Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 11 Glæsilegt úrval af náttfötum og trimm-göllum Seltjarnarnesi, sími 561 1680 Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun Náttserkur kr. 1.990 Trimm-gallar kr. 7.950 Náttföt kr. 2.750 SEGJA má að sjúkdómurinngeðhvörf II sé vægarigerð af geðhvörfum I semer mjög vel þekktur sjúk- dómur. Geðhvörf I einkennast af stærri geðsveiflum allt frá svart- asta þunglyndi upp í örlyndi (man- íu) og mikla virkni. Geðlæknar eru nú að taka þessa greiningu meira í notkun, en al- mennir læknar virðast, eðlilega, ekki með þetta mikið á hreinu ennþá, segir Einar Guðmundsson geðlæknir. „Geðhvörf I er þessi klassíski maníó-depressífi sjúkdómur þar sem fólk sveiflast upp og niður, verður mjög ört og mjög dapurt þess á milli. Fólk sem er með geð- hvörf II sveiflast hins vegar fyrst og fremst niður í þunglyndi, upp- sveiflurnar sem eru til staðar eru mjög vægar og ganga yfir af sjálfu sér. Það lúmskasta við geðhvörf II er að sveiflurnar eru oft ekki nema dagpartur þannig að fólk lít- ur á þetta sem eitthvert orku- tímabil eða tímabil sem því gengur betur, og drífur þá oft í hlutum sem hafa safnast upp í þunglynd- inu,“ segir Einar. Tugir prósenta með geðhvörf II Einar segir ljóst að geðhvörf II séu mjög algengur sjúkdómur, hér á landi jafnt sem erlendis. „Tíðni- tölurnar eru ekki þekktar en mér sýnist þetta vera mjög algengt. Ég myndi giska á að það væru tugir prósenta, en það er bara mín ágiskun. Það eru ekki til neinar vísindalega haldbærar tölur en þegar maður fer að átta sig á þessu og leita að þessu þá er þetta ótrúlega víða.“ Algengustu einkenni fólks með geðhvörf II í uppsveiflum, sem þeir sem umgangast það gætu tek- ið eftir, er t.d. tímabundin mál- gleði, kaupæði og þrifnaðaræði, og segir Einar að fólk álíti það yf- irleitt ekkert óeðlilegt þar sem þessi „æði“ endist oft bara dag- part. Hugurinn er hins vegar mjög virkur, stór áform, fólki finnst allt hægt, en finnst jafnframt erfitt að slaka á. Niðursveiflurnar eru hins vegar oftast lengri en uppsveifl- urnar; erfiðari, tíðari og hlutfalls- lega dýpri. Sjúkdómurinn háir fólki yfirleitt ekki mikið samfélagslega, þeir sem hafa geðhvörf II eru gjarnan ágætlega, menntaðir, í góðum störfum og eiga fjölskyldu. „Þetta er fyrst og fremst innri glíma, viðkomandi er að vinna sigra en getur ekki notið þeirra. Ég hef stundum sagt að þetta sé eins og að leggja sjálfan sig í ein- elti. Maður getur ekki glaðst yfir sigrum lífsins, þarf helst að vinna nokkra sigra í viðbót til að verða ánægður með sig. Og ef maður gerir eitthvað merkilegt er það ekki svo merkilegt af því að þú gerðir það,“ segir Einar. Umhverfið hefur að einhverju leyti áhrif á sveiflurnar hjá sjúk- lingum með geðhvörf II. „Mótlæt- isþol þessara einstaklinga er oft skert þannig að þeir fara oft í nið- ursveiflu við mótlæti, og þá ekki síst mótlæti í samskiptum. Þeir eru mjög auðsæranlegir, við- kvæmir fyrir áliti annarra og forð- ast gjarnan ófrið. Þó eru til ein- staklingar sem eru jafnvel ofbeldishneigðir, eða lenda í vand- ræðum vegna ofbeldis,“ segir Ein- ar. Með tímanum, oft milli þrítugs og fertugs, fækkar svo uppsveifl- unum gjarnan og niðursveiflurnar verða tíðari og eykst þá þunglynd- ið. Einar segir að flestir þeir sjúk- lingar sem leitað hafi til hans á stofu hafi áður verið greindir sem þunglyndissjúklingar, og að þung- lyndi og kvíði séu algengustu kvartanirnar við komu. Gengur í erfðir í fjölskyldum Geðhvörf eru mjög sennilega erfðasjúkdómur sem leggst mis- þungt á fjölskyldur. Líklegast er munurinn á geðhvörfum I og II bara stigsmunur á sama sjúk- dómnum, segir Einar. Hann segir að í fjölskyldum sem eru með geð- hvörf í genunum séu einstaka ein- staklingar með geðhvörf I, en mun fleiri með vægari útgáfuna, geð- hvörf II. Geðhvörf II byrja gjarnan í æsku, og börn sem þjást af sjúk- dómnum eru oft greind ofvirk vegna þess að þau sýna einkenni ofvirkni í uppsveiflunum. „Mun- urinn á ofvirkum krakka og þess- um krökkum með geðhvörf II er í stuttu máli sá að ofvirkir krakkar eru alltaf eins, en krakkarnir með geðhvörf II sveiflast.“ Sjálfsmorðstíðni er hærri en gengur og gerist í þeim fjöl- skyldum þar sem geðhvörf eru al- geng, segir Einar. Sjúkdómurinn skarast við aðra sjúkdóma, og eru einstaklingar með geðhvörf II nánast alltaf kvíðnir og algengt er að þeir þjáist af einhverjum þrá- hyggjum og áráttum. Margir eru alkóhólistar eða neyta eiturlyfja, og segir Einar neysluna vera leið sumra einstaklinga til þess að reyna að lækna sig. Neyslan sé því afleiðing geðhvarfanna. „Fólkið er að nota þessi efni til þess að láta sér líða betur, af því að því líður ekki nógu vel.“ Það er hægt að lifa með þessum sjúkdómi, en það getur verið erfitt líf og það fylgir honum gjarnan há tíðni langvarandi dauðahugsana og sjálfsmorðshugsana. Einar segir það því ánægjulegt að meðferð við geðhvörfum II sé oftast mjög ár- angursrík. Lyfjameðferð er nauð- synleg í flestum tilfellum, en flest- um gagnast einnig sállækningar, vitræn atferlismeðferð, eða jafnvel stuðningsviðtöl við geðlækni til að meðferðin skili tilætluðum árangri. Algengt er að fólk hafi prófað alls konar sjálfshjálparmeðferð áður en það leitar til geðlæknis. 80–90% fá verulegan bata „Það er ekki skemmtileg til- hugsun að greina nýjan sjúkdóm úti um allt og geta svo ekki hjálp- að viðkomandi. Það er því ánægju- legt í þessu að meðferðin er ár- angursrík og þegar maður hefur læknað einn einstakling í fjöl- skyldunni þá koma hinir gjarnan til mín líka, hafa tekið eftir því hvað viðkomandi fjölskyldu- meðlimur hefur breyst til batnaðar og vilja fá það sama, jafnvel þó þeir hafi ekki endilega viðurkennt að þeir væru svo þjáðir áður,“ seg- ir Einar. „Ég myndi segja að árangurinn af meðferðinni væri þannig að það væru 80 til 90 prósent sem fengið verulegan bata, og restin einhvern bata og hefur allavega fengið bætta líðan,“ segir Einar. Væg gerð af geðhvörfum hrjáir mjög marga Íslendinga „Eins og að leggja sjálfan sig í einelti“ Málæði, kaupgleði og þrifnaðaræði geta verið einkenni á sjúkdómnum geð- hvörf II. Brjánn Jónasson ræddi við Einar Guðmundsson geðlækni um þennan arfgenga sjúkdóm sem leggst þungt á sumar fjölskyldur. brjann@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Einar Guðmundsson segir meðferðina við sjúkdóminum árangursríka. VÍSINDA- og tækniráð hefur af- greitt nýja stefnu í vísindum og tækni sem undirbúin hefur verið af tveimur starfsnefndum. Þar kemur fram að langtímaverkefnið er að treysta menningarlega og efnahagslega stöðu Íslands í alþjóðlegu samkeppn- isumhverfi þannig að efnahagur og lífsgæði Íslendinga skipi þeim áfram í fremstu röð meðal þjóða. Vísinda- og tækniráð er undir for- ystu Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra, en það starfar eftir lögum sem sett voru fyrr á árinu. Í ráðinu eiga sæti, auk forsætisráðherra, mennta- málaráðherra, iðnaðarráðherra, fjár- málaráðherra og sjávarútvegsráð- herra, ásamt fjórtán fulltrúum úr rannsóknum og atvinnulífi. Ráðið er vettvangur þar sem mætast fulltrúar vísinda, atvinnulífs og ráðherrar úr ríkisstjórninni. Með þessu móti er kastljósi stjórnmálanna beint að vís- indum og tækni sem eru drifafl þekk- ingarþjóðfélaga. Á að skilja þjóðinni nýrri þekkingu og færni Sú stefna sem afgreidd var á fundi ráðsins er ætlað að skila þjóðinni nýrri þekkingu og færni sem nýtist m.a. í þeim tilgangi að efla sjálfbæra nýtingu auðlinda, auka verðmæta- sköpun og fjölga áhugaverðum störf- um í þekkingarsamfélagi. Í öðru lagi að bæta heilsufar og félagslegt öryggi og stuðla að þroska og siðmennt í samfélagi þar sem athafnafrelsi og jafnrétti ríkir. Í þriðja lagi að treysta efnahagslegt og menningarlegt sjálf- stæði og þar með grundvöll byggðar á Íslandi. Í fjórða lagi að auka áhrif Ís- lands á alþjóðavettvangi og aðlögun samfélagsins að breytilegum ytri að- stæðum. Í þeim tilgangi að skapa enn betri forsendur fyrir þessari þróun hyggst ríkisstjórnin, í samvinnu við aðra þátttakendur á þessu sviði, beita sér fyrir aðgerðum á kjörtímabilinu. Þær miða að því að auka úthlutunarfé op- inberra samkeppnissjóða og samhæfa starfsemi þeirra þannig að það nýtist sem best vísinda- og tæknirannsókn- um og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Ennfremur er stefnt að því að efla há- skóla sem rannsóknastofnanir og byggja upp og efla fjölbreyttar há- skólarannsóknir á Íslandi með því að einstaklingar og rannsóknahópar í háskólum keppi um fjárveitingar til rannsókna úr samkeppnissjóðum. Þá er fyrirhugað að endurskilgreina skipulag og starfshætti opinberra rannsóknastofnana með það að mark- miði að sameina krafta þeirra og tengja starfsemi þeirra betur við há- skólana og atvinnulífið í landinu. Þá munu stjórnvöld beita sér fyrir marg- víslegum öðrum aðgerðum sem miða að því að treysta innviði vísinda- og tæknikerfisins og stöðu Íslands sem þekkingarsamfélags í fremstu röð. Nánar tiltekið er stefnt að því að byggja upp öfluga rannsóknahópa til starfa í alþjóðlegu umhverfi, efla sam- starf rannsóknastofnana, háskóla og fyrirtækja og veita rannsóknamennt- un ungra vísindamanna í alþjóðlegu rannsóknaumhverfi aukið vægi. Enn- fremur munu stjórnvöld beita sér fyr- ir að tryggja sem frjálsastan aðgang almennings og notenda að opinberum rannsóknagögnum og niðurstöðum sem kostuð eru af opinberum fjárveit- ingum gegn sanngjörnum þjónustu- gjöldum og að setja lög er hvetji vís- indamenn til að vernda rétt til hugverka sinna með einkaleyfum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér sérstaklega fyrir eflingu samkeppnissjóða á næstu árum og er stefnt að því að þeir hafi um tvöfalt meira árlegt ráðstöfunarfé en við upphaf kjörtímabilsins, eða um 1.750 milljónir króna. Í fjárlögum 2004 er gert ráð fyrir um 400 milljóna aukn- ingu á fjárveitingum og þar af renna 200 milljónir í Tækniþróunarsjóð sem komið var á laggirnar fyrr á árinu og 100 milljónir til verkefna sem miða að því að auka verðmæti sjávarfangs. Vísinda- og tækniráð markar stefnu Ísland verði í fremstu röð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.