Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt magnað meistaraverk frá leikstjóranum Clint Eastwood. Frábærir leikarar sem sýna eftirminnilegan stjörnuleik. Mynd sem enginn má missa af. EPÓ Kvikmyndir.com Roger Ebert The Rolling Stone “Grípandi og hrikaleg. Enn ein sönnun þess að Clint Eastwood er í hópi bestu leikstjóra samtímans.” S.V. Mbl. “Það er hreint og klárt dekur við áhorfendur að bjóða upp á annan eins leikarahóp með Sean Penn fremstan meðal jafningja.” Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ SV. Mbl  AE. Dv  Skonrokk FM909 Sean PENN Tim ROBBINS Kevin BACON Laurence FISHBURNE Marcia Gay HARDEN Laura LINNEY Fráframleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Kemur jólapakkinn í ár Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Jólapakkinn í ár Setti nýtt aðsóknamet í Bretlandi og sló út myndir eins og „Notting Hill“ og „Bridget Jones's Diary.“ Sýnd kl. 2.45, 5.20, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.15 og 10. B.i. 16. Enskur texti  HJ.MBL Kvikmyndir.isGH. Kvikmyndir.com „Drepfyndinn hryllingur!“ Þ.Þ. Fréttablaðið „Jólamyndin 2003“ Sýnd kl. 3 og 8. Sýnd kl. 3 og 5. Íslenskt tal. „Snilld! Frábær!“ Peter Jackson, leikstjóri Lord of the Rings Kalli Kanína og félagar eru mættir í splunkunýju bráðfyndnu ævintýri. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15. Sýnd kl. 3 og 5. Íslenskt tal. Vinsælasta myndin á Íslandi 3 vikur í röð! Frumsýning KEISARAKLÚBBURINN Frábær mynd með Óskarsverðlaunahafanum Kevin Kline en hann fer hreinlega á kostum í myndinni. MYNDIN HEFUR FENGIÐ FRÁBÆRA DÓMA.  Kvikmyndir.com  Roger Ebert Sýnd kl. 8 og 10.05. B.i. 16. Tilnefnd til 5 Golden Globe verðlauna meðal annars besta mynd ársins ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.30, 4, 6.30, 8 og 10.30. KRINGLAN Sýnd kl. 7, 9 og 11.30. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 8 OG 10.30. Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Fráframleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Kemur jólapakkinn í ár Jólapakkinn í ár KEFLAVÍK Kl. 8. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.30. GH. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  HJ.MBL Vinsælasta myndin á Íslandi 3 vikur í röð! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10.10. Enskt. tal. KRINGLAN Sýnd kl. 1, 3, 5 og 7. Ísl. tal. KEISARAKLÚBBURINN „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ EINHVERS staðar dýpst inni í holum hamr- inum sem gnæfir yfir Hverfisgötuna neðan- verða býr ef til vill einhver sem veit hver það var sem fékk þá stórkostlegu hugmynd að festa leik- rit Thorbjörns Egner, Kardemommubæinn og Dýrin í Hálsaskógi, á hljóm- plötu. Eflaust óraði hug- myndasmiðnum ekki fyrir hve víðtæk og mótandi áhrif þetta hefði á nær alla þá landsmenn sem alist hafa upp í þessu landi alla tíð síðan. Ef til vill stígur Leikfélag Reykjavíkur hér merkilegt skref á þroskabraut- inni í átt að því að taka sinn þátt í að móta huga þeirra sem erfa skulu landið. Því rétt eins og verk Egners virðast tilheyra Þjóðleikhúsinu er Lína Langsokkur í hugum landsmanna tengd stórhýsi leikfélagsins við Listabraut, a.m.k. birt- ist hún þar á fjölunum á nokkurra ára fresti. Væntanlegir hlustendur geta hrósað happi yfir að það er einmitt þessi gerð verksins sem ratar á disk því að þetta er án efa vandaðasta sýningin á verkinu sem sett hefur verið á svið hér á landi. Í raun er tónlistin í verkinu aðeins helmingur pakkans, hér er leikritið um Línu Langsokk flutt í heild sinni, þ.e. að Maríu Reyndal hefur tekist svo listilega að sníða af því óþarfa krús- indúllur að einskis er að sakna. Til að kynna at- riðin skapar hún persónu sögumanns sem Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer listavel með enda skírmælt með afbrigðum. Það vill líka svo vel til að hin nýútskrifaða Ilmur Kristjánsdóttir tekur Línu svo sterkum tökum og mótar hana svo örugglega að flippaðasta hluta persónuleika síns að aðrar Línur þurrkast sjálfkrafa út úr minn- inu. Það er svo merkilegt með Línu – þegar það er haft í huga að hún er sprottin alsköpuð úr hugskoti sænska sagnaskáldsins Astrid Lind- gren – að hún er í andstöðu við allt sem sænskt er í hugum flestra. Niðurnjörvað þjóðfélag sem leggur mesta áherslu á rökræna hugsun, vand- aða framkomu og virðingu fyrir þeim gildum sem eru í heiðri höfð er eitthvað sem Lína og í raun flestar eftirminnilegustu persónur Lind- gren eru í uppreisn gegn. Samt er ekki annað hægt að segja en að Lína sé órjúfanlegur hluti þessa þjóðfélags, enda tíðkast að leyfa nær öll- um að leggja sitt af mörkum til samfélagsum- ræðunnar. Lína er því ekki and-sænsk, hún er bara öðruvísi sænsk en nær allir hinir Svíarnir. Í lok verksins beygir Lína sig undir þrýsting sam- félagsins og horfist í augu við raunveruleikann – áheyrendur er aftur á móti sannfærðir um að hún muni áfram takast á við lífið á eigin for- sendum. Flest lögin eru ágæt til síns brúks og sum mjög grípandi. Hljóðfæraleikur gleðisveitarinn- ar Geirfuglanna smellpassar við verkið, misein- faldar útsetningar og skemmtilega kæruleysis- leg sólóbrot í bland við ákafa spilagleði hæfa persónu Línu betur en annar flutningsmáti gæti mögulega gert. Eins og í leiknum mæðir líka langmest á Ilmi Kristjánsdóttur sem söngvara og hún reynist hafa sterka og sérstaka rödd sem smellpassar við Línu. Það verður spennandi að sjá hvort Ilmur lagar sig jafn eftirminnilega að öðrum hlutverkum í framtíðinni. Tónlist Sænska Línan Leikfélag Reykjavíkur og Geirfuglarnir Lína Langsokkur Skífan Höfundar leikgerðar: Astrid Lindgren og Staffan Gö- testam. Þýðing: Þórarinn Eldjárn. Þýðing söngtexta: Þórarinn Eldjárn, Kristján frá Djúpalæk og Veturliði G. Óskarsson. Höfundar tónlistar: Freyr Eyjólfsson, Halldór Gylfason, Jan Johansson, Georg Riedel, Þor- kell Heiðarsson og Þór Tulinius. Hljóðfæraleikarar og höfundar útsetninga: Andri Geir Árnason, tromm- ur, slagverk; Birkir Freyr Matthíasson, trompet; Freyr Eyjólfsson, mandólín, banjó; Stefán Már Magn- ússon, gítar, bassi; og Þorkell Heiðarsson, harm- ónikka, píanó. Tónlistarstjórn og upptaka: Þorkell Heiðarsson. Helstu leikarar og söngvarar: Bergur Þór Ingólfsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Guðmundur Ólafsson, Gunnar Hans- son, Halldór Gylfason, Hanna María Karlsdóttir, Ilm- ur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Sig- rún Edda Björnsdóttir, Theodór Júlíusson og Þór Tulinius, Hljóðblöndun og samsetning: Arnar Helgi Aðalsteinsson og Þorkell Heiðarsson. Sveinn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.