Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ börn Börnin teikna „Það sem kemur mér í jólaskap er jólaföndrið og að skreyta. Svo er það líka pipar- kökubakstur,“ skrifaði Fríða Theodórsdóttir, sem sendi okkur þessar fallegu myndir. „Jólakötturinn ferðast um úti, þegar ég er inni. Hann er í góðu skapi,“ segir Bjarni Theodórsson, fimm ára, sem teiknaði þessa mynd af jólakettinum. Nína Margrét Daðadóttir, fjögurra ára, og Eva Kristrún Haraldsdóttir, fimm ára, teiknuðu þessar myndir af jólastelpum hjá jólatrjám. Arnar Þór Halldórsson, níu ára, teiknaði þessa mynd. ALLIR sem hafa aðgang að tölvu geta farið inn á síðuna www.thehungersite.com en með því að fara þangað inn og smella á hnapp sem á stendur „Give Free Food“ (Gefið ókeypis mat) tökum við þátt í því að safna framlögum frá auglýsendum sem síðan eru nýtt til að kaupa mat handa hungruðum. Hver notandi getur einungis smellt á hnappinn einu sinni á dag en það eru greinilega margir sem hafa vanið sig á að gera það því á síðasta ári söfn- uðust peningar sem nægðu fyrir 47.919.670 bollum af hrísgrjónum á þennan hátt. Hungur- vefurinn Á UNDANFÖRNUM árum hefur ABC hjálp- arstarf staðið fyrir söfnun í samvinnu við grunnskólana þar sem nemendur í fjórða til sjötta bekk hafa gengið í hús og safnað peningum í sérmerkta bauka sem hafa síð- an runnið til hjálparstarfsins. Söfnunin verður þó ekki haldin á næsta ári og ekki er búið að ákveða hvort eitthvert annað samstarf við grunnskólana kemur í stað- inn. Börn hjálpa börnum S tundum langar mann til að hjálpa þeim sem eru langt í burtu og því töluðum við við fulltrúa nokkurra íslenskra hjálparstofnana og báðum þá um að koma með hugmyndir um það hvern- ig íslenskir krakkar geti hjálpað krökkum úti í heimi sem þurfa á því að halda. Þeir sem við töluðum við sögðu all- ir að það væri einfaldast að gefa pen- inga til að hjálpa þeim sem eru langt í burtu þar sem það geti verið bæði flókið og dýrt að koma annars konar aðstoð á milli landa. Þið getið lesið hugmyndir þeirra hér á eftir en við ráðleggjum ykkur þó að hafa einhvern fullorðinn með í ráðum ef þið ætlið að ráðast í ein- hvers konar peningasöfnun. Fataflokkun hjá Rauða krossinum Það hefur verið nokkuð um það að bekkir hafi tekið sig saman um að safna fötum eða skóladóti fyrir hjálp- arstofnanir en við fengum þær upp- lýsingar hjá Rauða krossinum að það væri eiginlega einfaldara að bekkir, sem vilja gera gagn, komi og hjálpi til við fataflokkun. Það kemur nefni- lega svo mikið af fötum í fatagám- ana, sem samtökin hafa á Sorpu- stöðvunum, að starfsfólkið kemst oft ekki yfir að flokka öll fötin áður en þau eru send til útlanda. Tombólusöfnun Eitt af því sem krakkar geta gert til að styrkja gott málefni er að halda tombólu. Rauði krossinn er með sér- stakan tombólusjóð sem öllum pen- ingum sem safnast á tombólum er safnað í. Í árslok eru síðan allir pen- ingarnir lagðir saman og notaðir í ákveðið verkefni en þeir krakkar sem hafa tekið þátt í því að safna í sjóðinn fá viðurnefnið Ungur bak- hjarl og viðurkenningarskjal frá samtökunum. Það er líka hægt að gefa tombólu- peninga til annarra hjálparsamtaka eins og til dæmis Hjálparstofnunar kirkjunnar. Þar fara peningarnir í almennan sjóð sem fer í ýmis verk- efni en það er líka hægt að biðja um að þeir fari í sérstakan sjóð til dæmis fyrir börn í Úganda, sem búa ein af því þau hafa misst báða foreldra sína úr alnæmi, eða til að leysa þrælabörn á Indlandi úr ánauð. Stuðningur við barnaþorpin Sumir skólar og bekkir hafa líka tekið sig saman um að styrkja mun- aðarlaust barn í SOS-barnaþorpun- um með því að borga ákveðna upp- hæð á mánuði en það er þó líka hægt að styrkja starf samtakanna með einstökum fjárframlögum. Á skrif- stofu SOS-barnaþorpanna er hægt að fá aðstoð við val á verkefnum og hugmyndir um það hvernig krakkar geti staðið fyrir peningasöfnunum en við minnum ykkur þó á að ef þið ætl- ið að safna peningum er best að hafa einhvern fullorðinn með í ráðum. Verkefni og leikir Hjálparstofnun kirkjunnar og SOS-barnaþorpin gefa líka út þemaverkefni, leiki og sögur, fyrir krakka á ýmsum aldri, sem kennarar geta notað til að kenna krökkum um eymdina í heiminum. Ef þið hafið áhuga á að kynnast þessum verkefnum getið þið beðið kennar- ana ykkar um að hafa samband við samtökin til að fá þau handa bekkn- um ykkar. Reuters Afganskar stúlkur sækja skóla í tjaldi í höfuðborginni Kabúl. Stelpan á myndinni er munaðarlaus og býr í SOS-barnaþorpi á Indlandi. Hvernig getum við hjálpað? MARGIR hafa gaman af því að skreyta sérstaklega fyrir ára- mótin og gera heimilið svolítið líflegra eftir hátíðleika jólanna. Hér er hugmynd að einföldu skrauti sem þið getið búið til og not- að til að skreyta með fyrir áramótaveisluna ykkar. Það eina sem þið þurfið eru skæri og einlitur pappír, helst í nokkrum litum. Svona farið þið að: Klippið pappírinn niður í litla ílanga miða eins og þið sjáið á myndinni hér að ofan. Brjótið síðan miðana í fernt og teiknið munstur á þá eins og sýnt er með svörtu á myndinni. Klippið nú munstrin út. Þegar þið brjótið miðana aftur í sundur sjáið þið hvernig munstrin mynda fallegar myndir sem má hengja upp. Áramótaskraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.