Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 39
það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Kæra fjölskylda, vinir og vanda- menn. Megi englar guðs vaka yfir ykkur og styrkja á þessari sorgar stundu. Margrét G. Gunnarsdóttir. Okkur langar í örfáum orðum að minnast vinar okkar Halldórs Björnssonar frá Engihlíð í Vopna- firði sem við kveðjum í dag. Fyrir nokkrum árum urðu kaflaskipti í lífi móður okkar. Þegar ríflega þrír ára- tugir voru liðnir frá því að föður okk- ar var kippt út úr þessari tilveru, kom Halldór sem þá var orðinn ekkjumaður inn í líf mömmu. Tími þeirra saman var ekki langur. Þó getum við fullyrt að þessi kafli í lífi þeirra hefur verið mömmu mikils virði. Halldór og mamma náðu að þróa með sér innilegt vinasamband. Þau ferðuðust bæði innanlands og utan, áttu tíma í rólegheitum heima á Stapa og í Engihlíð og nutu saman hamingjustunda í lífi beggja. Halldór var maður sem fór sér að engu óðslega í viðkynningu. Sá eig- inleiki kom glöggt í ljós í samskipt- um hans við börnin okkar sem sakna hans sárt í dag. Hann hafði gaman af rökræðum og var róttækur í skoð- unum sínum bæði á menn og mál- efni. Alltaf átti hann þó auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á mál- unum en undir niðri bjó rík um- hyggja fyrir þeim sem minna máttu sín. Halldór var höfðingi heim að sækja. Veiðifélagið Stígvéluðu kett- irnir, sem samanstendur af karlpen- ingnum í fjölskyldunni, gleymir seint ferðunum austur í Vopnafjörð þar sem veitt var í Hofsá með þeim Engihlíðarfeðgum. Að loknum veiði- degi var setið heima í Engihlíð og málin rædd fram eftir kvöldi í góðra vina hópi. Við systkinin og makar okkar kveðjum Halldór vin okkar með söknuði og virðingu. Elsku mamma, börn Halldórs og fjölskyldur. Missir ykkar er mikill. Við vottum ykkur innilegustu samúð okkar. Blessuð sé minning Halldórs Björnssonar. Systkinin frá Arnstapa og makar þeirra. Nú er granni minn allur og eitt skarð enn höggvið í raðir vina. Kvöldið sem andlátsfregnin barst mér var eins og einhver tómleiki settist að sálinni. Hann Halldór hafði verið hluti af sjálfu umhverfinu hér, mannlífi, landslagi og ekki síst gleði okkar sem búum hér undir fjöllum. Hann gneistaði löngum af lífsfjöri, algjört „skrílmenni“ eins og það heit- ir hér, en að baki stóð einstök tryggð við konu, börn, barnabörn, jörðina, sveitina, grannana, ættingjana. Hér í Vopnafirði er talað um að það rjúki oft upp með stormi „undir fjöllum“ og þá meint í tvöfaldri merkingu; sunnan-hnjúkaþeyr getur þeytt þökum og tækjum yfir dalinn þveran og brátt skap afkomenda Svínabakkahjónanna Guðlaugar og Metúsalems, afa og ömmu Halldórs, funar á stundum upp fyrir það sem meðal-Jón á Íslandi þolir. Fjórir ungir bændur undir fjöllum í dag eru afkomendur þeirra í þriðja lið, fram- sæknir, fjörmiklir, umdeildir en ákafir bændur, eins og þeir eiga kyn til. Halldór og Magga, Vopnfirðingar með djúpar rætur, reistu sér nýbýlið Engihlíð í landi Svínabakka um 1950 þegar flóttinn úr sveitunum var sem mestur. Halldór átti trúna á landið og sjálfan sig, lífsþorstann, en Magga heitin verklagni og verkgleði sem engu líkist. Þó bæði Magga og Halldór hafi kvatt of snemma þá lifðu þau það að þeirra börn og mín nýttu tækifæri nútímans til mennt- unar en komu samt aftur og reyna í andstreymi dagsins í dag að halda áfram ræktunarstarfi lands og lýðs. Halldór og Magga, mínir góðu grannar, kvöddu of snemma, en bæði kvöddu þau snöggt, að loknum kvöldverkum. Synir mínir töltu stuttfættir sínar fyrstu rannsóknarferðir út í hinn stóra heim yfir í Engihlíð. Magga og Halldór tóku þeim fagnandi og skröfuðu á léttum nótum við litlu ferðamennina og féllu þar mörg gull- kornin. Í Engihlíð áttu þeir ævinlega vinum að mæta, fyrir það þakka þeir og ég. Í amstri hversdagsins vorum við Þórður ekki alltaf sammála Halsa frænda, en vinir vorum við alltaf. Börnum, tengdabörnum, barna- börnum og Herdísi vinkonu Halldórs sendum við Þórður og okkar fjöl- skylda innilegustu samúðarkveðjur. Ágústa á Refsstað. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 39 Elsku pabbi minn. Það voru þung skref að stíga fyrst eftir að mér var tilkynnt um andlát þitt að morgni 12. desember, en svona er víst lífið; það er enginn eilífur. Ég vil þakka þér fyrir þann tíma sem ég fékk að vera sonur þinn, því það voru góðir tímar. Við vorum alltaf sáttir hvor við annan, þú leyfðir mér að njóta mín í því sem ég var að gera. Það var mikil stoð að hafa þig við hlið mér í mínu lífi. Þó að leiðir okkar hafi farið í sundur um tíma á unglingsárunum var alveg sama hvenær við hittumst, þú varst alltaf eins. Ég vissi alltaf hvernig ég kom að þér. Það er góð tilfinning að finna að fólk bar virðingu fyrir þér. Ég hef reynt að temja mér þína siði í lífinu; að vera hreinn og beinn og standa við mitt – alveg eins og þú gerðir. Núna þegar þú ert farinn úr lífi mínu á ég stóran viskubrunn af minningum um þig sem ég get alltaf sótt í. Mér þótti mjög vænt um hvernig þú tókst öllum fóstur-afa- börnum þínum – það voru allir jafnir hjá þér. Það leið öllum vel í kringum þig því við vissum að þú varst alltaf eins. Ég er mjög ánægður með að hafa hitt þig um kvöldið á spítalanum þegar aðgerðin var búin. Við spjöll- uðum um daginn og veginn og þér virtist líða nokkuð vel. Við ætluðum að gera okkur glaðan dag þegar þú kæmir út af spítalanum en svo fór sem fór, pabbi minn. En það er gott að vita að þú ert í góðum höndum núna því þú varst sáttur við guð og menn og nú hefur þú fengið hvíldina góðu eftir farsælan æviveg. Fyrir mér ertu eilífur í mínum SIGURÐUR SVEINSSON ✝ Sigurður Sveins-son fæddist í Vestmannaeyjum 15. júlí 1929. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. desem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 19. desember. huga eins lengi og ég get munað. Guð geymi þig og varðveiti, pabbi minn. Þinn sonur, Sveinn Andri. Elsku Siggi minn, mig langar til að kveðja þig með nokkrum fá- tæklegum orðum. þeg- ar ég sest niður til að skrifa hinstu kveðju til þín þá situr þungur kökkur í brjósti mínu. Þetta kom eins og köld vatnsgusa þegar fréttin um dauða þinn kom til okkar snemma morg- uns. Þú sem ætlaðir að vera hjá okk- ur um jólin og áramótin eins og þú hefur alltaf gert síðan þú komst inn í mitt líf og minnar fjölskyldu. Þú hlakkaðir svo mikið til að litla son- ardóttir þín opnaði pakkann sem þú varst búinn að kaupa og pakka inn af miklu nostri. Þetta átti að vera bók með dýramyndum því hún er mikill bókaunnandi og hefur mikinn áhuga á kisum, hundum og öðrum ferfæt- lingum. Mikið var gaman þegar þú dropp- aðir inn í kaffi til okkar eins og þú varst svo duglegur að gera. Þér þótti gott að fá þér göngutúr og svo mátu- lega stutt á milli heimila okkar. Sú stutta fékk oft og iðulega afa til að emja úr hlátri með sínum skemmti- legu uppátækjum. Þetta voru nota- legar stundir. Það er gott að eiga góðar minningar í hjarta sínu – þær lifa og hverfa aldrei. Elsku Siggi minn, ég veit að þú hefðir aldrei sætt þig við það að verða spítalamatur. Það var ósk þín að fá að sofna í friði. Lífið hefur sinn tíma og dauðinn líka. Þín er sárt saknað. Þín tengdadóttir, Lára Ólafsdóttir. Elsku Siggi afi. Ég trúi því ekki enn að þú sért horfinn okkur. Ég hitti þig úti í búð, þar sem ég vinn, á þriðjudegi, og við fengum tíma til að spjalla því það var rólegt að gera. Við spjölluðum um það sem fram undan var, og þú varst svo jákvæður yfir aðgerðinni og viss um að læknunum tækist að losa þig við þetta, að mér fannst ég hálfpart- inn vera með óþarfa áhyggjur af þér. Þú sagðir að þú værir svo ánægð- ur og heppinn með að vera svona hress og hraustur orðinn 74 ára gamall, þú hefðir bókstaflega ekki yfir neinu að kvarta, værir eldhress og finndir hvergi til. Og þegar læknarnir væru búnir að krufla í þér, eins og þú sagðir sjálfur, þá værir þú eins og nýsleg- inn túskildingur. En þú komst ekki aftur heim eftir það. Allt leit vel út á fimmtudagskvöldi en svo á föstudagsmorgni varstu dá- inn. Þó svo að það sé vissulega erfitt að kveðja þig og að söknuðurinn sé mikill, er ég fegin því að þú kvaldist ekkert. Þú yfirgafst þennan heim sáttur. Og eftir sitjum við með sorg í hjarta en fullt af minningum um ljúf- an, viðkvæman mann. Þegar ég hugsa til baka er fullt af minningum sem ylja manni um hjartarætur. Mér eru sérstaklega minnisstæð ein jólin. Við höfðum lokið við að borða jólamatinn og nú var það möndludesertinn sem tók við, sem við yngri systkinin tvö biðum spennt eftir því það var okkur mikið kapps- mál að vera möndluverðlaunahafi. Fyrsta umferð var kláruð en enginn gaf sig fram með möndluna, svo við systkinin hertum nú heldur betur á búðingsátinu – en ekkert gerðist. Þetta endaði svo með því að við tvö gáfumst ekki upp fyrr en skálin var tóm í von um að fá möndluna. En hvorugt okkar fékk hana, en í stað- inn vorum við græn í framan af ofáti og það lá við að búðingur læki út um eyrun á okkur. Þá dróst þú í róleg- heitunum möndluna fram úr krump- aðri servéttunni þinni og varst þar með vinningshafi ... Öll jól eftir þetta varstu hafður undir sérstöku eftirliti við möndludesertinn af okkur systk- inum og við þurftum að fá að sjá í servéttuna þína með reglulegu milli- bili. Það eru margar minningar sem þessi sem skjótast upp í huga minn þegar ég sit hérna og skrifa og fyrir þær allar er ég þakklát ... og eitt er víst að þín verður sárt saknað. Afi, takk fyrir allt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vina- skilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héð- an, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Elsku pabbi og fjölskylda, megi góðar vættir vaka yfir ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímamótum. Agnes Steina. Sigríður Haralds- dóttir starfaði hjá Verðlagsstofnun, fyrir- rennara Samkeppnis- stofnunar, á árunum 1980-1988 og eftir það vann hún ýmis verkefni fyr- ir stofnunina. Hún hafði áður starfað við ráðgjafarstörf hjá Leiðbeiningar- stöð húsmæðra og við hússtjórnar- kennslu. Þegar stofnað var svið hjá Verðlagsstofnun þar sem fjallað skyldi um óréttmæta viðskiptahætti, s.s. ranga upplýsingagjöf í viðskipt- um við neytendur beindust augu fyr- irsvarsmanna Verðlagsstofnunar að Sigríði. Þótti þeim að þar færi mann- eskja með bakgrunn til að móta hið nýja neytendasvið. Fór það enda svo að hún vann mikilsvert frum- kvöðulsstarf á þessu sviði, starf sem á vissan hátt mótar sambærilega starfsemi hjá Samkeppnisstofnun enn í dag. Sigríður vann sitt starf af miklu frumkvæði og eldmóði enda ein- kenndu eljusemi og kraftur alla hennar skapgerð. Hún sýndi sam- starfsmönnum og starfsvettvangin- SIGRÍÐUR HARALDSDÓTTIR ✝ Sigríður Har-aldsdóttir fædd- ist í Tékkóslóvakíu 17. desember 1919. Hún lést á líknar- deild Landakotsspít- ala aðfaranótt 16. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Laugarneskirkju 19. desember. um einstaka ræktar- semi, bæði á meðan hún starfaði hjá Verð- lagsstofnun og eftir að hún lét af störfum þar. Þannig bauð hún sam- starfsfólki heim til sín af ýmsu tilefni og tók þátt í jólaskemmtunum þess á meðan þrek og heilsa leyfðu. Þá fylgd- ist hún af áhuga með viðfangsefnum Sam- keppnisstofnunar og ræddi þau við starfs- menn. Síðast í haust sendi hún starfsmönn- um stofnunarinnar til fróðleiks um- fjöllun í erlendu blaði um sam- keppnismál sem hún hafði rekist á. Yfir Sigríði Haraldsdóttur var mikill menningarbragur í besta skilningi þess hugtaks. Hún bar glögg merki uppvaxtarins og upp- runa. Í henni sameinaðist það besta úr íslenskri menningu fyrri tíma og menningarstraumum frá Mið-Evr- ópu. Því sem af þessum rótum spratt miðlaði hún til samferðamanna á hógværan hátt þannig að það jók mönnum umburðarlyndi og víðsýni. Samneyti við Sigríði í leik og starfi var örvandi og mannbætandi. Fyrrverandi samstarfsmenn Sig- ríðar Haraldsdóttur hjá Verðlags- stofnun, nú Samkeppnisstofnun, minnast hennar með hlýhug og þakklæti. Við vottum aðstandendum Sigríðar okkar dýpstu samúð. Samstarfsfólk hjá Samkeppnisstofnun. Leiðir okkar Önnu lágu fyrst saman á lyflæknisdeild 11B Landspítala 1966–69 þar sem hún var deildarstjóri en ég kandídat. Þarna fékk ég mín fyrstu kynni af hátíðlegum gamaldags stofugangi með yfirlækni í broddi fylkingar, aðstoðarlækni, deildarstjóra og síðan röð af nemum. Anna gekk í þetta hlutverk af hógværð og stjórnaði síðan deildinni af miklum metnaði, festu og stakri alúð en þessir eiginleikar fara ekki oft saman. Hún skapaði gott vinnuum- hverfi sem laðaði að starfsfólk og það var gæfa að fá að stíga sín fyrstu læknisspor á þessari deild. Mörgum árum síðar lágu leiðir okkar aftur saman á þessari sömu deild og Anna var enn deildar- stjóri með mikla reynslu og hafði auk þess lokið námi í stjórnun. Það kom í okkar hlut að móta deildina í nýtt hlutverk sem var skammlegudeild fyrir sjúklinga sem komu inn til rannsókna eða ANNA SIGURBJÖRG HAFSTEINSDÓTTIR ✝ Anna SigurbjörgHafsteinsdóttir fæddist á Gunn- steinsstöðum í Langadal 9. janúar 1935. Hún andaðist á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 2. desember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Bú- staðakirkju 15. des- ember. minniháttar aðgerða og dvöldu aðeins fáa daga. Í stað þess að ganga stofugang með yfirlækni í langri halarófu þá þurfti Anna nú að hafa stjórn á 10–15 lækn- um sem báru ábyrgð á hinum ýmsu sjúk- lingum á hverjum tíma. Henni fórst þetta verk mjög vel úr hendi og deildin varð sú afkastamesta á Landspítalanum og samt var ekkert sleg- ið af í gæðum hjúkrunar. Þetta kom best fram þegar fyrrverandi skólastýra gamla Hjúkrunarskól- ans þurfti að leggjast inn og þá valdi hún deild Önnu vegna þess að hjúkrunin var best þar. Mannkostir Önnu komu vel fram í þessu erilsama starfi en hún skapaði sterka liðsheild með metn- aði og góðum starfsanda sem við búum enn að. Anna var mikill mannþekkjari og sérstaklega var hún næm á veikleika og styrkleika læknanna og lagin að fá það besta út úr öll- um. Það spillti ekki fyrir að hún hafði góða klíníska dómgreind og kunni vel að fara með hana. Anna helgaði Landspítalanum starfskrafta sína og uppskar virð- ingu og vináttu samstarfsfólks sem vottar ættingjum samúð við fráfall hennar. Bjarni Þjóðleifsson. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.