Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 37 Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi SIGFINNUR SIGURÐSSON hagfræðingur Álagranda 8, lést í Landspítalanum aðfaranótt 20. desem- ber. Helga Sveinsdóttir, Dagbjört Sigfinnsdóttir, Ervin Árnason, Soffía Sigfinnsdóttir, Gunnar Már Geirsson, Sveinn Sigfinnsson, Sonja B. Jónsdóttir og barnabörn. ✝ Björn Einarssonfæddist í Saurbæ í Skeggjastaðar- hreppi í Norður- Múlasýslu 19. maí 1933. Hann lést á heimili sínu 13. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Ófeigur Hjart- arson, bóndi í Fjalla- lækjarseli, Hallgils- stöðum í Sauðanesh. og í Saurbæ, f. 11.5. 1886, d. 11.4. 1963, og Stefanía Jónsdótt- ir, f. í Krossavík 23.3. 1892, d. 12.5 1960. Systkini Björns eru Járnbrá, f. 13.4. 1918, d. 9.6. 2001, Ingunn, f. 25.3. 1920, Björn, f. 3.4. 1922, d. 1930, Arndís, f. 13.7. 1924, Ásdís, f. 13.7. 1924, Guðbjörg Halldóra, f. 8.6.1926, og Jón Vilhelm, f. 15.1. 1929. Uppeld- isbróðir þeirra er Haraldur Jóns- son, f. 21.8. 1934. Björn kvæntist 30.12. 1969 Kristínu Ingunni Haraldsdóttur, f. 16.10. 1941, d. 17.4. 1989. Dóttir þeirra er Stefanía Björnsdóttir, f. 26.4. 1969, maki Guðmundur Haf- steinsson, f. 23.9. 1969. Börn þeirra Karen, f. 20.6. 2000, og Íris, f. 20.11. 2002. Fóstur- dætur Björns eru: 1) Inga Þórðardóttir, f. 26.12. 1958, maki Þorlákur Pétursson, f. 18.12. 1952. Börn þeirra, a) Þuríður, f. 2.8. 1977, sambýlis- maður Robert Ja- cob, f. 31.3. 1971, börn þeirra eru Lakshmi Björt, f. 11.12. 1999, og Raphael Þór, f. 5.9. 2002, og b) Björn Birgir, f. 5.7. 1980. 2) Áslaug Þórðardóttir, f. 16.9. 1960, maki Bragi Svavarsson, f. 23.10. 1958. Börn þeirra eru a) Linda Sif, f. 18.1.1982, unnusti Bjarki Ívars- son, f. 16.5. 1983, b) Eva Kristín, f. 2.3. 1987, c) Lovísa, f. 27.6. 1989, og d) Bjarki, f. 2.9. 1998. 3) Sigríð- ur Helga Sverrisdóttir, f. 25.10. 1964, sambýlismaður Adrian J. King, f. 18.11. 1957. Sonur hennar er Kristján Ari, f. 10.1. 1987. Útför Björns fer fram frá Lang- holtskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elskulegur tengdafaðir minn og vinur er fallinn frá alltof snemma. Ég hefði ekki getað eignast betri tengdaföður, hann veitti manni góða ráðgjöf, hann var stríðinn en rólegur maður. Honum fannst gaman að spila, stundum var svindlað en aldrei viðurkenndi Björn það. Það var gam- an að hringja í hann og segja honum að við værum í verslunarferð. Og honum fannst það gáfulegt eða þann- ig, honum fannst aldrei gaman að fara í verslanir. Honum fannst gam- an að ferðast um æskuslóðir sínar. Frá því að ég og Stefanía rugluðum saman reytum tók hann mér alltaf vel. Það var gott að eiga þig sem tengdaföður og vin. Ég mun sakna þín mikið. Þinn tengdasonur Guðmundur Hafsteinsson. Elsku afi Bubbi, nú á hátíð ljóss og friðar kveður þú okkur snögglega. Við söknum þín sárt, við hittumst daglega og lékum okkur saman og spjölluðum mikið. Við áttum nú eftir að gera mikið saman en því miður getum við það ekki. Þér fannst gam- an að okkur stelpunum þegar okkur langaði í eitthvað en mamma og pabbi voru búin að banna það. Þá leituðum við til þín og þú leyfðir það. Ekki til mikillar gleði fyrir mömmu og pabba. Þú sagðir þeim bara að vera ekki að skipta sér af hvað hann gerði fyrir okkur stelpurnar. Svo fannst okkur systrum gaman þegar þú komst með okkur í bíltúra. Mamma sagði að þú ættir að sitja framí en þú hélst nú ekki, þú ætlaðir að sitja afturí hjá okkur. Það var svo gaman, þú varst að segja okkur hvað var úti þar sem við vorum að keyra. Við eigum eftir að sakna þín sárt. Kveðja, þínar afastelpur Karen og Íris. Fyrstu kynni okkar hjónanna af Birni voru þegar Stefanía dóttir Björns og Guðmundur sonur okkar óskuðu eftir því að við kæmum öll með þeim að líta á íbúð sem þau höfðu augastað á. Ekki höfðum við þá hitt Björn, aðeins heyrt talað um hann. Því var ákveðið að við myndum öll hittast heima hjá okkur til að kynnast og ræða saman. Ekkert varð af íbúðarkaupum í það sinn. En upp frá þessu urðu kynni okkar Björns náin. Við unnum saman við að mála og annað sem gera þarf þegar Stefanía og Guðmundur höfðu fest sér íbúð í Sólheimum 27. Þá urðum við vör við hvað Björn átti létta og skemmtilega lund og var ráðagóður í ýmsum málum. Síðan höfum við átt margar góðar stundir saman bæði á stórhátíðum, afmælum og í annan tíma. Þegar Stefanía og Guðmundur eignuðust dæturnar Karen og Írisi fann maður og sá að þær voru sól- argeisli í lífi hans. Björn fékk slæma lungnabólgu fyrir um ári síðan og fannst okkur að hann næði sér ekki að fullu eftir það. Stundum talaði hann um að hann sæi nú eftir því að hafa ekki hætt að vinna fyrr og njóta þess að vera meira með fjölskyldunni. Blessuð sé minning Björns Ein- arssonar. Þóra og Hafsteinn. BJÖRN EINARSSON vinnuþjarkur ef svo má segja, en fór vel með þann eiginleika sinn. Það var langt í frá að hann væri þræll vinn- unnar. Í áranna rás átti hann sér ým- is skemmtileg hugðarefni í frístund- um sem ekki verða frekar tíunduð hér nema ef vera má eitt. Hann eign- aðist í félagi við samstarfsmann okk- ar beggja lítinn vélbát sem þeir not- uðu til veiða hér úti á flóanum. Ekki veit ég hvort þeir áttu kvóta eða ættu kost á kvóta af einhverju tagi. Trú- lega skipti það ekki máli. Tilgangur- inn var fyrst og fremst að komast í snertingu við saltan sjó, finna kyrrð- ina og bera augum ný sjónarsvið. Fyrir nú utan útiveruna. Kannski líka að draga fisk upp á disk af og til. Víglundar er sárt saknað af öllum sem hann þekktu. Hann er kvaddur af okkur Maríu með þakklæti. Auði konu hans og börnum þeirra hjóna, Lilju og Halldóri, færum við innileg- ar samúðarkveðjur sem og öðrum ástvinum. Haukur Þórðarson. Hann Víglundur, vinur minn og fyrrum samstarfsmaður á Reykja- lundi er látinn langt um aldur fram. Ég harma það einlæglega að þessum lífsglaða og fjölhæfa öðlingi auðnaðist ekki að njóta efri áranna. Hann kom til starfa að Reykja- lundi, sem umsjónarmaður fasteigna, fáum árum eftir að ég hóf þar störf. Ekki hafði hann verið lengi í því starfi, þegar mér varð ljóst, að þarf- ari maður en hann hafði ekki komið til starfa á þeim góða stað um langan tíma. Áður en varði, hafði hann kynnt sér innviði allra fasteignanna frá rjáfri niður í dýpsta kjallara og leysti öll vandamál, sem varðaði húsakost og búnað, af lipurð og þekkingu. Hann hafði til að bera einstaka prúðmennsku og vilja til að leysa mál, sem upp komu, bæði fljótt og vel. Víglundur var Austfirðingur að ætt og uppruna og honum þótti afar vænt um æskustöðvar sínar. Mér fannst það mikið ævintýri að fá að ferðast með þeim hjónum um heimaslóðir þeirra og njóta leiðsagn- ar þeirra eitt sumar fyrir nokkrum árum. Gönguferðirnar með þeim og ekki síður bátsferðin með háfermi heim að Barðsnesi, eru ógleymanleg- ar. Við Víglundur vorum alin upp á sitt hvoru landshorninu og fyrir kom að annað okkar notaði orð, eða orðtök, sem hinu var ókunn. Það vakti oft kátínu okkar. Ég notaði einu sinni sögnina að poka, sem mun vera úr sjómannamáli og merkir að fleygja sér eða halla sér út af andartaksstund til svefns eða hvíldar. Hann greip þetta orð strax og geymdi í minni sínu. Á ferðalaginu okkar góða til Aust- fjarða um árið, ókum við yfir Sprengisand. Á miðri leið stoppaði hann bílinn og drap á vélinni. Við Auður spurðum skelfdar: „Hvað er að?“ Víglundur sagði sposkur: „Ég ætla að poka,“ og það gerði hann og hélt síðan áfram ferðinni glaður og ánægður. Hann var áreiðanlega einstakur hagleiksmaður á hvers konar smíðar og um það vitnar hið fallega hús og heimili þeirra Auðar, að Heiðarbýli í Mosfellsbæ. Eitt sinn kom hann af Barðaströnd með stóran kassa, fullan af einhverju, sem mér sýndist vera járnarusl. Hann fullyrti að þetta væri ný vél í bátinn sinn, hann Afa. Það þótti mér ekki trúleg saga. En viti menn, eftir dálítinn tíma brunaði Afi um Flóann, knúinn nýju vélinni. Þannig var Víglundur, glaðlegur og hlýr hagleiksmaður, sem gott var að umgangast og eiga að vini. Ég votta Auði vinkonu minni og fjölskyldu hennar mína dýpstu sam- úð vegna fráfalls þessa mæta manns. Gréta Aðalsteinsdóttir. Víglundur Halldórsson húsasmíða- meistari er látinn eftir erfið veikindi, langt um aldur fram. Það er mikil eft- irsjá að Víglundi. Við höfðum þekkst lengi en síðastliðin tíu sumur stund- uðum við sjóstangaveiði frá Snarfara- höfn við Naustavog. Í þessum veiði- ferðum urðu kynnin nánari. Í hvert sinn sem haldið var úr höfn var hugað að veðri og vindum, sjáv- arföllum og straumum. Stundvísi var okkur báðum að skapi og tryggði að rósemi hugans væri með í för. Víglundur sá fyrir öllu varðandi fleyið okkar. Hann smíðaði yfirbygg- inguna og yfirfór vélina, sem alltaf gekk taktfast. Oftast vorum við tveir en stundum voru góðir félagar um borð. Fyrstu sumrin var veiðigleðin mikil en það breyttist síðustu árin. Ferðirnar urðu ekki síður skoðunar- ferðir, hvort sem siglt var út á Faxa- flóa, upp undir Akranes eða inn Hval- fjörð. Við huguðum að skýjafari, sjólagi, fuglalífi, reki, fallaskiptum og skipaferðum. Þessi frístundaveiði var auðvitað engin sjómennska, varla saltbragð í munni, en samt fundum við keiminn sem við leituðum eftir og þekktum frá æskuárum. Stundum hljóp á snærið hjá okkur og aldrei bregðast þessi ósjálfráðu viðbrögð þegar fisk- urinn tekur og kippurinn finnst. Eng- in vopn voru um borð í Afa, aðeins stöng, lína, sakka og öngull. Fiskur var það eina sem mátti veiða. Eftir Víglund, þennan trausta, eljusama hagleikssmið, liggur mikið ævistarf þótt fallinn sé frá á góðum aldri. Síðari árin tók hann til hendi sem umsjónarmaður á Reykjalundi en þar hef ég einnig átt því láni að fagna að starfa með Auði eiginkonu hans í meira en þrjá áratugi. Þessum línum fylgja innilegar samúðarkveðj- ur til Auðar, Lilju, Halldórs og fjöl- skyldna þeirra. Kært er að þakka samverustund- irnar með Víglundi. Ein mynd er sér- staklega í minni. Siglt er utan af Flóa til Reykjavíkur á lygnu haustkvöldi. Víglundur er við stýrið, siglir hægt, vélin er lágvær. Kvöldsólin gyllir sjó- inn umhverfis bátinn, kjölfarið fær sama lit og svo allur hafflöturinn svo langt sem augað eygir. Rökkrið sígur yfir. Það kviknar á Gróttu- og Eng- eyjarvita, síðan á fjölda skipa, stórum og smáum, ýmist í höfn eða á sigl- ingu, þá hafnarljósin og leiðarljósin öll, hvít, rauð og græn, stöðug eða blikandi, allt á réttum stað og tíma. Tungl og stjörnur vakna. Í myrkrinu veita ljósin örugga leiðsögn í lygnuna í Snarfarahöfn. Farðu heill, kæri vinur, landtakan verður þér létt. Kári Sigurbergsson. Kveðja frá heilsuþjálfun Nú þegar við heilsuþjálfarar á Reykjalundi setjumst niður til að minnast vinar okkar og samstarfs- félaga til fjölda ára Víglundar Hall- dórssonar er margt sem kemur upp í hugann. Minningarnar sækja á og koma hver af annarri, allar jafn skemmtilegar og gleðilegar. Á vinnu- stað okkar tókum við marga glímuna á göngunum, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Það var gott að vinna með Víg- lundi. Hann hafði einstakt jafnaðar- geð en var alltaf tilbúinn til að slá á létta strengi og taka þátt í alls kyns gamni og stráksskap okkar. Víglundur sinnti starfi sínu af mik- illi alúð og vandvirkni en hann var í ákaflega erilsömu starfi þar sem hann átti oftar en ekki að vera sá sem gæti bjargað öllu og fundið viðeigandi lausnir. Nú hefur fækkað í starfs- mannahópnum á Reykjalundi og er Víglundar sárt saknað. Við félagarnir viljum þakka Víg- lundi fyrir öll sporin, snúningana og viðvikin sem hann sinnti fyrir heilsu- þjálfunardeildina. Við viljum senda fjölskyldu Víglundar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau á þessum erfiða tíma. Guð blessi minningu Víglundar Halldórssonar. Ágúst Már Jónsson, B. Heimir Bergsson og Lárus S. Marinusson, heilsuþjálfarar á Reykjalundi. Góður vinur og vinnufélagi til margra ára, Víglundur Halldórsson, er látinn. Andlát hans kom ekki á óvart, en hann hafði lengi barist við illvígan sjúkdóm. Ég kynntist Víglundi fyrir tæplega tuttugu og fimm árum, að mín fjöl- skylda fluttist í Mosfellssveit og byggði sér hús á Reykjamelunum í næsta nágrenni við Víglund og Auði, en þau höfðu þar búið sér afar fallegt og notalegt heimili sem þau nefndu Heiðarbýli eftir fæðingarstað Víg- lundar í Neskaupstað. Ég kynntist honum sem sístarf- andi manni að smíðum, bíla- og báta- viðgerðum og virtist sem allt léki í höndunum á honum. Á þeim tíma var aðkoma bæjar- félagsins með öðrum hætti en í dag hvað varðar frágang gatna, gang- stétta og leiksvæða í nýjum hverfum. Í flestum húsum voru ung börn og einustu möguleikar til að skapa þeim leikaðstöðu úti við voru að íbúarnir tækju sig saman og útbyggju leikvöll- inn sjálfir. Þetta var gert og voru Víglundur og hans fjölskylda með í framkvæmd- um. Ég sá þá þegar að þar fór maður sem var einkar sýnt um verklegar framkvæmdir og kynntist því þó mun betur síðar. Á þessum tíma vann Víglundur við smíðar, sem hann var menntaður til og rak auk þess um tíma bygginga- vöruverslun og verkstæði í Mosfells- sveit. Þar kom að hann vildi skipta um starfsvettvang og varð úr að hann réðst til starfa á Reykjalundi sem vaktmaður og umsjónarmaður fast- eigna 1. nóvember 1985. Það var mikill fengur að fá Víglund til starfa vegna þeirrar miklu þekk- ingar sem hann hafði á byggingum, hversu tillögugóður hann var varð- andi vinnuaðstöðu þeirra fjölmörgu starfsstétta sem þar vinna og hversu vel honum gekk að samræma útlit og notagildi í nánast stöðugum endur- bótum á húsnæði stofnunarinnar. Að auki átti hann mjög auðvelt með að umgangast fólk og komast að samkomulagi bæði við sjúklinga og starfsfólk. Öll mál voru leyst af mikilli ljúf- mennsku eftir hæfilegan umþóttun- artíma og tilhliðranir ásamt viðræð- um við okkur sem stýrðum fjárhagshliðinni. Alltaf var kímni skammt undan og iðulega sagði hann að maður þyrfti ekki endilega að skilja alla hluti til fullnustu. Við vinnufélagarnir á Reykjalundi söknum nú vinar í stað sem átti sann- arlega sinn þátt í þeim góða starfs- anda sem þar hefur ríkt. Mestur er að sjálfsögðu söknuður fjölskyldu hans, Auðar, Lilju og Hall- dórs ásamt tengdabörnum og barna- barni sem nú sjá á bak traustum fjöl- skylduföður. Þeim sendum við okkar bestu sam- úðarkveðjur og vonum að minningin um góðan mann létti þeim sporin framundan. Ég og mín fjölskylda þökkum Víg- lundi og hans fólki afar góða viðkynn- ingu og langt samstarf sem aldrei bar skugga á. Jón M. Benediktsson og samstarfsfólk á Reykjalundi. Elsku frændi. Mikið á ég eftir að sakna þín, en mér létti samt þegar þjáningum þínum lauk. Ég á margar góðar minningar um þig og geymi þær í hjarta mínu. Þú varst einstaklega ljúfur og blíður maður og skilur eftir stórt skarð í fjölskyldu þinni. Ég man eftir því þegar þið Auður fluttuð heim frá Svíþjóð og voruð með hundana ykkar, Ponti og Pelle, hvað það var gaman að koma í heimsókn. Síðan eignuðust þið Lilju og Hall- dór og eru þau yndisleg. Mikill er missir Auðar og barnanna þinna sem hafa staðið eins og klettar í veikindum þínum. Vegir Guðs eru órannsakanlegir og skiljum við ekki alltaf af hverju við fáum ekki bænasvör, en mikið var beðið fyrir þér í veikindum þínum. Ég vil þakka þér samfylgdina og trúi því að þín hafi beðið góður bústaður á himnum. Auði, Lilju, Halldóri, Snorra, Hörpu og litlu Auði Önnu svo og systrum þínum, Línu og Ingu, votta ég mína dýpstu samúð, og bið drottin Jesú að veita huggun og styrk. Lilja Dóra Hjörleifsdóttir. Lokað Vegna útfarar VÍGLUNDAR HALLDÓRSSONAR, umsjónar- manns, verða skrifstofur Reykjalundar lokaðar eftir hádegi í dag, mánudaginn 22. desember 2003. Reykjalundur, endurhæfingarmiðstöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.