Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SLÁTRA þarf um 300 norsk-frönsk- um matardúfum til förgunar hjá Hafursfelli þar sem ekki hefur feng- ist inni í neinu fuglasláturhúsi fyrir slátrun á jólamarkaðinn. Bergur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hafursfells, segist hafa sent land- búnaðarráðherra margítrekaðar fyr- irspurnir þar sem þess er óskað að ráðherra hlutist til um að eitthvert sláturhús taki við framleiðslunni. Bergur segir engin svör hafa borist og segir það jafnframt undarlegt að leyfður skuli innflutningur á fersk- um matardúfum til landsins, en ekki reynt að ná innlendri framleiðslu á markað. „Fyrst þessu er svona farið geri ég ráð fyrir að lambakjöt frá Nýja-Sjá- landi og nautakjöt frá Evrópu verði á borðum landsmanna fljótlega,“ segir Bergur. „Auðvitað hefði verið gott að geta sett framleiðsluna á jólamark- aðinn.“ Upp úr áramótum þarf því að grisja í dúfustofni Hafursfells og verða fuglarnir brenndir og þeim fargað. Kemst ekki með matar- dúfur á jólamarkað VERÐ á matvöru hefur hækkað talsvert minna en almennt verðlag á síðustu fjórum árum. Munar þar mest um mikla verðlækkun á grænmeti, ávöxtum og kjöti. Opinber þjónusta og tryggingar hafa hins vegar hækkað langt umfram almennt verðlag. Ennfremur hefur húsnæðisliður vísitöl- unnar hækkað mjög mikið. Almennt verðlag hefur á síðustu fjórum árum hækkað um 18,6%. Matur og drykkjarvörur hafa á tímabilinu hækkað um 10,7% eða nokkru minna en verðlag. Mjög breytilegt er hins vegar hvernig verð á einstökum vörutegundum hefur þróast á þessu tímabili. Verð á grænmeti, ávöxtum og kjöti er t.d. lægra í dag í krónum talið en það var fyrir fjórum árum sem þýðir að verð þessara vara hefur í reynd lækkað um og yfir 20%. Hafa ber í huga að stjórnvöld lækkuðu tolla á innflutt grænmeti á síð- asta ári sem leiddi til verulegrar verðlækkunar. Verð á innfluttum vörum eins og hrísgrjónum og pasta hefur hins vegar hækkað meira en almennt verðlag eða um 24–30%. Það sama á við um fisk sem hefur hækkað um 22,7%. Mjólk, ostar og egg hafa hins vegar hækkað eins og almennt verðlag. Áfengi og tóbak hefur aftur á móti hækkað um 25,9% á tímabilinu. Verð á fatnaði hefur ekkert hækkað á síðustu Grænmeti, ávextir og kjöt á lægra verði í dag en 1999 Tryggingar hafa hækkað í verði um 44,2% á fjórum árum fjórum árum og skór fást nú á heldur lægra verði en fyrir jólin 1999. Raftæki hafa lítið hækkað. Verð opinberrar þjónustu hækkaði mikið Húsnæðiskostnaður hefur hækkað tals- vert umfram verðlag eða um 31,2%. Raf- magn og hiti hefur hækkað um 12–15%, en reiknuð húsaleiga, sem endurspeglar al- mennt fasteignaverð, hefur hækkað um 35,3%. Verð á opinberri þjónustu hefur hækkað langt umfram almennt verðlag á síðustu fjórum árum. Heilbrigðisþjónustan er nú á 25,8% hærra verði en fyrir fjórum árum. Kostnaður við menntun hefur aukist um 37,7% og er hækkunin mest í framhalds- skólum og háskólum en mun minni í grunnskólum. Verð á þjónustu strætisvagna hefur hækkað um 30,6% og leikskólagjöld hafa hækkað um 39,3%. Póstur og sími hefur aftur á móti hækkað mun minna eða um 13,5%. Sá liður vísitölunnar sem hefur hækkað mest allra er tryggingar sem hafa hækkað um 44,2% á sl. fjórum árum. "  !   #   $%%%    !""# $ %#& "  #'"(  ) * + ,!"    -!""# &  )   '." & ,"' /,0123245,36 578, "  &'    !                   6 I6 ./G  9:"$    7" 9        ;'    1'     $   9'     2 &  <#'$ 1!                     TALSVERÐAR líkur eru á hvítum jólum víðast hvar á landinu, og seinni partinn í gær voru á milli 70 og 80% líkur á hvítum jólum á höfuðborg- arsvæðinu samkvæmt upplýs- ingum frá Veðurstofu Íslands. Mjög miklar líkur eru á því að jólin verði hvít á Norður- landi, en einna helst líkur á rauðum jólum á Austfjörðum. Spárnar eru þó á miklu flökti og ýmislegt getur breyst þessa daga sem eru fram að jólum. Á höfuðborgarsvæðinu gerir veðurspá á aðfangadag ráð fyr- ir vestanátt og éljum fyrrihluta dags á suðvesturhorninu, en að vindur snúist til norð- norðaustanáttar og létti til seinnipartinn. Hiti verður kóln- andi á aðfangadag. Fyrir norð- an er gert ráð fyrir snjókomu, en léttskýjuðu á Austfjörðum. Spáð hvítum jólum víða um land Morgunblaðið/Kristján LÖGREGLAN í Reykjavík fjarlægði lif- andi snák úr íbúð við Laugaveg á föstu- dag, þegar verið var að vísa leigjanda hennar á dyr af leigusala. Snákurinn var um einn metri að lengd og var farið með hann í tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum þar sem hann var mældur og honum eytt. Ekki mun snák- urinn hafa verið eitraður en óheimilt er að halda snáka og slöngur sem gæludýr hér- lendis. Lifandi snák- ur fjarlægður ÉG hef alltaf gert ákveðnar kröfur til sjálfs mín og vil standa undir þeim,“ segir Einir Guðlaugsson sem dúxaði frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á laugardag. Einkunn hans er sú hæsta í sögu skólans og fékk hann verðlaun fyrir góðan námsárangur í dönsku, íslensku, íþróttum, náttúrufræðigreinum, stærðfræði, þýsku og mætingu. Auk þess fékk hann verðlaun fyrir að dúxa, en nánar tilgreint var meðaleinkunn hans 9,81 og vegið meðaltal 9,8. Foreldrar Einis eru Guð- laugur Sigurgeirsson og Sædís María Hilmarsdóttir en þess má geta að tvíburabróðir Einis, Birkir, útskrifaðist með honum á laugardag með um 9 í með- aleinkunn. Skipulag, sjálfsagi og metn- aður eru lykilatriðin í náms- árangri Einis að eigin sögn. Hann útskrifaðist hálfu ári á undan áætlun og er að leita sér að vinnu þar til hann fer í verk- fræði í Háskóla Íslands í haust. „Það er mjög langt síðan ég ákvað að fara í verkfræði, en pabbi er verkfræðingur og ég er heppinn að því leyti að ég hef sama áhuga og hann á töl- um, stærðfræði og eðlisfræði,“ segir hann. Helstu áhugamál Einis eru íþróttir og tónlist en hann leik- ur með Haukum í körfu og æfir knattspyrnu á sumrin. Þá er ótalinn tónlistaráhugi hans, en honum hefur verið heimilað að taka þátt í söngleik FG eftir áramót þótt hann sé útskrif- aður. Morgunblaðið/Kristinn „Alltaf gert ákveðnar kröfur til sjálfs mín“ Einir Guðlaugsson dúxaði á stúdentsprófi í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ með 9,8 í meðaleinkunn HUGSANLEGA þjást tugir þúsunda Ís- lendinga af vægari útgáfu af geðhvörfum, svokölluðum geðhvörfum II, en þar eru sveiflurnar á milli þunglyndis og örlyndis mun minni en hjá fólki með hefðbundin geðhvörf, sem kölluð eru geðhvörf I, segir Einar Guðmundsson geðlæknir. Tíðni geðhvarfa II er ekki þekkt, en Einar segir að sér virðist þetta vera mjög algengt, og giskar á að tugir prósenta glími við sjúkdóminn. Einkenni á sjúk- dómnum eru t.d. stutt tímabil málgleði, þrifnaðaræðis eða kaupæðis. Á móti koma svo lengri og hlutfallslega dýpri skeið þunglyndis. Geðhvörf I eru þessi dæmigerði maníó- depressífi sjúkdómur þar sem sjúkling- urinn sveiflast upp og niður í geði, verður mjög ör og mjög dapur þess á milli, segir Einar. Þeir sem eru með geðhvörf II sveiflast mun minna upp og fara fyrst og fremst niður í þunglyndi, enda hefur sjúk- dómurinn hingað til gjarnan verið greind- ur sem þunglyndi. „Það lúmskasta við geðhvörf II er að sveiflurnar eru oft ekki nema dagpartur þannig að fólk lítur á þetta sem eitthvert orkutímabil eða tímabil sem því gengur betur og drífur þá oft í hlutum sem hafa safnast upp í þunglyndinu,“ segir Einar. Væg gerð geð- hvarfa hrjáir tugi þúsunda Íslendinga  Eins og/11 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.