Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 40
Úrslitin úr enska bolt- anum beint í símann þinn FÓLK Í FRÉTTUM 40 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Nýja svið og Litla svið CHICAGO eftir J.Kander og F.Ebb Frumsýning su 18/1 kl 20 - UPPSELT 2. sýn fi 22/1 kl 20 - gul kort 3. sýn lau 24/1 kl 20 - rauð kort 4. sýn su 25/1 kl 20 - græn kort 5. sýn fi 29/1 kl 20 - blá kort Fö 30/1 kl 20 - UPPSELT Fö 6/2 kl 20, Lau 7/2 kl 20 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Í kvöld kl 20, Fö 2/1 kl 20, Lau 3/1 kl 20 Lau 10/1 kl 20, Su 11/1 kl 20 RAUÐU SKÓRNIR e. H.C. Andersen í samvinnu við RAUÐU SKÓNA Frumsýning lau 17/1 kl 17 Su 18/1 kl 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 9/1 kl 20, Fö 23/1 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Í dag kl 14 - UPPSELT, Lau 3/1 kl 14 - UPPSELT, Su 4/1 kl 14,- UPPSELT Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14 Su 18/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 24/1 kl 14, Su 25/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 31/1 kl 14, Su 1/2 kl 14, Lau 7/2 kl 14 - TÁKNMÁLSTÚLKUÐ SÝNING SPORVAGNINN GIRND Á NÝJA SVIÐI JÓLASÝNING BORGARLEIKHÚSSINS **************************************************************** MUNIÐ GLEÐISTUNDINA FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU Miðasala í síma 552 3000 Loftkastalinn Sun. 28. des. kl. 20.00 laus sæti Lau. 10. jan. kl. 20.00 laus sæti Sun. 18. jan. kl. 20.00 laus sæti Sveinsstykki Arnars Jónssonar Nýr einleikur eftir Þorvald Þorsteinsson lau. 3. jan. kl. 20 - laus sæti sun. 11. jan. kl. 20 - laus sæti MÁN. 29/12 - KL. 19 UPPSELT AUKASÝNING SUN. 4/1 - KL. 19 LAUS SÆTI ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Jólasýning Borgarleikhússins SUFJAN Stevens er einn af þess- um ótrúlega afkastamiklu tónlist- armönnum sem leikur allt í hendi. Hann leiddi í eina tíð hljómsveitina Marzuki, sem lék þjóðlagapopp með keltneskum og arabískum áhrifum, er einn af eigendum útgáfunnar Asthmatic Kitty Records og hefur gefið úr þrjár mjög ólíkar sólóskífur þar sem hann gerir allt, semur lög og texta, leikur á öll hljóðfæri, tek- ur upp og útsetur. Þriðja skífan, Greetings From Michigan: The Great Lakes State, kom út fyrir stuttu. Í Marzuki lék Sufjan Stevens á ýmis hljóðfæri, en hljómsveitin var fræg fyrir framúrstefnulegt þjóð- lagapopp. Hann hætti í sveitinni haustið 1999 og tók til við að taka upp sólóskífu, meðfram því sem hann aðstoðaði Danielson Famile. Fyrsta sólóplatan, A Sun Came, kom út skömmu fyrir árslok 1999 og Stevens kynnti hana á tónleika- för með Danielson Famile fyrri hluta árs 2000. Hann leikur á öll hljóðfæri á plötunni, átján alls, og syngur að auki. Dýrahringur með tilbrigðum Næsta sólóplata, sem kom út 2001, var á skjön við það sem Stev- ens hafði áður sent frá sér, hét Enjoy Your Rabbit og var safn laga án söngs sem byggðust á dýra- hringnum kínverska með til- brigðum, því til viðbótar við lög sem heita eftir ári rottunnar, hestsins, uxans og svo framvegis eru tvö lög sem ekki eiga heima í hringnum, upphafslagið heitir Ár asmaveika kattarins, sem er reyndar heiti á út- gáfu Stevens, og lokalagið Ár Drottins. Ólíkt því sem Stevens hafði áður sent frá sér var tónlistin rafeindakyns og tilraunaleg. Hann hefur lýst því svo að sig hafi langað til að gera plötu með skemmtilegri rafeindatónlist, ekki bara innantómum töktum sem hon- um hafi virst megnið af framsæk- inni danstónlist vera. „Þar að auki var ég nýfluttur til New York, var í skóla og hafði engan tíma til að spila á gítar, það var svo miklu auð- veldara að búa til takta í tölvunni,“ segir hann. „Mig langaði að segja sögur án orða, að hljóðin yrðu líf- ræn og hlý, að semja tónlist sem reyndi á mörk rafeindatónlistar, fléttaði saman raftónlistartöktum og laglínum.“ Óður til Michigan Á síðustu sólóskífu Stevens hefur hann enn breytt um stíl og stefnu, tónlistin draumkennt popp með tregafullum textum. Platan heitir Greetings From Michigan: The Great Lakes State og er eins og nafnið ber með sér hylling heima- ríkis Stevens, aðallega bæjarins Flint sem hefur það orð á sér að vera versti staður til að búa á í gervöllum Bandaríkjunum, sjá til að mynda frásögn Michaels Moores af eymdinni í Flint í myndinni Roger and Me. Ekki er bara að Stevens sé að hylla heimaríki sitt heldur hyggst hann gera eins við 49 ríki Banda- ríkjanna til að því hann segir, kannski ekki með heilli plötu hverju fyrir sig en þau fá öll sín lög eða sitt lag að því hann segir, sumt gef- ið út á snældu, annað á 7" eða 12" eða mp3-lag sem hægt er að sækja á Netið og svo má telja. Saga, sagnir og landslag Í viðtali fyrir skemmstu sagðist hann vilja flétta saman sögu, sögn- um og landslagi í hverju ríki fyrir sig, eins konar hugmyndafræðileg- an ökutúr um Bandaríkin. „Það vakir fyrir mér að ná að skilja hvað það er að vera Bandaríkjamaður, ekki bara með því að lesa sögubæk- ur heldur með eigin rannsóknum. Við erum þjóð andstæðna, tog- streitu kynþátta og menningarkima, eymdar og allsnægta. Allt í nafni frelsis. Ég geri mér grein fyrir því að ég á ekki eftir að lifa það að ljúka við verkið, en geri ráð fyrir að aðrir taki við, ég ætla mér að vinna eina nótu í einu, eina sögu í einu.“ Stevens segist ekki hafa til að bera ríkulega föðurlandsást og hann sé reyndar mjög tortrygginn í garð þeirra sem stæra sig af slíku, hann sé heillaður af sögunni sem slíkri. „Ég finn til sterkra tilfinn- inga gagnvart Bandaríkjunum sem lýðræðistilraunar; land okkar er byggt á frjálslyndum húmanisma gegnsýrt af lögleysu og græðgi sem mér finnst mjög forvitnilegt.“ Greetings From Michigan: The Great Lakes State er fyrsta skrefið í þessu stórvirki en Stevens á tals- vert eftir, hann hefur ekki komið til allra ríkja Bandaríkjananna að því hann segir, á eftir að fara til Alaska, Hawaii, Texas, Missouri, Alabama, Louisiana og Maine, þannig að hann á talsvert ferðalag eftir. Hugmynda- fræðilegur ökutúr Sufjan Stevens heitir merkilegur bandarískur tónlistarmaður. Árni Matthíasson segir frá þeirri fyrirætlun Stevens að segja sögu Bandaríkj- anna í tónum. Sufjan Stevens. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.