Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 4
 ## # #  !# !    $%  &   %   '% % (  ) * ) ( ( + , - . $ HEIMSMARKAÐSVERÐ á áli hefur þrátt fyrir tvær stórar dýfur þokast upp á við á árinu. Lægst fór það niður í um 1.300 dollara tonnið í apríl og hækkaði síðan upp í rúma 1.500 dollara síðsumars. Enn lækk- aði það niður í um 1.350 dollara en verðið hefur síðan í haust verið á uppleið. Rétt fyrir jól fengust um 1.550 dollarar fyrir tonnið, miðað við stað- greiðsluverð, eða svonefnt „spot- verð“. Þriggja mánaða verð fór svo í byrjun desember í fyrsta sinn upp fyrir 1.550 dollara í tvö og hálft ár. Hrannar Pétursson hjá Alcan segir að álverð á þessu ári hafi verið nokkru hærra en búist hafi verið við í flestum spám sérfræðinganna. Nú geri menn ráð fyrir að verðið hald- ist á svipuðu róli á næsta ári. „Reynslan hefur þó sýnt okkur að spárnar hafa oft reynst rangar þannig að við verðum að búa okkur undir að það geti gerst enn á ný,“ segir Hrannar. Ragnar Guðmundsson hjá Norð- uráli segir að á meðan álverðið hald- ist á svipuðu róli og vextir séu lágir þá séu það kjöraðstæður fyrir álver- ið. Miðað við stöðu mála í dag sé út- litið gott fyrir næsta ár. Ragnar segir að almennt hafi verið jákvæð fylgni á milli álverðs og libor-vaxta í dollurum, við hækkun álverðs hækki vextir og síðan öfugt. Hvort tveggja stjórnist að jafnaði af al- mennu efnahagsástandi í heiminum, en þó sér í lagi í Bandaríkjunum. Álverðið hækkaði þvert á flestar spár FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ STÝRIHÓPUR hefur nú ákveðið hvaða tillögur að skipulagi fyrir Mýrargötu og slippsvæðið í Reykja- vík verða ofaná við skipulagningu hverfisins. Í tillögunum er gert ráð fyrir lágri byggð, með blönduðu íbúðarhúsnæði og atvinnustarfsemi. Höfundar tillögunnar leggja áherslu á að hafnaryfirvöld og út- gerð fái athafnarými og er gert ráð fyrir hafnsækinni starfsemi með- fram höfninni. Á svæðinu verður lágreist byggð, þriggja til fimm hæða hús, opin bæði á móti sólarátt og sjó. Gert er ráð fyrir að í jarð- hæðum húsa sem snúi út að götu verði ýmist atvinnustarfsemi eða íbúðir, og íbúðir á efri hæðum. Í nýjsta tölublaði Hafnarblaðsins er fjallað um tillögurnar sem urðu hlutskarpastar, en hópurinn sem vann tillögurnar samanstendur af VA-arkitektum, Birni Ólafs arki- tekt, verkfræðistofunni Hönnun og landslagsarkitektum hjá Land- mótun. Farið verður í kynningar á skipu- laginu eftir áramót, en gert er ráð fyrir að endanlegar tillögur liggi fyrir síðla árs 2004. Gott aðgengi að hafnarsvæðum Tillögurnar gera ráð fyrir miklu samráði við nágranna og hags- munaaðila, og þar er meginástæðan fyrir því að þessi hugmynd varð fyr- ir valinu sögð vera sú að í henni sé gott aðgengi fyrir íbúa vesturbæj- arins að höfninni og hafnarsvæðinu tryggt, að því er fram kemur í Hafn- arblaðinu. Meðal þess sem fram kemur í til- lögum að skipulagi svæðisins er að fjögurra akreina breiðstræti muni þjóna þeim sem um hverfið þurfi að fara, en í stokk undir þeirri akbraut verði tvær akreinar í stokki, ætlaðar þeim sem ekki eiga erindi í hverfið. Íbúðarhúsnæði og atvinnustarf- semi í bland Hugmyndin er að skapa góð tengsl milli íbúa vesturbæjarins og hafnarsvæðisins með því að framlengja hinar gamalgrónu götur höfuðborgarinnar, Bræðraborgarstíg, Seljaveg og Ægisgötu, niður að sjó. Hugmyndir stýrihóps um skipulag fyrir Mýrargötu og slippsvæðið í Reykjavík liggja fyrir SAMKEPPNISRÁÐ hefur hafnað beiðni Lyfju hf. um endurupptöku á ákvörðun ráðsins frá 2001. Þar kem- ur fram að Lyfju sé óheimilt að kaupa eða yfirtaka lyfjabúðir í rekstri á höfuðborgarsvæðinu eða bjóða í rekstraraðstöðu í verslunar- rými þar sem einungis sé gert ráð fyrir einni lyfjabúð. Samkeppnisráð setti þessi skil- yrði fyrir samruna Lyfju hf. og Lyfjabúða hf. sem varð í desember árið 2000. Auk þess var sett skilyrði um að fyrirtækið seldi fimm lyfja- búðir á höfuðborgarsvæðinu. Var þetta gert til að hindra hið samein- aða fyrritæki í að ná markaðsráð- andi stöðu á lyfjamarkaðinum á höf- uðborgarsvæðinu. Lyfja fór að skilyrðum Sam- keppnisráðs og sameinað fyrirtæki seldi fimm lyfjaverslanir til Lyfja og heilsu, helsta keppinautarins á lyf- sölumarkaðinum þar sem enginn annar hafði getu til að kaupa lyfja- búðirnar fimm. Skerðir samkeppnisstöðu Lyfju Lyfja, sem er dótturfélag Baugs, vildi þó ekki una því að mega ekki kaupa eða yfirtaka lyfjabúðir í rekstri á höfuðborgarsvæðinu, eða bjóða í rekstraraðstöðu í verslunar- miðstöðvum, og sendi Samkeppnis- stofnun erindi í október 2002. Þar var óskað eftir því að skilyrði um kaup á lyfjaverslunum og rekstr- araðstöðu í verslunarmiðstöðvum yrðu felld út. Það ákvæði var sagt mjög íþyngjandi fyrir fyrirtækið og að það uni ekki við óbreytt ástand. Í erindi Lyfju segir að umræddar kauptakmarkanir brjóti gegn með- alhófsreglu stjórnsýslulaga. Þá hafi þær ekki verið skilorðsbundnar á nokkurn hátt, hvorki efnislega né í tíma. Einnig er sagt að þar sem þessar takmarkanir gildi aðeins fyr- ir Lyfju en ekki samkeppnisaðila fyrirtækisins sé samkeppnisstaða þess skert. Samkeppnisráð hafnar þessum rökum Lyfju í ákvörðun sinni frá 19. desember sl. og kemur þar fram að líta beri á efnahagslegan styrk Baugs, móðurfélags Lyfju. Í ákvörð- un ráðsins segir m.a. um styrk Baugs: „Að mati ráðsins veitir þessi styrkur ásamt hárri markaðshlut- deild Lyfju ótvírætt forskot á mark- aðnum gagnvart helsta keppinaut sínum, Lyfjum og heilsu, sem og öðrum keppinautum á markaðnum.“ Samkeppnisráð hafnaði því beiðni Lyfju um endurupptöku á ákvörðun ráðsins frá 2001, en þykir engu að síður rétt að þessi niðurstaða ráðs- ins verði endurskoðuð eigi síðar en í árslok 2004. Skilyrði um kauptak- markanir enn í gildi Samkeppnisráð hafnar kröfu Lyfju um endurupptöku Í ÁLITSGERÐ Páls Hreinssonar prófessors frá því í september 2002 segir að það sé ekki vafa undirorpið að stofnfjárhlutur í sparisjóði teljist eign í skilningi 72. greinar stjórn- arskrárinnar. Verði sett lagaregla, sem kveði á um með ótvíræðum hætti að framsal stofnfjárhluta sparisjóða á yfirverði sé óheimilt, feli hún í sér skerðingu á verðmæti eignar þar sem með beinum hætti sé mælt fyrir um hvernig söluverð skuli reiknað út. „Hér er því ekki um að ræða óbeina skerðingu á verðmæti eignar vegna almennra takmarkana. Hér er um að ræða ákvæði sem vegur beint að verð- mæti eignarinnar í viðskiptum manna,“ segir Páll. Honum var falið að vinna álits- gerð fyrir viðskiptaráðuneytið þeg- ar endurskoðuð voru lagaákvæði um framsal stofnfjárhluta spari- sjóða. Tilefnið var umræða sem kom upp sumarið 2002 í kjölfar til- rauna til yfirtöku á Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis og sú niðurstaða Fjármálaeftirlitsins, að ekki væri óheimilt samkvæmt þá- gildandi lögum að framselja stofn- fjárhluta á yfirverði. „Gangi það eftir að sett verði ákvæði, sem mælir beint fyrir um að framsal stofnfjárhluta á yfirverði sé óheimilt, getur það haft þær af- leiðingar að verðmæti stofnfjárhluta geti í sumum tilvikum orðið aðeins 1⁄5 af því verðgildi sem ella hefði fengist fyrir þá á markaði. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að þegar eigandi er að mestu sviptur eignarheimildum sínum er fremur talið að um eignarnám sé að ræða,“ segir í álitsgerðinni. Páll segir allar líkur á því að eignarskerðingin, sem slíkt ákvæði hefði í för með sér, myndi leggjast mjög misjafnlega harkalega á stofn- fjáreigendur. „Þessar takmarkanir eru því ekki almennar í þeim skiln- ingi að þær leggist með svipuðum þunga á stofnfjáreigendur og getur því orsakast óviðundandi mismun- ur.“ Réttmætar væntingar eigenda Hann segir að þar sem í lögum hafi aldrei verið takmarkanir á því gegn hvaða verði stofnfjáreigendur gætu selt þriðja manni stofnfé sitt megi færa að því rök, bæði með til- liti til eðlis stofnfjárhlutar sem eignar, svo og þeirrar löggjafar- stefnu sem fylgt hafi verið frá árinu 1985, að eigendur hafi haft rétt- mætar væntingar til þess að verð- mæti stofnfjár þeirra yrði ekki skert með beinum fyrirmælum í lögum. Einnig bendir Páll á að hægt virðist að ná markmiði viðskipta- ráðuneytisins, að treysta yfirtöku- varnir sparisjóða, með öðru og væg- ara móti. Það bendi til þess að síður verði litið svo á að jafn umfangs- mikil og íþyngjandi eignarskerðing verði talin til almennra takmarkana á eignarréttindum. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra vísaði í lögfræðiálit Páls þegar ný lög, sem áttu að treysta yfirtökuvarnir sparisjóða, voru rædd á Alþingi í desember 2002. Þar sagði hún að það stæðist að öllum líkindum ekki ákvæði stjórnarskrár að setja inn ákvæði í lög sem útilokaði að stofnfé yrði selt á yfirverði. Álitsgerð Páls Hreinssonar lagaprófessors vegna yfirtökuvarna sparisjóða Jafngildir eignarnámi að banna sölu stofnfjárbréfa á yfirverði ELDUR kviknaði í kerta- skreytingu í íbúð á fjórðu hæð fjölbýlishúss við Rjúpnafell í Breiðholti um klukkan 23 á föstudagskvöld. Þegar slökkvi- lið höfuðborgarsvæðisins kom að logaði eldur út um glugga á íbúðinni, en íbúar, kona og þrjú börn, höfðu komist út af sjálfs- dáðum. Þau voru flutt á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi vegna gruns um reykeitrun. Þegar reykkafarar komu inn í íbúðina logaði eldur í sófa og gardínum, en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Nokkuð tjón varð á íbúðinni af völdum reyks, sóts og vatns. Varðstjóri hjá slökkviliðinu vildi að gefnu tilefni brýna fyrir fólki að fara varlega í notkun kertaskreytinga, best væri ef ekki væri kveikt á slíkum skreytingum. Eldur í kerta- skreytingu í Breiðholti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.