Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Framkvæmdabókin 2004 er ekki eingöngu dagbók, heldur einnig tæki til að koma hlutum í verk! Útsölustaðir: FRAMKVÆMDABÓKIN ... og þú kemur hlutum í verk 2004 ÞJÓÐARSORG Í ÍRAN TVEIR íranskir embættismenn sögðu í gærmorgun að óttast væri að allt að 40.000 manns hefðu látið lífið í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir borgina Bam í Suðaustur-Íran á föstudag. Innanríkisráðuneytið í Te- heran áætlaði að 20.000 manns hefðu látið lífið og 30.000 særst en innan- ríkisráðherrann sagði að búast mætti við því að dánartalan yrði miklu hærri. Stjórn Írans lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg. Um 70% húsanna í borginni eyði- lögðust í hamförunum. Tugir þús- unda borgarbúa, sem misstu heimili sín, norpuðu úti í vetrarkuldanum í fyrrinótt. Fólkið kveikti elda á göt- unum til að halda á sér hita. Metfasteignaár Árið 2003 verður metár í fast- eignaviðskiptum, samkvæmt upplýs- ingum frá Fasteignamati ríkisins um 11.800 þinglýsta kaupsamninga á árinu og veltu upp á 160 milljarða króna. Veltuaukningin nemur 24% frá síðasta ári þegar fasteignir skiptu um eigendur fyrir um 129 milljarða króna. Skerðing vaxtabóta Að mati hagdeildar ASÍ skerðast vaxtabætur hjóna um allt að 110 þúsund krónur þegar sú breyting tekur gildi við útreikning bótanna að miða hámark vaxtagjalda við 5,5% af skuldum, í álagningunni árið 2005 af tekjum ársins 2004. Í næstu álagn- ingu verður 10% flöt skerðing á vaxtabótum. Takmarkanir enn í gildi Samkeppnisráð telur að enn séu kauptakmarkanir í gildi á mark- aðnum fyrir Lyfju hf.. Ráðið hefur hafnað beiðni fyrirtækisins um end- urupptöku á fyrri ákvörðun um að Lyfju sé óheimilt að kaupa eða yfir- taka lyfjabúðir í rekstri á höfuð- borgarsvæðinu. Aukin flugumferð Umferð á íslenska flugstjórn- arsvæðinu hefur verið svipuð á þessu ári og því síðasta en að sögn Ásgeirs Pálssonar, framkvæmda- stjóra flugumferðarsviðs Flugmála- stjórnar, eru horfur á aukinni flug- umferð á komandi ári. Talið er að um 78.600 flugvélar fari um íslenska svæðið í ár, samanborið við 79.460 í fyrra. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 35 Af listum 22 Dagbók 36/37 Listir 22/23 Krossgáta 38 Forystugrein 24 Auðlesið efni 54 Reykjavíkurbréf 24 Fólk 40/45 Skoðun 26 Bíó 42/45 Minningar 28/32 Sjónvarp 46 Bréf 33 Veður 47 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Á JÓLUNUM hefur fólk oft um margt að hugsa og lætur hjá líða að sinna ýmsum hversdagslegum hlutum. Maðurinn sat því einn að þakklæti og gleði fuglanna þegar hann ákvað að kæta hina litlu vini sína á Tjörninni með jólaheimsókn og glaðningi í gogginn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Óskipt athygli á Tjarnarbakkanum HANNES Hólmsteinn Gissurar- son, höfundur bókarinnar um Halldór Laxness, sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Ég vísa afdráttarlaust á bug öllum ásökunum um óheiðarleg og óeðlileg vinnubögð í bók minni Halldór. Ég mun svara þessum ásökunum efnislega lið fyrir lið þegar ég kem aftur heim til Íslands um miðjan jan- úar.“ Hannes, sem er í fríi erlendis, sagðist í samtali við Morgun- blaðið engu efnislega vilja bæta við yfirlýsinguna, að öðru leyti en því að hann myndi eins fljótt og kostur væri svara grein Helgu Kress, prófessors í bók- menntafræði, sem birtist í Les- bók Morgunblaðsins í gær. Von- aðist Hannes til þess að hann fengi sama orðastað við fjöl- miðla og gagnrýnendur á bókina hefðu fengið. „Svo vona ég bara að fólk lesi bókina og myndi sér sínar eigin skoðanir á henni,“ sagði Hannes. Hannes vísar öllum ásökunum á bug VERÐ á fiskimjöli og -lýsi hefur verið nokkuð stöðugt undanfarin tvö ár og útlit fyrir að svo verði áfram. Þó ríkir talsverð óvissa um verð og framboð á mjöl- og lýsis- mörkuðum á næstu mánuðum, að sögn Sólveigar Samúelsdóttur, markaðsstjóra SR mjöls hf. og ný- kjörins forseta IFFO, Alþjóðasam- taka framleiðenda fiskimjöls og -lýsis. Markaðsverð á mjöli var nokkuð stöðugt á þessu ári eða á bilinu frá 410 til 440 sterlingspund fyrir tonnið sem jafngilda um 53–55 þús- und íslenskum krónum. Verð á lýs- istonninu hefur einnig verið nokk- uð stöðugt eða um 570 til 600 dollarar eða um 42–43 þúsund krónur. Sólveig segir afurðaverð á bæði mjöli og lýsi vel viðunandi í sögu- legu samhengi, en mest sé um vert að verðið hafi verið stöðugt í nærri tvö ár, sem sé lengra stöðugleika- tímabil en þessi iðnaður hafi búið við um langa hríð. Hún segir að iðnaðurinn sjái hinsvegar fram á talsverða óvissu á komandi ári. Erfiðleikar í fiskeldi í heiminum hafi þegar sagt til sín á mörkuðum fyrir mjöl og lýsi. Eins fari inn- flutningur á kjúklingum til Evrópu vaxandi sem hafi í för með sér samdrátt í kjúklingarækt í álfunni og þar af leiðandi minni spurn eftir fóðri en stór hluti fiskimjölsfram- leiðslunnar hér á landi sé notaður í kjúklingafóður. „Þetta hefur þó ekki leitt til verðlækkunar á mjöli og lýsi að ráði, heldur má segja að markaður- inn hafi verið þyngri. Miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi er ekki annað hægt en að vera þokka- lega ánægður með verðið. Fram- leiðendur sitja auk þess ekki uppi með meiri óseldar birgðir en venju- lega, þannig að staðan er í sjálfu sér ágæt.“ Sólveig segir að það sem skipti þó mestu máli nú sé þróun upp- sjávarveiða í Perú, sem hafi gengið illa á þessu ári og rætist ekki úr þeim megi gera ráð fyrir að verð verði áfram stöðugt og hækki jafn- vel lítilsháttar. Eins sjái menn nú fram á betri tíð í fiskeldinu. Fram- undan sé loðnuvertíð hér við land og það hafi ætíð talsvert áhrif á markaðinn hversu vel hún gangi og jafnvel enn meiri áhrif nú en áður. „Perúmenn hætta jafnan veiðum um og upp úr áramótum. Þar sem Norðmenn hafa blásið af loðnuveið- ar í Barentshafi er ljóst að nánast eina mjölið sem kemur inn á mark- aðinn á fyrsta fjórðungi næsta árs verður framleitt úr loðnu á Íslandi eða þangað til Danir og Norðmenn hefja sínar uppsjávarveiðar í apríl og maí. Það skiptir því verulegu máli hvernig loðnuvertíðin verður hér við land. Það má þó ekki gleyma því að kolmunnaveiðar hafa á undanförnum árum skipt sífellt meira máli á markaðnum og það má gera ráð fyrir að svo verði einnig á næsta ári. Þó ríkir tals- verð óvissa um framhald kol- munnaveiða, rétt eins og um veiðar á norsk-íslensku síldinni. Og nú ræða menn um litla loðnu- gengd, þannig að það eru margir óvissuþættir fyrir komandi ár,“ segir Sólveig. Stöðugt verð á mjöli og lýsi Talsverð óvissa ríkir um verðþróun á mörkuðum og framboð á næsta ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.