Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hinn 1. nóvember síðastlið-inn gengu í gildi nýbarnalög. Þau leysa afhólmi barnalög frá árinu 1992, sem komu í stað enn eldri barnalaga frá árinu 1981. Lögin frá 1981 komu á sínum tíma í stað tveggja mismunandi lagabálka, annars vegar laga um afstöðu for- eldra til skilgetinna barna frá árinu 1921 og hins vegar laga um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna frá árinu 1947. Barnalögin frá 1981 voru þannig fyrsti heildstæði laga- bálkurinn um réttarstöðu barna og fólu í sér veigamiklar breytingar frá fyrra réttarástandi. Eitt af mark- miðum þeirra var að draga úr mis- mun á réttarstöðu skilgetinna og óskilgetinna barna, þótt skrefið væri ekki stigið til fulls. Það var ekki fyrr en með barnalögunum frá 1992 sem þessi flokkun barna, sem byggð var á hjúskaparstöðu for- eldra þeirra, var afnumin með öllu og hugtökin skilgetið barn og óskil- getið hurfu úr barnalögum. Gild- istaka barnalaganna frá 1992 mark- aði því þáttaskil og börn þurftu ekki lengur að líða fyrir það að vera „lausaleikskrógar“ og búa við lakari réttarstöðu en „hjónabandsbörn“. Þegar þróun réttarreglna sem varða tengsl foreldra og barna er rakin, rifjast upp hve stutt er síðan róttækar breytingar áttu sér stað, forneskjulegum hugmyndum varp- að fyrir róða og viðurkennt að engin rök stæðu til þess að mismuna börnum eftir eðli sambands for- eldra þeirra. Skilgetin og óskilgetin börn Aðgreining barna í „skilgetin“ og „óskilgetin“ var allt fram til ársins 1992 grundvallaratriði í barnalög- gjöf á Íslandi. Einnig var lengi vel byggt á henni í öðrum ríkjum Evr- ópu sem byggja á svipaðri rétt- arhefð. Fyrir þá sem ekki eru kunn- ugir þessum hugtökum er rétt að útskýra þau með nokkrum orðum. Barn var „skilgetið“ sem fæddist í hjónabandi, eða svo skömmu eftir skilnað foreldra að það gæti hafa verið getið í hjúskapnum. Þá fékk barn, sem hvorki var getið né fætt í hjónabandi, sömuleiðis réttarstöðu sem skilgetið ef foreldrar þess gengu síðar að eigast. Önnur börn voru óskilgetin. Grundvöllur þessa mismunar var fyrst og fremst sú kenning kirkjunnar fyrr á öldum, að hjúskapur, sem væri órjúf- anlegur og heilagur, væri eini við- urkenndi vettvangur kynlífs. Kynlíf utan hjónabands var álitið synd- samlegt. Börn, sem getin voru í synd, hlutu því aðra réttarstöðu en þau sem getin voru í hjúskap. Barnalögin frá 1992 Viðfangsefni barnalaganna frá 1992 voru aðallega þrenns konar: a) Ákvörðun á faðerni barna, b) fram- færsla barna og c) forsjá og um- gengnisréttur. Lögin giltu í rúman áratug og sættu tiltölulega litlum breytingum. Eitt mikilvægasta ný- mæli laganna var að hugtökin „skil- getið“ og „óskilgetið“ barn voru lögð niður og kveðið á um réttarstöðu barna samfellt. Annað mikilvægt nýmæli var svonefnd „sameiginleg forsjá“. Með því var lögfest heimild fyrir foreldra sem höfðu skilið, slitið sambúð eða höfðu aldrei búið saman til að ákveða að þau skyldu fara sameiginlega með forsjá barna sinna. Þessi heimild hefur mælst vel fyrir og er algengt að foreldrar nýti sér hana. Í ljósi reynslunnar af barnalög- unum frá 1992 og vegna nýrra og breyttra áherslna í barnarétti, fól dómsmálaráðherra sifjalaganefnd árið 1999 að endurskoða þau. Þeirri vinnu lauk í október 2002 þegar dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp til nýrra barnalaga, sem síðan var samþykkt á Alþingi 15. mars síðastliðinn sem lög nr. 76/ 2003. Nýju barnalögin Hin nýju barnalög hafa að geyma mörg mikilvæg nýmæli og eru um margt ítarlegri en eldri löggjöf. Þá var við samningu þeirra höfð hlið- sjón af þeim alþjóðlegu skuldbind- ingum á sviði barnaréttar sem Ís- land er aðili að. Uppbyggingu laganna í heild sinni og kaflaskipan var jafnframt breytt til að auðvelda leikum jafnt sem lærðum að tileinka sér efni þeirra. Verður nú í stuttu máli gerð grein fyrir helstu nýmæl- um sem felast í þessum nýju lögum. Skylda móður til að feðra barn Í upphafsgrein nýju barnalag- anna er lögð sérstök áhersla á rétt barns til að þekkja báða foreldra sína. Til að tryggja þennan rétt er m.a. lögð sú skylda á herðar móður, sem ekki er í hjúskap eða skráðri sambúð með föður, að feðra barn sitt. Þetta nýmæli er í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Í eldri barnalög- um mátti leiða þessa skyldu móður af orðalagi ýmissa ákvæða laganna, en hún var hvergi skráð berum orð- um. Engum viðurlögum verður þó beitt samkvæmt nýju lögunum til að knýja móður til að feðra barn sitt. Því má segja að þessi skylda sé fyrst og fremst siðferðilegs eðlis og hafi það að markmiði að móðir virði rétt barns síns til að þekkja báða foreldra sína. Hafi barn ekki verið feðrað innan sex mánaða frá fæð- ingu ber Þjóðskrá að tilkynna það til sýslumanns. Hann sendir þá móðurinni bréf og brýnir fyrir henni rétt barnsins til að þekkja föður sinn og skyldur hennar í því sambandi. Öðrum beinum þving- unarúrræðum verður móðir þó ekki beitt vilji hún ekki feðra barn sitt. Tæknifrjóvgun Með tilkomu tæknifrjóvgunar og þróunar læknisfræðilegra aðferða til aðstoðar fólki sem ekki getur get- ið börn með náttúrulegum hætti hafa risið margvísleg álitamál, sem eru í senn trúarleg, siðferðileg, fé- lagsleg og lögfræðileg. Hin lög- fræðilegu álitamál lúta m.a. að móð- erni og faðerni barna sem getin hafa verið með aðstoð slíkrar tækni. Á hinum lögfræðilegum álitamálum var eingöngu að litlu leyti tekið í eldri barnalögum. Á þessu er gerð bragarbót í hinum nýju barnalög- um. Þannig er nú tekið fram berum orðum að kona, sem elur barn eftir tæknifrjóvgun, teljist móðir þess, óháð því hvort notaðar voru gjafa- eggfrumur við frjóvgunina eða egg- frumur hennar sjálfrar. Ennfremur er tekið fram að sá maður teljist vera faðir barns sem samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni, óháð því hvort notað er hans eigið sæði eða gjafasæði. Sama regla gildir um par í skráðri sam- búð. Þá er tekið fram að maður, sem gefur sæði til tæknifrjóvgunar á annarri konu en eiginkonu/ sambúðarkonu sinni, teljist ekki vera faðir barns sem getið er með sæði hans. Hér er það skilyrði að tæknifrjóvgunin fari fram í sam- ræmi við lög þar að lútandi. Ef mað- ur aftur á móti gefur sæði í öðrum tilgangi telst hann vera faðir barns sem getið er með sæði hans í sam- ræmi við almennar reglur um feðr- un, nema sæðið hafi verið notað án vitundar hans eða eftir andlát hans. Hér á landi hefur eingöngu fram til þessa verið notast við gjafasæði er- lendis frá. Um rétt barns til þess að fá vitn- eskju um líffræðilegt móðerni eða faðerni í þeim tilvikum þegar not- aðar eru gjafakynfrumur fer eftir lögum um tæknifrjóvgun nr. 55/ 1996. Faðernismál Dómsmál sem varða faðerni barna eru tvenns konar konar. Ann- ars vegar svonefnd „vefenging- armál“ og „mál til ógildingar á fað- ernisviðurkenningu“, en það eru mál sem höfðuð eru til að fá faðerni tiltekins manns hnekkt. Mál af því tagi geta höfðað móðir barns, barnið sjálft og sá maður sem skráður er faðir. Maður sem telur sig föður að barni getur ekki höfðað slíkt mál til að fá faðerni annars manns hnekkt. Hins vegar er um að ræða svonefnd „faðernismál“ (áður nefnd barnsfað- ernismál), en það eru mál sem höfð- uð eru til að fá dóm um að tiltekinn maður sé faðir barns. Samkvæmt barnalögunum frá 1992 gátu ein- göngu móðir og barn höfðað faðern- ismál. Karlmaður, sem taldi sig vera föður tiltekins barns gat ekki höfðað slíkt mál til að fá faðerni sitt við- urkennt. Á sú regla sér langa sögu í barnarétti. Á árinu 2000 kom mál til kasta Hæstaréttar Íslands sem maður hafði höfðað til að fá dóm um að hann væri faðir tiltekins barns. Héraðsdómur vísaði málinu frá þar sem maðurinn var ekki talinn geta átt aðild að slíku máli og byggðist sú niðurstaða á skýrum ákvæðum barnalaganna. Hæstiréttur taldi aftur á móti að ákvæði laga, sem meinuðu manni að höfða slíkt mál, væru andstæð stjórnarskránni, einkum jafnræðisreglunni í 65. gr. og ákvæði 70. gr. hennar, um rétt manna til að fá skorið úr um réttindi sín fyrir dómi. Þá var í dóminum lögð áhersla á þann grundvallarrétt barnsins að vera réttilega feðrað. Vegna þessa dóms varð löggjaf- inn að endurskoða þessi ákvæði barnalaga sem takmörkuðu rétt manna til að höfða dómsmál til feðr- Réttindi barna skerpt Morgunblaðið/Kristinn Barnalög hafa tekið stakkaskiptum á undanförnum áratugum. Nú hafa tekið gildi ný barnalög þar sem tekið er á ýmsum grund- vallarmálum með skýrari hætti en áður hefur verið gert. Svala Ólafsdóttir fjallar um nýju barnalögin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.