Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 11
MINNSTAÐUR | VESTURLAND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 11 Allar nánari upplýsingar og skráning í síma 544 4500 eða á www.ntv.is G R A FÍ SK T N Á M & M A R G M IÐ LU N Auglýsingatækni AutoCad & 3D Max Umbrot & InDesign Vefsíðugerð MX 2004 Myndbandavinnsla Photoshop - Expert Myndvinnsla grunnnám Frontpage vefsíðugerð Frumhönnun tölvuleikja Stafrænar ljósmyndir Fireworks myndvinnsla Dreamweaver - HTML Dreamweaver - Gagnagrunnur ST A R FS N Á M O G Ý M IS N Á M SK EI Ð Skrifstofu- og tölvunám Fjármál og rekstur Sölu- og markaðsnám TÖK tölvunám Tölvunám eldri borgara Tölvunám fyrir byrjendur Tölvu-frístund fyrir konur Excel fyrir reynda notendur Tölvuviðgerðir Heimanet og tengingarSÉ R H Æ FT N Á M Delphi og ASP.net forritun MCSA - netstjórnun MCP XP netstjórnun B Ó K H A LD SN Á M Bókhaldsnám Bókhaldsnám framhald Tölvubókhald - Navision (MBS) Tölvubókhald - Navision framh. Námsleiðir NTV hafa aldrei verið fleiri því á vörönn verða yfir 30 spennandi námskeið í boði. Laugardaginn 10. janúar frá 13-17 verður opið hús hjá NTV að Hlíðasmára 9 í Kópavogi. Þar verða stuttar kynningar á flestum námsskeiðum sem eru í boði á vorönn 2004. 10 heppnir gestir geta unnið 25.000 króna gjafabréf. Líttu við og þú gætir verið á leiðinni í spennandi nám! NÁMSKEIÐ Á VORÖNN 2004 OPIÐ HÚS laugardaginn 10. janúar - skráning er í fullum gangi. NÝTT! NÝTT! NÝTT! NÝTT! NÝTT! NÝTT! NÝTT! NÝTT! JÓN Þ. Björnsson hefur tekið virkan þátt í samfélaginu í Borgarnesi allt frá því hann flutt- ist þangað árið 1966. Hann hóf störf við Grunn- skólann í Borgarnesi og ári síðar varð hann jafnframt skólastjóri nýstofnaðs Tónlistar- skóla Borgarfjarðar. Árið 1978 varð hann yfirkennari við Grunn- skólann og allt frá því hann flutti í Borgarnes hefur hann líka verið organisti við Borgarnes- kirkju nema árin 1972–1978 er hann var org- anisti við Borgarkirkju. Skemmtilegt kórstarf með góðu fólki „Við höfðum búið á Patreksfirði í sex ár, sem reyndar áttu bara að vera tvö,“ sagði Jón. „Það lá beinast við að við flyttum eitthvað suður á bóginn og það sem aðallega varð til þess að við ákváðum að setjast að í Borgarnesi var að Ás- geir Pétursson og fleiri drifu í að stofna Tón- listarskóla Borgarfjarðar. Það varð úr að ég stjórnaði honum fyrstu ellefu árin.“ Jón hefur auk þess að vera organisti stjórn- að Kirkjukór Borgarneskirkju. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt starf enda starfa ég þar með mjög góðu fólki. Þetta er þrjátíu manna kór og margt af þessu fólki hefur sungið í kórnum í áraraðir. Þó hefur endurnýjun verið eðlileg í gegnum tíðina og ekki eru nema 3–4 eftir af þeim sem voru með mér í upphafi. Ég get ekki annað en minnst sameiginlegra jólatónleika sem haldnir voru í Reykholts- kirkju í byrjun desember. Mér fannst þeir lýsa því hversu blómlegt tónlistarlífið er hér í Borg- arfirði. Þarna komu fram fimm kórar og einn kvartett og alls sungu þarna um 120 manns. Einnig fannst mér koma í ljós á þessum tón- leikum hversu gífurlega mikil áhrif Tónlist- arskólinn hefur haft, sérstaklega söngdeildin í þessu tilfelli. Kennarar við skólann hafa komið á fót og haldið uppi kórstarfi um allt héraðið. Og það eru til fleiri kórar en þessir sem þarna komu fram.“ Jón lærði söng og raddþjálfun hjá Sigurði Birkis, söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar, og lærði einnig á orgel. Hann hafði áður lært að lesa nótur. Á þessum tíma tók organistanámið einn vetur og menn útskrifuðust ekki beinlínis heldur fengu vottorð. „Þetta hefur breyst mikið á undanförnum árum,“ segir Jón. „En ég hef reglulega sótt námskeið í orgelleik og fór meðal annars á námskeið til Hamborgar eitt sumarið, sem var mjög lærdómsríkt.“ Málverk sem breytist frá degi til dags Eftir að Jón hætti að starfa við grunnskól- ann og fór á eftirlaun samkvæmt 95 ára regl- unni svokölluðu, aðeins 61 árs gamall, ákvað hann að skipuleggja hinn nýfengna frítíma sinn vel. Hann komst að því hversu viðamikið hitt starfið hans, organistastarfið, var í raun og veru með kórstjórninni og öllu. Samt sem áður voru lausar stundir inn á milli. Hann ákvað að lesa skipulega í 1–2 tíma á dag og rifjaði meðal annars upp Íslendingasög- urnar auk þess sem hann las íslensk og erlend skáldverk og ljóð. Þá hafa þeir Hreggviður Hreggviðsson heimsótt Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi einu sinni í viku og sungið og spilað og lesið upp fyrir íbúa þess. „Þetta er eitt af því skemmti- legasta sem ég geri enda vel metið,“ sagði Jón. Jón skipulagði líka líkamsræktina og nú leggur hann stund á gönguferðir og sund. Hann reynir að ganga þrjá daga í viku og synda aðra þrjá. Hann notar gamla Hvanneyr- arveginn sem blasir við úr stofuglugganum hans hinum megin við Borgarfjörðinn til gönguferðanna. Húsið hans og konu hans, Ídu Sigurð- ardóttur, stendur nánast á klettabrún við Böðvarsgötuna. Þar ólu þau upp fjögur börn sem lærðu fljótt að passa sig í klettunum. Út- sýnið yfir fjörðinn úr stofuglugganum er eins og risastórt málverk sem breytist frá degi til dags. Ljóðabókinni vel tekið Þrátt fyrir annríki við störf og félagsstörf í Lionshreyfingunni og bridsspilamennsku hef- ur Jón alltaf gefið sér tíma til að yrkja. Borg- firðingar þekkja til þeirrar iðju Jóns enda hef- ur hann samið og þýtt marga söngtexta fyrir kórana í héraðinu. Í lok október kom út ljóða- bókin Hugleiðir eftir Jón sem hefur verið vel tekið í Borgarfirði, en lítið hefur farið fyrir kynningu á bókinni annars staðar. „Ég hef alltaf ort í gegnum tíðina. Þetta hef- ur verið árátta frá fornu fari,“ segir hann. Og þegar hann er spurður hvort hann ætli að halda áfram að gefa út ljóð segist hann líklega ekki gefa út meira þrátt fyrir að eiga mikið annað í tölvunni. „Ég er ánægður með þetta svona. Ég fékk góða menn til að lesa yfir ljóðin sem mér fannst koma til greina. Fyrirfram hafði ég ákveðið hvað bókin átti að vera stór svo það varð svolítill afgangur.“ Jón segist ánægður í Borgarnesi. Þar sé nóg við að vera og menningarlífið blómlegt. Þau Ída hafa verið dugleg að ferðast til meginlands Evrópu og sækja tónleika og skoða söfn. Einn- ig er stutt að skreppa til höfuðborgarinnar á tónleika og leiksýningar. „En það má ekki vera styttra til Reykjavíkur,“ segir hann. „Ef maður vill á annað borð búa utan borgarinnar má hún ekki vera nær.“ Tónlistin tekur tíma og árátta að yrkja Morgunblaðið/ Ásdís Haraldsdótti Hann hefur haft meira en nóg að gera eftir að hann hætti í föstu starfi fyrir nokkrum árum. Jón Þ. Björns- son, organisti, kórstjóri og ljóðskáld með meiru, sagði Ásdísi Haraldsdóttur að miklu máli skipti að skipu- leggja sig vel við slík tímamót. asdish@mbl.is Búðardalur | Sú nýbreytni var fyr- ir jólin að lesið var úr nýjum bók- um á Héraðsbókasafninu. Bæði var boðið upp á lestur úr barna- bókum og einnig fyrir fullorðna og sáu kennarar úr Grunnskól- anum í Búðardal sem um upplest- urinn. Á meðfylgjandi mynd er það Steinunn Matthíasdóttir sem les fyrir börnin. Lesið fyrir jólin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.