Morgunblaðið - 29.12.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 29.12.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 352. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Í fremstu röð Jón Helgi Guðmundsson er maður ársins í viðskiptalífinu Viðskipti Távænir í tísku Flatbotna skór að ryðja sér til rúms Daglegt líf Aðgát skal höfð Augnlæknar hvetja til varkárni um áramótin | 8 SÝNING á rúmlega sextíu mál- verkum Errós er fyrirhuguð í Grey Art Gallery í New York næsta vor. Er þetta fyrsta sýn- ing listamannsins í Bandaríkj- unum í meira en 30 ár og því segir Eiríkur Þorláksson, for- stöðumaður Listasafns Reykja- víkur, sem hefur verið að und- irbúa sýninguna, að hér sé um nokkurs konar endurkomu Errós að ræða vestanhafs. Stendur sýningin yfir frá miðj- um apríl og fram í júlí næstkom- andi. Grey Art Gallery er starfrækt í tengslum við New York-háskólann og er með þeim þekktustu þar í borg. Að sögn Ei- ríks kynntist safnstjórinn verkum Errós á yf- irlitssýningu í París árið 1999 og kom hingað til lands tveimur árum síðar að skoða Erró- sýningu í Hafnarhúsinu. Flest verkin koma þaðan en einnig beint frá Erró sjálfum og var safnstjórinn hjá listamanninum í París um jólin að skoða þau verk. Segir Eiríkur að verkin sextíu spanni vel feril Errós, allt frá sjötta áratug síðustu aldar til dagsins í dag. Í tengslum við sýn- inguna verða fluttir fyrirlestrar um verk Errós og segir Eiríkur að einnig standi til að hafa nokk- urs konar Íslandskynningu í samstarfi við Flugleiðir, sendi- ráð Íslands í New York og fleiri aðila. Þá verður á svipuðum tíma lítil sýning í gangi í Göthe-stofnuninni þar í borg á nýlegum verkum Errós. Eiríkur vonast til þess að sýningin í New York verði upphafið að fleiri og stærri sýn- ingum í Bandaríkjunum á næstu árum. Sýning í New York í vor á verkum Errós Fyrsta sýningin í Bandaríkjunum í rúm 30 ár herra í þessum ríkjum, sem langflest eru smá og í fjarlæg- ari heimsálfum. Á síðustu mánuðum hefur stjórnmálasambandi verið komið á við fimm ríki, þ.e. Máritíus, Ekvador, Austur- Tímor, Dóminíska lýðveldið og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Gunnar Snorri segir fasta- nefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York hafa með þetta mál að gera að mestu leyti. Búið sé að for- gangsraða þessum ríkjum og unnið verði eftir ákveðnu skipulagi næstu tvö árin. Ekki ÍSLENSK stjórnvöld áforma að á næstu tveimur árum, 2004 og 2005, verði formlegu stjórnmálasambandi komið á við flest þau um 90 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sem ekki hafa verið í slíku sam- bandi við Ísland. Að sögn Gunnars Snorra Gunnarsson- ar, ráðuneytisstjóra í utanrík- isráðuneytinu, tengist þetta framboði Íslands til Öryggis- ráðs SÞ tímabilið 2009 til 2010, en gefur um leið tæki- færi til að styrkja samskipti Íslands við umheiminn. Gunn- ar Snorri segir engin áform uppi um að útnefna sendi- er talin ástæða til að stofna til sambands við öll ríkin 191, en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin, einkum ey- ríkjum og öðrum smáríkjum. Stofnríki Sameinuðu þjóð- anna árið 1945 voru 51. „Þessi vinna tengist fram- boði okkar til Öryggisráðsins en hefur engu að síður sjálf- stætt gildi. Framboðið drífur okkur af stað og hvetur til dáða í að efla samskipti yfir- leitt við önnur ríki heims. Þetta mun skila okkur því að við stöndum uppi með sterk- ari tengsl við öll ríki heims en áður,“ segir Gunnar Snorri. Stjórnmálasamband áformað við flest aðild- arríki Sameinuðu þjóðanna á næstu árum Sambandi komið á við um 90 ríki MEIRA en 600 lögmenn hafa óskað eftir því að fá að verja Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, þegar hann verður dreginn fyrir rétt, að sögn jórdanska dagblaðsins Jordan Times. Blaðið hafði þetta eftir Hussein Mjalli, formanni samtaka jórdanskra lögmanna. „Ætlunin er að stofna nefnd sem á að taka þátt í málsvörn íraska forsetans fyrrver- andi,“ sagði Mjalli. „Sérfræðingar frá öllum heiminum eiga að sitja í nefndinni.“ Fyrr í mánuðinum sendu lögmannasam- tökin Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, bréf þar sem þau óskuðu eftir því að Saddam Hussein yrði fluttur til hlutlauss lands. Yfir 600 vilja verja Saddam YFIRVÖLD í Íran sögðu í gær að talið væri að yfir 30.000 manns hefðu látið lífið í jarðskjálftanum í borginni Bam í suðausturhluta landsins á föstudag. Íranska innan- ríkisráðuneytið sagði að reynt yrði áfram að bjarga fólki í húsarúst- unum þar til björgunarsveitirnar teldu engar líkur á að fleiri fyndust á lífi. Fyrr um daginn höfðu embætt- ismenn Sameinuðu þjóðanna í Genf sagt að búist væri við því að leitinni að fólki, sem kynni að hafa komist lífs af, yrði ekki haldið áfram í dag og að björgunarsveitirnar ein- beittu sér að því að fjarlægja lík og aðstoða fólk sem missti heimili sín í náttúruhamförunum. Talsmaður íranska innanríkisráðuneytisins sagði hins vegar síðdegis að leitinni yrði haldið áfram þar til engar lík- ur teldust á því að fólk væri enn á lífi í húsarústunum. Hann benti á að dæmi væru um að fólk hefði fundist á lífi fjórum til fimm dögum eftir jarðskjálfta í Íran. Um þúsund hafa fundist á lífi Héraðsyfirvöld í Bam sögðu að nú væri talið að yfir 30.000 manns hefðu látið lífið í hamförunum og Breskur björgunarmaður sagði að sveit sín hefði ekki fundið neinn á lífi í rústunum eftir sólarhrings- leit. „Við þessar aðstæður er ég ekki bjartsýnn á að finna nokkurn á lífi,“ sagði hann. „Vonin dvínar mjög hratt. Mörg fórnarlambanna köfnuðu og í húsarústunum er mjög lítið um loftgöt eða op til að fólk geti komist lífs af.“ Að minnsta kosti 45 flugvélar komu til Írans um helgina með björgunarsveitir, leitarhunda, hjúkrunarfólk og birgðir. Meðal annars komu þangað fjórar banda- rískar herflutningavélar frá Kúveit þótt Íran sé á meðal þeirra ríkja sem George W. Bush Bandaríkja- forseti segir að myndi „öxul hins illa“ í heiminum. fregnir hermdu fyrr um daginn að um 22.000 lík hefðu fundist. Um 11.500 manns, sem slösuðust í hamförunum, hafa verið fluttir á sjúkrahús víða um landið. Um þúsund manns fundust á lífi í rústunum á laugardag og í gær. Þrír menn létu lífið þegar írönsk herþyrla með hjálpargögn hrapaði nálægt Bam. Minnkandi líkur á að fólk finnist á lífi í húsarústunum í Íran Leitinni haldið áfram þar til öll von er úti Talið að yfir 30.000 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum Reuters Írönsk kona situr við lík ættingja síns áður en það var fært í fjöldagröf í írönsku borginni Bam í gær. Bam. AFP, AP. FYRSTU tölur í þingkosningunum í Serb- íu í gær bentu til þess að Róttæki flokk- urinn (SRS), sem er mjög þjóðernissinn- aður, hefði fengið mest fylgi, 27,5%, að sögn eftirlitsstofnunarinnar CESID sem fylgdist með kosningunum. SRS er flokkur Vojislavs Seseljs sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi. Þremur flokkum serbneskra lýðræð- issinna var spáð 41,5% atkvæðanna sam- tals og talið er líklegt að það nægi til að koma í veg fyrir að SRS komist til valda. AP Serbneskur piltur stingur atkvæði móður sinnar í kjörkassa í Belgrad í gær. Þjóðernissinnar með mest fylgi Belgrad. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.