Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lögmálin sjö um velgengni Lög- málin sjö um velgengni í þýðingu Gunnars Dal. Gjöf sem vitnar um einlæga ósk um farsæld í lífi og starfi. Bókaútgáfan Vöxtur. Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, spilaspá, draumaráðningar og huglækningar. Er við frá hádegi til kl. 2.00 eftir miðnætti. Hanna, s. 908 6040. Vertu þín eigin Idol-stjarna Loksins kominn alvöru tv karaoke hljóðnemi - hrikalega einfalt og ótrúlega skemmtilegt. Uppl. í síma 691 2400, Dvergshöfði 19. Kaupmannahöfn - Hótelíbúð Nú er hægt að leigja frábærar ný- uppgerðar ferðamannaíbúðir á frábærum kjörum. Dagleg þrif og morgunverður. Fyrirlestur fyrir íslenska nýbúa í Kaupmannahöfn alla þriðjudaga og spurningum svarað. Sendið fyrirspurn að kostnaðarlausu á netinu og við sendum okkar besta tilboð þá daga sem þið óskið gistingar. Mánudagstilboð: Vika 3.500 d.kr. fyrir 1-2 persónur í stúdíóíbúð. hotel@valberg.dk - www.valberg.dk Seltjarnarnes Góð 106 fm 3ja herb. íbúð með húsgögnum á Seltjarnarnesi til leigu frá 20. jan. til 1. júní. Leiga 88. þús., plús hús- sjóður. Hafið samband í síma 662 0475 eða 551 4947. Til leigu atvinnuhúsnæði, 95 fm, Viðarhöfða, með innkeyrsludyr- um, lofthæð 3,20 m. Upplýsingar í síma 581 3142. www.leigulidar.is Nýjar 2ja og 3ja herb. leiguíb. við Jörfagrund á Kjalarnesi og Sam- byggð Þorlákshöfn til afh. strax. Uppl. í s. 891 7064 og 867 2583. Fóðrun. Tökum folöld í innifóðrun í vetur. Erum byrjuð að taka inn. Einnig getum við tekið hross í úti- gang. Uppl. hjá Erling og Önnu, sími 483 3570. BÓKBAND Námskeið í bókbandi hefjast í janúar. Uppl. hjá Ragnari Einarssyni bókbandsmeistara í s. 566 8835 og 554 6836. Pennasaumsmyndir - penna- saumur. Mikið úrval. Námskeið hefjast í janúar. Póstsendum. Annora, s. 848 5269. Geymið auglýsinguna. Búslóðageymsla Búslóða- geymsla, búslóðaflutningar, píanó- og flyglaflutningar. Gerum tilboð hvert á land sem er. Uppl. í s. 822 9500. Innréttingasmíði Hanna og smíða eldhúsinnréttingar og fata- skápa fyrir húsið þitt. 10 ára ábyrgð. Húsgagna- og húsasmíða- meistari, sími 824 4490. Eldsmíði Tangir, steðjar og fleira www.gylfi.com S. 555 1212, Hólshrauni 7, 220 Hafnarfirði. Nýtt á Paradís, gelneglur og höfuðbeina- og skjaldhryggsmeð- ferð. Kynningarverð til áramóta, gjafakort er góð jólagjöf. Opið til 20 á kvöldin. Snyrti-og nuddstofan Paradís, Lauganesvegi 82, s. 553 1330. Áramótavörur Sjálflýsandi Omniglow vörur og innibombur í miklu úrvali. Skemmtilegt í áramótagleðina. Heildsöludreifing, sími 891 9530, netfang: gloglo@simnet.is Útsalan hefst 29. desember. Opið frá 11-18. Sími 588 8488. Grímsbæ Bústað- arvegi. Viðtöl, sögur, kveð- skapur, fróð- leikur Áskriftarsími 553-8200 Gleðileg jól þjóðlegt heimilisrit Jeppaplast.is Brettakantar á flestar tegundir jeppa. Uppl. í síma 868 0377 og á www.jeppaplast.is. FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tæki Skolphreinsun Ásgeirs sf. s. 892 7260 og 567 0530 Losa stíflur úr salernum, vöskum, baðkörum og niðurföllum. Röramyndavél til að staðsetja skemmdir í lögnum. ✝ Finnbogi Frið-finnsson fæddist í Vestmannaeyjum 3. apríl 1927. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 21. des- ember síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Friðfinnur Finnsson kafari og verslunarmaður, f. 22. des. 1901, d. 6. sept. 1989, og Ásta Sigurðardóttir, f. 3. nóv. 1906, d. 27. júlí 1990. Bróðir Finn- boga var Jóhann, f. 3. nóv. 1928, d. 13. sept. 2001. Finnbogi kvæntist 21. ágúst 1948 Kristjönu Þorfinnsdóttur, f. í Reykjavík 10. febrúar 1930. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Haf- steinn, f. 14. okt. 1947, d. 24. maí 26. ágúst 1991, og tvö barnabörn. 5) Auður, f. 19. mars 1960, gift Oddi M. Guðmundssyni, f. 1. maí 1959, þau eiga tvo syni, Bergvin, f. 16. apríl 1986 og Hafstein, f. 23. sept. 1993. Sonur Auðar er Finn- bogi Þórisson, f. 18. nóv. 1978, hann ólst upp hjá ömmu sinni og afa, Kristjönu og Finnboga. Finnbogi ólst upp í foreldra- húsum í Eyjum ásamt bróður sín- um Jóhanni. Hann útskrifaðist úr Samvinnuskólanum 1947. Hann starfaði við ýmis skrifstofu- og verslunarstörf áður en hann eignaðist verslunina Eyjabúð ár- ið 1965 sem hann rak í 33 ár. Finnbogi starfaði í og var virkur félagi í Akóges og Oddfellow- stúkunni Herjólfi og gegndi ýms- um trúnaðarstörfum. Þar að auki starfaði hann í Landakirkju til fjölda ára m.a. sem hringjari og félagi í kirkjukórnum. Þá var hann heiðursfélagi nr. 1 í Arsen- alklúbbnum á Íslandi. Útför Finnboga fór fram 27. desember, í kyrrþey að ósk hins látna. 1964. 2) Friðfinnur, f. 3. júní 1950, kvæntur Ingu Jónsdóttur, f. 24. mars 1951, þau eiga þrjú börn, Ágústu, f. 28. apríl 1969, Gunnar, f. 9. mars 1975 og Finn- boga, f. 20. mars 1987, og fjögur barnabörn. 3) Ásta, f. 31. mars 1953, gift Ingólfi Grétarssyni, f. 7. sept. 1950, þau eiga tvær dætur, Kristjönu, f. 14. sept. 1973 og Kolbrúnu Sól, f. 28. maí 1981, og tvö barna- börn. 4) Kristín, f. 16. des. 1955, gift Ingibergi Einarssyni, f. 9. feb. 1955, þau eiga þrjár dætur, Ásu, f. 24. ágúst 1977, Kristjönu, f. 18. apríl 1984 og Bjarteyju, f. Nú er elskulegur faðir minn dá- inn. Ég elska hann svo mikið. Aldrei heyrði ég hann segja illt um nokkurn mann. Hann var alltaf svo góður við alla. Pabbi vildi láta jarða sig í kyrrþey. Hann sagði alltaf að maður ætti að vera góður við fólk meðan það væri á lífi, en ekki við kistulokið. Hann sagði oft við mig þegar ég fór að fylgja ein- hverjum: Ásta mín hvað ert þú að eltast við þetta. Elsku faðir minn var alltaf að hugsa um hag okkar barna sinna og barnabarna, hann hvatti okkur áfram í lífinu. Hann sagði við mig að lifa lífinu lifandi og reyna að gera eitthvað skemmtilegt. Ekki vera að velta sér upp úr einhverju misjöfnu. Hann pabbi hafði alla tíð mikinn áhuga á öllum fréttum og dagblöðum. Einnig las hann mikið og Laxness var mikið uppáhald. Pabbi hafði mikinn áhuga á fót- bolta, mikill Arsenal-aðdáandi og hafði hann gaman af því þegar hann var gerður að heiðursfélaga nr. 1 hjá Arsenalklúbbnum. Skemmtilegri og fyndnari pabba var ekki hægt að eiga. Ég er svo heppin að hafa átt pabba sem var með svona frábæran húmor. Frægir eru allir Eyjabúðarbrand- ararnir hans og ekki voru tilsvörin hans síðri. Ég dýrkaði allan hans húmor. Ég veit að pabbi minn elskaði mig mikið því hann sagði mér það alltaf þegar ég hitti hann, þá tók hann utan um mig og sagði að honum þætti vænt um mig. Hann var ekki eins og margir sem geta ekki tjáð tilfinningar sínar. Ég hafði mikla ánægju af því að bjóða foreldrum mínum í mat, því annan eins matmann og pabba þekki ég ekki. Humarsúpa var í miklu uppáhaldi. Hann hringdi alltaf þegar honum áskotnaðist humar, ég ætti að koma og ná í hann og þau mamma gætu komið hvenær sem væri í súpu. Það var skemmtilegt. Margir voru þeir sem færðu pabba eitthvað úr haf- inu. Allt fannst honum gott, meira að segja þorskhausar. Elsku pabbi var orðinn lélegur til heilsunnar, fæturnir voru farnir að gefa sig og mjaðmirnar líka. Hann átti orðið erfitt með allar hreyfingar. Oft var hann mjög kvalinn og þurfti að taka mikið af verkjalyfjum. En sem betur fer gat hann verið heima eins og hann vildi helst, þökk sé henni mömmu minni sem hugsaði svo vel um hann. Þakka þér fyrir það elsku mamma mín. Ég trúi því að nú líði pabba vel og að hann sé umvafinn af Gunnari bróður mínum, Jóa bróður sínum og foreldrum. Elsku pabbi, ég sakna þín sárt. Ég elska þig alltaf. Þín dóttir Ásta. FINNBOGI FRIÐFINNSSON Afi var ekki mikið fyrir breyt- ingar. Honum fannst kjúklingur ekki góður og þá var hann ekki borðaður hvernig sem hann var borinn fram. Fyrirfram var ákveð- ið að þetta yrði ekki gott, með til- heyrandi fussi og sveii. Hann þurfti líka réttilega að nota heyrn- artæki; þótt iðulega væri slökkt á því í eyranu á honum svo það þjón- aði meira tilganginum sem eyrna- tappi. Það varð svo uppspretta nokkurra ógleymanlegra brandara þegar afi misheyrði eitthvað. Afi var mikill áhugamaður um fótbolta og fylgdist grannt með leikjunum í sjónvarpinu en alltaf á sinn rólega og yfirvegaða máta. Við vissum það að ef Arsenal var að spila þá átti ekki að trufla hann. Það kom meira að segja fyrir að ef við heimsóttum hann á þeim tíma þá urðum við frá að hverfa. Afi Þórir var virkilega góður maður. Hann vildi vera með sín mál á hreinu og aldrei kom það fyrir að hann skuldaði neinum neitt. Hann var einlægur og góður við okkur barnabörnin. Það er sárt að þurfa að kveðja en við vitum að hann er á góðum stað. Við verðum heppin ef við náum að líkjast hon- um á einhvern hátt. Þín barnabörn, Guðfinnur og Sigrún María. Margs er að minnast og margs er að sakna eru orð sem komu upp í huga minn þegar ég frétti af and- láti Þóris Sigtryggssonar. Í lítilli fjölskyldu er hver einstaklingur mikilvægur og á sinn sess. Sam- skipti og minningar liðinna ára hafa mikið gildi. Svo er um okkar fjölskyldu. Þórir var hluti af henni, giftur Gógó (Sigrúnu) móðursystur minni. Tengsl þeirra systra og fjöl- skyldna þeirra voru afar náin og samgangur mikill. Minningarnar um Þóri ná allt til bernskuára minna. Flestar tengj- ast þær gagnkvæmum heimsókn- um fjölskyldnanna, tímum sem ég dvaldi á heimili þeirra þegar for- eldrar mínir voru á ferðalögum eða við aðrar aðstæður, fjölskyldu- boðum og síðan seinni tíma sam- kiptum, sem voru þó strjálli en áð- ur. En það sem sterkast kemur fram í hugann nú eru minningar sem tengjast jólum og samveru- stundum á þeirri hátíð. Ein af þeim minningum tengist aðfanga- dagskvöldi en það var siður, á meðan foreldrar mínir lifðu, að fjölskyldan af Kaplaskjólsveginum kæmi í kaffi og við eyddum hluta af kvöldinu saman. Notalegar stundir sem alltaf voru tilhlökk- unarefni og skilja eftir minningar sem í dag eru afar mikilvægar. Þórir var einn af þeim einstak- lingum sem fór lítið fyrir, hægur, ekki margmáll og vildi ekki láta mikið fyrir sér hafa en maður sem hafði einstaklega ljúfa og góða nærveru. Trúr þeim sem stóðu honum næst. Gógó og Þórir voru mjög sam- hent og góðir félagar. Það var hon- um því mjög erfitt er hún lést. Á þeim tímamótum kom vel í ljós tengsl og vinskapur hans og föður míns, sem báðir voru orðnir ekkju- menn. Þeir ræktuðu samkiptin ekki síður en áður, sem hafði mik- ið gildi fyrir báða. Megnið af starfsævinni vann Þórir ýmis verkamannastörf bæði til sjós og lands og sinnti þeim af samviskusemi og einurð. En síð- ustu árin dvaldi hann á Hrafnistu í Hafnarfirði, átti þar góðan tíma og naut samvista við sína samferða- menn. Þó Þórir bæri aldur sinn vel, orðinn 84 ára gamall, var samt sjáanlegt að elli kerling var farin að taka sinn toll. Um leið og ég kveð Þóri, sem er sá síðasti sem kveður af þeirri kynslóð fjölskyldunnar, finnst mér ég vera að kveðja hluta af fjöl- skyldusögunni. Þann kafla sem til- heyrði þessari kynslóð og er nú hluti minninganna. Nýr kafli er tekinn við. Ég þakka Þóri samfylgdina og votta Sigrúnu, Siffý, Svenna og fjölskyldum þeirra mína innileg- ustu samúð. Elín Mjöll Jónasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.