Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 9 MORE & MORE, Glæsibæ Áramótadressin færðu hjá okkur. Erum með fallega skó Óskum okkar viðskiptavinum gleðilegs árs. Sími 588 8050. Opið 29. des. frá kl. 11-18 og 2. jan. 13-18 - Verið velkomin. Glæsibæ – Sími 562 5110 Útsalan hafin! 20-80% afsláttur - Glæsilegur fatnaður Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Saumlaust aðhald Þú minnkar um 1 númer Póstsendum GÍSLI Baldvinsson, náms- og starfsráðgjafi, segir að Sverrir Her- mannsson fari ansi mikið á svig við sannleikann í bók sinni Skuldaskil þegar hann fjallar um stjórnar- myndun Gunnars Thoroddsen í febr- úar 1980. Sjálfur var Gísli í fram- kvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) á þessum tíma. Hann segir að eftir kosningar í lok árs 1979 hafi ástandið verið þannig að allir voru í stjórnarmyndunar- viðræðum. Menn hafi varla hist án þess að hugmyndir um stjórnar- mynstur kæmu ekki á dagskrá. Hann og fleiri í forystusveit ungra sjálfstæðismanna hafi þar ekki verið undantekning. „Sverrir Hermannsson vissi vel hvað gekk á í byrjun ferbrúar 1980. Hann var neflangur maður í pólitík og hélt vel utan um hjörð sína t.d. á landsfundum. Hann mætti a.m.k. á einn fund í Rúblunni og tjáði sig um drög að málefnasamningi. Það sem sprakk á er að hann fékk ekki fjár- málaráðherraembættið eins og hann krafðist,“ segir Gísli á heimasíðu sinni. Ráðherralið lá fyrir Hann segir að Pálmi Jónsson, Friðjón Jónsson og Albert Guð- mundsson hafi verið með Gunnari Thoroddsen í þessari stjórnar- myndun frá byrjun þó minni Sverris virðist bresta í dag. „Samkvæmt mínum minnisblöðum þá hittist framkvæmdastjórn SUS (mínus Ólafur [Helgi Kjart- ansson]) á fundi heima hjá Jóni [Magnússyni, formanni SUS,] á Háaleitisbrautinni og þar kynnti Þorvaldur (tengdasonur Alberts) okkur drög að mál- efnasamningnum. Þetta var 3. febrúar. Þá lá fyrir hverjir yrðu ráðherrar úr Gunnarsarmi í Sjálf- stæðisflokknum. Fyr- ir lá hlutleysi Alberts Guðmundssonar,“ segir Gísli. Í röðum ungra sjálf- stæðismanna var ekki samstaða á þessum tíma að sögn Gísla vegna ýmissa samverkandi þátta. Stirt samband hafi verið á milli Gunnars og Geirs Hallgrímssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Nýjar fjólur hafi vaxið upp úr stjórnmálahaugn- um s.s. Hannes H. Gissurarson, en eini áhugi hans á starfsemi SUS hafi verið að sækjast eftir stöðu fram- kvæmdastjóra sambandsins. Geir hafi lagt hart að framkvæmdastjórn SUS að ráða Hannes en stjórn- armenn þráuðust við. „Bæði var að hann hafði lítið komið að störfum sambandsins og nokkur skoð- anamunur var milli framkvæmda- stjórnar og hans í stjórnmálum. Hann var í raun sá sem hélt við þeim glæðum að annaðhvort væru menn Geirs- eða Gunnarsmenn. Hans kenning var einföld: Ef þú varst ekki trúr formanni flokksins þá varstu á móti honum, annaðhvort kommúnisti eða það sem verra var, Gunnarsmaður,“ segir Gísli. Boðsending frá Gunnari Auk Gísla, Jóns Magnússonar og Ólafs Helga Kjartanssonar sátu í framkvæmda- stjórn SUS Jón Ormur Halldórsson, sem var fyrsti varaformaður, og Sverrir Bernhöft. „Ef skipta ætti fram- kvæmdastjórninni í Geirs- eða Gunnarsmenn þá er augljóst að Jón Ormur var Gunnars megin. Hann varð líka aðstoðarmaður hans í for- sætisráðuneytinu og skapaðist við það sérkennileg staða. Það er ekki hægt að segja að hinn hlutinn hafi verið á bandi Geirs enda samþykkti stjórn SUS og aukaþing skýra stjórnarandstöðu. Samt fengu sumir inn á stjórnarfund boðsent brúnt umslag merkt forsætisráð- herra þar sem hann skýrði sína ástæðu fyrir stjórnarmyndun. Ég var mjög feginn að fá ekki slíkt um- slag. Þeir sem fengu umslag voru Jón Magnússon og Sverrir Bern- höft, auk óbreyttra s.s. Erlendur Kristjánsson, Júlíus Hafstein og Þorvaldur Mawby,“ segir Gísli Bald- vinsson. Gísli Baldvinsson rifjar upp stjórnarmyndunina árið 1980 Sverrir fékk ekki emb- ætti fjármálaráðherra Gísli Baldvinsson Síðumúla 34 - sími 568 6076 Stakir sófar • Stakir stólar Sófasett ELÍSA Vilbergsdóttir er ung söng- kona úr Stykkishólmi sem stundar söngnám í Bandaríkjunum. Hún kom heim um jólin og dvelur í for- eldrahúsum yfir jólahátíðina. Lionsklúbbur Stykkishólms boðaði hana á sinn fund og færði henni peningjagjöf sem styrk og hvatn- ingu til áframhaldandi náms. Elísa lauk 8. stigi í söng í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Þaðan hélt hún til Lübeck í Þýska- landi þar sem hún stundaði nám í klassískum söng við tónlist- arháskólann þar og lauk í vor dip- lómaprófi. Í haust fór hún til Bandaríkjanna og stundar mast- ersnám í söng- og kennslufræðum við Westminster Choir College í Prinston í New Jersey. Kennari hennar er Laura Brooks Rice sem hefur komið hingað til lands og haldið söngnámskeið. Í skólanum eru tvær aðrar íslenskar söng- konur í námi. Í sumar ætlar hún að dvelja á Ítalíu og taka þátt í söng- námskeiði og ítölskunámi. Það verður því nóg að gera hjá henni á næstunni, enda er hún full af áhuga og metnaði til að ná góðum árangri sem er gott veganesti í heimi þar sem mikil samkeppni ríkir. Morgunblaðið/Gunnlaugur Lions styrkir unga söngkonu til náms Stykkishólmur. Morgunblaðið. TAFIR á því að ákvæði kjarasamn- ings Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar um starfsmat og hæfislaun komist til framkvæmda eru vegna þess að meiri tími fer í um 300 starfs- mannaviðtöl en báðir samningsaðilar áætluðu í byrjun, segir Þórólfur Árnason, borgarstjóri. Þórólfur segist vonast til þess að hægt verði að greiða út samkvæmt starfsmatinu á fyrrihluta árs 2004, og segir að borgin hafi lagt til hliðar 500 milljónir króna til að borga starfsmönnum aftur í tímann til 1. desember 2002 þegar samningarnir tóku gildi. „Þetta mat er mun umfangsmeira heldur en nokkrir sem komu að verkinu sáu fyrir. Það eru allir sam- mála um það, bæði stéttarfélögin og Reykjavíkurborg vanmátu vinnuna við verkið. Við [Reykjavíkurborg] erum ekki ánægðir með þetta held- ur, við viljum uppfylla þennan samn- ing sem tók gildi 1. september 2002 en hefur því miður ekki tekist að koma í framkvæmd,“ segir Þórólfur. Tafir vegna 300 starfs- mannaviðtala NOKKUR skjálftavirkni hefur verið víða um land, og úti fyrir landinu, síðan á jóladag. Um smáskjálfta hef- ur verið að ræða, þeir stærstu um 2,5 stig á Richter. Að sögn Eriks Stur- kell, jarðskjálftafræðings á Veður- stofunni, hafa sumir þeirra verið á óvenjulegum stöðum, m.a. beint und- ir Grímsey. Erik segir skjálftana á Tjörnes- beltinu oftast hafa verið austan og norðan við Grímsey, frekar en beint undir eynni sjálfri. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins hafa Grímseyingar ekki orðið mikið varir við skjálftana en þó fundu einhverjir fyrir hristingi á laugardaginn. Smáskjálftar undir Grímsey ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.