Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLAND gæti í náinni framtíð orðið eins konar þróunarland fyrir gagn- virkt sjónvarp, og hægt að nota landið til að prófa kerfi á því sviði áður en þau verða seld til útlanda. Þetta segir Halldór Axelsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins 24 tímar. Gagnvirkt sjónvarp leyfir áhorf- andanum að senda upplýsingar, auk þess að móttaka þær eins og venju- legt sjónvarp. Áhorfandinn ræður því hvað hann horfir á, hvenær, og jafnvel hvert sjónarhornið er í t.d. íþróttaleikjum. Hægt er að horfa á sjónvarpsstöðvar, kaupa aðgang að myndum og skoða tölvupóst, þó allt háð því hvað þjónustuaðilinn býður upp á. Tilraunaverkefni með gagnvirkt sjónvarp hér á landi þar sem 100 reykvísk heimili tengdu sjónvarp sitt við ljósleiðarakerfi, sem almennt er notað til að tengjast Netinu, hefur gengið vel, segir Halldór Axelsson. Stefnt er á að allt að 4.000 heimili fái ljósleiðaratengingu frá Orkuveitu Reykjavíkur á næsta ári, og að þá verði byrjað að selja aðgang að gagnvirku sjónvarpi hér á landi. Ef vel gengur gæti Ísland orðið eins konar tilraunastofa þar sem hugsanlegir gallar og vandamál eru hömruð úr kerfinu áður en það fer á alþjóðlegan markað, segir Halldór. Verkefnið vakti mikla athygli er- lendra aðila á ráðstefnu um staf- ræna borg, „Digital Reykjavík“, sem haldin var í lok nóvember. Sömu gæði og DVD-spilarar Halldór segir að tæknihliðin á bak við þessa þróun sé flókin, en grunn- urinn sé að háhraðatengingar inn á heimili séu sífellt að verða hraðari. Þegar þær fara upp í 2–4 megabit á sekúndu eru þær orðnar nægilega hraðar til þess að hægt sé að sækja sjónvarpsefni í svipuðum gæðum og DVD-diskaspilarar, en símafyrir- tækin bjóða nú upp á tengingar allt að 2 megabitum fyrir heimili. Tæknin gerir notendum kleift að horfa á sjónvarpsrásirnar, en einnig t.d. að fá ákveðnar kvikmyndir þeg- ar þeim hentar, eins og á mynd- bandaleigum. Einnig er hægt að horfa á sjónvarpsdagskrá allt að sól- arhring aftur í tímann svo ekki er sama hætta á að missa af uppáhalds sjónvarpsþættinum, segir Halldór. Til að nýta tæknina þarf venjulegt sjónvarp og afruglara, auk góðrar háhraðatengingar. Ljósleiðaranet Orkuveitu Reykjavíkur var notað í fyrstu tilrauninni, en Halldór segir ekkert því til fyrirstöðu að bjóða upp á þjónustuna í gegnum net símafyr- irtækjanna, svo framarlega sem hraðinn sé nægur. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að í fyrstu séu það ákveðin svæði í Reykjavík og á Seltjarnarnesi sem hægt verði að bjóða upp á ljósleið- aratengingu á, og eru um 4.000 heimili á þeim svæðum. Guðmundur segir ekkert því til fyrirstöðu að tengja víðar ef eftirspurnin er til staðar. Kostnaður OR við að tengja heim- ili ljósleiðaranetinu verði mishár eft- ir því hversu mörg heimili vilji tengjast, að sögn Guðmundar. Ef miðað er við 1.000 heimili er kostn- aður áætlaður um 100 milljónir. Kostnaðurinn fyrir heimilin er ekki ljós, en verður væntanlega á bilinu 5–10 þúsund krónur á mánuði. Mbl.is á sjónvarps- skjánum Halldór segir að með þessari tækni sé sjónvarpið að nýtast til fleiri hluta en áður, t.d. geti menn skoðað tölvupóst í gegnum sjónvarp- ið, og skoðað vefsíður sem settar eru upp fyrir upplausn sjónvarpstækj- anna. Ekki verður hægt að skoða allar vefsíður þar sem upplausnin á sjón- varpsskjá er mun minni en upp- lausnin á tölvuskjám, og því aðeins hægt að skoða síður sem gera ráð fyrir þessari tækni. Halldór segist þar til dæmis horfa til netbanka, en einnig hefur Mbl.is tekið þátt í þessu verkefni og er hægt að skoða fréttir af síðunni með þessari tækni. Einnig býður þessi tækni upp á myndsíma, hægt verður að tengja síma við sjónvarpið og sjá viðmæl- endur sem talað er við á skjánum, svo framarlega sem þeir eru með sama búnað. Prófanir á gagnvirku sjónvarpi hafa staðið yfir hér á landi um nokkurt skeið Ísland hugsanlegt tilrauna- svæði fyrir nýja tækni Morgunblaðið/Jim Smart Notandi gagnvirks sjónvarps getur sent upplýsingar í gegnum sjónvarpið í stað þess að taka bara við sjónvarpsefni sem berst á öldum ljósvakans. NÝSAMÞYKKT lög um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingis- manna og hæstaréttardómara, breyta ekki þeirri meginreglu sem gilt hefur um eftirlaun alþingis- manna að eftirlaunaréttur stofnist við 65 ára aldur. Þeirri sérreglu sem gilt hefur um alþingismenn sem eru að láta af störfum, að þeir eigi rétt á eftirlaun- um við 61 árs aldur er breytt á þann veg að aldursmarkið er lækkað í 60 ára aldur með hinum nýju lögum. Þá afnam Alþingi hina svonefndu 95 ára reglu með lagasetningunni. Nýmælin hvað alþingismenn varð- ar eru hins vegar þau að þingmönn- um sem setið hafa á Alþingi samtals í 16 ár eða lengur, eða fjögur kjör- tímabil eða lengur, er gefinn kostur á að hverfa af vettvangi stjórnmála án þess að leita sér nýrra starfa og fá greidd eftirlaun fyrr en áður hefur tíðkast. Í þeim tilvikum má lækka al- mennt aldursmark eftirlaunanna, þ.e. 65 ára markið, um fimm ár og síðan til viðbótar um sem svarar einu ári fyrir hver tvö ár sem þingmað- urinn hefur setið á þingi umfram 16 ár. Lækkunin má þó aldrei verða meiri en tíu ár þannig að aldurs- markið getur aldrei orðið lægra en 55 ár. Framsögumaður frumvarpsins, Halldór Blöndal, forseti Alþingis, skýrði þetta svo í framsöguræðu sinni að viðkomandi þingmaður yrði að hafa setið á Alþingi í 26 ár til að ná þessum rétti. Það ætti við um mjög fáa þingmenn að þeir hefðu 55 ára að aldri setið í 26 ár á þingi. Á þingi í 26 ár ef fara á á eftirlaun 55 ára HELGI Ólafsson sigraði nokkuð örugglega á Jólaskákmóti Bún- aðarbankans, sem fram fór í aðal- útibúi bankans við Austurstræti á laugardag, en í fyrra deildi Helgi fyrsta sætinu með Jóhanni Hjart- arsyni. Helgi hlaut 11 vinninga í 13 skákum. Í öðru sæti var Jóhann Hjartarson með 9½ vinning. Þröstur Þórhallsson og Jón Vikt- or Gunnarsson höfnuðu í 3.–4. sæti með 8½ vinning. Síðan komu Karl Þorsteins, Margeir Pét- ursson og Hannes Hlífar Stef- ánsson með 7½ vinning, Bragi Þorfinnsson var í 8. sæti með 6½ vinning, Stefán Kristjánsson og Helgi Áss Grétarsson fengu sína 6 vinningana hvor, Björn Þor- finnsson 4½ vinning, Friðrik Ólafsson 4 vinninga og Guð- mundur Halldórsson og Jón Kristinsson 2 vinninga hvor. Morgunblaðið/Kristinn Helgi Ólafsson tefldi með hvítu mennina á móti Þresti Þórhallssyni á Jóla- skákmóti Búnaðarbankans á laugardag. Helgi heldur fast í fyrsta sætið en svo virðist sem keppinautarnir um það verði að taka númer rétt eins og viðskiptavinir bankans. Helgi vann mótið einnig á síðasta ári. Helgi sigraði á Jólaskák- móti Búnaðarbankans Í NÝÚTKOMNUM niðurstöðum rannsóknar á lífslíkum evrópskra barna með krabbamein er Ísland á toppnum, en rúm 90% barna sem greindust með krabbamein á árunum 1990 til 1994 voru á lífi fimm árum síðar. Laufey Tryggvadóttir, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands, segir þessar niðurstöður mjög ánægju- legar, en segir þó að sökum þess hve fá börn greinist með krabba- mein árlega hér á landi séu sveiflurnar talsvert miklar. Að- eins greindust 39 börn með krabbamein á árunum sem könn- unin tók til. „Þessar niðurstöður hljóta að benda til þess að við séum með mjög gott aðgengi að meðferð fyrir börn, og notum okkur það besta sem er í boði,“ segir Lauf- ey. „Þar sem niðurstaðan fyrir Ísland byggist á svona litlum hópi er hún ótraust, það er ekki hægt að fullyrða að lífslíkur barna á landinu séu 90%, það eru svo víð vikmörk í kringum þessa tölu.“ Íslensk börn voru með mestar lífslíkur í könnuninni, en hin Norðurlöndin voru mjög nálægt hlutfallinu hér á landi, og vel inn- an vikmarka. Þegar einungis Norðurlöndin eru skoðuð er Finnland í öðru sæti, Svíþjóð í því þriðja, Noregur í fjórða og Danmörk í fimmta. Danir skera sig úr „Við erum þarna á svipuðu róli og hin Norðurlöndin, það er ekki mikil ástæða til þess að halda að við séum mikið betri en t.d. Finn- land og Svíþjóð. Fyrir fullorðna erum við oftast á svipuðu róli og þessi lönd, nema hvað Danirnir hanga alltaf eitthvað fyrir neð- an,“ segir Laufey. Í könnuninni voru lífslíkur alls tæplega 25.000 barna til og með 14 ára aldurs í 20 löndum skoð- aðar. Norðurlöndin komu áber- andi best út, en fyrrum austan- tjaldslönd verst. Minnstar lífslíkur barna með krabbamein reyndust vera í Eistlandi en þar voru einungis 45% barna sem greindust með krabbamein á ár- unum 1990 til 1994 á lífi fimm ár- um síðar. Mestu lífslíkur barna með krabba- mein hér á landi AÐ forgöngu samstarfsnefndar um atvinnumál, sem Blönduósbær og Sölufélag Austur-Húnvetninga standa að, hefur verið stofnað á Blönduósi félag sem ber nafnið Ámundakinn ehf. Félagið hefur það markmið að eiga og reka fast- eignir og stunda aðra fjármála- starfsemi. Stofnendur eru Ás- hreppur, Sveinsstaðahreppur, Torfalækjahreppur, Blönduósbær, Svínavatnshreppur, Bólstaðarhlíð- arhreppur, Skagabyggð, Sölufélag A-Hún., Tvisturinn ehf., Vélsmiðja Alla ehf., Léttitækni ehf. og Húna- leið ehf. Stjórn félagsins skipa þeir Jó- hann Guðmundsson, Jóhannes Torfason og Valgarður Hilmars- son. Mun stjórn félagsins á næstu dögum ráða framkvæmdastjóra. Búið er að safna hlutafé að upp- hæð 23 milljónum króna en heimilt er að auka hlutafé í allt að 50 milljónir króna að nafnvirði. Fyrsta verkefni félagsins er að eignast og reka húsnæði sem hent- ar ullardeild Ístex ehf. fyrir starf- semi sína, en síðan er hugmyndin að félagið geti tekið að sér fleiri viðfangsefni sem lúta að eflingu atvinnu í Húnaþingi. Að sögn Jó- hannesar Torfasonar, eins stjórn- armanna Ámundakinnar ehf., hef- ur Ístex gefið yfirlýsingu þess efnis að flytja starfsemi ullardeild- ar Ístex til Blönduóss að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum varðandi húsnæði og húsaleigu. Jóhannes sagði að menn ætluðu sér tíma til 20. janúar til að finna lausn sem hentar Ístex ehf. og ef sú lausn finnst skapast tíu ný ársverk á Blönduósi. Ámundakinn ehf. á Blönduósi Eignast húsnæði undir ullar- þvottastöð FRÁ því feður fengu sjálfstæðan rétt til fæðing- arorlofs 2001 hafa um 50 karlar hjá Alcan á Ís- landi hf. nýtt sér þennan rétt, að því er fram kemur í nýjasta blaði Ísal-tíðinda, en meðalaldur karla hjá fyrirtækinu er um 46 ár. Rætt er við nokkra feður hjá fyrirtækinu sem hafa tekið fæðingarorlof og kemur fram hjá þeim að ekki hafi komið til greina annað en að nýta sér þennan rétt. „„Það finnst öllum sjálf- sagt mál að feður fari í fæðingarorlof, eiginlega kemur ekkert annað til greina. Sjálfur á ég eftir helminginn af mínu orlofi og ætla að taka það næsta sumar“,“ er meðal annars haft eftir Bjarna Georg Einarssyni. Betri starfsmenn Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, segir í samtali við blaðið að vissulega hafi margir hjá Ísal farið í fæðingarorlof en vel hafi gengið að leysa fólk af „„og við erum mjög jákvæð gagn- vart áhuga starfsmanna til að nýta sér þennan rétt. Mér reyndar finnst það nánast vera skylda hvers föður að nýta sér þennan rétt og það á jafnt við um alla, sama hvar í fyrirtækinu þeir starfa.““ Hún segir jafnframt að orlofið hafi í mörgum tilfellum gert feðurna að betri starfsmönnum. „„Við þekkjum dæmi um unga, duglega og dríf- andi menn sem hafa farið í fæðingarorlof og not- ið þess mjög. Þeir hafa komið til baka endur- nærðir, jafn duglegir og drífandi og áður en yfirvegaðri og víðsýnni sem gerir þá að hæfari stjórnendum.““ Um 50 feður hjá Ísal í fæðingarorlof
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.