Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 351. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Tími frum- sýninganna Sjö verk frumsýnd í leikhúsum á skömmum tíma Listir Sigur fyrir leikstjórann Kvikmyndin Hilmir snýr heim fær fjórar stjörnur Fólkið Andóf í sálinni  Stjörnuspá 2004  Þær eru að fara á ball  Beinamulningur og hrært skyr í jólamatinn  Veitingahúsunum gefin einkunn 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300 ÁÆTLAÐ var að 10.000–25.000 manns hefðu látið lífið og 30.000 slas- ast í jarðskjálfta í borginni Bam í Ír- an á föstudag en innanríkisráðherra landsins, Abdolvahed Mussavi Lari, sagði í gær að búist væri við að dán- artalan yrði miklu hærri. Tveir íranskir embættismenn, sem stjórna björgunaraðgerðunum, óttuðust að allt að 40.000 manns hefðu látið lífið í hamförunum. Tugir íranskra herflugvéla fluttu slasað fólk af jarðskjálftasvæðinu á sjúkrahús í Teheran og fleiri borg- um. Björgunarsveitir héldu áfram örvæntingarfullri leit að fólki í rúst- unum og grófu með skóflum og jafn- vel berum höndum. Tugir þúsunda borgarbúa, sem misstu heimili sín, norpuðu úti í vetr- arkuldanum í fyrrinótt. Vatns- og rafmagnslaust var í Bam og fólkið kveikti elda á götunum til að reyna að halda á sér hita. Nokkur hundruð borgarbúa sváfu í tjöldum sem björgunarsveitir reistu. Bílar streymdu með lík inn í graf- reit bæjarins Bora, suðaustan við Bam. Mörg lík voru skilin eftir fyrir utan grafreitinn þar sem grafararnir höfðu ekki undan. „Missti alla fjölskylduna mína“ Um 70% húsanna í Bam eyðilögð- ust, meðal annars tvö sjúkrahús. Margir þeirra sem slösuðust nutu aðhlynningar hjúkrunarfólks á göt- unum og aðrir voru fluttir til ná- lægra bæja. Margir grétu á götunum innan um lík sem vafin höfðu verið í teppi. „Ég missti alla fjölskylduna mína,“ sagði sautján ára stúlka. „Foreldrar mínir, amma og tvær systur mínar eru í rústunum.“ Björgunarmenn sögðu að skortur væri á líkpokum. „Þúsundir líka verða dregin úr rústunum í dag og við þurfum þegar í stað poka til að flytja þau,“ sagði einn björgunar- mannanna. Íranska ríkissjónvarpið sagði að björgunarsveitir hefðu ekki komist í þorp í grennd við Bam og íbúar þeirra þyrftu því að sjá um sig sjálf- ir. Ísraelar votta Írönum samúð Fyrstu flugvélarnar með erlenda björgunarmenn komu til Írans í gærmorgun. Flugvélarnar komu frá Sviss, Tyrklandi, Bretlandi, Þýska- landi, Tékklandi og Rússlandi og mörg fleiri ríki buðu Írönum aðstoð. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Alger eyðilegging blasir við,“ sagði Heiner Gloor sem samhæfir starf er- lendu björgunarsveitanna. „Jarð- skjálftinn olli eyðileggingu á mjög stóru svæði. Við einbeitum okkur núna að Bam en við höfum ekki enn komist til nálægra þorpa.“ Talsmaður íranska innanríkis- ráðuneytisins sagði að landið myndi þiggja aðstoð allra ríkja nema Ísr- aels. Mikil þörf væri á leitarhundum og tækjum til að leita að fólki í rúst- unum, lyfjum, teppum, tjöldum og einingahúsum. Stjórn Ísraels vottaði Írönum samúð sína og kvaðst ekki eiga í „deilum við írönsku þjóðina“ þrátt fyrir fjandskapinn milli hennar og íslömsku stjórnarinnar í Teheran. George W. Bush Bandaríkjafor- seti bauð Írönum aðstoð þrátt fyrir spennuna í samskiptum ríkjanna. Sameinuðu þjóðirnar sögðust hafa sent sérfræðinga til að samhæfa björgunarstarfið. Alþjóðaráð Rauða krossins óskaði eftir fjárframlögum að andvirði alls 900 milljóna króna til kaupa á hjálpargögnum handa þeim sem misstu heimili sín í hamförun- um. Erlendar björgunarsveitir aðstoða við leit að fólki í húsarústunum í Íran Tugir þúsunda norpuðu úti í vetrarkuldanum Óttast er að allt að 40.000 manns hafi látið lífið Reuters AP FASTEIGNAMAT ríkisins áætlar að árið 2003 verði metár hvað varð- ar fjölda þinglýstra kaupsamninga fasteigna og veltu á markaðnum. Veltan stefnir í að verða 160 millj- arðar króna í fasteignaviðskiptum á árinu, sem er 24% aukning frá síð- asta ári þegar fasteignir skiptu um eigendur fyrir um 129 milljarða króna. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga verður um 11.800 á þessu ári, að mati Hauks Ingibergssonar, for- stjóra Fasteignamats ríkisins. Á síðasta ári voru þinglýstir samn- ingar ríflega 10 þúsund og aukn- ingin milli ára um það bil 17%. Árið 1999 var metár í fjölda kaupsamn- inga þegar nærri 11.600 samn- ingum var þinglýst. Þeim fækkaði árin 2000 og 2001 en fjölgaði aftur í fyrra. Haukur bendir á að frá árinu 1994 hefur stöðug aukning verið á veltu í fasteignaviðskiptum í krón- um talið. Árið 1994 var veltan 49 milljarðar króna á verðlagi þess árs og fór fyrst yfir 100 milljarðana ár- ið 1999. Haukur áætlar að á þessu ári eigi tæp 80% veltu á fasteignamark- aðnum sér stað á höfuðborgarsvæð- inu og rúm 70% af fjölda þinglýstra kaupsamninga. Eru þetta svipuð hlutföll og verið hefur. Spurður um skýringar á stöðugt aukinni veltu á fasteignamark- aðnum segir Haukur margt leggj- ast á eitt, s.s. gott efnahagsástand, aukinn kaupmátt, mikið framboð af lánsfé, gengi húsbréfa, lækkandi vaxtakostnað og væntingar um hagstæða þróun efnahagsmála á næstu árum. „Fleiri atriði kunna að koma þarna til, eins og auknar auglýs- ingar á fasteignum, meðal annars í tveimur fasteignablöðum, og sífelld þróun í notkun Netsins á þessum markaði. Einnig eru byggingarað- ilar sennilega alltaf að verða betri að finna út og uppfylla kröfur mis- munandi hópa á markaðnum,“ seg- ir Haukur. Hann telur horfur í efnahags- málum gefa til kynna að fast- eignamarkaðurinn árið 2004 eigi að verða blómlegur. Væntanlega sjáist þá útfærsla stjórnvalda á fyr- irheitum um 90% húsnæðislánin, þótt mismunandi skoðanir séu uppi um hvort þau muni hafa mikil áhrif. Haukur segir óvissu í kringum kjarasamninga, sér í lagi ef þeir dragist á langinn, geta sett strik í reikninginn. 160 milljarða velta á fast- eignamarkaðnum á þessu ári                                    !"  ÍRANAR syrgja ættingja sem létu lífið í öflugum jarðskjálfta í borg- inni Bam í Suðaustur-Íran á föstu- dag. Stjórn landsins hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna hamfaranna. Fyrstu erlendu björg- unarsveitirnar komu til landsins í gærmorgun og á minni myndinni færa tékkneskir björgunarmenn leitarhunda í flugvél áður en hún hélt á jarðskjálftasvæðið frá al- þjóðaflugvellinum í Vínarborg. Stjórnin í Íran lýsir yfir þriggja daga þjóðarsorg Teheran. AFP. Tímarit Morgun- blaðsins í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.