Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 26
DAGLEGT LÍF 26 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gula línan veitir upplýsingar um þessi fyrirtæki í síma 1444 • gulalinan.is „AUÐVITAÐ fær Tinni nýja ól fyrir hver jól og risarækjur á aðfangadag,“ sagði maður einn þegar Morgunblaðið innti hann eftir því hvort hann gerði eitthvað fyrir köttinn sinn um hátíð- irnar. Annar fræddi blaðamann á því að bichon frise-hund- arnir hans tveir fengju bæði jólahúfu og pakka á jólunum og sá þriðji kvartaði undan miklum útgjöldum sem fylgdu árleg- um jólagjafainnkaupum dótturinnar fyrir gæludýrin. Landsmenn virðast hugsa vel um loðna og fiðraða vini sína um hátíðirnar og margir leggja talsvert á sig til að gera þeim dagamun. Algengast er að dýrin fái gjafir eins og aðrir fjöl- skyldumeðlimir og í sumum tilfellum gjalda dýrin í sömu mynt. Margir gera sérstaklega vel við fjórfætta vini í mat og sum dýrin fá sérstakan hátíðarbúning til að skrýðast á aðvent- unni og á jólunum. Víða hafa kaupmenn gert sér mat úr gjafmildi gæludýraeig- enda um jólin sem sést glöggt þegar heimasíður erlendra vef- verslana eru skoðaðar. Hvarvetna má sjá jólavarning fyrir gæludýrin auglýstan, allt frá hefðbundnum jólasokkum með sælgæti og smádóti að rafrænum og gagnvirkum músum fyrir ketti. Jafnvel gullfiskarnir eru ekki undanskildir því það er alltaf hægt að bæta kóröllum og öðrum skrautmunum í fiska- búrið. Þá virðist ekki óalgengt að gæludýrin prýði jólakort fjöl- skyldunnar því á Netinu má finna fjölmargar tillögur og hug- myndir að því hvernig útbúa megi slík jólakort og auðvitað einstaklinga sem eru boðnir og búnir til að sjá um kortagerð- ina gegn gjaldi. Hvað sem því líður er líklega lítil hætta á að hundar, hamstrar, fiskar, páfagaukar, naggrísir og kettir landsmanna lendi í jólakettinum í ár og svo gæti farið að þessi skaðræðis- skepna þurfi að láta sér nægja að bíta í rófuna á sjálfri sér.  GÆLUDÝR | Dekrað við ferfættu heimilisvinina yfir jólahátíðina ekki síður en mannfólkið Enginn köttur í jólaköttinn ben@mbl.is Sjái fólk Golden Retriever hund, skreytt-an hálsól með marglitum jólakúlum áSeltjarnarnesi á aðventunni er ekki ólíklegt að þar sé á ferðinni Dúna Tomma- dóttir, sem ættuð er frá Eskifirði. Dúna er hundur númer 11 á Nesinu, fædd 11. júlí árið 1992 og er því 11 ára í ár. Eigandi hennar er Bryndís Guðmunds- dóttir, sem útskýrir að jóladressið, ólina góðu, hafi Dúna fengið í gjöf frá stelpu úr hverfinu fyrstu jólin sín á Nesinu. Síðan hafi hún ávallt skrýðst því yfir jólahátíðarnar. Bryndís segir Dúnu óskaplega rólega og yf- irvegaða „dömu“ sem láti ekki bjóða sér hvað sem er. Þannig sé hún reglulega matvönd og hnusi vandlega af döllunum sínum áður en hún tekur til matar síns. Oft á tíðum fái hún tví- og þríréttaðar máltíðir og þá dugi til að mynda engin venjuleg skinka heldur einungis aliskinka ofan í frúna. Hún segir þó ekki erfitt að gera henni daga- mun á jólunum. „Hún elskar innmat úr rjúpu,“ segir Bryndís með áherslu. „Svo hún fær hann ef rjúpa er á boð- stólum. Eins erum við með kalkún á jólunum sem hún borðar. Um dag- inn vorum við hjá syni okkar sem var með hreindýr á borðum sem henni þótti mikið lostæti og það verður líklega jólamaturinn í ár. Hún er semsagt fyrir villi- bráð og vill helst allt það allra dýrasta.“ Þefar uppi eigin pakka Það fer ekkert á milli mála að það er dekrað við Dúnu á alla mögulega vegu og auðvitað fær hún jólapakka, bæði frá eigendum sínum og stelpu í næsta húsi sem gefur henni alltaf pakka. Bryndís segir lítið vera um leikföng í jólapökkum Dúnu enda hafi hún aldrei verið mikið fyrir slíkt. En þar sem hún er sælkeri og vilji hafa það sem hún lætur ofan í sig fyrsta flokks innihaldi pakkarnir oftast eitthvað góð- gæti. „Hún fær alltaf einhverja nammipoka og það er svolítil kúnst að finna út hvað henni finnst best af því, en ég er nú farin að þekkja það,“ segir Bryndís sem greinilega telur ekk- ert eftir sér í þeim efnum. „Hún situr alltaf í stofunni með fólkinu eins og prinsessa og bít- ur utan af pökkunum sínum. Hún finnur líka lykt í gegn um pappírinn ef það er eitthvað matarkyns og getur þannig jafnvel fundið sína eigin pakka. Einu sinni var hjörtum úr rjúpu pakkað inn og það fannst henni best.“ Lítið fyrir skötu Dúna fylgir eigendum sínum hvert sem þeir fara og þannig er henni alltaf boðið með í skötuveislu á Þorláksmessu. Hún er hins veg- ar lítið gefin fyrir skötuna, þótt hún láti lykt- ina af henni ekki trufla sig mikið, og borðar gjarnan harðfisk í staðinn. Bryndís segir að Dúna sé sjálfri sér lík á jól- unum og kippi sér ekki mikið upp há- tíðarhöldin. „Hún finnur náttúrulega að það er fleira fólk umhverfis hana og líka krakkar en hún er ekkert fyr- ir þá, henni finnst svolítil læti í þeim.“ Verst þykir Dúnu þó lætin á gamlárskvöld. „Hún hefur aldrei vanist því að fara í veiði þótt hún sé veiðihundur og henni er illa við hvelli,“ segir Bryndís. „Reyndar byrjar þetta fyrir gamlárskvöld þegar krakkarnir fara að sprengja kínverja. Þá fer hún út á tröppur og geltir. Svo um kvöldið er hún svo hryllilega hrædd að ég er eiginlega með hana í fanginu allan tímann.“ Morgunblaðið/Þorkell Jólaólin góða: Bryndís Guðmundsdóttir og Dúna Tommadóttir.  HUNDURINN DÚNA TOMMADÓTTIR Fær villibráð í jólamatinn Bítur utan af pökkunum Það eru litlar líkur á að kettirnir Fróði ogKolbeinn fái félagsskap af jólakett-inum um þessi jól, ef marka má eig- anda þeirra Arnar Loga Ólafsson, 10 ára strák úr Hlíðahverfi. Ekki er nóg með að þeir verði puntaðir í bak og fyrir á aðventunni, heldur fá þeir fjölda jólapakka auk þess sem jólasvein- arnir gera sér ferð til að gefa þeim í skóinn. Arnar Logi, sem einnig á naggrísinn Grísl- ing, segir dýrin venjulega fá eitthvað skraut um jólin. „Við mamma ætlum að kaupa blikk- andi jólaseríu um hálsinn á Fróða og Kolbeini en í fyrra fékk Fróði rauðan borða af jóla- pakka um hálsinn,“ útskýrir hann. Fróði er loðinn persaköttur en Kolbeinn, sem er öllu hversdagslegri útlits, er nýr í fjölskyldunni og aðeins sex mánaða gamall. Sunna Ósk Loga- dóttir, mamma Arnars Loga, segist enda hrædd um að Kolbeinn rífi skrautið af sér. Þegar talið berst að jólunum í fyrra kemur í ljós að þröng var á þingi í stofu þeirra mægð- ina. Fyrir utan mennska gesti, Fróða og nag- grísinn Sprett, sem nú er reyndar horfinn á vit feðra sinna, var læðan Ranja í heimsókn sem er í eigu vinkonu fjölskyldunnar. Öll dýrin tóku þátt í jólagleðinni og fengu sína pakka. Og það vantar ekki jólagjafir á þessum bæ því dýrin eiga talsvert af öðrum gæludýra- vinum sem senda þeim pakka. „Frænka mín á persakött sem heitir Legolas, hund sem heitir Pjakkur og naggrís sem heitir Lísa. Svo er það Donna, kötturinn hans afa,“ útskýrir Arnar Logi en dýrin skiptast á gjöfum um hátíðirnar. Dýrin hafa heldur ekki sett langar vega- lengdir fyrir sig. „Þegar ég var í fyrsta bekk áttum við kött sem hét Ugla,“ segir Arnar Logi. „Þá sendum við pakka frá honum til Hol- lands til Simba sem er köttur vinafólks okk- ar.“ Svo fá dýrin að sjálfsögðu pakka frá þeim mæginum: „Við kaupum kannski dót handa þeim eða nammi. Stundum kaupum við tilbúna jólasokka með nammi og dóti í.“ Páfagaukurinn gaf fiska Hins vegar hafa dýrin ekki hirt jafnmikið um að gefa eigendum sínum gjafir, utan eitt skipti. „Þegar ég var fjög- urra ára fékk ég pakka frá Mjallhvíti, gamla páfagauknum mínum. Ég trúði því nú ekki að hún hefði farið sjálf inn í búð og keypt pakka og lét alla í jóla- boðinu lesa á miðann til að vera viss um að það væri satt að pakkinn væri frá henni.“ Hvort sem fuglinn hefur sjálfur staðið fyrir innkaup- unum eða ekki var pakkinn ótvírætt frá hon- um og auðvitað var dýraþemað ekki langt undan því í honum voru forláta leikfanga- fiskar. „En svo át Ugla Mjallhvíti,“ heldur Arnar Logi æðrulaus áfram. Pakkaflóðið einskorðast ekki við aðfanga- dag því dýrin fá einnig í skóinn, rétt eins og góðu börnin og segist Arnar Logi hjálpa þeim við að tæma skóinn, sem séu rauð jólastígvél úr plasti. Þá þurfa dýrin einnig aðstoð við að opna pakkana – a.m.k. hafði Fróði ekki rænu á að opna pakkana sína í fyrra. „Hann sat bara uppi í sófa horfði á pakkann og vissi ekkert hvað hann átti að gera.“ Ráðast á jólatréð En hvað fá kettirnir svo í jólamatinn? „Ætli það verði ekki túnfiskur,“ segir Arnar Logi. „Þeir eru mjög hrifnir af túnfiski, það er eig- inlega uppáhaldsjólagjöfin,“ bætir Sunna við en tekur fram að þar sem Fróði sé magaveik- ur megi ekki bjóða honum upp á hvað sem er. Kolbeinn fái svo nokkurn veginn það sama og félagi hans. Hins vegar sé óhætt að gefa þeim túnfisk annað slagið. Þau mæðginin segja það gefa mik- ið að hafa dýrin með á aðfangadagskvöld og það geri kvöldið enn skemmtilegra en ella. Þó er eitt hvimleitt vandamál sem fylgir jólahaldi kattanna að sögn Sunnu. „Þeir eru alveg brjál- aðir í jólakúlurnar á trénu,“ segir hún. Þá drekka þeir líka vatnið úr fætinum og kvað einu sinni svo rammt að þessari jólatrés- ástríðu að tréð lét undan og hrundi niður. Það eru því greinilega fjörug jól framundan hjá þeim Arnari Loga og Sunnu Ósk.  FRÓÐI, KOLBEINN OG GRÍSLINGUR Fá í skóinn og skiptast á pökkum Morgunblaðið/Jim Smart Góðir félagar: Þeir Kolbeinn og Fróði verða ljósum prýddir yfir hátíðirnar ef húsbóndi þeirra, Arnar Logi, fær að ráða. Túnfiskur uppáhalds- jólagjöfin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.