Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.2003, Blaðsíða 10
10 | FÓLKIÐ | MIÐVIKUDAGUR 24|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ Peter Jackson leikstjóri og hæfileikarík áhöfn hans hafa náð heilu og höldnu til lokahafnar í einu mikilfenglegasta stórvirki kvikmyndasögunnar – kvikmyndagerð Hringa- dróttinsþríleiksins eftir snillinginn J.R.R. Tolkien. Þessi undraheimur skáldsins var löngum talinn ókvikmynd- anlegur og hafði aðeins birst á tjaldinu í teiknimyndum. Þá kom ekki aðeins Ný-Sjálendingurinn Jackson til skjal- anna heldur öflug brellufyrirtæki hans með fjölda afburða lista- og tæknimanna innanborðs. Þeim hefur tekist hið óframkvæmanlega – að kvikmynda furðuveröld Tolkiens með öllum sínum kynjaverum, illum og góðum. KOMIÐ AÐ LEIÐARLOKUM Í upphafi Hilmir snýr heim eru Aragorn (Mortensen), Þjóðann (Bernard Hill) og aðrir eftirlifendur orrustunnar um Hjálmsvirki, á leið til Ísarngerðis. Síðan tínast gamlir kunningjar til sögunnar; Hobbitarnir Kátur (Dominic Mon- aghan) og Pippinn (Billy Boyd); stríðsmennirnir Jómar (Karl Urban) og Jóvin (Miranda Otto) frá Róhan og Far- amír (David Wenham) frá Gondor. Dynþór (John Noble) kemur nýr til sögunnar, hann stjórnar Mínas Tirith þar sem næstu stórátök fara fram á milli herja hinna góðu afla og illu. Hobbitarnir Sómi (Sean Astin) og Fróði (Elijah Wood), halda ferð sinni ótrauðir áfram undir leiðsögn Gollrirs (Andrew Serkis) og ná að endingu til Mordor. Um sinn lítur út fyrir að sundrungarmáttur hringsins kljúfi Föru- neytið. Áfram þokast persónurnar að úrslitaátökunum á völl- unum við Minas Tirith. ÞREFALT HÚRRA Hilmir snýr heim er kvikmyndaviðburður ársins, aðrar falla í skuggann af lokakafla Hringadróttinssögu sem tugmilljónir aðáenda bíða hvarvetna með mikilli eft- irvæntingu. Hérlendis sóttu fyrstu myndina hátt í 90 þús- und gestir; miðkaflann tæpt 100 þúsund. Sömu sögu er að segja í öllum heimshornum– myndirnar hafa hvarvetna verið hafnar til skýjanna af almenningi og gagnrýnendum og ástæðulaust að ætla annað en að Hilmir snýr heim geri enn betur og stilli sér upp meðal þriggja mest sóttu mynda kvikmyndasögunnar. Sú fyrsta, Hringadrótt- inssaga: Föruneyti hringsins, situr í 7. sæti yfir mest sóttu myndir sögunnar, hefur tekið inn 861 milljón dala. Hringadróttinssaga: Tveggja turna tal (’02), gerði enn betur, rakaði saman 920 milljónum og situr í 4. sæti á heimsvísu. Ef allt gengur eftir getur Hilmir snýr heim náð öðru sætinu af Harry Potter og viskusteinninn – Harry Potter and the Sorcerer’s Stone (’01), sem tók inn 968 milljónir. Hins vegar er lítil von til þess að nokkur mynd velti Titanic (’97), úr efsta sætinu á næstunni, það má segja að hún sé í ósnertanlegri fjarlægð með tvöfalda innkomu Viskusteinsins. | saebjorn@mbl.is lokast HRINGURINN Þriðji og síðasti hluti ferðalagsins er hafinn. Í Hringadróttinssögu: Hilmir snýr heim – Lord of the Rings: Return of the King, safnast her- ir Saurons saman við Minas Tirith, höfuðborg Gondor, í þeim tilgangi að útrýma öllu mann- kyni. Þetta fyrrum volduga ríki er nú undir handleiðslu síhrakandi hæstráðanda og þarfnast öflugs konungs sem aldrei fyrr. Get- ur Aragorn (Viggo Mortensen) hlýtt kalli erfðaríkis síns og komist til valda? Örlög Miðgarðs hvíla á herðum hans. Frumsýnd 26. des. í Laugarásbíói, Smárabíói, Regnbog- anum, Sambíóunum í Kringlunni og Keflavík, Borgarbíói Akureyri og Bíóhöllinni Akranesi. FR UM SÝ NT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.