Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 41
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 41 Munið að slökkva á kertunum          Útikerti eru oft staðsett þannig að hætta er á að yngsta kynslóðin rekist í þau og að yfirhafni fullorðinna, sérstaklega kápur og frakkar fullorðinna sláist í loga þeirra. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins    Félag eldri borgara í Hafnarfirði verður með áramótadansleik í Hraunseli, Flatahrauni 3, Hafnarfirði, þriðjudaginn 30. desember kl. 20.30. Happdætti og ásadans. Capri tríó leikur fyrir dansi. KATRÍN Júlíusdóttir er ein þeirra fjölmörgu sem tóku sæti á þingi í haust og tilheyrir yngri kynslóð þingmanna, en það má með sanni segja að sú vaska sveit hafi fjölmennt í sætin í haust. Katrín situr fyrir Samfylkinguna og stundaði m.a. nám í mannfræði og sinnti framkvæmdastjórn áður en hún skellti sér í hringiðu stjórnmálanna. Hér reifar hún ýmsa hluti sem snúa að persón- unni á bakvið þingmanninn, auk þess sem jólin eru henni hug- stæð um þessar mundir, eins og okkur flestum. Hvernig hefurðu það í dag? Hef það ljómandi gott þakka þér fyrir. Hvað ertu með í vösunum? Er reyndar með tóma vasa en er með fulla handtösku af bæði þörfum og óþörfum hlutum. Nota kannski jólafríið í að taka þar til! Uppvaskið eða skræla kartöflur? Elda afar sjaldan kartöflur og finnst ekki skemmtilegt að vaska upp þótt ég geri það oftar. Hefurðu tárast í bíói? Já vá! Tárast mjög oft í bíó yfir ótrúlegustu atriðum og finnst það gott og losandi. Ef þú værir ekki stjórnmálamað- ur, hvað vildirðu þá vera? Margt sem kemur til greina en ætli ég verði ekki að nefna að ég myndi vilja mennta mig meira og segi því háskólanemi. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Það voru tónleikar með Kim Lar- sen á Hótel Íslandi 1986 eða 7. Rauð jól eða hvít? Mig dreymdi um hvít jól! Hvaða leikari fer mest í taug- arnar á þér? Sú sem leikur Amber Moore í Bold and the Beautiful. Hver er þinn helsti veikleiki? Óþolinmæði Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Móðir, jákvæð, félagslynd, óþol- inmóð, stundum dálítið kærulaus. Bítlarnir eða Stones? Duran Duran eða Wham ætti kannski betur við og þá væri svar- ið Duran Duran auðvitað. Harður pakki eða mjúkur? Hmmm … fæ nú ekki marga pakka yfirleitt og ætti því ekki að gera upp á milli heldur vera þakk- lát fyrir það sem ég fæ en ætli ég segi ekki mjúkur að þessu sinni því ég fæ afar sjaldan mjúka pakka. Hver var síðasta bók sem þú last? Er að lesa Hillary – Living History. Hvaða lag spilarðu áður en þú ferð út á laugardagskvöldi? Núna er nýja plata Bang Gang Something Wrong í miklu uppá- haldi og þar verð ég að velja lagið „Find what you get“. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Keypti tvær plötur með Bang Gang, Something Wrong og You, og eru báðar alveg frábærar. Hamborgarhryggur eða rjúpa? Af þessu tvennu er það rjúpa, ekki spurning, hún er mun léttari í maga og meira spennandi. Eldaði þó sjálf hvorugt þessa nú um jól- in. Hver er unaðslegasti ilmur sem þú hefur fundið? Ilmurinn af vanillu er það besta. Hvert er þitt mesta prakkara- strik? Þau eru nú ekki mörg – það er frekar að ég verði fyrir þeim þar sem ég telst afar hrekklaus og ligg því vel við höggi. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Ísbjarnarkjöt Uppáhaldsjólasveinninn? Stúfur – alltaf þótt vænst um hann einhverra hluta vegna. Hef þó einnig haldið dáldið upp á Hurðaskelli því í kringum hann er minna laumuspil og ég kann vel við það. Leppalúði eða grýla? Tja – mér finnst grýla allavega skelfilegri. Aldrei litist neitt sér- staklega á hana en fundist Leppalúði vera frekar meinlaus í samanburðinum. Trúirðu á líf eftir dauðann? Ætla að láta það koma mér skemmtilega á óvart. Dreymdi hvít jól SOS SPURT & SVARAÐ Katrín Júlíusdóttir Morgunblaðið/Jim Smart FJÓRAR nýjar myndir komu út á myndbandi í vikunni. Fyrst má telja Synd (Sin), spennumynd með Gary Oldman og Ving Rhames, Tár Sólarinnar (Tears of the Sun), spennumynd með Bruce Willis og dramað Líf Davids Gales (The Life of David Gale) með Kevin Spacey og Kate Winslet. Síðast ekki síst má telja til Óskarsverðlaunamynd, japönsku teiknimyndina Andans ævintýri (Spirited Away). Auk Óskarsins hefur myndin unnið til fjölda annarra verðlauna, m.a. Gullna björninn á Berlínarhátíð- inni. Myndin er í leikstjórn Hayao Miyazaki og segir frá tíu ára stúlku, Chihiro og foreldrum henn- ar, sem eru að flytja í nýtt hús. Þau lenda fyrir tilviljun inni í kostulegri veröld anda og drauga þar sem foreldrunum er breytt í svín þegar þeir borða án leyfis af drekkhlöðnu veisluborði. Það er síðan undir Chihiro komið að bjarga foreldrum sínum úr álög- unum áður en þeir lenda sjálfir á veisluborði annarra gráðugra manna. Japönsk Óskarsverðlaunamynd Teikni- mynda- ævintýri og spenna                                                        !" #    !" #    !"   !"  $  #    !"  $  #    !"   !"   !"   !"   !" #   $   $  #  % % % &   &   '  &   &   &   % % &   % &   % &   &   &   % &                          ! "     # $ % & '     ) * '   +  , * -  $ )   )   *  . /''     )  0       

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.