi stefnu í þjónustu við seinfæra foreldra. „Það eru svo margir sem koma að þessari þjón- ustu og það vantar iðulega yfirsýn.“ Fötluð og ófötluð börn seinfærra foreldra Hanna Björg hefur unnið að rann- sóknum um seinfæra foreldra og börn þeirra frá árinu 1994. Hún hef- ur rannsakað aðstæður 18 fjöl- skyldna en í heildina hefur 121 einstaklingur, þar með taldir aðstandendur og stuðningsaðilar, tekið þátt í rannsókninni. Niðurstöð- ur rannsóknarinnar hafa verið birtar í tveimur bókum sem hún og dr. Rannveig Traustadóttir skrifuðu saman en Hanna Björg segir að út frá þeim sé ekki hægt að alhæfa um alla seinfæra foreldra heldur aðeins þá sem tóku þátt í rannsókninni. Af þeim 36 börnum sem tilheyra fjölskyldunum sem Hanna Björg rannsakaði eru 19 börn ófötluð og 14 fötluð en þrjú börn hafa verið á eftir í þroska en ekki greindarskert. Hanna Björg segir að seinfæru foreldrarnir í rannsókninni hafi átt það sameiginlegt að tengjast börn- um sínum mjög vel. „Nokkrar mæður sögðu að það hefði verið erfitt í upphafi að viður- kenna og sætta sig við fötlun barns síns. Þær töluðu um að eigin reynsla af útskúfun og fordómum hefði haft áhrif því þær óskuðu börnum sínum betra lífs en þær höfðu átt sjálfar.“ Hanna Björg segir að mæðurnar sem tóku þátt í rannsókn hennar séu hræddar við að fá stuðning. „Því það eru svo miklir fordómar og þær eru hræddar um að missa forsjá yfir börnum sínum.“ Best virðist ganga þegar konurnar kynnast félagsráðgjafa og öðrum sem veita stuðning á meðgöngu. „Þá er hægt að byggja upp traust. Það sem gefur líka besta raun er að stuðningurinn sé sveigjanlegur og mæti þörfum fjölskyldunnar á hverj- um tíma. Stuðningsþarfirnar eru mismunandi, stundum þarf viðkom- andi ekki á stuðningi að halda í lang- an tíma en svo þarf að taka á ein- hverju, t.d. svefnvenjum barnsins eða um er að ræða eitthvað sem við- komandi fjölskylda þarf hjálp við í stuttan tíma.“ Hanna Björg segir að sé stuðning- ur uppbyggilegur og byggist á styrk- leikum foreldranna gangi hlutirnir yfirleitt vel fyrir sig. „Foreldrarnir þurfa að upplifa það að borin sé virð- ing fyrir þeim og þeirra reynslu. Ef það gengur eftir þykir þeim mjög vænt um stuðningsaðila sína, treysta þeim og líta á þá sem jafningja.“ Stuðningur misjafn Hanna Björg segir að reyndin sé sú að stuðningurinn sé mjög misjafn. „Þeim mæðrum sem áttu fötluðu börnin fannst auðveldara að þiggja stuðning en þeim sem áttu ófötluð börn. Það getur verið út af því að það er vel skilgreint í lögum um málefni fatlaðra hvernig stuðningi fólk sem á fötluð börn hefur rétt á. Af því að við höfum ekki mótað stefnu í þessum málum er afar mismunandi milli stuðningsaðila hvaða þjónustu og stuðning fjölskyldurnar fá.“ Rannsókn Hönnu Bjargar leiddi í ljós að það er mjög misjafnt milli stuðningsaðila sem koma að sömu fjölskyldunni hvernig þeir upplifa samskipti sín við foreldrana og hvernig þeir meta þá. „Ástæðurnar eru t.d. þær að fólk gefur sér misgóð- an tíma til að kynnast foreldrunum og kanna skilning þeirra. „Einn sér- fræðingurinn segir að hann þurfi oft að benda fólki á að svipaðir hlutir geti gerst í öðrum fjölskyldum þó svo að foreldrarnir séu ekki fatlaðir. Þessi sami aðili bendir líka réttilega á að það er ekki samasemmerki á milli þess að vera seinfær og óhæf- ur.“ Hanna Björg segir að þau tilfelli sem samband foreldra og stuðnings- aðila hafi gengið vel og gefið góða raun hafi verið þegar stuðningurinn beindist að fjölskyldunni í heild en einnig hverjum einstaklingi innan hennar. Það hefur gefist vel þegar aðilar vinna saman að velferð fjöl- skyldunnar. Það er líka nauðsynlegt að samskipti stofnananna sem að hverju einstöku máli koma séu skýr frá byrjun. Það sem gerir þetta svo erfitt er að hver og einn er að vinna í sínu horni. Það þarf að móta stefnu til að vita hvað við erum að gera og hvert við erum að fara. Við þurfum að læra að vinna betur saman og nú þegar sé ég vísbendingar um að það sé að byrja að gerast.“ Seinfærir foreldrar óttast sumir hverjir að biðja um stuðning við barnauppeldi Ekki sama að vera seinfær og óhæfur Morgunblaðið/Jim Smart Hanna Björg Sigurjónsdóttir, aðjúnkt í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ. FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hin magnþrungna spennusaga um Árna Magnússon er ein mest selda bókin á Norðurlöndum. Árni elst upp í klaustri á 12. öld, lærir vopnaburð og verður stríðsmaður. Leiðin til Jerúsalem er framundan. MILLJÓN EINTÖK SELD BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR VEL fór á með Siv Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra og Sigmari B. Haukssyni, formanni Skotveiðifélags Íslands, yfir skoskum rjúpum á Veitingahúsi Sigga Hall á Óðinsvéum á laug- ardag. Ágreiningur hefur verið milli Sivjar og Sigmars um veið- ar á rjúpum, en Sigmar segir að Bjarni Óskarsson, sem flytji rjúpurnar inn, hafi viljað að þau friðmæltust og lausnin á rjúpna- lausu ári væri að borða skoskar rjúpur. „Þetta eru í sjálfu sér ágætar rjúpur og ekkert nema gott um þær að segja,“ segir Sigmar og bætir við að hann hafi sagt Siv að hann hefði smá miðilshæfileika og fyndi á sér að það drægi til tíðinda varðandi veiðibannið á rjúpum í sumar og að hún myndi eiga þátt í að grípa til aðgerða sem myndu mælast mjög vel fyrir hjá íslenskum skotveiðimönnum. Morgunblaðið/Kristinn Friðmælst yfir skosk- um rjúpum FJÓRIR veitingastaðir í Reykjavík verða með opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Þá býður rúmur helm- ingur allra hótela og gistihúsa í borg- inni gistingu um jólin. Undanfarin ár hafa 200 til 300 erlendir ferðamenn verið hér um hátíðirnar. Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík hefur birt lista um opn- unartíma ýmiss konar þjónustu fyrir ferðafólk og aðra yfir jól og áramót. Er hægt að nálgast listann á vefslóð- inni www.visitreykjavik.is og í Upp- lýsingamiðstöðinni í Ingólfsnaust við Aðalstræti. Þau fjögur veitingahús sem hafa opið á aðfangadagskvöld og raunar allar hátíðirnar eru Kaffi Reykjavík og veitingastaðir þriggja hótela, það er Hótel Nordica, Skrúður Hótel Sögu og Grand hótel. Hins vegar eru nítján veitingastaðir lokaðir. Sautján hótel og gistihús eru opin fyrir gist- ingu en fjórtán lokuð, samkvæmt lista Upplýsingaþjónustunnar. Önnur fyrirtæki sem veita afþrey- ingu eru almennt lokuð yfir hátíð- irnar, meðal annars söfnin. Þó hefur verið ákveðið að hafa Þjóðmenning- arhúsið opið nokkra stund á aðfanga- dag og sundlaug Vesturbæjar verða opnar í nokkra klukkutíma annan jóladag. Bláa lónið hefur eitthvað op- ið alla dagana. 200–300 ferðamenn um jólin Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að ferðaskrifstofur hafi verið hikandi við að skipuleggja ferðir til Íslands um jólin vegna þess hvað erf- itt væri að fá þjónustu þessa daga. Þó hefðu verið 200 til 300 manns hér undanfarin jól en ekki liggi fyrir upplýsingar um væntanlegan fjölda í ár. Fólkið væri ekki vant því að allt væri lokað í þeirra heimalöndum og hefði borðið á kvörtunum yfir lítilli þjónustu hér um jólin. Því hefðu nokkrar stofnanir og fyrirtæki tekið saman yfirlit um stöðuna og kynnt hana. Magnús sagði ánægjulegt að meiri þjónustu væri nú að hafa um jólin og sagði að ekki mætti gleymast að hún gæti einnig nýst Íslendingum, til dæmis væri hugsanlegt að einhverjir vildu fara út að borða á aðfangadags- kvöld þótt flestum þætti það fráleitt. Mun meira er opið um áramótin, meðal annars öll helstu hótel og gistihús og margir veitingastaðir. Magnús sagði að hér hefðu verið 1200 til 1500 erlendir ferðamenn um áramót síðustu árin og væri þjónust- an við það fólk miklu betri en um jól- in. Veitingastaðir með aukna þjónustu við ferða- fólk um jól og áramót Fjórir stað- ir opnir á aðfanga- dagskvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.