Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ viðskiptalífsins GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra, afhenti Jóni Helga Guðmundssyni í BYKO viðurkenningu Frjálsrar verslunar sem maður ársins 2003 í ís- lensku atvinnulífi í gær. Í ræðu Jóns G. Haukssonar, ritstjóra Frjálsrar verslunar, í gær kom fram að Jón Helgi lætur verk- in tala í viðskiptum og þrátt fyrir að dómnefndin hafi haldið fjóra fundi til að rökræða sig til nið- urstöðu – og farið rækilega ofan í verk nokkurra athafnamanna – lá það ljóst fyrir í upphafi að Jón Helgi væri sigurstranglegur. „Á fyrsta fundi nefndarinnar fékk hann einkunnina AA+ en það er sama einkunn og Standard & Poors gaf Íslandi fyrr í þessum mánuði og hefur glatt Geir Haarde fjármálaráðherra sem og aðra Íslendinga, að því er fram kom í ræðu Jóns G. Haukssonar. Hjá BYKO allt frá stofnun þess Ritstjóri Frjálsrar verslunar rakti starfsferil Jóns Helga við afhendinguna í gær en Jón Helgi er 56 ára, fæddur árið 1947. Hann hefur unnið hjá BYKO frá stofnun þess 1962. Foreldrar Jóns Helga, þau Guðmundur Jónsson og Anna Bjarna- dóttir, stofnuðu BYKO ásamt bróður Önnu, Hjalta Bjarnasyni. Þá var Jón Helgi aðeins 15 ára og BYKO í litlum skúr við Kársnesbraut í Kópavogi. Jón Helgi er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og viðskiptafræðingur frá Háskóla Ís- lands. Hann varð forstjóri BYKO upp úr 1980. Frá stofnun BYKO hefur hann aðeins unnið tvö sumur annars staðar en hjá fyrirtækinu, en það var þegar hann vann sem jarðýtustjóri hjá Vegagerðinni 17 og 18 ára. „Eitt af helstu afrekum Jóns Helga á þessu ári eru kaup hans á Kaupási, sem rekur matvörukeðj- urnar Nóatún, 11-11 og Krónuna. Þá hefur hann látið að sér kveða á hlutabréfamarkaðnum og á hann ásamt tengdasyni sínum, Hannesi Smára- syni, fjárfestingafélagið Sveip sem aftur á m.a. 6% hlut í Kaupþingi Búnaðarbanka, en Jón Helgi situr í stjórn bankans,“ að sögn ritstjóra Frjálsrar versl- unar. Í ræðu ritstjóra Frjálsrar verslunar kom fram að Jón Helgi er með viðskiptaveldi sitt að mestu undir eignarhaldsfélaginu Norvik. En það rekur: Byggingarvöruverslunina BYKO; Raftækjamark- aðinn Elko; Ullarútflutningsfyrirtækið Axent; Timburvinnsluna BYKO-Lat í Lettlandi; Matvöru- keðjuna Kaupás og fasteignafélagið Smáragarð sem á eignir í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri. Jón Helgi á Fjárfestingarfélagið Sia Solvina í Lettlandi sem aftur á stórt skóglendi í Rússlandi. Þar nær hann m.a. í hráefnið, trjáboli, sem fluttir eru til BYKO-Lat í Lettlandi og þaðan til Íslands og ýmissa annarra Evrópulanda sem fullunnið timbur og timburafurðir. Eiginkona Jóns Helga er Berta Bragadóttir kennari. Þau eiga þrjú börn og eru tvö þeirra í stjórnunarstörfum innan fyrirtækisins. Í dómnefnd Frjálsrar verslunar sátu: Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims, útgáfu- félags Frjálsrar verslunar, en hann er formaður nefndarinnar. Guðmundur Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, Magnús Hreggviðs- son, stjórnarformaður Fróða, Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda, og Jón G. Hauks- son, ritstjóri Frjálsrar verslunar. Þetta er sextánda árið í röð sem Frjáls verslun heiðrar athafnamenn í íslensku atvinnulífi. Jóni Helgi Guðmundsson maður ársins í íslensku viðskiptalífi „Lætur verkin tala“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóni Helga Guðmundssyni var í gær athent viðurkenning Frjálsrar verslunar. Með honum við afhend- inguna voru eiginkona hans, Berta Bragadóttir og móðir hans, Anna Bjarnadóttir, en hún stofnaði Byko ásamt eiginmanni sínum Guðmundi Jónssyni og bróður sínum Hjalta Bjarnasyni. SÍFELLT færri sækja leiksýn- ingar á Broadway í New York, en gestafjöldi dróst saman um tæp 2% milli áranna 2002 og 2003. Tekjur af miðasölu aukast hins vegar um rúm 3% milli ára. Samkvæmt áætlunum fyrir 2003 munu 11,2 milljónir manna hafa séð Broadway-leiksýningar en á árinu 2002 var gestafjöldinn 11,4 milljónir, og hefur því dreg- ist saman um 200 þúsund manns. Tekjur af miðasölu jukust hins vegar um 23 milljónir Banda- ríkjadala á milli ára og er talið að þær nemi 730 milljónum dala, um 53 milljörðum króna, þegar árið 2003 verður gert upp. Ástæðan fyrir þessari tekjuaukn- ingu þrátt fyrir færri gesti er hærra miðaverð. Gestir virðast þannig vera reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir leiksýningar nú en í fyrra. Haft er eftir Jed Bernstein, yf- irmanni samtaka leikhúsa og framleiðenda í Bandaríkjunum, í frétt í BBC að færri gestir hafi komið þetta árið en það síðasta vegna þess að flestar af stærstu frumsýningunum á Broadway í ár hafi verið seint á árinu, í október og nóvember. Árin á undan hafi hins vegar verið frumsýnt fyrr. Hann segist þó gera ráð fyrir að leikárið 2003–2004, sem lýkur í júní á næsta ári, verði gott og gestafjöldi taki við sér að nýju. Færri sækja Broadway-sýningar Tekjur leikhúsanna hafa aukist þrátt fyrir að gestum hafi fækkað Reuters Söngleikurinn Bannhelgi eftir Boy George hefur líklega átt sinn þátt í að fækka gestum á Broadway. Hann var frumsýndur í nóvember en hlaut afleita dóma og dræma aðsókn. CALISTO Tanzi, stofnandi ítalska mjólkurvörufyrirtækisins Parmalat, var yfirheyrður í allan gærdag af ítölskum saksóknurum. Hann var handtekinn á laugardagskvöld aðeins fáeinum klukkustundum eftir að fyr- irtækjarisinn fékk greiðslustöðvun hjá þarlendum dómstólum. Yfirheyrslur yfir Tanzi snúast um meintan fjárdrátt og misnotkun sjóða eftir að fyrirtækið viðurkenndi að marga milljarða evra vantaði í reikn- inga félagsins. Tanzi er meðal um 20 yfirmanna fyrirtækisins sem geta staðið frammi fyrir því að verða sóttir til saka í málinu. Greiðslustöðvunin mun gera Par- malat, sem nú er rekið af tilsjónar- manni sem skipaður er af ítölsku rík- isstjórninni, kleift að halda starfsemi áfram og gera upp við birgja sína. Það eru einkum ítalskir bændur en fyr- irtækið skuldar þeim um 120 milljónir evra eða tæpa 11 milljarða króna. Greiðslustöðvunin skapar fyrirtæk- inu einnig frið fyrir kröfuhöfum með- an unnið er að fjárhagslegri endur- skipulagningu þess á næstu sex mánuðum. Í húfi eru einnig störf um 36 þúsund starfsmanna víða um heim. Mál Parmalat hefur þróast upp í eitt stærsta fjármálahneyksli Evrópu frá því að í upplýst var í síðustu viku að gögn um 3,9 milljarða evra banka- innstæðu á Cayman-eyju væru fölsuð. Gatið í reikningum félagsins er talið geta vaxið í allt 12 milljarða evra. Sagt er að fyrrum fjármálastjóri Parmalat hafi látið að því liggja að misferlið teygi sig allt aftur til seinni- hluta níunda áratugarins á síðustu öld. Fjármálahneykslið getur einnig haft alvarlegar afleiðingar fyrir end- urskoðunarfyrirtæki Parmalat, Ítal- íuútibú Grant Thoronton, sem hefur hafið innanhússrannsókn á málinu, en heldur því fram að það sé ekki síður fórnarlamb sviksamlegs framferðis. Málið hefur einnig vakið ýmsar spurningar um hvernig vandræði Parmalat gat farið framhjá ítölskum eftirlitsstofnunum. Stofnandi Parmalat yfirheyrður í gær Reuters Breska verslunarkeðjan Lond- is hefur óskað eftir sjálfstæðu mati á félaginu til að binda enda á óvissu í tengslum við framtíð þess. Er talið að Londis hafi ráðið endurskoðendarisann KPMG til að gera slíkt verð- og stefnumótunarmat í kjölfar þess að yfirtökustríð um fyr- irtækið braust út skömmu fyr- ir jól. Hluthafar áttu að greiða at- kvæði um 40 milljóna punda yfirtökutilboð frá Musgrave á morgun, þriðjudag, en at- kvæðagreiðslunni hefur verið frestað eftir að fleiri smásölu- keðjur sýndu félaginu áhuga. Meðal annarra gerði Big Food Group sem Baugur á hluti í opinskátt um tilboð til 1.956 sjálfstæðra verslunareig- enda sem eiga Londis og hefði fært þeim hærra verð fyrir keðjuna. Þetta tilboð varð til þess að stjórn Londis dró til baka meðmæli sín til hluthafa um að taka boði Musgrave og hét því að veita öðrum hugsanleg- um kaupendum allar upplýs- ingar um fyrirtækið svo að hæsta mögulega verð fengist út úr sölunni. Hluthafar Londis munu eft- ir sem áður koma saman á morgun, þriðjudag, á aðalfundi félagsins og er gert ráð fyrir að þar verði skýrt frá því að KPMG hafi verið ráðið til að verðmeta fyrirtækið. Sjálfstætt mat gert á Londis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.