Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórir Sigtryggs-son fæddist í Mið-Samtúni í Glæsi- bæjarhreppi í Eyja- firði 22. júní 1919. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- ala – háskólasjúkra- húss 15. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sig- tryggur Ísleifsson, f. í Hrafnagilshreppi 4. júlí 1862, d. 29. september 1935, og Jófríður Jónasdóttir, f. í Bitrugerði í Kræklingahlíð 28. maí 1882, d. 5. desember 1968. Þau hjón eign- uðust þrjá syni, þeir voru auk Þóris Númi, f. 25. apríl 1914, d. 7. febrúar 1939, og Kristján, f. 21. júní 1917, d. 31. maí 1944. Þórir kvæntist 27. mars 1948 Sigrúnu Jóhannesdóttur, f. 9. september 1915, d. 12. ágúst 1980. Foreldrar hennar voru Jó- hannes Sveinsson útgerðarmað- ur og Sigrún Rögnvaldsdóttir, kennd við Sveinsbæ í vesturbæ Reykjavíkur. Þau hjón eignuðust fjögur börn, þau eru: Drengur, f. 1948, dó í fæðingu. Sigfríður, þjón- ustufulltrúi hjá VÍS, gift Árna Magnússyni skóla- stjóra. Hún á dótt- urina Erlu Sigríði Grétarsdóttur, dr. í klínískri öldrunar- sálfræði, sem er gift Gísla Arnarsyni, verkfræðingi MBA. Sigrún Jóhanna, kennari, nú starfs- maður SP fjár- mögnunar, gift Ein- ari Kristni Guðfinnssyni al- þingismanni. Börn þeirra eru Guðfinn- ur Ólafur háskóla- nemi og Sigrún María kvenna- skólanemi. Sveinn Árni, verkamaður í Bolungarvík, var giftur Elísa- betu Einarsdóttur. Synir þeirra eru Þórir Rúnar nemi og Krist- ján Númi, í grunnskóla. Mestan hluta starfsævinnar var Þórir sjómaður, fyrst frá Eyjafirði en lengst af hjá Bæj- arútgerð Reykjavíkur. Einnig vann hann um árabil hjá J. Þor- lákssyni og Norðmann í Reykja- vík og síðast hjá Íshúsfélagi Bol- ungarvíkur hf. Útför Þóris var gerð í kyrrþey frá Fossvogskapellu hinn 22. desember sl. að ósk hins látna. Þórir Sigtryggsson tengdafaðir minn fór þannig í gegn um lífið að hann uppskar virðingu og hlýhug allra þeirra sem kynntust honum. Hann gerði ekki kröfur til ann- arra, ætlaðist aldrei til neins fyrir sjálfan sig, en gerði hins vegar kröfur til sjálfs sín. Að standa á eigin fótum, að vera engum háður, fyrirhyggjusemi og að skulda eng- um neitt. Það voru lífsgildin hans. Hann festi þau svo sem aldrei á blað. En hann lifði eftir þeim. Þau voru honum eiginleg og sem í blóð borin. Hann ólst upp í Eyjafirði kreppuáranna. Var eins og svo margir af hans kynslóð nægjusam- ur, hógvær og vinnusamur; það var líkt og sjálfgefinn þáttur lífs- ins. „Ætlarðu að verða ómagi,“ sagði Jófríður móðir hans stund- um, ef henni þótti einhver ekki vera nægilega vinnusamur eða duglegur til náms. Í þessum anda var nestið úr uppeldinu sem var samgróið Þóri. Og hann var trúr því sem honum var trúað fyrir. Mér varð það fljótt ljóst að kjöl- festan í lífi Þóris Sigtryggssonar var konan hans, hún Sigrún Jó- hannesdóttir. Hún var stoðin og styttan. Gætti bús og barna þegar heimilisfaðirinn var langdvölum á sjó og var ekki einasta elskuð af eiginmanninum, heldur líka dáð og virt. Heimili sínu höfðu þau komið upp af litlum efnum, en með ráð- deild, hyggindum – og án þess að taka lán. Því að það vildi Þórir ekki. Að skulda var í hans huga að vera öðrum háður. Og slíkt gerði hann ofureinfaldlega ekki. Sjálf var Sigrún kona hans forfrömuð eftir áralangt starf á heimili þeirra Ingibjargar og Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra. Hún snaraði upp veislum fyrirhafnarlaust að því er virtist. Og það var líka góður eig- inleiki á heimili þar sem heim- ilisfaðirinn var annálaður rausn- armaður; hættulega gestrisinn, eins og einn gestanna sagði þegar hausinn var eitthvað þungur og óskýr til hugsunar að loknu veislu- boði Þóris. Það var honum mikið og þung- bært áfall að missa konu sína fyr- irvaralaust og svo alltof unga árið 1980. Það voru sárir tímar fyrir fjölskylduna alla. Þórir fékk til- kynninguna út á sjó og sagði mér síðar, þótt ekki væri hann ýkja út- bær á tilfinningar sínar, að sú stund hefði orðið sér óskaplega þungbær. Hún hafði borið hann á höndum sér og eins og var um svo marga af hans kynslóð kunni hann ekkert – bókstaflega ekkert – til heimilisstarfa. Hafði ekki þurft á þeirri þekkingu að halda. En þetta átti eftir að breytast. Heimilið hafði verið hans kastali, traust, snyrtilegt og smekklegt, í anda eiginkonunnar. Og þannig vildi hann hafa það áfram. Hann hélt sjómennskunni áfram. En þegar í land var komið var tekið til óspilltra málanna. Varð hann brátt jafnvígur á afþurrkunarklútinn, þvottavélina og ryksuguna og hóf síðan markvisst sjálfsnám í elda- mennsku. Hann vildi ekki einvörð- ungu verða fær um að elda oní sjálfan sig. Hann kunni því betur að geta áfram boðið til sín gestum, vinum sínum og venslafólki. Hann vildi í þessum efnum sem öðrum standa á eigin fótum. Stundum hringdi hann eftir leiðbeiningum til dætra sinna. Fiskur var hans uppáhald og kjötmeti upp á gamla móðinn, en kjúklinga, pasta og pizzur taldi hann tæplega ætan mat. Árið 1984 fór hann alkominn í land. Þá flutti hann vestur til okk- ar Sigrúnar, til Bolungarvíkur. Hann hafði verið hjá okkur oft í lengri og styttri tíma, líkaði vel fyrir vestan og spurði af gróinni hæversku sinni og kurteisi, þegar við fluttumst í stærra húsnæði, hvort okkur yrði ónæði af veru sinni, ef hann flytti til okkar í kjallarann. Þetta voru dýrðardag- ar. Hann hóf vinnu í Íshúsfélagi Bolungarvíkur. Ætlaði svo sem ekki að vinna mikið eða langan dag. En það átti eftir að breytast. Stundum var byrjað klukkan fjög- ur á morgnana. Þá mættu þeir vin- irnir Hrólfur Einarsson hálftím- anum fyrr. Stimpluðu sig að vísu ekki inn fyrr en kl. fjögur til þess að íþyngja ekki vinnuveitandanum. En voru til taks – svona til öryggis og gátu svo byrjað að vinna á mín- útunni; helst aðeins fyrr. Það var þeirra háttur. Sjálfsagður hlutur og þurfti ekki að ræða frekar. Um árabil sá hann um fiskbúðina og útbjó fisk í verslun Einars Guð- finnssonar og það má fullyrða að ekki skorti fiskúrval eða nýmeti á ÞÓRIR SIGTRYGGSSON ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁRSÆLL OTTÓ VALDIMARSSON, Espigrund 15, Akranesi, sem lést laugardaginn 20. desember, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju mánudaginn 29. desember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Akraness eða dvalarheimilið Höfða. Aðalheiður María Oddsdóttir, Guðný Ársælsdóttir, Helga Jóna Ársælsdóttir, Þráinn Ólafsson, Sigþóra Ársælsdóttir, Björn Björnsson og afabörnin. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJÖRGVIN EIRÍKSSON, Mávahlíð 33, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðju- daginn 30. desember kl. 15.00. Anna G. Jónsdóttir, Guðborg E. Björgvinsdóttir, Örnólfur F. Björgvinsson, Guðrún H. Björgvinsdóttir, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAJA-GRETA BRIEM, sem lést sunnudaginn 14. desember síðast- liðinn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líkn- arstofnanir. Haraldur Briem, Eiríkur Briem, Snjólaug Guðrún Ólafsdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir Briem, Ólafur Andri Briem, Maj Britt Hjördís Briem, Eiríkur Briem, Katrín Briem. Útför mannsins míns, bróður okkar, mágs og tengdasonar, HELGA VIÐARS MAGNÚSSONAR, Grandavegi 3, Reykjavík, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 29. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög og líknarstofnanir. Guðni Baldursson, Ægir Axelsson, Þórunn Axelsdóttir, Jónas Þórarinsson, Óskar Axelsson, Lára Magnúsdóttir, Smári Jóhannsson, Baldur H. Aspar Þóra Guðnadóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SONJA SIGRID HÅKANSSON, Barðaströnd 25, Seltjarnarnesi, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 21. desember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 30. desember kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir að láta líknarfélög njóta þess. Bragi Óskarsson, Bryndís Petra Bragadóttir, Sturla Óskar Bragason, Anna Reynisdóttir og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR JÓHANNES GUÐBJÖRNSSON, Hæðargarði 17, Reykjavík, lést fimmtudaginn 25. desember. Guðlaug Ó. Gunnarsdóttir, Indriði Rósinbergsson, Gunnar J. Gunnarsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.