Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 22. DESEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ARNÓR MEÐ TILBOÐ FRÁ MAGDEBURG / B4 KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Tindastóls leysti í gær Adrian Parks, einn þriggja bandarískra leikmanna liðsins, undan samningi sínum og hann heldur af landi brott í dag. Halldór Ingi Steinsson, for- maður körfuknattleiksdeild- arinnar, sagði við Morgunblaðið í gær að það hefði verið fullreynt að Parks myndi ekki standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. „Þegar erlendir leikmenn skila ekki sínu er ekki annað að gera en að láta þá fara. Við erum komnir með annan í sigtið, um tveggja metra framherja, sem væntanlega kemur til okkar milli jóla og ný- árs,“ sagði Halldór Ingi. Parks lék 11 leiki með Tindastóli í úrvalsdeildinni og skoraði 13,4 stig að meðaltali. „Við horfum bjartsýnir til síðari hluta tímabilsins. Með nýjan Banda- ríkjamann og Svavar Birgisson á ný í okkar röðum erum við sannfærðir um að við munum standa okkur vel það sem eftir er vetrar,“ sagði Hall- dór Ingi Steinsson. KR sendi Woods heim KR-ingar hafa líka gert breyt- ingu því þeir ákváðu að leysa Chris Woods undan samningi, töldu hann ekki hafa náð að bæta þá veikleika sem eru í liðinu og leita nú að nýj- um manni. „Við sendum hann heim á laugardaginn og liggjum nú yfir myndböndum af leikmönnum og stefnum að því að vera komnir með nýjan mann fyrir fyrsta leik fjórða janúar,“ sagði Ingi Þór Stein- dórsson, þjálfari KR-inga, í samtali við Morgunblaðið. Sepp Blatter, forseti FIFA, Al-þjóðaknattspyrnusambandsins, hótaði Manchester United öllu illu í gær ef félagið áfrýjaði máli Rios Ferdinands til almennra dómstóla. Ferdinand var á föstudag dæmdur í 8 mánaða keppnisbann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. „Ég hef heyrt um að félagið hygg- ist fara með málið fyrir almenna dómstóla, jafnvel Evrópudómstól, en slíkt er stranglega bannað sam- kvæmt okkar reglum. Þeir sem gera það mega búast við alvarlegum refs- ingum. Málefni knattspyrnunnar skal leggja fyrir okkar dómstól í Lausanne, sé það ekki gert, taka menn afleiðingunum af því. Þannig eru lög FIFA, og þeim verður beitt,“ sagði Blatter. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, gaf í skyn að Ferdinand færi með málið fyrir al- menna dómstóla. „Hann á rétt á því og við myndum örugglega styðja hann,“ sagði Ferguson. Hann gaf jafnframt í skyn að ekki væri víst að Ferdinand gæfi kost á sér í enska landsliðið þegar hann hefði afplánað bannið, en að öðru leyti hefur félagið ekki sagt neitt opinberlega um málið og mun ekki gera það að svo stöddu. Sepp Blatter hótar United ■ Mál Ferdinands…/B8 ■ UEFA styður…/B8 Parks látinn fara frá Tindastóli Reuters Ítalinn Davide Simoncelli varð sigurvegari í stórsvigi karla í brekkunum í Alta Badia á Ítalíu í gær. Það er ekki annað að sjá en krafturinn og hraðinn sé mikill er hann rennir sér niður brekkuna. Úrslit á B6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.