Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 18
LISTIR 18 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Símaefni VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Hjá okkur fær›u efni til símalagna w w w .d es ig n. is © 20 03 andi umhverfi og jafnvel fá að taka þátt í flutningnum? En það eru ekki bara kór- og söngtónleikar sem laða að, kammertónleikar af ýmsu tagi laða ekki síður til sín áheyrendur. Það hlýtur að vera þörfin fyrir að upplifa hin sterku áhrif tónlistar- innar sem eingöngu er hægt að finna við lifandi flutning klassískrar tónlistar í róandi umhverfi þar sem tónlistin og þögnin blandast saman og mynda órjúfandi heild. Kór Langholtskirkju hélt sína árlegu jóla- söngva 25. árið í röð. Með kórnum söng einnig Gradualekór kirkjunnar. Óperu- söngvararnir Ólöf Kol- brún Harðardóttir og Bergþór Pálsson lögðu kórnum lið í nokkrum lögum og einnig söng ung stúlka Þóra Sif Friðriksdóttir einsöng með Gradualekórnum og Halldór Torfason var forsöngvari í inn- göngulaginu sem kór- arnir sungu saman er þeir gengu með kerta- ljós í hendi inn myrkv- aða kirkjuna. Á efnis- skránni voru hefðbundin aðventu- og jólalög einnig nokkur lög í léttari kantinum og almennur söngur. Allur söngur og flutningur á þess- um tónleikum var mjög vandaður og góður. Vegna fjölda laga á efnis- skránni verður ekki farið út í smáat- riði hér heldur nefnd nokkur atriði. Flutningur Kórs Langholtskirkju, Bergþórs, Ólafar og Láru Bryndís- ar á Syngi Guði himna hjörð var mjög áhrifaríkur sem og á austur- ríska laginu Það syrtir í dölum í raddsetningu söngstjórans. Hið við- kvæma lag Regers Vögguljóð Maríu var fallega flutt af Láru Bryndísi FJÖLMARGIR Íslendingar leggja leið sína á tónleika af ýmsu tagi á aðventunni og framboðið er mikið og fjölbreytt víða um land. Reyndar svo mjög hér á höfuðborg- arsvæðinu að maður gæti haldið að um margfalt stærra samfélag væri að ræða en raun er. Tíu til fimmtán tónleikar og þar yfir á einni helgi í tvær til fjórar helgar auk alls fram- boðs í miðri viku og allir vel sóttir að maður tali ekki um allan þann stóra hóp sem stendur að flutningi tónleikanna og þeirra miklu vinnu. Hvað veldur, er það þörfin fyrir að heyra eitthvað annað en niðursuðu- tónlist í verslunum og síbyljustöðv- unum sem er farin að fæla marga frá verslunarferðum að maður tali nú ekki um aumingja starfsfólkið sem þarf að hafa trommusláttinn berjandi á höfðinu allan daginn, dag eftir dag? Er það þörfin fyrir að heyra gömlu góðu aðventu- og jóla- söngvana í hefðbundinni gerð í lif- andi og mannlegum flutningi í ró- (sem útsetti lagið), Gradualekórnum og Þóru Sif sem söng virkilega vel. Einnig má nefna bæn örvænt- ingarfullu móðurinnar úr Dansinum í Hruna, Ave María eftir Kalda- lóns, sem var vel sung- ið af Ólöfu og Gra- dualekórnum í útsetningu Jakobs Tryggvasonar. Eftir hlé skiptu kór- arnir um gír. Gra- dualekórinn söng syrpu af fimm jólalög- um og Hvít jól ásamt jazzbandi (píanó, bassi og trommur). Kór Langholtskirkju og jazzbandið héldu síðan áfram í sama gír með þremur lögum. Allt var þetta flutt milt og hóflega sem hæfði hljómburði hússins. Að mati undirritaðs stóð upp úr þessari jóla- sveiflu flutningurinn á lagi Ingi- bjargar Þorgbergs, Hin fyrstu jól. Ekki má gleyma glæsilegum flutn- ingi Bergþórs og Langholtskórsins á lagi hjónanna Jóns Sigurðssonar og Jóhönnu Erlingsson, Jólin alls staðar, með orgeli, hörpu og tveim- ur flautum. Fjögur jólalög í útsetn- ingu eftir Anders Öhrwall komu næst og voru vel flutt og sérstakur friður var yfir Hljóðu nóttinni hjá Bergþóri og kórnum. Áfram hélt firðsæl jólanóttin og Ólöf Kolbrún og kórinn ásamt hljóðfæraleikurun- um luku tónleikunum með gullfal- legum flutningi á lagi Adams, Ó, helga nótt. Mozart og Crusell við kertaljós Hljóðfærahópurinn Camerarctica hefur einnig skapað hefð á aðvent- unni. Sú hefð er ekki byggð á kirkjutónlist en á sér þó stað í kirkjum og fer vel þar. Hópurinn leikur sömu efnisskrá í Hafnarfjarð- arkirkju, Kópavogskirkju og Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir fara fram við kertaljós sem á sinn þátt í að skapa þetta afslappaða andrúmsloft sem einkennir þessa stund. Á efnisskránni voru tvö verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) Divertimento í F dúr nr. 3. Kv. 138 og Kvartett í D dúr fyrir flautu og strengi Kv. 285 og Kvartett fyrir klarinett og strengi í Es dúr Op. 2 nr. 1 eftir finnska tón- skáldið Bernhard Henrik Crussell (1775–1838). Strengjakvartettinn Diverti- mento Kv. 138 er æskuverk, samið 1772. Létt og lagrænt verk í þremur þáttum. Allegróið sveif létt, And- ante-kaflinn söng fallega og Prestó- ið flaut lifandi í flutningi strengja- leikaranna. Stundum var eins og fiðlurnar væru dálítið sárar saman en annars var flutningurinn mjög góður. Flautukvartettinn Kv. 285 er til- valið verk á aðventu því það er sam- ið á jóladag 1777. Kvartettinn var virkilega vel leikinn með glæsilegu Allegrói, bráðmúsikölsku og vel mótuðu Adagio og léttu og leikandi Rondo. Samleikurinn allur var bráð- músikalskur og glæsilegur og gull- fallegur og skilkimjúkur tónn flaut- unnar hljómaði fallega í kirkjunni. Bernhard Henrik Crussell er sagður hafa verið „virtuós“ á klarin- ett og hefur mögulega samið kvart- ettinn op. 2 nr. 1 fyrir sjálfan sig, allavega hljómaði hann nokkuð kröfuharður á klarinettleikarann. Fyrsti þáttur Poco Adagio – Allegro var vel leikinn með glansandi klar- inetti og sérlega góðum samhljóm. Síðan fylgdi Romanze. Cantabile sem var virkilega vel gert. Stór- glæsilegur Menúettinn kom síðan og þar fór Ármann á kostum. Síðast kom Rondo Allegro vivace í leikandi gáska. Samspil sexmenninganna var frá- bært og samtaka að undanskildum smá hnökrum í upphafi tónleikanna. Öll verkin voru vel unnin og mótuð og í góðum flutningshraða og það vel flutt að maður gleymdi sér oft á tíðum við að hlusta, sérstaklega í flautukvartettinum. Syngi Guði himnahjörð Jón Ólafur Sigurðsson Morgunblaðið/Jim Smart Jón Stefánsson æfir Kór Langholtskirkju. Rut Ingólfsdóttir var í aðalhlutverki á tón- leikum Kammersveit- arinnar. TÓNLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Kór Langholtskirkju. Gradualekór Lang- holtskirkju. Einsöngvarar: Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Bergþór Pálsson, Þóra Sif Friðriksdóttir, Halldór Torfason. Hljóð- færaleikarar: Arna Kristín Einarsdóttir og Hallfríður Ólafsdóttir á flautur, Jón Sig- urðsson á bassafiðlu, Monika Abendroth á hörpu, Kjartan Valdimarsson á píanó, Pétur Grétarsson á slagverk og Lára Bryndís Eggertsdóttir á orgel. Stjórnandi Jón Stefánsson. Flutt aðventu og jólalög. Föstudagurinn 19. desember 2003 kl. 23. Kópavogskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Ár- mann Helgason klarinettleikari, Hildi- gunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eð- valdsdóttir fiðluleikarar, Guðmundur Kristmundsson víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Fluttu verk eftir W. A. Mozart og B. H. Crusell. Laug- ardagurinn 20. desember 2003 kl. 21. AÐALSÖGUHETJA þessarar bókar er Árni nokkur Magnússon, þó ekki Árni Magnússon prófessor við Kaupmannahafnarháskóla á 18. öld. Hér er allt annarskonar Árni á ferð, unglingspiltur sem alinn er upp í klaustri Sistersíena í Vestra Gaut- landi á 12. öld og fær þá kennslu sem hvaða sérsveitarmaður nútímans myndi vera fullsæmdur af. Eftir út- skrift er hinn ungi Árni fær í flestan sjó, nema ef vera skyldi að bjarga sér upp á eigin spýtur innan um bragð- arefi og misjafnlega innrætt fólk sem öll samfélög eiga nóg af. En innan klausturveggjanna var allt skúrað og hreint bæði í bókstaflegri og yfir- færðri merkingu. Árni lærir sína guð- fræði upp á tíu og nýtur leiðsagnar sinna elskandi reglubræðra. Einn þeirra er gamall vígamaður sem kennir Árna að berjast á svo hát- kæknilegan hátt að silalegir bardaga- berserkir Norðurlandanna hafa ekki roð við honum þegar til kastanna kemur. Árni lærir ennfremur að of- metnast ekki af eigin færni og biður fyrir óvinum sínum og montinu er aldeilis ekki fyrir að fara hjá bless- uðum drengnum. Ekki er hann bara vopnfimur með eindæmum heldur fíl- sterkur og lærir auk þess matargerð og búrekstur svo sjálf húsfreyjan í Árnesi, miklu höfuðbóli og síðar heimili Árna, kemst til áður óþekktra metorða fyrir myndarskap sinn og matreiðslu sem hún lærir af Árna. Það er því ljóst hvílíkt ofurmenni er hér á ferð. Hann skýtur líka af boga eins og Ódysseifur og fær evrópskan sérinnfluttan gæðing að gjöf er hann yfirgefur klaustrið. Ekki er allt upp- talið því einnig er smíðað fyrir hann sérstakt sverð úr marghertu stáli, sem var nú eitthvað annað en hin blý- þungu og brothættu norrænu sverð sem notuð voru á þessum tímum. Það liggur við að höfundur fari fyrir strik- ið í ofurmennapersónusköpun sinni en að öðru leyti er þetta hin ágætasta saga. Fjallað er um allflókna valda- baráttu innanlands og hvernig ætt- ingjar Árna og fleiri hegða sér í þeim efnum. En sagan hverfist um Árna hinn unga, raunir hans og sigra. Hann finnur ástina sína í fallegri stúlku og svífur á vængjum ástar þar til hann er bannfærður fyrir siferðisbrot fyrir til- verknað afbrýðissamrar mágkonu. Ég get ekki ímyndað mér annað en það sé á leiðinni framhald sögunnar því henni lýkur á því að Árni fær færi á að má burt syndir sínar með því að ganga til liðs við musterisriddarana til að berja á hinum illræmdu Serkj- um. Musterisriddararnir er úrval úr- valsins þegar kemur að hernaði og þar þarf Árni að vera í 20 ár til að hreinsa mannorð sitt. Þetta er í heild ágætlega skrifuð af- þreying, varla nein unglingasaga og þó. Fyrri tíðar norrænni veröld er lýst á nokkuð trúverðugan hátt og inn í þetta fléttast klassísk minni eins og ást og öfund, valdagræðgi og þar fram eftir götum. Þótt persóna Árna sé fullýkt, þá hefur maður vissa sam- úð með drengnum og hann nær til manns á sinn sérstaka hátt. Mæli með henni þessari. Ofurmennið Árni BÆKUR Skáldsaga Jan Guillou. Sigurður Þór Salvarsson þýddi. Bókaútgáfan Hólar Akureyri 2003. 288 bls. LEIÐIN TIL JERÚSALEM Örlygur Steinn Sigurjónsson ÞAÐ eru ekki gefnar út margar bækur um íslenskt viðskiptalíf eða um viðskipti almennt á íslensku. Kannski er skýringin einfaldlega að bókaþjóðin er hrifnari af fag- urbókmenntum og lítil spurn eftir slíkum ritum. Þá getur líka verið að vandinn liggi á framboðshlið- inni, að þeir sem starfa í hringiðu íslensks atvinnu- lífs og gætu skrifað slíkar bækur, finni ekki hjá sér köll- un til skrifta eða hafi einfaldlega of mikið að gera til að geta það. Hver svo sem skýringin er á litlum umsvifum á þessum markaði þá er alltaf ánægjulegt þegar ný bók um við- skipti er gefin út á íslensku. Bók Magnúsar Ívars Guðfinnssonar um stefnumótun fyrirtækja er þar engin undantekning. Í bókinni fjallar höfundurinn um þær að- ferðir sem nú þykja einna hald- bestar við stjórnun og stefnumót- un fyrirtækja og endar á því að skoða dæmi um tvö íslensk fyr- irtæki, Prentmet og Opin kerfi, og stefnumótun þeirra. Bókin er ekki mjög stór í blað- síðum talið en textinn er vel unn- inn og bókin skynsamlega upp byggð svo að höfundinum tekst að koma miklum fróðleik til skila. Það er greinilegt að Magnús Ívar hefur hugsað mikið um þessi mál og víða aflað fanga við skriftirnar. Magnús Ívar þarf oft að koma nokkuð flók- inni hugsun til skila og tekst það ágætlega þótt textinn verði á nokkrum stöðum tyrfinn eða enski textinn í heimildunum skíni helst til sterkt í gegn. Frágangur er að mestu ágætur þótt nokkrar smá- villur séu í textanum. Þótt hugsunin sé skýr þá þarf að liggja nokkuð yfir bókinni til að ná góðum tökum á efni hennar. Sennilega nýtist hún best þeim sem þegar hafa hugsað nokkuð sjálfir um stjórnun og stefnumót- un og hafa reynslu af slíkri vinnu. Það þarf að hafa dálítið fyrir því að njóta bókarinnar til fulls en það er ekkert út á það að setja, raunar má færa rök að því að það sé eitt af aðalsmerkjum góðra bóka. Það er auðvelt að falla í þá gryfju við skrif um viðskipti að þykjast hafa fundið auðveldar lausnir, jafnvel uppskrift að leiðum til ríkidæmis. Í Bandaríkjunum er til dæmis mikið gefið út af slíkum bókum og sumar þeirra seljast ágætlega. Bók Magnúsar Ívars er af allt öðrum toga. Textinn er hóf- stilltur og raunsær. Magnús Ívar gefur lesandanum engar gyllivonir og hann er nokkuð gagnrýninn á heimildir og aðferðir. Menntun Magnúsar Ívars er á sviði stjórnunar og stefnumótunar og bókin ber þess glöggt merki að hann byggir einkum á skrifum annarra fræðimanna á því sviði. Það er enginn galli þótt þverfag- legri nálgun hefði einnig komið til greina. T.d. hefði einnig verið hægt að rýna í arðsemi fyrirtækja eða hlutabréfa í þeim og beita tækjum og tólum tölfræði, fjár- mála og reikningshalds til að leggja mat á ágæti þeirra aðferða sem beitt hefur verið við stjórnun og stefnumótun í fyrirtækjunum. Ef til vill bíður það betri tíma, það er a.m.k. vonandi að Magnús Ívar láti ekki hér staðar numið heldur haldi áfram skrifum um hugðar- efni sitt. Hófstillt og raunsæ BÆKUR Viðskipti Stefnumótun í lifandi fyrirtækjum eftir Magnús Ívar Guðfinnsson. 121 bls. Fjöl- sýn forlag, Reykjavík 2003 HORFT TIL FRAMTÍÐAR. Gylfi Magnússon Magnús Ívar Guðfinnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.