Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 1
mánudagur 22. desember 2003 mbl.is Fasteignablaðið // Metár Þegar hafa borizt rúmlega 11.600 umsóknir um húsbréfalán til Íbúðalánasjóðs. Þetta ár verður því metár í fasteignaviðskiptum. Í fyrra bárust tæplega 10.500 umsóknir. 2 // Endaraðhús Hjá Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar er nú til sölu vel um gengið endaraðhús á góðum stað við Fljótasel 11. Húsið stendur á fallegri lóð og hefur fengið gott viðhald. 4 // Vandað hús Fossvogur hefur ávallt mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hjá fasteign.is er nú til sölu vandað og vel byggt endaraðhús við Hjalla- land 21. Úr húsinu er fallegt útsýni. 6 // Ólík hitakerfi Ástæðan fyrir því að gólfhita- og geislahit- unarkerfum er ruglað saman er sú að þau eru lögð með sömu tækni, spírulum í gólfi og spírulum í lofti við geislahitun. 9 Borgartúni 12 105 Reykjavík Sími: 569 6900 - 8006969 Fax: 569 6800 www.ils.is                                      ! ! !   "#     " !!# $     !  #%  #%        #! # !! ! !  !  ! &' % ($""")     !"#$ % #$ &'!( * * #* * ) + ) ) + )+*( $ +'!    ,- '  $ $ . / 01$ 234. 5$ 6/ $/ $5$ 7$01$ 8 9$445$ & : $ ; ,-'. 5$-$ & : $ ; ,-'.  < ! # =! <#" %" " %     7 $'5 >  $     -" !*$% $ *$% $ # # STÖÐUGAR hækkanir hafa verið á verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborg- arsvæðinu undanfarin misseri. Sam- kvæmt upplýsingum frá Fasteigna- mati ríkisins hefur verðið hækkað um 19,1% síðastliðna 18 mánuði. Hækkanirnar hafa verið nokkuð stöðugar yfir allt þetta tímabil. Breyting á milli hverra 12 mánaða náði hámarki í ágúst á þessu ári en heldur dró úr hækkunum með haust- inu þótt enn verði þær að teljast miklar. Ársbreytingin frá nóvember 2002 til nóvember 2003 var tæp 13%. Á þessu tímabili hefur dregið úr verðbólgu og hefur breyting á milli hverra 12 mánaða á vísitölu neyslu- verðs á árinu 2003 numið rúmlega 2%. Þetta þýðir að raunverð fasteigna hefur hækkað á tímabilinu og fast- eignaeigendur því búið við það ástand að verðmæti eigna þeirra hef- ur aukist umfram verðtryggðar skuldir þeirra. Frá nóvember 2002 til sama tíma á þessu ári nemur þessi hækkun um 10%. Aðspurður segir Haukur Ingi- bergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, að væntanlega stuðli ýmis almenn atriði að þessari þróun svo sem gott efnahagsástand, aukinn kaupmáttur, gengi húsbréfa og væntingar um hagstæða þróun efna- hagsmála á næstu árum. Húsbréfaútgáfan aldrei meiri Þessi hækkun á raunverði fast- eigna helzt í hendur við mikil fast- eignaviðskipti og húsbréfaútgáfan hefur aldrei verið meiri frá árinu 1989, er húsbréfakerfinu var komið á fót. Reiknað verð útgefinna húsbréfa í lok nóvembermánaðar var um 44,5 milljarðar kr. og gerir Íbúðalána- sjóður ráð fyrir, að heildarútgáfan á árinu öllu verði um 49 milljarðar kr. Aukning í útgáfu húsbréfa hefur því verið mikil og mun meiri en áætlanir Íbúðalánasjóðs gerðu ráð fyrir. Íbúðarhúsnæði hækkaði um tæp 20%                      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.