Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ingvar E. Sigurðsson fer meðaðalhlutverkið í Kaldaljósiog börn hans, Áslákur ogSnæfríður, fara einnig meðstór hlutverk. Áslákur leikur Grím, persónu Ingvars, á yngri ár- um og Snæfríður leikur Gottínu systur hans. Ingvar á að baki lang- an og farsælan feril í leiklistinni og er sá íslenskur leikari sem náð hef- ur hvað lengst á alþjóðlegum vett- vangi hvað kvikmyndaleik snertir. Frammistaða hans í myndinni þarf því ekki að koma neinum á óvart, en það vekur vissulega athygli hversu vel börnin hans skila sínum hlutverkum. Hlutverk Ásláks er svo stórt í sniðum að það liggur við að hann steli senunni frá pabba sínum. „Ég segi líka alltaf að pabbi sé að leika mig, en ekki ég hann,“ segir Áslákur. Þau systkinin eru hins vegar ekkert nema hógværðin þegar minnst er á frammistöðu þeirra í myndinni og koma sér undan að svara því hvort þau hafi erft leikhæfileikana frá föður sín- um. Núna átt þú þau Um tildrög þess að börnin voru valin í þessi hlutverk segist Ingvar vera alsaklaus af því að hafa tran- að þeim fram á nokkurn hátt. „Hilmar var að leita að strák á sama aldri og Áslákur og var búinn að prófa nokkra. Hann spurði mig hvort ég ætti ekki strák á þessum aldri sem hann mætti prófa í hlut- verkið. Svo hringdi hann yfir sig ánægður og bað mig um að gefa grænt ljós á það að Áslákur tæki að sér hlutverkið. Ég hugsaði mig aðeins um því auðvitað vill maður börnunum sínum allt hið besta og það að taka þátt í svona kvik- myndagerð krefst mikillar vinnu og getur brugðið til beggja vona með útkomuna. En svo komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta gæti bara orðið þroskandi fyrir strákinn og sló til. Ég stakk svo upp á því við Hilmar að fá Snæfríði í hlut- verk Gottínu og hugsunin á bak við það var fyrst og fremst sú að það myndi spara talsverða vinnu og tíma. Það hefði tekið sinn tíma fyr- ir Áslák að kynnast og venjast ein- hverri ókunnri stelpu því systkinin í sögunni eru mjög náin. Mér finnst það líka skila sér í samleik þeirra í myndinni að þetta eru al- vöru systkini.“ Aðspurður hvort hann sé sáttur við frammistöðu krakkanna segist Ingvar ekki geta verið annað. „Þetta hefur tekist framar öllum vonum. Ég tók strax þá ákvörðun að vera ekkert að skipta mér af þeim eða reyna að leikstýra þeim eða segja þeim til á meðan á tökum stóð. Ég sagði bara við Hilmar: „Núna átt þú þau.“ Ég vildi ekkert vera að taka áhættuna á því að vera að segja þeim eitthvað til og svo myndi Hilmar fara að segja þeim eitthvað allt annað. Það geng- ur aldrei upp að hafa tvo leikstjóra í sama verkinu. Þannig að Hilmar á allan heiðurinn af því hvað þau standa sig vel.“ Hjartað fór á fleygiferð En hvernig finnst svo krökkun- um sjálfum að sjá sig í heilli bíó- mynd? „Ég var rosalega spenntur fyrir forsýninguna og brá svolítið þegar fyrsta skotið af mér birtist og hjartað fór á fleygiferð. En svo var þetta fljótt að venjast,“ segir Ás- lákur. Snæfríður tekur undir þetta og segist bara hafa haft gaman af því að horfa á myndina. „En hún er nú samt dálítið sorgleg,“ bætir hún við. Hvað fannst þér erfiðast við að leika í myndinni? „Ég veit það eiginlega ekki. Kannski var það senan þegar ég fannst dáin eftir snjóflóðið.“ Var þér ekki kalt að liggja þarna á bólakafi undir snjónum? „Mér var bara kalt á hendinni sem stóð upp úr. Ég var nefnilega í svefnpoka undir snjónum.“ Áslákur segir að það hafi verið erfiðast að leika atriðin þegar hann þurfti að sýna miklar tilfinningar og þegar kalt var í veðri. „Til dæmis þegar ég var í heim- sókninni hjá Tuma og vildi komast heim, en veðrið var orðið svo vont að mamma hans vildi ekki hleypa mér út. Það varð svo til þess að ég fórst ekki í snjóflóðinu eins og allir hinir í fjölskyldunni.“ Vildi upplifa staðinn Atriðin með krökkunum eru að mestu tekin upp á Seyðisfirði í nóvember og desember í fyrra og svo nokkur í Reykjavík í janúar og febrúar á þessu ári. Snæfríður var þá tíu ára að verða ellefu og Áslák- ur nýorðinn tólf ára. Þau voru þá bæði í Melaskóla og þurftu að fá frí úr skólanum á meðan. „En við vorum í tölvusambandi við kenn- arana og þurftum að læra heima á meðan við vorum fyrir austan. Það gekk bara ágætlega,“ segja þau. Þau eru bæði sammála um að það hafi verið gaman að koma til Seyðisfjarðar og fólkið þar hafi tekið þeim vel. Ingvar segir að þau hafi fengið leigt hús á meðan og eiginkonan hefði komið í heimsókn og einnig frænka krakkanna. „Það voru ekki mörg atriði með mér tekin upp á Seyðisfirði, en ég fór með aðallega sem barnapía, og svo vildi ég líka upplifa staðinn, fyrir þau fáu atriði sem voru tekin upp með mér þarna fyrir austan.“ Áslákur er nú kominn í Haga- skóla og segist kvíða dálítið fyrir frumsýningunni. „Ég er feginn að vera sjálfur búinn að sjá myndina, en ég kvíði dálítið fyrir því að aðrir sjái hana.“ En þau eru bæði sammála um að gerð myndarinnar hafi verið bæði spennandi og skemmtileg reynsla sem þau hefðu ekki viljað missa af. Áslákur ætlar annaðhvort að verða leikari eða hljómlistarmaður í framtíðinni. Hann byrjaði að læra á saxafón átta ára, en hefur nú skipt yfir á gítar. Snæfríður hefur líka lært á fiðlu, en hún er ákveðin í að halda áfram á leiklistarbraut- inni þegar hún verður stór. Spennandi og skemmtileg reynsla svg@mbl.is Ingvar E. Sigurðs- son og börn hans, Snæfríður og Áslákur, fara með stærstu hlutverkin í Kaldaljósi. Morgunblaðið/Jim Smart Áslákur Ingvarsson fer með hlutverk Gríms á yngri árum. Systkinin Snæfríður og Áslákur Ingvarsbörn í hlutverkum systkinanna Gottínu og Gríms. Ingvar E. Sigurðsson ásamt börnum sínum, Snæfríði og Ásláki. fréttum við að snjóflóð hefði fallið á nokkur hús á Flateyri, þ.á m. heimili frænku konunnar minnar og hennar fjölskyldu. Seinna kom í ljós að öll fjölskyldan hafði farist í flóðinu. Fréttirnar af snjóflóðinu höfðu skiljanlega djúp áhrif á okk- ur þrjú sem aðra. Hjálmar er alinn upp á Ísafirði og Jóna í Bolung- arvík. Eftir þessa skelfilegu reynslu treysti hún sér lengi vel ekki til að framleiða mynd sem innihéldi snjóflóð. Þar með hófst samstarf okkar Friðriks Þórs. Jóna tók þó að sér framleiðslu- stjórn á tökunum á Seyðisfirði. Hún hafði vit á því að sleppa ekki alveg takinu á mér. En í sambandi við Flateyrarflóð- ið þá trúði ég því sjálfur að mér hefði verið ætlað að upplifa þessar hörmungar í þetta miklu návígi þó ekki væri nema til þess að ég væri betur fær um að koma þeim til skila í kvikmyndaverki. Um leið varð þessi upplifun til þess að ég ákvað að vera ekkert að velta mér upp úr snjóflóðinu í kvikmynd- inni.“ Snjórinn lét eitthvað bíða eftir sér á Seyðisfirði í fyrra – ekki satt? „Jú, jú,“ svarar Hilmar. „Við komum til Seyðisfjarðar í nóv- ember. Veðrið var fremur leiðin- legt allan tímann, rigning og aurskriður svo rýma þurfti hús og ekkert bólaði á snjónum. Við þurftum því að fara aftur austur til að taka snjóatriðin um mán- aðamótin janúar og febrúar. Þegar snjórinn kom loksins var hann alveg frábær. Ekki kom heldur að sök þó að snjóleysið hafi valdið því að snjóatriðin komi seinna í myndina en handritið gerir ráð fyrir. Það sem maður fær er ekki endilega alltaf verra en það sem maður vill,“ segir hann. „Kvik- myndagerð snýst líka að hluta til um að snúa veikleikum upp í styrkleika, gera sér mat úr að- stæðum. Ég held að okkur hafi tekist það.“ Erfiðasta stundin að baki „Ég verð alltaf eins og bjáni þegar ég er spurður að því hvort ég sé ánægður,“ segir Hilmar sposkur á svipinn þegar hann er spurður að því hvernig honum lít- ist á útkomuna. „Hvenær er mað- ur ánægður og miðað við hvað? Auðvitað getur maður endalaust bætt og breytt. Ég verð þó að segja að ég hef aldrei verið jafnná- lægt því að svara játandi og núna. Mér er þegar farið að þykja mjög vænt um myndina þótt hún hafi ekki enn verið frumsýnd. Frum- sýningar geta verið mjög erfiðar þótt yfirleitt vegi ánægjan mun þyngra. Ég býst þó við því að mín erfiðasta stund sé að baki, þ.e. þegar ég sýndi Vigdísi myndina. Eftir að hafa þegið af henni jafn- dýrmæta gjöf og Kaldaljós og raunar styrk í gegnum allt ferlið sat ég þarna og gat engu breytt. Við vorum bara fjögur á sýning- unni, Vigdís, dóttir hennar Þórdís, ég og svo hafði ég Hjálmar þarna til að halda í höndina á mér á með- an á sýningunni stóð. Eftir að þakkarlistinn hafi rúllað yfir tjald- ið var algjör þögn í salnum þangað til dóttir Vigdísar kvað upp sinn dóm. Hann var einstaklega upp- örvandi og mér létti stórum þó enn lægi spenna í loftinu. Loks sagði Vigdís þessa ógleymanlegu setn- ingu: „Ég vildi að ég hefði séð myndina áður en ég skrifaði bók- ina.“ Þessi viðbrögð skiptu mig öllu máli. Ef allir hefðu verið ánægðir nema Vigdís hefði ég aldrei getað orðið fyllilega sáttur. Ég var líka mjög ánægður með að Vigdís skyldi taka Þórdísi með sér því að í henni höfðum við svo fallegan fulltrúa ungu kynslóðarinnar, sjálfa meginfyrirmyndina að Gott- ínu.“ Hilmar er að lokum spurður að því hvað taki við hjá honum að loknu Kaldaljósi. „Maður verður að leggja út nokkur net og sjá svo til hvernig fiskast. Núna koma 3 til 4 kvikmyndir til greina. Ýmsir fjárhagslegir þættir skera úr um hver þeirra verður fyrst í for- gangsröðinni. Ég vona bara að ég geti byrjað á nýrri mynd sem fyrst.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.