Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 53 „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ Vinsælasta mynd ársins í USA. Vinsælasta teiknimynd frá upphafi í USA. Frá framleiðendum Toy Story og Monsters Inc.  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.com ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 6.15, 8 og 10. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 8 Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Fráframleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Kemur jólapakkinn í ár HJ. Mbl GH. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is Jólapakkinn í ár KRINGLAN Sýnd kl. 4.50 og 6.55. Ísl. tal. AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl. tal ÁLFABAKKI Sýnd kl.3.50 og 5.55. Ísl. tal. Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8, 10.10. Enskt. tal. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára.  HJ.MBL „Drepfyndinn hryllingur!“ Þ.Þ. Fréttablaðið „Snilld! Frábær!“ Peter Jackson, leikstjóri Lord of the Rings AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl. tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 4, 6, 8, 10.10. Enskt. tal. KRINGLAN Sýnd kl. 5 og 7. Ísl. tal. Kalli Kanína og félagar eru mættir í splunkunýju bráðfyndnu ævintýri. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! lli í f l r r ir í l j r f i ri. r r f rir ll fj l l ! „Jólamyndin 2003“ „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ EYJÓLFUR Kristjánsson sneri aftur í sviðsljósið á síðasta ári eftir nokkurt hlé er hann gaf út plöt- una Engan jazz hér, eins konar yf- irlit yfir ferilinn hljóðritað á tón- leikum. Hann beið ekki lengi með að senda frá sér nýja skífu því fyrir stuttu kom út sú plata sem hér er tekin til kosta. Það er margsannað að Eyjólfur er lunkinn lagasmiður og á Stjörn- um eru nokkur lög sem talin verða með hans bestu, til að mynda upp- hafslagið Stjörnur sem er með einkar dægilega laglínu og vel út- sett á plötunni, raddir góðar og söngurinn. Eitt besta lag plötunnar er þó „Kiddi greifi“, lag sem sem Eyjólfur samdi til föður síns nýlátins. Í því er mikill tregi, en líka glaðværð, gleði yfir minningunni. Lagið er skemmtilega saman sett og þó text- inn jaðri við að vera full tilfinninga- samur ber lagið hann vel. Hljóð- færaleikur í laginu er verulega góður og saxófónleikur Sigurðar Flosasonar gerir það enn betra. „Vinátta okkar“ er líka gott lag og reyndar eru öll lög Eyjólfs á plötunni mjög vel heppnuð, honum fer bara fram sem lagasmið. Í ljósi þess kem- ur óneitanlega á óvart að með fljóti erlend lög sem bjóða í sjálfu sér ekki upp á neitt nýtt fyrir áheyranda, hvorki í túlkun né íslenskum texta. Anna Hlín S. Stefánsdóttir syng- ur Stevie Nicks-lagið „Leather and Lace“ mjög vel, en of líkt Stevie Nicks í raddbeitingu; hví ætti ég að vilja eftirhermu þegar upprunaleg útgáfa er til? Annað óþarft erlent lag er Parris- lagið „In the Still of the Night“; óttaleg mærð sem hefur hugsanlega verið skemmtilegt að taka upp en ekki eins skemmtilegt að hlusta á. Þriðja lagið á skífunni sem ekki er eftir Eyjólf er svo „Álfar“ eftir Magnús Þór Sigmundsson, en meira er spunnið í þá útgáfu, útsetningin skemmtilegri, söngur afbragð og Stefán Hilmarsson í toppformi sem meðsöngvari Eyjólfs, en eins og menn eflaust vita liggja raddir þeirra félaga afskaplega vel saman. Anna Hlín kemur við sögu í öðru lagi en „Leather and Lace“ og syng- ur þar eins og engill, gerir mikið fyrir það lag og Eyjólfur hverfur eiginlega í skuggann. Rödd hennar hefði mátt heyrast víðar á plötunni. Vinnsla á plötunni er almennt vel heppnuð og fjölmargt vel gert. Kemur ekki á óvart að raddútsetn- ingar eru allar framúrskarandi, en líka aðrar útsetningar og undirspil, til að mynda í öðru lagi plötunnar þar sem kliðmjúk gítarklifun ber lagið skemmtilega uppi. Umslagið er gott til síns brúks en þó hugsanlega megi halda því fram að flestir eigi að kannast við þá „Jóa Hjöll“ eða „Frissa Stull“, svo dæmi séu tekin, finnst mér sjálfsögð kurt- eisi við þá ágætu tónlistarmenn að birta fullt nafn þeirra á umslagi, að ekki sé talað um þegar þeir standa sig með öðrum eins ágætum og raun ber vitni. Tónlist Lunkinn lagasmiður Tónlist Eyjólfur Kristjánsson Stjörnur Stjörnur, breiðskífa með Eyjólfi „Eyfa“ Kristjánssyni. Eyjólfur semur flest lög og texta á plötunni utan eitt lag sem er eftir Magnús Sigmundsson og tvö erlend lög, en texta við eitt lag Eyjólfs á Ingi Gunnar Jóhannsson og Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson á texta við annað. Eyjólfur leikur á gítar og syngur en helstu hljóðfæraleik- arar með honum eru Jóhann Hjörleifsson á trommur og slagverk, Friðrik Sturluson á bassa og Jón Ólafson á hljómborð. Skíf- an gefur út. Árni Matthíasson Í umsögn um Stjörnur segir að þar sýni Eyjólfur styrk sinn sem laga- smiður. Morgunblaðið/Jim Smart hana. „Ég er hluti af breskum al- menningi og við veitum fólki ekki at- kvæði okkar vegna þess að það er brjóstumkennanlegt, við veljum fólk sem hefur hæfileika,“ sagði Michelle. Haft er eftir henni á fréttavef BBC að hún vildi gjarnan syngja með bandaríska söngvaranum Meat Loaf, sem einnig er í þyngri kantinum. MICHELLE McManus, tuttugu og þriggja ára Glasgow-búi, vann á laugardagskvöldið Idol- stjörnuleitarkeppnina í Bretlandi en þá greiddu 10,2 milljónir manna atkvæði í síma- kosningu milli Michelle og Mark Rodges, sem er 21 árs frá Walsall á Englandi. Talið er að rúmlega 15 milljónir manna hafi fylgst með lokaþættinum. Niðurstaðan þótti koma nokkuð á óvart en Simon Cowell, einn dómaranna, lýsti hrifn- ingu á Michelle frá upphafi og sagði eftir að úrslit lágu fyrir að hún hefði farið ótroðnar poppstjörnuslóðir. Fréttir herma hins vegar að Pete Water- man, sem einnig var meðal dómara, hefði strunsað út úr upptökusalnum þegar úrslit lágu fyrir en hann var gagnrýninn á frammi- stöðu Michelle. Michelle hlaut að launum plötusamning og mun syngja lagið All This Time á plötu á næsta ári. Hún ætlar nú að flytja til Lundúna. Michelle þykir ekki hafa til að bera hefðbundið poppstjörnuútlit en hún er 95 kg að þyngd. Hún hefur látið at- hugasemdir um útlit sitt sem vind um eyru þjóta og segist ánægð með lík- ama sinn. Michelle neitaði því stað- fastlega að hún hefði unnið keppnina vegna þess að fólk kenndi í brjósti um 10,2 milljónir greiddu atkvæði í lokaþætti Stjörnuleitar í Bretlandi Michelle McManus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.