Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ L ítil tveggja ára stelpa tekur lokið af föndurkassanum hennar mömmu. Þegar mamma biður um lokið felur stelpan sig bakvið blómapottinn í horninu. Þangað fer hún með hluti sem hún má ekki hafa. Mamma heldur áfram að pakka inn jólagjöfum. – Jæja, ertu stressaður, spyr blaðamaður leigubílstjóra í ófærð- inni í höfuðborginni á Þorláksmessu. – Nei, ég stressast aldrei, svarar hann. En ég kynnist því hjá far- þegunum. Það kom kona í bílinn áðan. Hún vildi komast í Hafn- arfjörð. En bað mig um að sneiða hjá öllum umferðarljósum á leið- inni. Blaðamaður liggur á nuddbekk í Paradís. Kreist úr honum jóla- stressið. Sjávarniður berst úr hátölurunum. Stilla í huganum. Slök- unin algjör. Þangað til þokulúður rýfur kyrrðina. Fötin hanga í bún- ingsklefanum. Í úlpuvasanum er farsími. Það er kveikt á honum. Í Skaftahlíð sitja hjón í eldhúsinu með sígarettu og kaffibolla. Klukkan er hálf fimm á aðfangadag. Sparifötin hanga inni í skáp. Moppan og skúringafatan standa óhreyfð á miðju stofugólfi. Hún lítur á hann. – Jæja, eigum við að gera eitthvað? Blaðamaður ekur eftir Eiðsgrandanum. Það er eins og rignt hafi stórgrýti í fárviðrinu á Þorláks- messu. Hafið lagði lófann á bekk við göngustíginn – risastóra steinhellu. Nú er aðfangadagur; blaðamaður að flýta sér. Kirkjuklukkurnar hringja. Það eru komin jól. Lítil tveggja ára stelpa kallar sig Línu. Hún er komin úr öðrum skónum og vill setja hann út í glugga. Hún hlustar ekkert á að allir jólasveinarnir séu komnir til byggða – gæti ekki verið einn eftir? Þó það sé aðfangadagur? – Ég fór á fætur sex í morgun, segir níræð amma í djúpum hæg- indastól, sem bíður eins og aðrir eftir jólamatnum. – Nú, áttu erfitt með svefn? – Því er nú verr, segir hún. Ég get alltaf sofið. Áður en kræsingarnar eru framreiddar hverfa gestgjafarnir afsíð- is. Dúkarnir lagðir. Kertin tendruð. Ný sængurföt á rúminu. Ást í hverju smáatriði. Þau eru uppáklædd. En eiga enn eftir að klæða gjafirnar. Á borðum er „bambakjöt“ og hnetusteik. Afinn á erfitt með að einbeita sér að borðhaldinu. Hann langar til að litla stúlkan fái að opna pakka. Af því að henni gæti leiðst. Fyrr en varir er hann stað- inn upp og baksar við að rífa utan af stærsta pakkanum við jólatréð. Hann dregur upp úr pappírshrúgunni bleikan dúkkuvagn. Stelpan sækir jólasvein og háttar hann í dúkkuvagninn. Á öðru heimili er sex ára stúlka í vínrauðum silkikjól í spili sem snýst um að fjarlægja bein og líffæri úr líkamanum með töngum. Spilið er í anda nútíma markaðshyggju. Sá skurðlæknir vinnur sem hagnast mest á aðgerðunum – óháð afdrifum sjúklinganna. Klukkan eitt á jólanótt eru krakkarnir orðnir viti sínu fjær. Þeir hlaupa um gólfið með nýju leikföngin og hver skýtur annan. Loksins þegar tekst að koma litlu stúlkunni í rúmið, þá rís hún upp við dogg og segir með ekkasogum: – Ég er að fara í vinnuna. Ekki er minna stress á mömmu. Löngu seinna þegar pabbi skríð- ur upp í rúm til hennar eftir að hafa lesið nokkra dásamlega kafla í bókinni hans Flosa, þá segir hún: – Við verðum að fara að leggja af stað. Það er spenna í málrómnum. – Ha, leggja af stað, spyr blaðamaður undrandi. – Já, við verðum að… tsss… tsss… tsss… Á meðan dóttirin tekur lúrinn sinn um hádegið á jóladag, sækir blaðamaður einhleypan vin sinn og keyrt er um borgina. Þetta er eiginlega besti tíminn fyrir tvo vini að hittast, giftan og einhleypan. Þegar hún er sofnuð, þá hringir sá einhleypi í vin sinn, annan pip- arsvein. – Áttu bjór! Litlan er vöknuð. Hún er að lýsa myndinni sem var í Sjónvarpinu fyrir afa og ömmu. – Vondur töframaður. Vildi skjóta Harry Potter með eldi. Það má- áá ekki! Harry Potter var hugrakkur – eins og tígrisdýr. Í jólaboðinu þennan daginn safnast stórfjölskyldan fyrir framan tölvuskjá. Ungir foreldrar tala frá Kaupmannahöfn til Kópavogs og halda á kornungum syni. Lítil stelpa horfir á ómálga drenginn og segir: – Hann er bara lítill. Hann kann ekki að skríða. – En hann kann að borða graut. Og drekkur mjólk úr brjóstunum á mömmu, segja foreldrarnir yfir Atlantshafið. – Nei, hann drekkur mjólk úr glasi, segir stelpan viss í sinni sök. Mamma er að pakka inn jólagjöfum. Litla stelpan stendur bakvið blómapottinn með lokið á höfðinu. Á endanum smýgur hún fram úr skúmaskotinu. Og svo lítið beri á setur hún lokið á kassann. Morgunblaðið/Einar Falur Fótspor í gluggakistu SKISSA Pétur Blöndal fylgdist með jólahaldinu SAMKVÆMT frumvarpinu verður við álagningu á næsta ári flöt 10% skerðing á vaxtabótum fyrir þetta tekjuár. Í ársbyrjun 2004 fer svo að virka sú breyting að hlutfall hámarks- vaxtagjalda af skuldum til útreikn- ings á vaxtabótum lækkar úr 7% í 5,5% og tekið verður tillit til þess í álagningunni í ágúst 2005. Samkvæmt tölum frá fjármála- ráðuneytinu, sem greint var frá í Morgunblaðinu í lok október sl. eftir að fjárlagafrumvarpið hafði verið lagt fram, geta meðalvaxtabætur hjóna, við álagninguna í ágúst 2005, minnkað um 17 til 26 þúsund krónur og með- alvaxtabætur einstaklinga um fimm til níu þúsund krónur. Taldi ráðuneyt- ið að 1.750 hjón myndu með þessari breytingu ekki fá neinar vaxtabætur, eða alls 3.500 manns, að viðbættum 500 einhleypingum og 50 einstæðum foreldrum. Þess má geta að á þessu ári, eftir álagningu í ágúst sl., fengu 56 þúsund manns greiddar bætur. Samkvæmt útreikningi Stefáns Úlfarssonar, hagfræðings hjá hag- deild ASÍ, verður skerðingin á bót- unum meiri eftir því sem fólk er tekjuhærra. Mesta skerðingin er 110 þúsund krónur hjá hjónum sem skulda 11,5 milljónir króna, eru með eignaskattstofn upp á 6,4 milljónir, greiða 917 þúsund kr. í vaxtagjöld og hafa samanlagt 7,5 milljónir kr. í árs- tekjur. Hjá einhleypum fær ASÍ það út að skerðingin hjá einhleypum hús- eiganda sé mest rúmar 36 þúsund krónur, miðað við 7,8 milljóna skuldir, 3,8 milljóna eignaskattstofn, 547 þús- und kr. vaxtagjöld og árstekjur upp á rúmar 5 milljónir. Er þessi skerðing samkvæmt lækkun hlutfalls há- marksvaxtagjalda af skuldum, til út- reiknings á vaxtabótum, úr 7% í 5,5%. Ráðuneytið og hagdeild ASÍ gefa sér mismunandi forsendur í útreikn- ingunum og hefur ASÍ til viðbótar skoðað fleiri tekjuhópa meðal hjóna og einstaklinga, og áhrif breyting- anna á þá miðað við eftirstöðvar skulda og eignaskattsstofn. Gefur ASÍ sér þá forsendu að með auknum skuldum lækki eignaskattsstofninn og telur að þar með séu dæmin raun- hæfari. Dæmi úr útreikningum ASÍ sjást nánar á meðfylgjandi töflu. Þar má t.d. sjá að með flatri 10% skerðingu vaxtabóta í álagningu á næsta ári skerðast bæturnar mest um rúmar 26 þúsund krónur hjá hjónum en um 16 þúsund kr. hjá einhleypum. Eftir sem áður er skerðingin hlutfallslega sú sama á alla sem fengu bætur í ár. Þegar hámark vaxtagjalda af skuldum, til útreiknings vaxtabóta, fer niður í 5,5% í álagningu árið 2005 fyrir næsta tekjuár er skerðingin eins og áður greinir mest 110 þúsund kr. hjá hjónum í dæmi hagdeildar ASÍ, fara úr tæpum 264 þúsund kr. í ár í tæpar 154 þúsund kr. árið 2005. Í dæmi ASÍ fá þau hjón engar vaxtabætur sem skulda minna en 10 milljónir og eiga meira en tæplega 10 milljónir króna. Mörkin fyrir engar bætur hjá einhleypum húseiganda eru skuldir neðan við 6,7 milljónir og eignir ofan við rúmar 6 milljónir. Þeir húseigendur sem eru utan þessara marka fá hlutfallslega sömu skerðingu við álagningu á næsta ári en með skerðingu úr 7% hámarki vaxtagjalda í 5,5% kemur það harðast niður á þeim sem hafa hærri tekjur og gætu talist „meðaljónar“ hvað skuldir og eignir varðar. Þessi breyting á vaxtabótakerfinu, sem kemur til álagningar í ágúst 2005, hefur enga skerðingu í för með sér fyrir skuldug- ustu og eignaminnstu einstaklingana, samkvæmt útreikningi ASÍ. Breyttist í meðförum þingsins Markmiðið með þessari breytingu, að því er segir í frumvarpinu, er að vinna gegn skuldahvetjandi áhrifum bótanna, ekki síst gagnvart tekju- háum einstaklingum eða fjölskyldum. Er talið að þessi breyting leiði til 600 milljóna króna útgjaldasparnaðar fyrir ríkissjóð. Telur ASÍ að þetta varði um þrjú þúsund húseigendur. Nú sé ljóst að þeir sem fengu fyrirframgreitt þurfi að endurgreiða 10% af þeim vaxtabót- um sem þeir fengu á þessu ári vegna áfallinna vaxtagjalda á árinu. Frumvarpið tók í meðförum efna- hags- og viðskiptanefndar þeirri breytingu að 10% flata skerðingin var sett á fyrir þetta skattaár og gildis- töku lækkunar á viðmiði vaxta- greiðslna úr 7% í 5,5% var frestað um ár. Var það talið stangast á við eign- arréttarákvæði stjórnarskrárinnar og bann við afturvirkni skattalaga, að mati lögmanna sem leitað var til. Flókið kerfi Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur ASÍ, segir vaxtabótakerfið flók- ið og erfitt að meta áhrifin nákvæm- lega þar sem kerfið sé í raun sniðið um hvern einstakling. Þak sé á bót- unum og skerðing þeirra miðist við tekjur, eignir og skuldir. Með þessu frumvarpi hafi markmiðið verið að lækka skuldaþakið úr 7% í 5,5%. Aðspurður hvaða áhrif þessi skerð- ing geti haft á fjárfestingar fólks segir Ólafur Darri áhrifin vera tvenns kon- ar í sínum huga. Annars vegar sé ver- ið að draga úr stuðningi við þá sem séu að koma sér þaki yfir höfuðið. Verið sé að hækka skatta á þeim hópi fólks um 600 milljónir króna. Hins vegar sé verið að skerða bætur með afturvirkum hætti og hækka skatta fyrir árið 2003. Áhrifin af slíkum aft- urvirkum skerðingum á fjárfesting- um fólks séu óbein, fólk missi tiltrú á stjórnvöldum og haldi frekar að sér höndum, þ.e. þori ekki að treysta því að þær skattareglur sem eigi að gilda muni gera það þegar komi að end- anlegri álagningu.   ! "            !" /   #$ " #   $%   &   ' ()*+ % & " #   $%   &   ' ()*+ '("#   $) *+  ) 0 12 32  %      ', " +-   ! 0 14    %       . , "#   $)/0/+  )    1   %      # 5#  !5#                                         ,, ,              ,,              ,,  ,,  ,,  ,,  ,,  ,,  ,,  ,,  ,, ,,  , ,              ,      ,,  ,,  ,,  ,,  ,,  ,,  ,,  ,,  ,,    ,    #   * ! * 5  5#  5    5!  5#  !5#  5  5#  5    5!  5#  !5#  5  5#  5    5!  /   5   5   #   * ! * !5  65  #5#  65   5   5   !5  65  #5#  65   5   5   !5  65  #5#  65   Skerðing vaxtabóta hjóna allt að 110 þús- und kr. að mati ASÍ Breytingar á vaxtabóta- kerfinu eru meðal nýj- unga í frumvarpi um tekju- og eignarskatt, sem samþykkt var á Al- þingi skömmu fyrir jól. Vinna á gegn skulda- hvetjandi áhrifum vaxtabóta hjá tekju- hærri einstaklingum. Í lögfræðiáliti Skúla Magnússonar, dósents við lagadeild Háskóla Ís- lands, um skerðingu vaxtabóta í frumvarpinu sagði meðal annars: „Sú efnislega skerðing sem lögð er til á vaxtabótum fullnægir kröf- um eignarréttarákvæðisins um að vera málefnaleg og í samræmi við jafnræði. Er löggjafanum þannig ótvírætt heimilt að lækka vaxtabæt- ur til samræmis við breytt vaxtaum- hverfi og hvetja þannig íbúðareig- endur til minni skuldsetningar, ef hann telur þetta þjóna almanna- hagsmunum. Gildistökuákvæði frumvarpsins, sem kveður á um að skerðing vaxtabóta skuli ná til árs- ins 2003, getur hins vegar ekki talist þjóna því markmiði að hvetja íbúð- areigendur til minni skuldsetningar heimilanna. Þvert á móti er skerð- ingin á greiðslum fyrir árið 2003 til þess fallin að skerða fyrirvaralaust fjárhagslega hagsmuni heimilanna, enda hafa íbúðareigendur ekki haft möguleika á því að haga fjármálum sínum til samræmis við nýjar reglur. Með hliðsjón af því að regla frum- varpsins um afturvirka skerðingu bóta sýnist hvorki nauðsynleg né yf- irleitt til þess fallin að ná yfirlýstu markmiði frumvarpsins verður að draga í efa að frumvarpið standist eignarréttarákvæði 72. gr. stjórn- arskrárinnar, ef aðeins er litið til þessa markmiðs.“ Skerðir fjárhagslega hagsmuni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.