Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 33
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 33 Ólafsvík | Ferðamönnum sem komu í Pakk- húsið í Ólafsvík síðastliðið sumar fjölgaði í heild um 30% frá því sumarið 2002. Alls komu um 10.000 ferðamenn í húsið í sumar en tæp 7.000 árið áður og um 5.600 árið 2001. Heildaraukning frá því árið 2001 er því 43%. Mest fjölgaði íslenskum ferðamönnum en í sumar komu alls 5.100 Íslendingar í húsið. Erlendir ferðamenn voru hins vegar tæplega 4.800. Að sögn Elínar Unu Jónsdóttur safn- varðar má skýra þessi hlutföll íslenskra og erlendra ferðamanna að hluta með þeim gíf- urlega fjölda Íslendinga sem koma í húsið yf- ir Færeyska daga í Ólafsvík en starfsmenn Pakkhússins töldu tæplega 1.000 manns inn í húsið þá daga. Elín Una segir að fjöldi ferðamanna fari stigvaxandi á Snæfellsnesi, um það vitni flestir þjónustuaðilar á þessu svæði. Íslend- ingar sæki einnig í menningartengda ferða- þjónustu í auknum mæli. Aðsóknin í Pakk- húsið er gríðarmikil en hana má e.t.v. skýra með fjölbreytileika í því sem í boði er. Í hús- inu er rekin almenn upplýsingamiðstöð, kaffihús og handverksverslun og þar eru haldar að minnsta kosti þrjár listsýningar yf- ir sumarið. „Ferðaþjónustuaðilar í Snæfellsbæ hafa verið að vaxa og dafna undanfarið og allt þetta styður hvert annað. Fólk sem kemur til Ólafvíkur til að skoða Fiskasafnið eða kirkj- una kemur líka inn til okkar. Þeir sem eru staddir í Staðarsveit í bændagistingu fara e.t.v. hringinn fyrir Jökul og koma við hér og svo mætti lengi telja. Með fjölbreytileikanum í Pakkhúsinu náum við líka inn mjög breiðum hópi fólks með ólík áhugamál. Byggðasafnið á efri hæðunum laðar einnig að mikinn fjölda og ekki síst eftir að nýja sýningin, Krambúð- arloftið, var opnuð í vor. Auglýsingar hafa ef- laust einnig skilað sínu og góð umfjöllun Sú- sönnu Svavarsdóttur í Vesturlandsblaðinu sem fylgdi Morgunblaðinu í júlí síðastliðnum tel ég að hafi vakið mikla eftirtekt. Snæ- fellsbæingar allir mega svo sannarlega vera stoltir af að eiga þetta yndislega sögulega hús og þó það nú væri að það kæmist á kortið hjá Íslendingum öllum,“ segir Elín Una. Morgunblaðið/Óskar Óskarsson Laufey Helga, starfsstúlka Pakkhússins, afgreiðir handverk og gefur ferðamönn- um upplýsingar um Snæfellsnes. Ferðamönn- um fjölgar á Snæfellsnesi Íslendingar í meirihluta í Pakkhúsinu í Ólafsvík Hornafjörður | Aldrei hefur stærri kór skipaður heimafólki sungið á Hornafirði eins og á jóla- tónleikum Karlakórsins Jökuls sem voru í Hafnarkirkju síðasta sunnudag í aðventu. Kór- inn ásamt hljómsveit taldi um 140 manns sem eru 7% íbúa sýslunnar. Allir kórar í héraðinu komu fram á tónleikunum; Gleðigjafar, kór eldri borgara, Vox Luminae, Barnakór Horna- fjarðar, Samkór Hornafjarðar, Kvennakór Hornafjarðar og Karlakórinn Jökull. Einnig lék Lúðrasveit Hornafjarðar og Elvar Bragi Kristjónsson lék á trompet. Í lok tónleikanna sungu allir kórarnir tvö jólalög við undirleik lúðrasveitarinnar og undir stjórn Jóhanns Moráveks. Jóhann á hugmyndina að þessum samsöng en hann segir fjölmarga hafa talað um það hve- nær þeir fengju að heyra alla kórana syngja saman. Jóhann segir þetta verkefni hafa verið í bígerð í þrjú ár og fyrir tveimur árum hafi ver- ið gerð tilraun sem ekki hafi gengið upp. Þetta er ekki stærsti kór sem Jóhann hefur stjórnað því á Kötlumóti 1995 taldi kór og hljómsveit rúmlega 250 manns. Þeir tónleikar voru í íþróttahúsinu en tónleikarnir nú í Hafn- arkirkju. Karlakórinn Jökull hefur styrkt margvísleg málefni í gegn um árin, bæði einstaklinga og sérstök verkefni og kórar og tónlistarfólk hef- ur að sjálfsögðu lagt sitt að mörkum til að gera jólatónleikana að árvissum viðburði í jólaund- irbúningi Hornfirðinga. Að þessu sinni rennur ágóðinn óskiptur í sjóð sem fjármagnar kons- ertflygil sem keyptur var í Nýheima þegar hús- ið var vígt. Flygillinn hefur þegar sannað gildi sitt og er tónlistarlífi héraðsins mikil lyftistöng. Morgunblaðið/Kristín Gestsdóttir Aldrei hafa jafn margir heimamenn sungið saman í Hornafirði eins og á jólatónleikum Karlakórsins Jökuls, en þá sameinuðust sex kórar. Sex kórar sameinuðust í söng Risakór söng í Hafnarkirkju í Hornafirði síðasta sunnudag í aðventu Hveragerði | Á jólaböllunum í grunnskólanum, sem eru þrjú tals- ins er það hljómsveit hússins sem leikur undir, þegar gengið er í kringum jólatréð. Með hverju árinu verður hljómsveitin öflugri og er nú svo komið að flestir eru starfandi tónlistarmenn og starfa einnig við skólann á einn eða ann- an hátt. Í ár var hljómsveitin skipuð þeim Margréti S. Stefánsdóttur söng- konu og tónlistarkennara, Sævari Þór Helgasyni gítarleikara Á móti sól, Kristni Harðarsyni trommara í Pass, Guðjóni Sigurðssyni skóla- stjóra grunnskólans, Sigurði Einari Guðjónssyni fyrrum bassaleikara í Landi og sonum, Guðmundi Bene- diktssyni gítarleikara Brimklóar og Ian Wilkinson tónlistarkennara. Hljómsveitin hefur aðeins eitt hlut- verk, það er að spila á jólaböllum í skólanum og hvergi annarsstaðar. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Hljómsveitin fastráðin Hveragerði | Á aðventu er sér- staklega vandað til dagskrár fyrir dvalargesti Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. Að sögn Önnu Pálsdóttur upplýsingafull- trúa er margt í boði. Fram eftir desembermánuði er boðið upp á söng, tónleika og helgileik. Þeir sem glöddu dvalargesti fyrir þessi jól voru m.a. Söngsveit Hveragerðis, börn úr Grunnskóla og Tónlistarskóla Árnesinga í Hveragerði og Karlakór Selfoss. Mikil áhersla er lögð á það í öllu starfi Heilsustofnunar að koma til móts við þarfir dvalargesta. Ein- kunnarorð Heilsustofnunar eru: „Berum ábyrgð á eigin heilsu“ og leitast er við að hjálpa dvalargest- um við að ná eins góðri heilsu og verða má miðað við ástand hvers og eins. Flestir sem koma á Heilsustofnun dveljast þar í þrjár til fjórar vikur í senn, en fólk kem- ur helst vegna gigtsjúkdóma, of- þyngdar, hjarta- og æðasjúkdóma, síþreytu og bakveiki. Endurhæf- ing er einnig í boði eftir skurð- aðgerðir og meðferð vegna krabbameins, eftir mjaðma- og hnjáliðaaðgerðir, beinbrot o.fl. Meðferðin felst m.a. í sjúkraþjálf- un, líkamsrækt, umræðufundum, slökun, hugleiðslu, sjúkranuddi, leir- og heilsuböðum, stuðnings- viðtölum og mörgu fleiru. Margir stíga á stokk um ára- mótin og heita sjálfum sér og jafn- vel sínum nánustu því að taka nú upp betri siði með breyttum lífs- stíl. Á Heilsustofnun er boðið upp á vikunámskeið gegn reykingum þar sem áhersla er lögð á breyttan lífsstíl til betri heilsu með fræðslu og líkamsrækt. Ekki þarf tilvísun frá lækni á þetta námskeið. Næsta vikunámskeið gegn reykingum hefst 11. janúar 2004. Ný sundlaug, víxl- og leirböð auk þurr- og blautgufu voru tekin í notkun í nýju baðhúsi um mán- aðamótin sept./okt. sl. Aðstaðan er öll til fyrirmyndar. Leirböð Heilsustofnunar eru rómuð fyrir virkni sína við gigtsjúkdómum, húðvandamálum og vöðvabólgu. Almenningi gefst kostur á að nýta sér leirböðin, en upplýsingar um starfsemi Heilsustofnunar er að finna á www.hnlfi.is Vönduð aðventudagskrá NLFÍ Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Karlakór Selfoss kom á aðventunni og söng fyrir gesti Heilsustofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.