Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Víglundur SvavarHalldórsson fæddist í Heiðarbýli í Neskaupstað hinn 1. maí 1939. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. des- ember l. Hann var sonur hjónanna Hall- dórs Jóhannssonar trésmíðameistara, f. 2. apríl 1900, d. 24. janúar 1976, og Lilju Víglundsdóttur hús- móður, f. 28. desem- ber 1903, d. 25. mars 2001. Systkini Víg- lundar eru Aðalsteinn, f. 10. apríl 1921, d. 13. ágúst 1998, Gunnur Nikólína, f. 9. desember 1926 og Inga Jóhanna, f. 30. nóvember 1927. Víglundur kvæntist 1. maí 1960 Auði Sveinsdóttur frá Barðs- nesi við Norðfjörð, f. 8. mars 1940. Börn þeirra eru: 1) Lilja viðskipta- fræðingur, f. 26. ágúst 1970, í sam- búð með Snorra Ómarssyni flug- manni. Dóttir þeirra er Auður Anna. 2) Halldór sjúkraþjálf- ari, f. 30. ágúst 1975, í sambúð með Hörpu Ýr Erlendsdóttur há- skólanema. Víglundur ólst upp í Neskaupstað. Hann lærði þar trésmíði og hlaut síðar réttindi sem húsasmíðameist- ari. Hann flutti með Auði konu sinni til Svíþjóðar þar sem þau bjuggu fyrstu hjúskaparár sín. Þaðan fluttu þau aftur til Íslands og settust að í Mosfellssveit. Víg- lundur var lengi sjálfstætt starf- andi við smíðar en hóf svo störf sem umsjónarmaður fasteigna á Reykjalundi þar sem hann starfaði svo lengi sem heilsan leyfði. Útför Víglundar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það er svo merkilegt hvernig sumt fólk hefur afgerandi áhrif á mann. Fær mann jafnvel til að breyta um stefnu, huga að nýjum viðfangsefn- um. Einn slíkan mann kveð ég í dag, Víglund Halldórsson. Víglundur kom mér fyrst fyrir sjónir sem maðurinn sem lagaði það sem við hin gátum ekki. Og það var margt sem ég gat ekki lagað. Hann opnaði fyrir mér ansi margar dyr, sýndi mér nýja hlið á hlutum sem mér þótti ekki merkilegir áður. Það var alveg ótrúlegt, það sem ég sá kannski sem spýtnahrúgu, sem að- eins átti sér þau örlög að verða hent, það sá hann sem efnivið í hina flott- ustu höll. Hugur hans var stanslaust á reiki, ef hann sá spýtur, hillu, sófa eða eitthvað annað, þá mátti maður vita að hann var komin á flug, farinn að velta því fyrir sér hvar hann gæti nýtt þennan hlut. Og svo iðulega kom hann þessum hlutum í not aftur. Ekki kannski strax, en þeir komust á sinn stað. Á meðan áttu þessir hlutir kannski það til að bíða á verkstæðinu, þar til þeirra tími kom. Og þó und- arlegt megi virðast þá smitaði hann mig af þessari áráttu. Nú er ég farinn að taka dót sem aðrir ætla að henda, set það í bílskúrinn og reyni að finna því stað annars staðar. En sá staður sem Víglundi leið einna best á var austur á fjörðum, á Norðfirði. Þar var eins og hann væri kominn heim, þar hitti hann fólk sem hann hafði alist upp með, systur sína og aðra ættingja. Hann þekkti fjöllin, sjóinn, bæina og jafnvel fuglana. Haf- ið var hans eftirlæti, hann átti bát og hafði gaman að fara út á sjó. Skemmtilegast þótti honum samt að vera á bátnum, á leið út í Barðsnes, að vinna að endurbótum á æskuheimili konu sinnar. Þar leið honum vel. Að dytta að, spá og spekúlera, skjótast svo þess á milli aðeins út á sjó til að ná í soðið eða til kanna hvar rekavið væri að finna. Hann var sífellt að. Og ég skildi hann, þarna leið mér vel með honum að gera við bæinn eða önnur verk sem féllu til, nú eða bara sitja á pallinum og hlusta á brimið. Nú sé ég að hluti af þessari vellíðan var að fá að vera með honum þarna, fylgjast með honum. Dvöl á Barðsnesi verður aldrei sú sama, nú þegar hann er far- inn. Þegar við dóttir hans keyptum okkur íbúð og ákváðum að vinna að hluta í henni sjálf, þá var hann boðinn og búinn að aðstoða. Hann hjálpaði okkur með alla íbúðina, setti upp inn- réttingar, hurðir og margt, margt fleira. Hann kunni sitt fag. Víglundur var barngóður maður, honum fannst gaman að vera með börnum og börnum fannst gaman að vera með honum. Þess vegna er það svo sárt að hann fékk ekki að njóta barnabarns síns lengur en rétt rúm tvö ár. Það er erfitt að skýra út fyrir 2 ára barni hvar afi þess er, þegar það hefur rétt lært að afi Villi og amma Auður eigi heima saman í Heiðarbýli. En hún veit nú samt hvar hann er, eða eins og hún segir: „Afi Villi er engill á himnum hjá Guði eins og mamma Línu Langsokkur.“ Blessuð sé minning Viglundar Halldórssonar. Snorri Ómarsson. Víglundur elskulegur mágur minn kvaddi okkur á kyrrlátum vetrardegi á aðventu. Hann átti þá að baki erfitt veikindaferli sem hann bar af ótrú- legu æðruleysi. Mér er efst í huga að þakka þér, kæri vinur, fyrir tilvist þína og vegferð meðal okkar. Þú varst svo ekta manneskja, hlýr, gam- ansamur og ótrúlega flinkur í mann- legum samskiptum. Þess nutum við fjölskylda mín ríkulega, ekki síst í skipulagningu og endurbyggingu Barðsneshússins á Norðfirði. Síðustu fundir okkar voru einmitt fyrir mán- uði, þar sem þú lagðir fram margar góðar hugmyndir um hvernig málum gæti verið sem best hagað varðandi skipulag framkvæmda á Barðsnesi og á þann hátt að allir yrðu sáttir. Þá vonaðist þú til, og við öll, að þér gæf- ist eitt sumar enn á Norðfirði. En við munum vafalaust finna viðveru þína og návist á Barðsnesi, þegar okkur tekst best til. Því eins og við vitum heldur lífið áfram og minningin um þig mun hvetja okkur til að vinna í þínum anda, jafnvel þótt við náum ekki þinni verklegu skapandi snilld. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson.) Það sem hefur verið svo gefandi í þínum samvistum, Víglundur, er að finna þinn vaxandi þroska í gegnum lífið. Hvernig þú kleifst hvern hjall- ann af öðrum og stendur nú í ljósinu. Þetta hefurðu gefið mér og trúlega mörgum öðrum. Þakka þér fyrir það. og eins vil ég þakka ykkur Auði syst- ur minni fyrir að fóstra son minn í þrjú ár á þeim tíma sem ég var að endurskipuleggja líf mitt. Það var góð gjöf. Einnig fjölmargar góðar samverustundir. Megi friður og blessun umvefja ykkur öll, Auði, Lilju, Snorra og Auði Önnu, Halldór og Hörpu. Guð geymi ykkur. Alda Ármanna Sveinsdóttir. Víglundur Halldórsson húsasmíða- meistari er látinn eftir æðrulausa sjúkdómsbaráttu af völdum meins sem greindist fyrir rúmum tveim ár- um. Einn hinna mörgu vina hans, 10 ára gamall, sagði þegar hann heyrði sorgarfréttina: ,,Við höfum aldrei þekkt neinn sem hefur dáið svona úr miðju lífinu“. Það voru orð að sönnu. Hann lifði of stutt. Við fermdumst saman í Norðfjarð- arkirkju vorið 1953. Hann úr kaup- staðnum, frá Heiðarbýli. Ég frá Suð- urbæjum, Barðsnesi, sunnan fjarðar. Kynntumst lítið þá. Hann fór um tíma til Vestmannaeyja í gagnfræða- skólann þar. Dvaldi hjá ættmennum sínum en Þorsteinn móðurbróðir hans var skólastjóri. Ég kynntist Víglundi fyrst er hann trúlofaðist Auði systur minni. Þau voru þá unglingar, hann í húsasmíða- námi hjá föður sínum. Ekki leið á löngu þar til þau hófu að byggja sér hús í Neskaupstað. Skömmu síðar fluttu þau til Svíþjóðar og öfluðu sér menntunar og reynslu í nokkur ár. Er þau komu heim þaðan keyptu þau lítið hús á stórri lóð í Reykjadal í Mosfellssveit og nefndu Heiðarbýli. Þetta hús sem hefur síðan verið heimili þeirra hefur í áranna rás margfaldast að stærð enda voru þau Auður samhent í að búa sér fallegt heimili. Þar eignuðust þau og ólu upp sín ágætu börn, Lilju og Halldór. Þetta heimili hefur á vissan hátt verið ígildi „sveitarinnar“ fyrir okkur ætt- ingjana sem höfum búið í borginni. Þar hefur verið sífelld ræktun, bú- skapur, nýsköpun í byggingum sem útgerðarmálum og alltaf jafn gott að koma þangað. Mannkostum Víglundar kynntist ég enn meir eftir að hann tók við for- ystu í að byggja upp gamla bæinn okkar á Barðsnesi við Norðfjörð. Honum þótti vænt um staðinn og kom það fram í öllu. Honum lét jafn vel að leika við krakkana í Bergánni, veiða fisk eða smíða. Fór saman þekking iðnaðarmannsins, örugg smekkvísi og algjör ósérhlífni. Rifjast upp einkunnarorð Fjölnismanna forðum: „Nytsemi, fegurð og sann- leikur“. Virðing fyrir náttúru, sögu, minjum sem og ,,hinu óskiljanlega“ var fyrir honum sjálfsagt mál. „Mað- ur á ekki að skilja allt“ var uppá- haldssetning hans. Síðasta húsið sem hann hannaði af list sinni var kofi barnanna í trénu í garðinum okkar. Hvað sem líður eilífu lífi lifir minn- ing Víglundar og menning með okkur sem vorum svo lánsöm að kynnast honum. Blessuð sé minning Víglund- ar Halldórssonar. Ingólfur S. Sveinsson. Vinur minn og svili Víglundur Halldórsson hefur kvatt sviðið eftir erfið veikindi í tvö ár. Þegar ég heim- sótti hann síðast átti hann tiltölulega góðan dag og gerði sér vonir um að fyrirhuguð meðferð gæti gefið sér nokkra mánuði ef vel tækist til. Hann var fullkomlega meðvitaður um stöð- una og tók örlögum sínum af æðru- leysi. Daginn eftir elnaði honum sótt- in og biðin varð aðeins tvær vikur. Ég sakna vinar í stað. Eftir stend- ur auður stóll, vandfyllt sæti, því Víg- lundur var um margt sérstæður per- sónuleiki, hugmyndaríkur og þurfti að framkvæma hugmyndir sínar ekki seinna en strax og hafði líka til þess fulla burði því allt lék í höndum hans. Hann var líka ljúfur maður og hjálp- samur og hafði lag á að sjá skemmti- legu hliðarnar á málum, líka vanda- málunum. Við eignuðumst sinn hvora heima- sætuna frá Barðsnesi upp úr miðri síðustu öld og leiðir okkar lágu fyrst saman þegar ég heimsótti tengda- fólkið á Neskaupstað sumarið 1956. Ferðir austur voru nokkuð regluleg- ar fyrstu árin og ég minnist þess að mér fannst þetta unga fólk fallegt par og hæfa vel hvort öðru. Þegar Víg- lundur hafði lokið námi sínu í húsa- smíði, brugðu þau á það ráð að flytja til Svíþjóðar nánast mállaus og út í óvissuna. Ég öfundaði þau dálítið af þessu áræði, því þetta var áður en fólk fór almennt að leggjast í ferðalög að leita ævintýra. En þau spjöruðu sig vel, náðu tökum á málinu, eign- uðust vini og fengu víðari skilning á lífinu en við sem heima sátum. Á Svíþjóðarárunum keyptu þau sér land í Mosfellssveit með litlu fá- tæklega byggðu húsi. Það hús fékk nafnið Heiðarbýli eftir æskuheimili Víglundar. Fljótlega eftir heimkom- una var hafist handa við húsabætur og Heiðarbýli hefur síðan tekið breytingum ár frá ári seinustu þrjá áratugina, líklega mest eftir þeirri hugljómun sem húsbóndinn fékk hverju sinni. Það er ekki auðvelt verk að byggja hús með þessum hætti og verður oft að hálfgerðu klastri, en í Heiðarbýli stendur nú stórt og glæsi- legt einbýlishús þar sem öll skipan er eins og best getur verið og gamla húsið er týnt inní miðju húsi. Allt handbragð ber hagleik og listfengi þeirra hjóna vitni og þar var mótuð traust umgjörð um þá ást og ham- ingju, gleði og sorgir sem lífið býður uppá, Nú söknum við vinir og vanda- menn vinar í stað, en hver veit nema við hittumst aftur í nýju Heiðarbýli á ókunnri strönd. Kristinn Kristinsson. Þegar mamma hringdi og sagði mér að Víglundur, yngsti bróðir hennar væri dáinn, setti mig hljóða. Við vissum öll að baráttan við krabbameinið var töpuð, en áfallið er mikið, þrátt fyrir það. Ég á margar góðar minningar um Víglund frænda minn frá minni barn- æsku. Þær fyrstu eru frá því að hann kom til Eyja í Gagnfræðaskólann hjá Þorsteini Víglundssyni frænda okk- ar. Þá var hann mikið hjá okkur, og ég man hvað ég var montin að eiga svona stóran og fallegan frænda. Hann var mjög stríðinn og naut þess að pína okkur krakkana svolítið. Oft hefur sagan verið sögð af því þegar ég var með lausa tönn og þú spark- aðir í rassinn á mér og tönnin datt. Þér fannst þetta rosalega fyndið, en ég hágrenjaði yfir þessu. Önnur góð saga er ofarlega í minn- ingunni, en það er frá unglingsárum mínum. Þá dvaldi ég að sumri hjá ömmu og afa í Heiðarbýli, ásamt Dagnýju Svavarsdóttir frænku minni. Þið Auður bjugguð á neðri hæðinni. Eitt kvöldið brugðu amma og afi sér af bæ og við Dagný vorum einar heima. Amma lánaði okkur mikið af plötum til að spila. Bað okk- ur fyrir alla muni að passa þær vel og rispa þær ekki. Auðvitað var enginn vandi að lofa þessu, því þetta átti að vera róleg kvöldstund hjá okkur, eða við héldum það. Kvöldið byrjaði vel, en eftir nokkurn tíma byrjuðu ljósin að blikka, plötuspilarinn að hægja á sér og andrúmsloftið var drungalegt. Þegar þetta ástand hafði varað í svo- lítinn tíma vorum við orðnar verulega hræddar og vissar um að það væri draugur í húsinu. Já svo öruggar vor- um við að við sáum drauginn báðar tvær! Þegar gömlu hjónin komu heim vorum við gjörsamlega trylltar úr hræðslu, gátum stunið upp sögunni og lýst draugnum sem bjó í húsinu þeirra. En amma var eins og þrumuský enda búið að rispa og brjóta uppáhaldsplötuna hennar með laginu um hann Luktar-Gvend. Hana grunaði vissan aðila sem bjó á neðri hæðinni. Hún þekkti sitt heimafólk, en ég held samt að hún hafi átt svolít- ið erfitt með að kyngja þessu. Þú varst alltaf litli engillinn hennar sem hún trúði engu upp á. En ég man að hún skammaði þig fyrir þetta, ég gat nú ekki séð mikla iðrun í svipnum. Það var samt svo skrítið hvað ég sótt- ist eftir að vera í kringum þig, eins og þú stríddir mér mikið. Mér þótti bara svo undur vænt um þig, vinur. Þegar amma dó fyrir tæpum þrem árum, fór öll fjölskyldan austur á Neskaupstað að fylgja henni. Þá datt ykkur mömmu í hug að kaupa lítið hús saman. Neskaupstaður hefur alltaf átt sterk ítök í ykkur báðum, og hafið þið og fjölskyldur ykkar sann- arlega notið þess að dvelja í litla bláa húsinu í skóginum. Oft hefur verið margt um manninn og glatt á hjalla þar. Víglundur var mjög heppinn í sínu einkalífi. Ungur kynntist hann ynd- islegri stúlku, Auði Sveinsdóttur, ættaðri frá Barðsnesi við Neskaup- stað. Þau eignuðust tvö börn, Lilju og Halldór, sem sannarlega hafa verið foreldrum sínum til sóma. Öll hafa þau staðið saman og stutt Víglund í hans veikindum, og veit ég að tengda- börnin hans reyndust honum líka vel. Elsku Auður mín, börn, tengda- börn og barnabarnið, litla Auður Anna. Ég bið Guð að halda sinni verndarhendi yfir ykkur og gefa ykk- ur styrk til að takast á við sorgina, og vona ég að nýja árið færi ykkur birtu og yl. Elsku mamma mín og Lína frænka. Guð styrki ykkur og fjöl- skyldur ykkar. Öll eigum við minn- ingarnar um yndislegan mann sem enginn getur frá okkur tekið. Vertu sæll vinur, við sjáumst síðar. Hafðu þökk fyrir allt. Guðmunda Hjörleifsdóttir. Jæja elsku frændi. Þá er komið að kveðjustund. Og mikið óskaplega finnst mér þetta erf- itt. Fyrst amma, síðan Gunnar og nú þú. Fyrr í sumar dreymdi mig draum sem ég vissi að var táknrænn. Ég var á ferðalagi með fjölskyldunni og á leiðinni hitti ég þig. Við ákváðum að verða samferða áleiðis, en þegar við komum að gatnamótum þá segist þú þurfa að fara í þessa átt, hvort ég ætli ekki bara áfram. Ég hélt það nú og við kvöddumst. Þá vissi ég ekki að við myndum hittast í júlí í litla bláa hús- inu fyrir austan, og eiga þar notaleg- an tíma saman þrátt fyrir mikil veik- indi að mér fannst. Mikið gastu nú verið þrjóskur. Einn daginn ætlaðir þú út í Barsnes og vildi Bergur ausa úr bátnum fyrir þig áður en þú legðir í hann. Þú sagðir nei, eins og vana- lega, ég get þetta sjálfur. Ég sagði við þig, „elsku Víglundur minn, nú átt þú bara að segja já takk“. Þú leist á mig, brostir og sagðir „já takk“. Það var svo skrítið, við vorum öll svo hrædd um þig, því mikil þoka var og þú vildir ekki að neinn kæmi með þér. Það var eins og einhver héldi verndarhendi yfir þér, því Bergur fylgdist með bátnum og engu líkara var en þokan viki úr vegi fyrir þér, því hann sá bát- inn allan tímann. Þú hafðir svo fallegt bros, það ylj- aði okkur öllum, og svo varstu alveg yndislegur stríðnispúki. Eða eins og þú sagðir fyrir austan, það var alveg sama hvað þú gerðir, konurnar í hverfinu trúðu engu upp á þig. En ég vissi líka að þú kveiðst fyrir að fara heim út af stóra tékkinu sem þú áttir að fara í. Elsku Víglundur, þið Auður eigið yndisleg börn og eitt barnabarn. Við viljum þakka fyrir allt og allt. Ég held að ykkur mömmu og Línu hafi þótt svo vænt um tengslin sem mynd- uðust við kaupin á litla bláa húsinu sem við vonum að styrkist frekar og eflist okkar á milli. Elsku Auður, Lilja, Snorri og Auð- ur Anna litla, Halldór og Harpa. Megi minningin um góðan mann lifa í hjörtum ykkar. Elsku mamma og Lína, ykkar sorg er mikil og erfitt að horfa á eftir öðrum bróður sem báðir voru ykkur svo kærir. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Jónína Björk. Víglundur Halldórsson er fallinn frá um aldur fram. Horfinn úr heimi hér rúmlega 64 ára að aldri. Þótt við værum aldir upp hvor í sínum fjarlæga landshlutanum höf- um við þekkst í áratugi eftir að leiðir beggja lágu saman í Mosfellsveitinni – nú Mosfellsbæ. Þau hjón, Víglund- ur og Auður Sveinsdóttir, festu á sín- um tíma kaup á gömlu húsi hér í sveit, „Litla Blómvangi“ sem svo var nefnt. Þau gáfu því nýtt nafn og köll- uðu Heiðarbýli. Hjónin gerðu þetta hús upp, í rauninni endurbyggðu það frá grunnni og stækkuðu það. Víglundur var þúsundþjalasmiður. Hann vann á þessum árum víða að iðn sinni, smíðum, en sinnti auk þess ýmsum öðrum verkefnum. Hann var smiður góður, fjölvirkur, velvirkur og úrræðagóður. Hann smíðaði hús okk- ar hjóna við Amsturdam 6 í Mos- fellsbæ og sá að öllu leyti um bygg- ingu þess frá upphafi til enda, hvort sem um var að ræða jarðvinnu, steypuvinnu, trésmíði og hvað annað sem upp kemur við húsbyggingu. Mestan partinn vann hann þetta einn, hefur trúlega líkað sá háttur best. Að vísu nýtti hann okkur hjónin, græningja á þessum sviðum, til að- stoðar, í sendiferðir og annað snatt sem hann gat treyst okkur fyrir. Þá komumst við að því að hann var leið- beinandi af Guðs náð, skýr í fram- sögn, yfirvegaður og rólegur í tíðinni. Gjarnan kom hann máli sínu fram á þann veg að viðmælandinn fékk það á tilfinninguna að það væri hann, við- mælandinn, sem markaði línuna. Þannig gekk þetta fyrir sig með hús- bygginguna í rúm 3 ár og var þá verk- efninu að mestu leyti lokið. Þegar hér var komið sögu tók Víg- lundur að sér umsjón og eftirlit með viðhaldi fasteigna og tengd verkefni á Reykjalundi og fórst það verk að sjálfsögðu afarvel úr hendi. Hann gegndi þessu starfi á Reykjalundi meðan heilsan leyfi og verður skarð hans á því sviði mjög vandfyllt. Víglundur var vinnusamur maður, VÍGLUNDUR S. HALLDÓRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.