Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 25 annarra spor í þeim efnum. Það er hægt að velta því fyrir sér, hvort hann hafi einfaldlega lagt á flótta. Ekki þolað álagið, sem fylgdi hjónabandi þeirra. Haft áhyggjur af því, hvers konar áhrif það mundi til lengdar hafa á starfsframa hans. Ef þessi skýring væri rétt væri hægt að gagn- rýna hann fyrir eigingirni. Fyrir að hugsa ekki um annað en sjálfan sig. Fyrir að gera sér ekki grein fyrir því, að miklar líkur væru á að brott- hvarf hans og samband við aðra konu gæti leitt til þess að Plath svipti sig lífi. Og hafi hann gert sér grein fyrir því, sem töluverðar líkur verða að teljast á verður eigingirni hans enn augljósari og tilfinningaleysið og skeytingarleysið enn meira. Börn þeirra voru hjá móður sinni, þegar hún fyrirfór sér. Gat Ted Hughes leyft sér að yfir- gefa alvarlega sjúka konu með tvö ung börn og skilja þau eftir hjá henni? Það er kannski ekki að ósekju, að kynsystur Sylviu Plath hafi beint spjótum sínum að eiginmanninum. Á hann sér málsbætur? Er hugsanlegt að hann hafi litið svo á, að samband þeirra væri orðið of náið? Að hún mundi njóta sín betur og eiga auðveldara með að standa á eigin fótum ef hann færi? Hafi hann hugsað á þennan veg má líka spyrja hvort slíkar röksemdir væru tilbúnar röksemdir, til þess gerðar að friða hann sjálfan. Hvers vegna eyðilagði hann síðustu dagbók Sylviu Plath, þar sem hún lýsir tilfinningum sín- um og þjáningum fram á síðasta dag? Skýring hans er sú, að hann hafi ekki viljað láta börn þeirra sjá það sem þar var að finna. Er hugs- anlegt að hann hafi ekki viljað að börn þeirra sæju hvaða hug hún bar til hans þessa síðustu daga? Að eyðilegging dagbókanna hafi verið af eigingjörnum ástæðum? Þögn skáldsins framan af er skiljanleg. Hann hefur viljað verja börn þeirra Sylviu Plath hnjaski eins og honum framast var unnt. Sem hefur auðvitað verið útilokað nema að hluta til. Og það er reisn yfir því, hvernig hann svarar fyrir sig að lokum með Birthday Letters. Hafi Ted Hughes lagt á flótta fyrir rúmum 40 árum, þegar hann yfirgaf Sylviu Plath, mistókst sá flótti. Hún hefur fylgt honum eins og skugg- inn. Um samband þeirra hafa verið skrifaðar margar bækur og nú síðast gerð um þau kvik- mynd. Sumt er ekki hægt að flýja og margt gleymist ekki, þótt mikið sé til í því, sem hér að framan var haft eftir skáldinu, að gleymska geti verið mikilvægur þáttur í því að lifa af. Vörnin Fríða Björk Ingv- arsdóttir, þýðandi Glerhjálmsins, leggur sig fram um að koma sjónarmiðum Ted Hughes á framfæri í eftirmála sínum að bókinni. Hún segir: „Sumum fannst þögn hans virðingarverð, öðr- um sönnun á sekt hans. Öllum fannst hún þó forvitnileg eins og brezka skáldið Andrew Mo- tion sem tók við lárviðartitlinum af Hughes við dauða hans orðaði það ...Miðað við þá útreið, sem hann þurfti að þola hlýtur þögn hans að teljast afdrifarík ákvörðun. Róttækar konur gengu sumar hverjar svo langt að krefjast þess opinberlega að hann yrði aflimaður. Ofsóknum þessum linnti ekki endanlega fyrr en hann lézt. Þá sagði hin fræga kvenréttindakona Germaine Greer: „Ted Hughes lifði til að hægt væri að refsa honum. Við misstum hetju og urðum að kenna einhverjum um. Ted lá vel við höggi.“ Ted Hughes átti sjálfur nokkurn þátt í að skapa það andrúmsloft, sem einkenndi um- ræðuna um eiginkonu hans, þótt ekki væri það með vilja gert. Hann bjó síðustu ljóð hennar til prentunar árið 1965, raðaði þeim saman á nýjan leik og gaf þann sterka tón örvæntingar, sem hin fræga ljóðabók Ariel endar á. Það er engu líkara en sorg hans við dauða hennar hafi orðið til þess að hann setti ljóðin fram á þann listræna máta er tjáir hans eigin harmrænu tilfinningar bezt.“ Og síðar segir þýðandinn: „Vegna þagnar Hughes höfðu margir beðið þess með eftirvænt- ingu að innsiglin á dagbókum Sylviu Plath yrðu rofin. Þær komu loks í fyrsta sinn út í heild árið 2000 en varpa tæpast nýju ljósi á hana né þá, sem henni voru nánastir. Í nýju útgáfunni koma þó öfgafyllri hliðar persónuleika hennar berleg- ar í ljós. Það virðist því augljóst að Hughes hef- ur ekki einungis verið að verja sína hagsmuni með því að innsigla þær, heldur jafnframt henn- ar eigin, barna þeirra og vinafólks.“ Lokaorð eftirmála Fríðu Bjarkar eru þessi: „Í Birthday Letters er hinn rauði litur eldsins einkennandi fyrir Plath, tilfinningahita hennar og sköpunarþrá. Einnig fyrir blæðandi sár sál- arinnar, sem myndhverfast í rauðu flæði penn- ans. Blái liturinn verður tákn hins andstæða, bernskunnar við hafið, þess tíma, sem hún var hamingjusöm undir verndarvæng föður síns og bjó yfir innri ró. Síðustu ljóðlínur bókarinnar vísa til þessara andstæðna og gimsteinanna, sem Hughes sá í augum hennar á brúðkaups- daginn: Blár var þinn blíði andi-engin náæta/ heldur leiftrandi verndarengill, hugsunarsam- ur./Í gryfju hins rauða/ faldir þú þig fyrir hvít- leika, sem minnti á bein/En gimsteinninn sem þú glataðir var blár.“ Að lokum var það ekki á hans færi að varð- veita hinn bláa gimstein hamingju hennar. Það var hennar að varðveita hann, þótt hún gerði það ekki – eða megnaði það ekki. Þessi síðasta ljóðlína er fyrst og fremst einföld mynd um missi. Í myndmálinu felst einnig bergmál þess mikla missis, sem bókin fjallar um sem heild, þess að því sem Sylvia Plath glataði, glataði Ted Hughes einnig og ekki síður börnin þeirra tvö.“ Að útkomu þessarar bókar er mikill fengur. Og til eftirbreytni hve mikinn metnað þýðandi og forlag hafa lagt í þessa útgáfu. Morgunblaðið/Kristinn Napurt í göngutúrnum. Hafi Ted Hughes lagt á flótta fyrir rúmum 40 árum, þegar hann yfirgaf Sylviu Plath, mis- tókst sá flótti. Hún hefur fylgt honum eins og skugginn. Um samband þeirra hafa verið skrifaðar margar bækur og nú síðast gerð um þau kvikmynd. Sumt er ekki hægt að flýja og margt gleymist ekki, þótt mikið sé til í því, sem hér að framan var haft eftir skáld- inu, að gleymska geti verið mikil- vægur þáttur í því að lifa af. Laugardagur 27. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.