Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 31 Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 VIÐURKENNT er fyrir norðan að tvenn jarðgöng frá Akureyri og austur um yfir í Fnjóskadal og að Stóru-Tjarna skóla í Ljósavatns- skarði gagnist fjarlægari byggðum enn betur heldur en Héðinsfjarð- argöng. Það sama á við byggðirnar vestan Tröllaskaga þegar höfð er í huga hugmynd sveitarstjórnanna í Húnaþingi, Skagafirði og á Eyjafjarð- arsvæðinu um jarðgöng úr Hjaltadal yfir í Hörg- árdal og Skíðadal í Eyja- firði. Samanlagt getur stytting milli norðaustur og -vesturkjördæmanna orðið um 100 – 130 km ef ekið yrði um nýja veginn yfir Þverárfjall og í gegnum Sauðárkrók. Þarna myndu byggð- irnar við Húnaflóa og í Skagafirði tengjast enn betur við norðaust- urkjördæmið miðað við reynsluna frá Hval- fjarðar- og Vestfjarða- göngunum. Að meðaltali hefur umferð um Vík- urskarð aukist um 5% – 6%. Miðað við landsmeð- altal má gera ráð fyrir að um 2000 – 3000 bílar á dag fari um Vík- urskarð og Öxnadalsheiði næstu 20 – 30 árin. Ólíklegt er að svo margir bílar muni fara um Héðinsfjarð- argöng sem lengja leiðina um 60 km milli Sauðárkróks og Akureyrar. Með fyrirhuguðum stórfram- kvæmdum á Austurlandi aukast flutningar á nýja veginum um Há- reksstaðaleið og Mývatnsöræfi. Lík- legt er að enn fleiri bílar muni fara um bæði göngin miðað við hvað um- ferð um Víkurskarð og Öxnadalsheiði hefur vaxið á undanförnum árum. Í útreikningum kemur fram að vel geti verið að vegfarendur þyrftu að greiða veggjald sem yrði 400 – 500 krónur. Slíkt gjald yrði tilgangslaust að inn- heimta í Héðinsfjarðargöngunum hvort sem það verður í Vaðlaheið- argöngum eða ekki. Samanlagt gæti lengd ganganna undir Vaðlaheiði og Vaglafjall orðið um 11 km. Frá Akureyri 6,5 km og í gegnum Vaglafjall 4,5 km. Í beinu framhaldi af Leiruveginum yrðu göngin tekin úr 30 – 40 m.y.s. upp í hæð Vestfjarðaganganna við Vet- urliðastaði í Fnjóskadal, þ.e.a.s. 140 m.y.s. Að öllum líkindum myndu veg- göngin í gegnum Vaglafjall standa í svipaðri hæð yfir sjávarmáli. Framkvæmdir við Vaðlaheið- argöng verður Alþingi að ákveða á þessu kjörtímabili. Nefnd á vegum sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum til und- irbúnings fyrir stofnun félags um framkvæmd og rekstur Vaðlaheið- arganga komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að þessi göng væru arð- bær framkvæmd, tæknilega einföld og fjárhagslega vel framkvæmanleg. Allt tal um að sömu rök eigi líka við Héðinsfjarðargöng er fjarstæðukennt og vill- andi. Kjósendum var tal- in trú um að þetta ætti við um göngin milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar. Þingmönnum Norð- lendinga tókst að afla sér fjölda atkvæða fyrir kosningarnar 1999 þegar þeir lofuðu því að næstu jarðgöng yrðu á milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar. Þá voru loforðin svikin með því að slá Héðinsfjarðargöngum á frest og þeir gerðir ómerkir orða sinna. Um 100 metra hæð- armunur er á Fnjóskadal og Eyjafirði. Önnur hug- mynd um að jarðgöngin yrðu tekin úr 70 – 80 m.y.s. við núverandi veg nálægt Hallandi upp í 160 m.y.s. ofan gömlu Fnjóskárbrúarinnar verður að öllum líkindum afskrifuð ef byggð yrði 10 – 18 MW vatnsaflsvirkjun við Vet- urliðastaði til að virkja rennsli úr Fnjóská í gegnum Vaðlaheiðargöng. Helstu forsendur fyrir því að byggð verði meðalstór virkjun samhliða Vaðlaheiðargöngum eru umferð- arspá, orkuspá og tímasetning fram- kvæmda. Hægt er að útfæra með- alstóra vatnsaflsvirkjun á ýmsa vegu. Stofnkostnaður við þessa vatnsafls- virkjun í Fnjóskadal virðist vera til- tölulega lítill á orkugetu í samanburði við aðrar vatnsaflsvirkjanir. Þó að kostnaður geti verið vanmetinn er slík virkjun samt talin hagkvæm. Það veltur þó á orkuverði í framtíðinni. Áætlaður kostnaður við vatnsafls- virkjun með raflínu til Akureyrar getur numið 2 milljörðum króna. Með fullum afköstum gæti þessi virkjun framleitt 17 – 19 MW.Tekjur af orku- sölunni sem yrðu um 400 – 500 millj- ónir króna ættu að nægja til að virkj- unin borgi sig upp á 10 árum. Meðalstór vatnsaflsvirkjun er mik- ilvægt skref í að búa til öflugt orku- fyrirtæki á svæðinu. Vaðlaheiðargöng strax Guðmundur Karl Jónsson skrifar um samgöngumál Guðmundur Karl Jónsson ’Framkvæmdirvið Vaðlaheið- argöng verður Alþingi að ákveða á þessu kjörtímabili.‘ Höfundur er farandverkamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.