Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞEKKING margra stjórnmála- manna á þróun og eðli heilbrigðisþjónustu á Íslandi virðist vera nokkuð yfirborðs- kennd. Þeir hlaupa jafnvel eftir órök- studdum upplýsingum um kostnað, t.d. kafa þeir ekki ofan í grunn- upplýsingar um kostn- að sem sýnir hverjum manni að verulegur hluti samfélagsþjón- ustunnar við aldraða fellur undir heilbrigð- ismál hér á landi en til félagsmála í OECD ríkjum. Vegna rangra upplýsinga taka menn bakföll á Alþingi vegna kostnaðar sem í raun er svipaður og meðaltalsútgjöld OECD ríkja til heilbrigðisþjónustu! Stjórnarandstaðan stendur sig illa og upplýsir ekki málið. Hvernig er stað- ið að heilbrigðisþjónustu á Íslandi í dag borið saman við heilbrigðisþjón- ustu í Evrópu og víðar? 1. Varðandi kransæðaaðgerðir stöndum við í Evrópu ásamt Svíum og Hollendingum í fremstu röð, næst á eftir Bandaríkjunum (World Data Bank 1998). 2. Burðarmáls- og mæðradauði er lægstur á Íslandi ásamt Finnlandi í Evrópu (World Health Data Bank 2001). 3. Varðandi krabba- meinsmeðferð erum við í fyrstu röð í Evrópu, s.s. í meðferð krabba- meinsveikra barna, meðferð á maga-, brjósta-, leg-, eistna-, eitla(Hodgkins sjúk- dóms)-, blöðruháls- og þvagrásakrabbameina sbr. Evrópurannsókn 2003. 4. Við höfum komið upp aðstöðu til heilaaðgerða fyrir löngu og sýnt þar mjög góðan árangur og fleira mætti telja. Fjölmiðla- og stjórnmálamenn hljóta að skilja að þessi árangur næst ekki nema með mjög mikilli og vand- aðri vinnu. Þetta eru staðreyndir sem ekki er hægt að rýra. Við erum að verða sjálfum okkur nóg og sendum aðeins til útlanda um 400 sjúklinga á ári (hjartveik börn ásamt beinmergs- og líffæraí- græðslu). Nú verður tekin upp bein- mergs- og nýrnaígræðsla svo að brátt verðum við sjálfum okkur næg. Hvernig er þetta hægt hjá tæplega 300 þúsund manna þjóð? Jú, yfir 90% íslenskra unglækna hafa leitað í 5-10 ára framhaldsnám til erlendra þjóða á eigin kostnað og tamið sér erlenda starfshætti. Þetta á einnig að nokkru leyti við hjúkrunarfræðinga. Mér er ekki kunnugt um að aðrar starfs- stéttir temji sér slíkt í jafn ríkum mæli. Góður árangur í starfi heil- brigðisstarfsfólks kemur meðal ann- ars að því að fólkið leitar yfirleitt á vel þekktar og góðar stofnanir til fram- haldsnáms. Það kostar að koma upp slíkri aðstöðu á Íslandi, viðhalda henni, sjá um þjálfun lækna, tækni- manna og hjúkrunarfræðinga. Þessi þjónusta ætti raun að vera dýrari en í fjölmennari nágrannalöndum vegna minni nýtingar á hátæknitækjum, lengri vinnutíma og vakta hjá til- tölulega færra fólki. Vegna lægri launa hér á landi og vinnuhraða hefur þetta gengið vel hér og kostar minna en ef senda ætti alla sjúklinga til út- landa. Þess skal getið að læknar fá einn mánuð á tveggja ára fresti til endurhæfingarferða til útlanda og ber að þakka slíkt. Miðað við hin Norðurlöndin starfar hlutfallslega færra fagfólk á bráðasjúkrahúsum hér en fleiri sjúklingar eru útskrifaðir og það vitnar um góðan árangur. Þetta er kjarni málsins (Norræna töl- fræðihandbókin 1990-1998). Vilja menn breyta til og hverfa frá þeirri starfsemi sem hér hefur verið lýst og flytja sjúklinga til útlanda? Nú er bú- ið að kippa öllum læknum úr að- alstjórn Landspítalans. Í Danmörku og Bretlandi hafa menn beitt svip- uðum aðferðum til að draga úr áhrif- um lækna. Slíkar aðgerðir gætu hugsanlega dregið úr hátækniþróun og þjónustu fyrir almenning líkt og virðist hafa gerst í Danmörku og Bretlandi. Í þeim löndum er dán- artíðni orðin hæst í V-Evrópu og margir telja að rekja megi að nokkru leyti ástæðuna til þess að dregið hef- ur úr áhrifum fagfólks á stjórnun stofnana. Heilbrigðisþjónusta fyrir 280.000 íbúa Ólafur Ólafsson skrifar um heilbrigðismál Ólafur Ólafsson ’Stjórnarandstaðanstendur sig illa og upp- lýsir ekki málið.‘ Höfundur er fv. landlæknir. MIKIÐ hefur verið rætt um það, að verð á matvælum og öðrum neysluvörum sé mun hærra hér á landi en í löndum Evrópu- sambandsins. Tals- menn aðildar Íslands að ESB telja, að verð á neysluvörum mundi lækka verulega hér á landi, ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Þannig yrði um veru- lega kjarabót að ræða við aðild. Hið sama sé að segja um vextina. Þeir mundu lækka tals- vert, ef Ísland gengi í ESB og tæki upp evruna, segja talsmenn aðildar. 10% hærra verð hér Samræmd vísitala neysluverðs í EES ríkjum (ESB og EFTA) er birt reglu- lega og segir okkur hvernig verð neysluvara er og breytist í EES-ríkj- um. Vísitala neysluverðs í EES-ríkj- um var 112,9 stig í júlí sl. en í sama mánuði var þessi vísitala 125 stig á Ís- landi. Samkvæmt þessari vísitölu neysluverðs var verð neysluvara því rúmlega 10% hærra á Íslandi í júlí sl. en í EES. Það er talsverður munur. Munurinn á verði matvæla í ESB og á Íslandi er þó enn meiri. Verðbólga er nokkru meiri hér en í ríkjum ESB. Útlit er fyrir 2,7 % verðbólgu hér í ár en 2,5% næsta ár. Reiknað er með, að verðbólgan verði 1,5% í ríkjum ESB næsta ár. Hagvöxtur á Íslandi var neikvæður um 0,5 % sl.ár. Hins vegar er bú- ist við talsverðum hag- vexti á yfirstandandi ári eða 1,75 %. Er það fyrst og fremst vegna nýrra opinberra framkvæmda og fram- kvæmdanna við Kárahnjúka, sem hagvöxtur eykst í ár og næsta ár. Frestun Norðlingaölduvirkjunar dregur nokkuð úr hagvexti eða um 0,5%. Aukinn hagvöxtur er jákvæð af- leiðing framkvæmda við Kárahnjúka- virkjun. En neikvæð áhrif virkjunar- framkvæmdanna er aukin þensla í efnahagskerfinu. Hagfræðingar leggja áherslu á, að öðrum fram- kvæmdum verði frestað á meðan framkvæmdir við Kárahnjúka standa yfir til þess að draga úr þensluáhrif- um. Halli var á búskap hins opinbera sl. ár eða um 2 milljarðar. Var það eink- um vegna hallareksturs sveitarfélag- anna en afkoma ríkissjóðs var í járn- um. Búist er við að afkoman verði betri í ár. Atvinnuleysi verður um 3% á yfirstandandi ári. Það mun vænt- anlega fara minnkandi og fara í 2% næsta ár. Þensluáhrif greinileg Vöruskiptajöfnuðurinn var óhag- stæður um 5,9 milljarða á fyrstu 6 mánuðum yfirstandandi árs. Eftir- spurn eftir innfluttum vörum hefur aukist á árinu. Innflutningur hefur aukist um 7,3% Má búast við að vöru- eftirspurn muni enn aukast, svo og eftirspurn eftir þjónustu, þar á meðal ferðalögum til útlanda. Þensluáhrifin eru greinileg. Afkoma fyrirtækja batnaði verulega sl. ár og hún verður einnig góð á yfirstandandi ári. Fyr- irtækin ættu því að geta greitt launa- fólki betri laun en nú er gert. Nýir kjarasamningar verða gerðir í upp- hafi næsta árs. Nú liggur fyrir að mestu hverjar kröfur verkalýðshreyfingarinnar verða í næstu kjarasamningum. En auk beinna kauphækkana mun verkalýðshreyfingin fram á varnar- aðgerðir fyrir velferðarkerfið. For- seti Alþýðusambands Íslands, Grétar Þorsteinsson, hefur vakið athygli á því, að velferðarkerfið hafi veikst og hefur hann óskað eftir úrbótum. Hann hefur m.a. vakið athygli á því, að atvinnuleysisbætur hafi dregist aftur úr lágmarkslaunum fiskvinnslu- fólks en þau nema nú 93 þús kr. á mánuði á meðan atvinnuleysisbætur eru aðeins 77.500 kr. á mánuði. Einn- ig hefur hann óskað eftir leiðrétting- um á kjörum öryrkja og úrbótum í húsnæðismálum aldraðra til þess að gera þeim kleift að búa sem lengst í heimahúsum. Í ræðu, er forseti ASÍ flutti 1. maí sl., sagði hann, að setja þyrfti 1 milljarð til viðbótar í velferð- arkerfið til þess að sníða af því verstu agnúana. Við höfum efni á því að láta þessa upphæð í velferðarkerfið, sagði Grétar. En við höfum ekki efni á því að gera það ekki. Verð neysluvara mun hærra hér en í ESB Björgvin Guðmundsson skrifar um verðlag Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. ’Afkoma fyrirtækjabatnaði verulega sl. ár og hún verður einnig góð á yfirstandandi ári. Fyr- irtækin ættu því að geta greitt launafólki betri laun en nú er gert.‘ UNDANFARIÐ hafa birst á síð- um Morgunblaðsins ýmsar greinar um mál- efni öryrkja í tengslum við ótrúleg svik meiri- hluta Alþingis á sam- komulagi ríkisstjórn- arinnar við Öryrkjabandalag Ís- lands frá 25. mars síð- astliðinn. Kennir þar margra grasa. Nokkrir höfundar hafa farið með stað- lausa stafi og aðrir af- hjúpað sjálfa sig og fyr- irlitningu sína á öryrkjum þessa lands. Má þar m.a. nefna hæstaréttarlögmann nokkurn sem eitt sinn var skipaður formaður svo nefnds sérfræðingahóps rík- isstjórnarinnar um málefni fatlaðra. Var skilgreining hans á öryrkjum sem þurfalingum slík að hún er vart svara verð. Þá hefur verið dap- urlegt að fylgjast með umræðum vandlæting- arfullra borgara um baráttu öryrkja fyrir bættum hag. Í grein, sem skattborgari ritar undir í Morgunblaðinu 17. desember er því m.a. haldið fram að ör- yrkjar greiði ekki skatta. Því skal hér upplýst að núverandi ríkisstjórnarflokkar komu því svo fyrir að allir öryrkjar á Íslandi greiða nú sinn skerf af bótum frá Tryggingastofnun ríkisins til sam- félagsins. Nema skattgreiðslur þeirra tæpum tvennum mán- aðarlaunum á ári ef þeir njóta fullra bóta. Þá er skerðingum bóta þannig háttað að þeir öryrkjar sem afla sér einhverra tekna, greiða í raun hærra hlutfall tekna sinna í skatta en þekk- ist á meðal ófatlaðra Íslendinga. Á meðan alþingi hefur hækkað mörk hátekjuskattsins til þess m.a. að firra þingmenn frekari greiðslum hafa öryrkjar ekki notið viðlíkra hlunninda. Útgjöld vegna þeirra eru aldrei reiknuð með hliðsjón af þeim sköttum og skyldum sem fatlaðir Ís- lendingar greiða til samfélagsins og þannig fæst í raun röng mynd af út- gjöldum hins opinbera til málefna fatlaðra. Tryggingastofnun ríkisins er al- mannatryggingafélag þjóðarinnar allrar. Fyrr eða síðar njóta allir landsmenn fyrirgreiðslu stofnunar- innar, jafnvel skattborgarinn sem vill aumka sig yfir þá verst settu og býsnast yfir hag þeirra sem geta afl- að sér tekna. Þeir fötluðu Íslend- ingar sem njóta góðra launa á al- mennum vinnumarkaði, en þeir eru fremur fáir, fá flestir engar bætur frá Tryggingastofnun ríkisins. Þeir greiða því sinn skerf til samfélagsins sem kemur að litlu leyti til móts við þann kostnað sem þeir hljóta af fötl- un sinni. Að þessu leyti skera Íslend- ingar sig úr hópi Norðurlandaþjóð- anna. Í samkomulagi Öryrkjabandalags Íslands við rík- isstjórnina var m.a. gert ráð fyrir að hagur þeirra sem fatlast um miðjan aldur yrði bættur. Þetta sam- komulag sá ríkisstjórnin ástæðu til að svíkja og halda þannig upp á Evr- ópuár fatlaðra. Öryrkjar eru hvorki ölmusumenn né þurfalingar Arnþór Helgason skrifar um málefni öryrkja ’Þá hefur verið dap-urlegt að fylgjast með umræðum vandlæting- arfullra borgara um baráttu öryrkja fyrir bættum hag.‘ Arnþór Helgason Höfundur er framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.