Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMBAND VIÐ FLEIRI Formlegu stjórnmálasambandi verður komið á milli Íslands og nærri 90 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna á næstu tveimur árum. Flest eru þetta smáríki í fjarlægari heimsálfum. Tengist þetta fram- boði Íslands til Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna tímabilið 2009– 2010. Eldur á Nesinu Eldur kom upp í gamla Ísbjarn- arhúsinu á Seltjarnarnesi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Fjölmennt lið slökkviliðsmanna kom fljótt á vett- vang og tókst að hefta útbreiðslu eldsins. Talsverður eldsmatur var í húsinu. Mildi að ekki fór verr Engu mátti muna að bíll með tveimur farþegum færi niður þver- hnípta Fossahlíð í Skötufirði á laugardag, fram af 50 metra hengi- flugi og út í sjó. Ökumaður slapp nær ómeiddur úr slysinu en sam- býliskona hans tvíbrotnaði á hand- legg og öxl. Sat konan föst í bílnum í þrjá klukkutíma. Erró í Bandaríkjunum Áformað er að opna sýningu með sextíu verkum Errós í þekktu lista- safni í New York næsta vor. Er þetta fyrsta sýning Errós í Banda- ríkjunum í meira en 30 ár. Talið að 30.000 hafi farist Yfirvöld í Íran sögðu í gær að tal- ið væri að yfir 30.000 manns hefðu látið lífið í jarðskjálftanum á föstu- dag. Íranska innanríkisráðuneytið sagði að reynt yrði áfram að bjarga fólki í húsarústunum þar til björgunarsveitirnar teldu engar líkur á að fleiri fyndust á lífi. Kosningar í Serbíu Flokkur serbneskra þjóðernis- sinna, Róttæki flokkurinn (SRS), fékk mest fylgi í þingkosningunum í Serbíu í gær. Talið var þó að þrír lýðræðissinnaðir flokkar fengju nógu mikið fylgi til að geta komið í veg fyrir að SRS kæmist til valda. Prodi sýnt banati lræði Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, slapp ómeiddur þegar hann opnaði böggul, sem innihélt sprengju, á heimili sínu á laugar- dag. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 29 Vesturland 11 Myndasögur 28 Viðskipti 12 Bréf 28 Erlent 13/14 Dagbók 31/32 Daglegt líf 15 Íþróttir 32/33 Listir 16/18 Leikhús 34 Skoðun 19 Fólk 34/37 Forystugrein 20 Bíó 34/37 Umræðan 22 Ljósvakar 38 Minningar 22/26 Veður 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FLUGELDAR í öllum regnbogans litum renndu sér eftir himninum yfir höfuðborgarsvæðinu seinnipartinn í gær og minntu borgarbúa á að brátt brennur árið 2003 upp. Það voru félagar í björgunarsveitum Reykjavíkur og Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem skipulögðu flugeldasýninguna og skutu á loft um 800 tívolíbombum. Lögðu margir leið sína í Öskjuhlíðina til að fylgjast með dýrðinni þrátt fyrir að Kári biti í rjóðar kinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugeldar lýsa upp Öskjuhlíðina LEITAÐ hefur verið dyrum og dyngjum að jólapökkum sem senda átti með Austurleið-Kynnisferðum frá Umferðarmiðstöðinni (BSÍ) síð- degis á Þorláksmessu og austur á Selfoss. Þar beið kona eftir pökkun- um en aldrei komu þeir fram. Rannveig Ásgeirsdóttir, sem sendi gjafirnar til ættingja sinna, segist hafa hringt í marga bílstjóra, tengiliði sérleyfishafa og viðtöku- staði, allt austur á Höfn og norður á Akureyri. Hvergi hafi pakkarnir komið fram, en þeir voru í stórum pappakassa og svartur plastpoki þar utan yfir. Pokinn og kassinn voru vel merktir viðtakanda. Grunar Rann- veigu að pakkarnir hafi verið teknir úr farangursgeymslu rútunnar, von- andi ekki ófrjálsri hendi. Rannveig segist hafa varið öllum aðfangadagsmorgni í að hafa uppi á pökkunum, fyrst með hringingum og síðan með því að fara sjálf á BSÍ og leita. Hafi einhverjir orðið varir við þessa sendingu, svartan poka utan um kassa, biður Rannveig þá hina sömu að hafa samband við viðtak- andann í síma 487-5117. Guðni Guðnason hjá Austurleið- Kynnisferðum á Selfossi segir gríð- armikla leit hafa farið fram að þess- ari sendingu fyrir jól, en því miður án árangurs. Engu sé líkara en jörð- in hafi gleypt kassann. Grunar hann, líkt og Rannveigu, að sendingin hafi aldrei farið frá BSÍ eða hún hafi rat- að á rangan stað og skili sér vonandi á næstu dögum, líkt og mörg dæmi séu um í sambærilegum málum. Spurður um hver beri ábyrgð á að svona pakkar skili sér alla leið segist Guðni telja að allur pakkaflutningur sé án ábyrgðar, nema sendandinn láti tryggja pakkana ef um sérstök verðmæti sé að ræða. Jólapakkar skiluðu sér ekki frá BSÍ BÆJARSTJÓRN Seltjarnarnesbæj- ar hefur í kjölfar bréfs frá Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) falið Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra að vinna nánar að áformum um byggingu hjúkrunarheimilis á svonefndri Lýs- islóð við Eiðsgranda. Skömmu fyrir jól ritaði Jónmundur bréf til borgar- ráðs Reykjavíkur með ósk um sam- starf í málinu. Jónmundur segir við Morgunblaðið að hér sé brýnt mál á ferðinni, bæði fyrir Seltirninga og Reykvíkinga. Hann segir hugmyndina hafa komið upp í óformlegum viðræðum sínum við ÍAV, sem hafi keypt lóðina og í fyrstu ætlað að reisa þar íbúðabyggð. Forsvarsmenn ÍAV hafi síðan reynst jákvæðir fyrir hugmynd um bygg- ingu hjúkrunarheimilis, ekki síst í ljósi þess að í kringum lóðina eru margar íbúðir aldraðra. „Við Seltirningar höfum lengi haft í hyggju að reisa hjúkrunarheimili en ekki komið okkur saman um stað- setningu. Vinnuhópur sem skilaði skýrslu síðastliðið haust um málefni aldraðra tilgreindi staðsetningu ann- ars vegar inni í Seltjarnarnesbæ og hins vegar við túnfótinn hjá okkur í vesturbæ Reykjavíkur, meðal annars á Lýsislóðinni,“ segir Jónmundur, sem er bjartsýnn á jákvæð viðbrögð borgarfulltrúa Reykjavíkur. Reiknað er með að hjúkrunarheim- ilið hafi að lágmarki 60 rými. Jón- mundur segir Seltjarnarnesbæ eiga 14 rými fyrir aldraða á Reykjavíkur- svæðinu, flest í Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. Því sé langt að fara fyrir marga aðstandendur. Hann seg- ir að miðað við samsetningu íbúa Sel- tjarnarness sé líkleg þörf í framtíð- inni jafnan um 30 rými. Hjúkrunarheimili áformað á Lýsislóðinni við Eiðsgranda Seltjarnarnesbær og ÍAV óska eftir samstarfi við Reykjavíkurborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.