Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 35
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 35 Áramót eru á næstaleiti, gamla árið kveð-ur senn og nýtt tekurvið. Hvaða augum skyldu afkomendur okkar, kyn- slóðir framtíðarinnar, eiga eftir að líta þá daga, sem nú eru á förum? Ég velti því oft fyrir mér, en hef ekkert svar á reiðum höndum eftir þær pælingar, enda bara venju- legur maður, gjörsamlega sneyddur allri fjarskyggni. Þó grunar mig, að dómurinn verði okkur ekki hliðhollur, að mann- kynið eigi eftir að bera kinnroða af sumum verkum forfeðranna, eink- um og sér í lagi þjóðarleiðtoga nú- tímans sumra hverra. Flestir eru sammála um að Ví- etnamstríðið á seinni hluta 20. ald- ar hafi verið dýr mistök, og heims- byggðin er fyrir löngu búin að skrifa Íraksstríðið á reikning mis- viturra stjórnmálamanna Banda- ríkjanna, þótt enginn heilvita jarð- arbúi efist um, að full þörf var á að koma Saddam Hússein frá völd- um. Það er hins vegar aðferða- fræðin að baki innrásinni, sem hefur þótt orka tvímælis. Og reiði er í fólki vegna þess, að oftar en einu sinni og tvisvar hafa leiðtogar þessa mesta herveldis allra tíma, sem þó vilja telja sig kristna ein- staklinga, orðið uppvísir að því að ljúga blákalt framan í umheiminn. Í eina tíð hefðu þeir verið neyddir til að láta af störfum umsvifalaust, en því er ekki til að dreifa núna, heldur eflast þeir um allan helm- ing ef eitthvað er. Slíkt er víst á máli guðfræðinnar kallað forherð- ing og þykir ekki gott. Fyrir skemmstu valdi Time, hið mjög svo virta tímarit, mann árs- ins 2003 í Bandaríkunum, og þá sæmdarnafnbót hlaut að þessu sinni bandaríski hermaðurinn, en ekki topparnir, heilarnir á bak við stríðsbröltið. Að sjálfsögðu er þetta mikið áfall fyrir ráðamenn landsins, ekkert annað en köld vatnsgusa í andlit þeirra, og enn eitt sýnilega merkið um hug al- mennings til þess, sem er að ger- ast í Mið-Austurlöndum. Í vernd og skjóli þeirra sömu leiðtoga hafa Ísraelsmenn verið að murka líftóruna úr Palest- ínumönnum, þverbrotið mann- réttindasáttmála Sameinuðu þjóð- anna ítrekað og færast í aukana með hverri mínútunni sem líður. Og enginn hefur þorað að skerast í þann ójafna leik, af ótta við ref- sikló hvíthöfðaarnarins. Þess vegna birti til í hugum friðelskandi íbúa heimsins þegar spurðist út í nýliðinni viku, að e.t.v. væri loksins eitthvað að breytast. Og það kom úr innviðum sjálfs Ísraels. Í hádegisfréttatíma RÚV, 22. desember, mátti sumsé heyra þetta: Þrettán menn í varaliði þekktustu sér- sveitar Ísraelshers, Sayeret Matkal, neita að framfylgja skipunum um að- gerðir á hernumdu landi Palest- ínumanna. Þetta er í þriðja skiptið frá upphafi uppreisnar Palestínumanna, sem sérsveitarmenn neita að þjóna á hernámssvæðunum, en meðal þeirra er starfandi hreyfingin „hugrekki til að neita“. Mennirnir þrettán tilkynntu Sharon forsætisráðherra bréflega í gærkvöld að þeir neiti framvegis að taka þátt í siðlausum aðgerðum á Vesturbakk- anum og Gaza-svæðinu. Tíu eru óbreyttir hermenn en þrír eru yf- irmenn, æðstur þeirra er majór að tign. Níu gegna enn herþjónustu. Í bréfinu segir að sérsveitarmennirnir vilji hvorki taka þátt í kúgun og valdbeit- ingu né því að svipta milljónir Palest- ínumanna almennum mannréttindum. Þeir vilji ekki lengur mynda varn- arskjöld fyrir landnema. Skrifstofa forsætisráðherrans neitar að svara spurningum fjölmiðla um mál- ið … Sérsveitin tekur afar sjaldan þátt í að- gerðum á hernumdu svæðunum, en bréfið hefur mikla þýðingu vegna þess hve sveitin nýtur mikils álits meðal Ísr- aelsmanna. Ein þekktasta aðgerð henn- ar var þegar hún frelsaði 106 gísla flug- ræningja um borð í flugvél Air France-flugfélagsins á Entebbe- flugvellinum í Úganda árið 1976. Árið 1972 réðst hún, undir stjórn Ehud Bar- aks, inn í Sabena-flugvél, sem palest- ínskir hryðjuverkamenn höfðu rænt. Þetta er að mínu viti einhver áhugaverðasta frétt ársins, sem nú er við það að hverfa í aldanna skaut. Kannski eru þessir brestir fyrsta skrefið í að deila grannþjóð- anna leysist; kannski er þetta vísir að einhverju raunverulegu, fyrst þungavigtarmenn í innsta hring eru farnir að beina þannig kast- ljósinu inn í eigin herbúðir; kannski myndast nú loksins ær- legur þrýstingur utan að og leggst með á friðarsveifina. Vonandi. Nú- verandi ástand er a.m.k. ekki boð- legt siðmenntuðum heimi – þessi endalausu grimmdar- og níðings- verk. Umrædda sérsveit- arhermenn ætti hiklaust að verð- launa, með svipaðri útnefningu og bandaríska tímaritið gerði. Hinu skal ekki neitað, að Pal- estínumenn eru ekki saklausir all- ir, langt því frá. Mörg er höndin þar ötuð saklausu blóði. Því miður. En samúð mín er engu að síður hjá þeim, enda er þetta slagur lít- ilmagnans við Golíat, músarinnar við köttinn, barátta smælingjans við óréttlætið, hrokann og valdið. Og þá er ekki erfitt að velja á milli. Eða myndirðu ekki verja fjöl- skyldu þína, ef að henni væri sótt með drápstólum? Lög Hammúrabís Bab- yloníukonungs (1700–1800 f. Kr.), um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, eru fyrir löngu úr sér gengin og eiga því ekki heima á þessari plánetu lengur, eins og ég hef áð- ur nefnt í einhverjum þessara pistla minna. Að taka þau upp að nýju á víðum grunni endar með skelfingu, í algjöru myrkri. En það verður ekki fyrr en stríðs- herrar heimsins – og andstæð- ingar þeirra, í öllum myndum, þ.m.t. hryðjuverkamenn – átta sig á þessu, að okkur er borgið. Og það hlýtur að verða bæn okkar á árinu sem nú fer að heilsa. Menn ársins sigurdur.aegisson@kirkjan.is Nú fer að líða að vali á fólki ársins hér og þar, eins og venja er til. Sig- urður Ægisson lítur yfir árið sem nú er að kveðja, og telur að við lifum á óvenju hörðum og dap- urlegum tímum, þótt vit- anlega sé margt gott og bjart þar innan um. FRÉTTIR  GUÐMUNDUR Danielsson, æða- skurðlæknir, varði hinn 22. maí sl. doktorsritgerð við háskólann í Lundi. Ritgerðin fjallar um rann- sóknir á sjúk- lingum með bilun í bláæðakerfi ganglima. Hún samanstendur af samantekt og 6 sjálfstæðum greinum, sem allar hafa verið birtar í evrópsk- um eða banda- rískum læknatímaritum. Leiðbein- andi var prófessor Lars Norgren, yfirlæknir æðaskurðdeildar há- skólasjúkrahússins í Malmö-Lundi. Andmælandi var prófessor Mauri Lepäntalo, yfirlæknir æða- skurðdeildar háskólasjúkrahússins í Helsinki. Fjórar greinanna eru byggðar á rannsóknum, sem fram fóru við há- skólasjúkrahúsið í Lundi á árunum 1996 til 2000 en tvær voru gerðar við háskólann í Honolulu, Hawaii, á árunum 2000 til 2001, í samvinnu við prófessor Robert L. Kistner og prófessor Bo Eklöf við Straub- sjúkrahúsið, Honolulu, Hawaii. Rannsóknirnar sýndu hvernig unnt er að nota ómskoðun og rúm- málsmælingu (plethysmography) til að greina og meta bilun í blá- æðastarfsemi fótleggja. Nið- urstöður mælinganna voru notaðar, ásamt nýju flokkunarkerfi bláæða- sjúkdóma, til að meta árangur nýrra skurðaðgerða og lyfja- meðferða. Rannsakað var hvort flavonoider, sem er lyf unnið úr jurtaríkinu, geti bætt bláæðastarf- semi og minnkað einkenni sjúk- linga með æðahnúta. Sýnt var fram á að lyfið getur haft áhrif á starf- semi hvítra blóðkorna hjá sjúkling- um með bláæðasár en fyrri rann- sóknir hafa bent á þátt þeirra í tilurð sára. Ný meðferð með hita- legg hjá sjúklingum með æðahnúta var prófuð og voru fyrstu nið- urstöður góðar. Með þessum hita- legg var hægt að fá bilaðar lokur starfhæfar að nýju án skurð- aðgerðar. Að auki kom í ljós að offita er mikilvægur áhættuþáttur fyrir til- urð bláæðasára og að bilun í djúpa bláæðakerfinu er algeng hjá sjúk- lingum með sár, þrátt fyrir að þeir hafi ekki áður haft blóðtappa í fæti. Þessar niðurstöður verða m.a. birt- ar í árbók bandaríska æða- skurðlæknafélagsins á næsta ári. Guðmundur er fæddur í Reykja- vík 19. júlí 1962. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1982 og kandidatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1988. Hann lauk sérnámi í almenn- um skurðlækningum og æða- skurðlækningum 1995 við skurð- deild háskólasjúkrahússins í Lundi. Guðmundur er yfirlæknir við æðasjúkdómadeild háskólans í Malmö-Lundi og sinnir m.a. áfram- haldandi rannsóknum á sviði bláæðasjúkdóma. Foreldrar Guðmundar eru hjón- in Gerður Birna Guðmundsdóttir, snyrtifræðingur og Daniel Guðna- son, háls, nef og eyrnalæknir, Reykjavík. Kona Guðmundar er Elísabet Ingólfsdóttir, sálfræð- ingur, og eiga þau tvö börn, Bene- dikt fæddan 1996 og Andreu Birnu fædda 2003. Doktor í læknisfræði Guðmundur Danielsson Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.