Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓLATÍÐIN hefur verið hentug til vetraríþrótta og útivistar hvers kon- ar. Bjart var yfir og öll veðurskilyrði hin bestu til að njóta samveru við vini og fjölskyldu utan dyra. Það skemmdi ekki fyrir að jólin voru minni brandajól, sem þýðir að frí- tími margra fjölskyldna var enn meiri en ella. Skíðasvæðið á Bláfjöllum var opið um helgina og naut mikilla vinsælda. Að sögn Loga Sigurfinnssonar, framkvæmdastjóra skíðasvæða höf- uðborgarsvæðisins, voru svæðin af- ar vel sótt, á laugardegi og sunnu- degi komu ríflega 2.000 manns á skíði. „Það var mjög gott veður og færi á laugardaginn þar sem við vor- um með opið. Svo kólnaði aðeins í dag og fór að blása, en það stoppaði ekki mannskapinn,“ segir Logi. Einnig mátti sjá fólk skauta á Reykjavíkurtjörn. Nýopnað skauta- svell í Egilshöll naut vinsælda um helgina. Að sögn Páls Þórs Ár- manns, framkvæmdastjóra Egils- hallar, var mikið að gera í höllinni og komu hátt í tvö þúsund manns á svellið og skautuðu kringum jólatré undir jólatónum. Samhliða því var jólamót Knattspyrnuráðs Reykjavík- ur í knattspyrnusal hallarinnar og því líf og fjör á svæðinu. Heiður himinninn gerði dagana góða fyrir flugáhugamenn, sem margir hverjir tóku á loft til að njóta útsýnisins yfir hálendið og kringum höfuðborgarsvæðið í björtu veðrinu. Í Egilshöll dansaði fólk á skautum kringum jólatré undir ljúfum jólatónum. Skautasvellið hefur verið vel sótt frá því það var opnað 21. desember. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugfeðginin Árni Sigurbergsson og Berglind Heiða Árnadóttir voru að gera sig klár fyrir flugtak og flugu síðan út í bláinn á heimasmíðuðu loftfari til að skoða landslag vetrarins ofan frá. Ríflega tvö þúsund manns sóttu skíðasvæðið í Bláfjöllum um helgina.Veðrátta til útivistar UM 230 einstaklingar hafa leitað til Ráðgjafarstofu um fjármál heimil- anna á þessu ári. Að sögn Ástu Sig- rúnar Helgadóttur, forstöðumanns stofunnar, er þetta svipaður fjöldi og á síðasta ári, sem var metár þegar 835 manns óskuðu ráðgjafar vegna fjármála sinna. Frekari upplýsingar um þetta ár liggja ekki fyrir, segir Ásta, en verið er að afla gagna í árs- skýrslu sem koma á út á fyrstu mán- uðunum 2004. Greining á aðstæðum þess fólks sem leitað hefur til stofunnar á þessu ári liggur ekki fyrir en á síðasta ári var skiptingin þannig að 59% þeirra sem leituðu ráðgjafar voru í vinnu, 19% voru atvinnulaus, 18% voru ör- orku- og ellilífeyrisþegar, 2% nemar og 2% heimavinnandi. Frá því að Ráðgjafarstofan tók til starfa árið 1998 hafa fjögur þúsund fjölskyldur á Íslandi fengið aðstoð við að leysa úr fjárhagsvandræðum sínum. Að auki hafa nokkur þúsund manns fengið ráðgjöf símleiðis. Ásta segir að síðast en ekki síst gegni Ráðgjafarstofan því mikilvæga hlut- verki að leiða til samstarfs þá aðila sem komi að lausnum á fjármálum fólks. Styrkur starfseminnar liggi í þeirri samvinnu. Fleiri þjónustusamningar Samkomulag um rekstur Ráðgjaf- arstofunnar, sem gerður var á síð- asta ári, gildir út næsta ár, eða til 31. desember 2004. Þeir sem komu að samkomnulaginu voru félagsmála- ráðuneytið, Íbúðalánasjóður, Reykjavíkurborg, Kaupþing Búnað- arbanki, Íslandsbanki, Landsbank- inn, Samband íslenskra sparisjóða, Samband íslenskra sveitarfélaga, Neytendasamtökin, Þjóðkirkjan, Landssamtök lífeyrissjóða, ASÍ og BSRB. Ákveðið var fyrir ári að kanna vilja og áhuga fleiri sveitarfé- laga til að koma að rekstrinum og hefur það borið þann árangur að nú hafa Kópavogsbær og Akureyri bæst í hópinn með gerð þjónustu- samnings við Ráðgjafarstofuna. Einnig hafa Kreditkort hf. styrkt starfsemina á þessu ári, sem og Sam- band íslenskra tryggingafélaga. Lögbundið hlutverk stofunnar er að veita fólki sem á í verulegum greiðsluerfiðleikum, og komið er í þrot með sín fjármál, endurgjalds- lausa ráðgjöf. Er henni ætlað að veita fólki aðstoð við að fá yfirsýn yf- ir stöðu mála, hjálpa til við greiðslu- áætlanir, velja úrræði og hafa milli- göngu um samninga við lánardrottna ef með krefur. Svipaður fjöldi og á metári í fyrra Beiðnir einstaklinga um aðstoð hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna Morgunblaðið/Brynjar Gauti HÓPUR 20 til 30 ungmenna á aldrinum 14 til 18 ára gerði að- súg að lögreglumönnum á Höfn í Hornafirði aðfaranótt laugar- dags. Atvikið varð þegar lög- reglumenn hugðust handtaka mann eftir slagsmál á unglinga- dansleik á vegum Framhalds- skólans í Vestur-Skaftafells- sýslu. Fjórir lögreglumenn voru á vettvangi, og áttu þeir í vök að verjast. Einhverjir þeirra voru hruflaðir og blóðugir á eftir, en enginn þurfti að leita til læknis vegna þessa. Lögreglumennirnir hand- tóku manninn sem hafði stofn- að til slagsmála á dansleiknum, og fluttu auk þess fimm til sex ungmenni á lögreglustöðina. Lögreglan hafði samband við foreldra ungmennanna, en maðurinn sem var handtekinn var látinn sofa úr sér í fanga- geymslu, og var yfirheyrður um sunnudagsmorguninn. Ungmenni gerðu aðsúg að lögreglu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.