Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 35 hendurnar hvorki prjóna né bók en ylurinn var samur og jafn og minn- ið óbrigðult sem fyrr. Hún var íhugul og fámál í margmenni en hlý og opinská við sína nánustu. Hún var orðvör og umtalsgóð og fróð var hún um marga hluti, einkum þá sem sneru að fólki og mannlífi fyrir vestan og það fór ekkert á milli mála að amma var skarpgreind kona og minnug með afbrigðum. Hún var hæglát og hógvær og svo nægjusöm og laus við alla tilætl- unarsemi að það var sérstakt happ að fá að rétta henni litla hjálp- arhönd en þá þurfti stundum að lesa í hugsanir því hún var ein- staklega ólagin við að koma eigin óskum og þörfum á framfæri. ,,Þú mátt nú alveg nota hnappinn stund- um, Sigríður mín,“ sagði hjúkrun- arfólkið við hana eitt sinn er hún lá á sjúkrahúsi. Undir kyrrlætinu leyndist þó seigla, stolt og sterkur vilji enda þarf talsverðan skammt af því til að leggja að baki heil 93 ár og varðveita persónu sína óskadd- aða í leiðinni. Kannski reyndist æðruleysið henni þó drýgst. Hún gekk mér og systrum mín- um í móðurstað þegar við vorum sendar einar og agnarsmáar ýmist sjóleiðina eða flugleiðina, til sum- ardvalar á Suðureyri. Þangað fór- um við á hverju sumri þar til hún flutti suður og það var ávallt mikið tilhlökkunarefni. Minningarnar sem ég á þaðan eru dýrmætar bernskuminningar, balinn sem hún baðaði okkur í á eldhúsgólfinu miðju, gamla olíueldavélin þar sem hún bakaði bæði brúnkökur og jóla- kökur, hænurnar sem tipluðu um á hlaðinu, mýsnar sem snudduðust við eldhúsgluggann, búrskápurinn sem ilmaði af kanel og ferðirnar yf- ir alla drullupollana í kaupfélagið með miða frá ömmu sem við réttum yfir himinhátt afgreiðsluborðið og fengum sykur, haframjöl, ofurlítið hveiti, rúsínur og smjörlíki, hjall- urinn þar sem Jónas barði harð- fiskinn og svo amma sem óð elginn í þvottahúsinu og leyfði okkur að snúa vindunni. Kiddi frændi rækt- aði dúfur í kofa og umbar sum- arheimsóknir þessara litlu frænkna furðu vel. Fiskinn kom Jónas með í soðið, mjólkin var frá Gústa á Stað og stóð í brúsa úti á tröppum og eggin fékk hún úr eigin hænum en einu viðskiptin sem hún amma stundaði um ævina voru eggjavið- skipti. Með þennan brothætta varn- ing tipluðum við systurnar til frúnna í þorpinu sem ávallt tóku okkur opnum örmum enda reynd- umst við eiga skyldfólk í hverju húsi. Og nú hefur þessi kyrrláta kona kvatt heiminn og í huga mínum rík- ir þakklætið næst á eftir söknuðin- um. Amma var búin að ljúka sínu verki, hennar síðasta verk var að skrifa fjölda jólakorta til ástvina nær og fjær. Það verður dýrmæt- asta jólakveðjan okkar. Það er mik- il gæfa að hafa fengið að eiga ömmu svona lengi, svona hæga og svona mjúka. Blessuð sé minning hennar. Halla Kjartansdóttir. Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en sam- gleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok. Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum. En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum. Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn. Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálf- ur gjörþekktur orðinn. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (Kor.1.1–13.) Þau voru létt sporin sem ég og yngri dóttir mín stigum út frá gamla notalega timburhúsinu á Nönnugötu 8 seinnipart laugardags 13. desember síðastliðinn. Við vorum að koma frá einni af mörgum mjög svo ánægjulegu heimsóknum til ömmu/langömmu Sigríðar Pétursdóttur. Þau spor hefðu þó eflaust orðið öllu þyngri ef mig hefði þá órað fyrir því að þetta yrði síðasta heimsóknin til ömmu. Að kvöldi daginn eftir frétti ég af andláti hennar. Þá tóku minning- arnar strax að hrannast upp og því langar mig að minnast hennar með örfáum orðum og þakka fyrir ynd- islega samferð með henni. Hún amma mín Sigríður var mik- il kærleikskona og hennar aðals- merki var mildi og hlýja gagnvart samferðafólki sínu, og þá sérstak- lega börnum sem voru ætíð hennar líf og yndi. Af bæði ömmu minni Sigríði og ömmu minni Regínu lærðist mér snemma að „mildi er lögmál lausn- arans“, og að „líkn er veldissproti hans“. Ég varð einnig fljótlega var við það að mjög kært var á milli þeirra og það gladdi mig mjög, því mér þótti svo afar vænt um þær báðar. Kærleikans andi, hér kom með þinn sólaryl blíða, kveik þú upp eld þann, er hjartnanna frost megi þíða. Breið yfir byggð bræðralag, vinskap og tryggð. Lát það vorn lífsferil prýða. (V. Briem.) Ég kynntist ömmu minni Sigríði ekki virkilega vel fyrr en við sautján ára aldur þegar ég kom suður til tónlistarnáms. Þá var ég svo einstaklega heppinn að fá að dvelja hjá henni í átta vetur sam- fleytt. Minningarnar frá þessum ár- um eru fjölmargar og yndislegar og ég er ævarandi þakklátur fyrir all- ar dýrmætu stundirnar sem mér auðnaðist að eiga með ömmu á þessum árum sem og síðar. Elsku amma mín. Umhyggja þín og elska líða mér aldrei úr minni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Helgi Pétursson. Á húsinu hennar ömmu er hvít- málað bárujárnið byrjað að ryðga undir gluggunum. Hliðið inn í garð- inn er horfið og nýleg girðing fyrir framan húsið stingur í stúf við lú- inn garðinn. Steintröppurnar eru farnar að molna. Ég hringi marg- málaðri dyrabjöllunni. Eftir smá stund heyri ég í göngugrindinni og veit að amma er á leiðinni til að opna dyrnar fyrir mig. Á meðan ég bíð horfi ég á blómin sem fylla gluggakisturnar og hugsa til lís- anna og pelargoníanna sem voru í gluggunum hennar á Stekkjanes- inu. Ég heyri að tekið er í hurð- arhúninn. Dyrnar opnast hægt og amma bakkar til að opna dyrnar al- mennilega svo ég komist inn. Úr svefnherberginu berast hljóð frá páfagaukunum. Það er málningar- lykt í loftinu, í stofunni er fullt af kössum. Ég finn að gólfið dúar ekki lengur og í stað rósótta teppisins er komið skínandi parkett. Amma sest í rauða stólinn sinn og ég hefst handa við að raða hlutunum hennar aftur á sinn stað. Hver hlutur á sér sögu sem amma kann. Í lok dagsins eru veggir stofunnar þaktir mynd- um af fjölskyldunni og hillurnar fullar af hlutum sem amma hefur eignast og glaðst yfir á sinni löngu ævi. Ég mun sakna þess að sjá ekki framar góðlegt andlit hennar lifna við í brosi þegar hún heilsar barna- barnabörnum sínum. Ég mun sakna þess að rifja ekki framar upp með henni þegar við vorum í Ed- inborg og fengum hláturskast í strætó af því hún datt kylliflöt á gólfið. Ég mun sakna þess að hjálpa henni ekki framar í kápuna og hlæja að klaufaskapnum í mér og aumu handleggjunum hennar. Ég er þakklát fyrir að hafa haft ömmu svona lengi hjá mér og vona að það séu ekki bara hnén og nefið sem ég hef frá henni heldur öðlist ég líka æðruleysið og hógværðina sem mér finnst alltaf hafa einkennt hana. Edda Kjartansdóttir. Ég hef trúlega verið um tveggja ára þegar ég man fyrst eftir föð- urömmu minni og alnöfnu. Hún kom á hverju sumri til Húsavíkur að heimsækja okkur. Ég varð strax mjög hænd að henni, elti hana hvert sem hún fór og lét dæluna ganga. Einu sinni nefndi einhver nærstaddur að amma vildi nú ef til vill fá frið fyrir malinu í mér annað slagið. Hún hló sínum dillandi hlátri og sagði viðkomandi að ég gæti ekki að því gert þó ég hefði fengið málgleðina í arf með nafn- inu. Auk þess hefði hún alltaf gam- an af að spjalla við mig. Mikið varð ég glöð. Amma hafði alla tíð ein- stakt lag á að efla hjá manni sjálfs- mynd og jákvæðni. Mér fannst alltaf leiðinlegt þegar amma fór suður aftur, en gekk í peysunum sem hún prjónaði á mig þar til þær voru orðnar gatslitnar. Stundum svo slitnar að mamma varð miður sín, ómögulegt að hafa barnið svona til fara. Ég gat ekki annað en brosað þegar sonur minn var við sama heygarðshornið ára- tugum síðar. Harðneitaði að vera í öðru en peysu sem langamma prjónaði. Amma var mikil handa- vinnumanneskja og prjónaði á alla afkomendurna þar til hún var kom- in á níræðisaldur. Tólf ára gömul fékk ég að fara suður með ömmu. Þvílík upplifun! Kaupstaðarstelpan frá Húsavík hafði aldrei séð svona marga bíla og þorði varla yfir götu. Þegar Fokker flugvélarnar flugu rétt yfir hús ömmu varð ég logandi hrædd. En amma hló ekki, eða gerði lítið úr hræðslunni, heldur kom fram við mig af virðingu og umvafði með hlýju og öryggi. Mér leið alltaf vel hjá henni og skemmti mér kon- unglega. Allt frá því að ég trítlaði eftir henni fyrir norðan og fram á síðustu ár þegar við gátum setið og spjallað klukkutímum saman. Sama má segja um aðra afkomendur, sem margir hafa dvalið hjá henni til lengri eða skemmri tíma. Amma bar mikla virðingu fyrir börnum og unglingum og talaði aldrei niður til þeirra. Hjá henni hafa tugir barna fundið kexið á sama stað í skápnum og átt athvarf. Allir sóttust eftir að vera hjá ömmu, fuglunum hennar og fisk- unum. Við erum lánsöm fjölskylda að hafa fengið að njóta samvista við hana svo lengi, fyrir það verð ég ævarandi þakklát. Minningin um ömmu mun lifa í hjörtum okkar allra. Sigríður Pétursdóttir. Nú hefur orðið breyting á hjá fjölskyldunni, hún amma þín á Nönnugötu er látin. Einhvern veg- inn svona bárust mér fréttirnar. Þú sem hafðir þrátt fyrir háan aldur setið uppi í fínum kjól og hlegið með fólkinu þínu í eldhúsinu heima hjá þér fyrr um daginn, varst allt í einu ekki lengur lífs. Það var alltaf gott að líta inn til ömmu á Nönnugötu. Auðvitað allt of sjaldan sem maður gaf sér tíma til þess, en sjaldnast sat maður samt einn að þér. Þú bauðst okkur öllum heim til þín síðast á 93 ára af- mælisdeginum þínum 21. október, tókst á móti okkur öllum glöð í lund. Við sem vorum upptekin af að skrafa við hvert annað, sáum ótrú- lega lítil þreytumerki á þér. Yfir þér var alveg sérstök reisn. Ég man þegar þú einu sinni hátt á níræðisaldri hafðir fengið nýja klippingu í félagsstarfinu hjá eldri borgurum. Þú sem hafðir alltaf meðan ég mundi verið með síðar fléttur, helst bundnar í hnút í hnakkanum, varst komin með hvíta sterklega hárið þitt klippt í tæplega axlasítt liðað hár, og mér varð hugsað til ungrar stúlku á mynd frá því um 1928. Ung stúlka í Reykja- vík, með dökkt axlasítt hár, í silki- kjól – hefur trúlega dansað Charle- ston í betri húsum bæjarins. Þarna var hún komin aftur, nema hárið orðið hvítt. Sömu stóru, hlýju aug- un, samt svo stutt í geislandi bros, og í fínum kjól. Þú áttir lengi erfitt með gang vegna meiðsla sem illa greru þegar þú varst ung og tókst því e.t.v. ekki eins mikinn þátt í ýmiss konar félagsstarfi sem í boði er fyrir okkur öll. Alltaf dáðist ég að geðprýði þinni við að takast á við þessa fötlun. Ekki heyrði ég þig kveinka þér. Og aldrei heyrði ég þig hallmæla nokkrum manni. Þú virtist bara alltaf glöð. Börnin líka hændust að þér, samt varstu ekk- ert að troða þau út af sælgæti. Nærvera þeirra virtist bara gleðja þig, og þessi milda velvild þín skil- aði sér einhvern veginn út í and- rúmsloftið. Það var alltaf hlýtt og notalegt að koma til þín. Ég man líka eftir þér í gamla daga á Stekkjanesinu á Suðureyri. Þar sem snarbratta hlíðina bar við eldhúsgluggann, og brimið í fjöru- grjótinu ærslaðist við hinn gluggann. Og hænurnar komu hlaupandi úr öllum áttum þegar þú kallaðir á þær, púta, púta, pút....og við krakkarnir rifumst um það hvort þú værir meiri amma mín eða amma sín, og Jónas gerði við gúmmískó í kjallaranum eða barði harðfisk á loftinu yfir hjallinum. Öll jól bárust okkur ótrúlega fal- legar handprjónaðar peysur frá þér að vestan. Og síðustu jólakveðjuna fengum við frá þér í dag, þú hafðir náð að kaupa jólagjafir handa öllum litlu barnabarnabörnunum þínum og skrifa á jólakortin og alla pakka- miðana. Þetta verða dýrmætar gjafir þessi jól. Signý. Elskuleg amma mín, Sigríður Pétursdóttir, er nú látin 93 ára að aldri. Amma á Nönnugötu var í mínum augum nokkuð mögnuð hversdags- hetja. Hún var af þeirri kynslóð Ís- lendinga sem nú er óðum að hverfa af sjónarsviðinu. Þessi kynslóð var alin upp við vinnuhörku og dugnað og ef eitt- hvað bar út af tíðkaðist ekki að hafa mörg orð um það heldur bíta á jaxlinn og bölva í hljóði. Aldrei nokkurn tíma heyrði ég ömmu bölva og enn síður kvarta þrátt fyr- ir nokkrar tapaðar orrustur í hin- um langvinna bardaga við elli kerl- ingu sem nú er lokið. Ævinlega var amma tilbúin að taka á móti gest- um með sinni innilegu hlýju og fal- lega brosi, að ógleymdu góðgætinu sem aldrei vantaði uppá. Strætó- ferðir með pabba til ömmu voru alltaf fastur liður í barnæsku minni og síðustu ár gekk ég reglulega með barnavagn úr Vesturbænum upp í Þingholt til að þiggja þar hlýju og góðgjörðir á Nönnugöt- unni. Það voru notalegar samveru- stundir sem ég minnist með ánægju og þakklæti. Jólin sem nú fara brátt í hönd verða vart svipur hjá sjón þar sem ömmu nýtur ekki lengur við. Allt frá því ég man fyrst eftir mér hafa jólin raunverulega ekki byrjað fyrr en þegar til ömmu var komið eftir hina árlegu Öskjuhlíðar-fjölskyldu- göngu á aðfangadag. Þangað var auðvitað alltaf gott að komast eftir hið mikla gönguævintýri til að fá hlýjan koss frá ömmu á kalda kinn, stæra sig af dugnaðinum og graðka í sig mandarínur og sætindi. Amma mín á Nönnugötu var sumsé ná- kvæmlega eins og margur ímyndar sér að ömmur eigi að vera – æv- inlega brosandi, með hlýjar hendur og nóg af gúmmulaði. Þessar hlýju hendur ömmu voru líka vinnulúnar. Sem ung kona tilheyrði hún um skeið þeirri stétt vinnukvenna sem sáu um þrif á fínni heimilum reyk- vískrar efri stéttar. Einhverju sinni rifjaði hún upp reynslu sína frá þeim árum og man ég enn hve und- arlega það hljómaði í mínum eyrum þegar hún sagðist hreinlega ekki hafa vitað hvað hún ætti við tímann að gera þegar hún fékk sinn fyrsta frídag í vistinni. Þessi frásögn, ásamt mörgum öðrum, gaf mér inn- sýn inn í líf vestfirskrar kjarnakonu og ríkulegan heim minninga henn- ar. Megi hún hvíla í friði. Katla Kjartansdóttir. Elsku amma, þegar við vorum lítil þá vorum við svo heppin að þú passaðir okkur oft á meðan mamma var að vinna. Við eigum margar góðar minningar frá þeim tíma. Þá var margt brallað og oft glatt á hjalla þegar við vorum hjá þér ásamt fleiri barnabörnum. Þegar við hugsum til baka núna gerum við okkur grein fyrir því að það hefur ekki alltaf verið auðvelt að sinna okkur öllum. Við urðum þó aldrei vör við það þar sem þú varst svo óendanlega þolinmóð og sinntir okkur af alúð og hlýju. Þú varst alltaf svo barngóð og hafðir gaman af því að hafa börnin í kringum þig. Það er svo erfitt að hugsa til þess að nú getum við ekki lengur heim- sótt þig á Nönnugötuna en minning þín mun ætíð lifa í hjarta okkar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Anna, Jóhanna og Magnús. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmark- að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.