Morgunblaðið - 27.12.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 27.12.2003, Síða 1
Laugardagur 27. desember 2003 Hvaða jólasveinn fer fyrstur upp til fjalla? Prentsmiðja Árvakurs hf. JÓLIN eru hátíð kærleika og friðar og því eru þau sá tími ársins þegar flestir eru að hugsa um það hvernig þeir geti glatt aðra. Þetta gerum við til dæmis með því að gefa okkar nánustu jólapakka og með því að senda þeim sem eru ekki alveg jafn- nánir okkur jólakort. Það eru líka margir sem hugsa um þá sem eru lengra í burtu og eiga bágt á þess- um árstíma en bæði á Íslandi og úti í heimi eru margir sem eiga erfitt til dæmis vegna fátæktar eða veikinda. Jólin eru alls ekki eini rétti tíminn til að hugsa um þetta en það er þó gott að muna eftir því þegar okkur líður sem best að það hafa það ekki allir jafngott og við. Svo eru líka margir sem strengja nýársheit um áramótin en það er að lofa sjálfum sér einhverju fyrir næsta árið. Marg- ir fullorðnir heita því til dæmis að hætta að reykja eða að fara í lík- amsrækt á nýja árinu en það eru líka margir sem heita því að gera meira fyrir aðra. Ef ykkur langar til að gera eitt- hvað fyrir aðra á nýja árinu er sennilega einfaldast að byrja á því að hjálpa þeim sem eru næstir ykk- ur en það getið þið til dæmis gert með því að vera góð við gamla fólk- ið og þá sem eru veikir og með því að gera það sem þið getið til að stöðva einelti. Svo getið þið líka gefið föt og leik- föng, sem þið eruð hætt að nota, til Hjálpræðishersins eða Mæðra- styrksnefndar en þessi samtök taka við notuðum fötum og leikföngum og koma þeim til barna sem hafa gagn og gaman af þeim. Andi jólanna Í BANDARÍKJUNUM er eggja- drykkur, sem er kallaður „eggnog“, ómissandi þáttur af jólakræsingunum og jólastemmningunni. Hér er upp- skrift að eggjadrykk ef ykkur langar til að prófa bandarískan jóladrykk. Það sem þarf: 1 egg 4 msk. sykur 4 dl mjólk 1/8 tsk. salt ¼ tsk. vanilla Svona farið þið að:  Brjótið eggið í skál og þeytið það með sykrinum þangað til það verður létt og froðukennt.  Setjið mjólkina, saltið og vanillu- dropana út í.  Þeytið allt vel saman.  Hellið í glösin og stráið ofurlitlu múskati ofan í glösin. Uppskriftin er handa tveimur. Jólauppskrift Á MÖRGUM heimilum eru hnetur á boðstólum um jólin. Það eru ekki all- ir krakkar hrifnir af hnetum en ef þið viljið ekki borða þær getið þið samt sem áður haft gaman af þeim. Þið getið til dæmis prófað að búa til alls konar dýr úr hnetunum með hjálp tannstöngla og pípuhreinsara eins og sést hér á myndunum. Þið verðið þó að passa ykkur á því að láta ekki lítil börn komast í hnet- urnar eða dýrin sem þið búið til úr þeim því það getur verið mjög hættulegt ef þau stinga þeim upp í sig. Hnetufjör ÞEIR Sigurður Stefán og Þór Örn Flygenring og Ari og Ægir James, sem eru tíu og tólf ára, eru að vinna fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar en starf þeirra felst í því að ganga í hús og selja kerti sem eru merkt Hjálparstofnuninni. Við hittum þrjá af strákunum og spurðum þá að því hvernig þeir hefðu komist í þetta starf. Þór: Ég sendi bara tölvupóst upp eftir og spurði hvort ég gæti selt merki eða eitthvað fyr- ir þau og það var hringt í mig og ég beðinn um að selja kerti. Ægir: Við erum búnir að gera þetta í svona fjórar vikur og erum búnir að selja svona fimm- tíu kerti. Er þetta gaman? Ægir: Já, svona oftast. Þór: Það er gaman að hjálpa öðrum. Siggi: Sumir halda samt að við séum að ljúga og að við höfum stolið þessu þannig að þá þurf- um við að láta fólk hringja heim til okkar. Þór: Það eru samt flestir almennilegir. Siggi: Það var einu sinni maður sem gaf mér súkkulaði. Við erum líka með bauk og einu sinni gaf maður alveg rosalega mikla upphæð í hann. Þór: Við sáum það ekki fyrr en við komum heim og fórum að telja peningana. Ætlið þið að halda þessu áfram? Strákarnir: Já. Gaman að gera gagn og selja kerti Morgunblaðið/Ásdís Þór, Ægir og Siggi. Getið þið hjálpað gömlu jólasveinunum að komast að kræsingunum? Jólasveinar í vanda Svar: Stekkjarstaur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.