Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 19
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 19 ÉG tilheyri þeim hópi manna sem styðja núverandi fiskveiðistjórnunar- kerfi heilshugar. Ég tel að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi eða kvóta- kerfið hafi stuðlað að mikilli hagræðingu innan atvinnugreinarinnar og eigi stóran þátt í þeirri velgengni sem einkennt hefur íslenskan sjávar- útveg síðastliðin tuttugu ár en eins og margir muna stóð sjávarútveg- urinn frammi fyrir gríð- arlegum erfiðleikum fyr- ir tuttugu árum og blasti við algjört hrun í at- vinnugreininni. Þeir van- kantar sem fram hafa komið á kerfinu eru yf- irstíganlegir. Vel rekinn sjávarútvegur er ein af meginstoðum velferðarkerfisins Almennt má fullyrða að hvergi í heim- inum sé útgerð og vinnsla sjávarfangs rekin með jafn góðum árangri og hér hefur verið gert síðastliðin tuttugu ár. Sumir ganga svo langt að fullyrða að hvergi í heiminum sé jafn vel staðið að rekstri útgerða og fiskvinnslu og telja að kvótakerfið hafi í því efni haft mikil áhrif á þróun útgerðar og fiskvinnslu síðastliðin tuttugu ár. Enginn and- mælir því að kvótakerfið hafi stuðlað að aukinni hagræðingu í greininni, aukinni áherslu á gæði hráefnisins og aukinni áherslu á góða og vandaða meðferð afla um borð í fiskiskipunum sem aftur hefur leitt til stóraukinnar verðmætasköpunar á aflanum og markvissari stjórnunar veiðanna og vinnslunnar. Hagræðingin sem átt hefur sér stað í greininni er að sjálf- sögðu ekki eingöngu tilkomin vegna kvótakerfisins en tækniþróun í veið- um og vinnsluaðferðum á þar stóran þátt. Þá hefur verið unnið stórvirki í markaðsmálum og fáum við Íslend- ingar almennt hærra verð fyrir okkar sjávarfang en aðrar þjóðir á heims- mörkuðunum. Það er því ljóst að gríð- arleg þróun hefur átt sér stað í ís- lenskum sjávarútvegi og ljóst að greinin hefur fjárfest miklar fjárhæð- ir í ýmiskonar þróunarstarfi bæði í vinnslu og veiðum svo sem í matvæla- þróun, þróun veiðiaðferða og veiðar- færa, þróun vinnslutækni og í ýmis- konar tæknibúnaði við vinnslu. Þannig má í raun álykta að þó svo að beinum störfum í sjávarútvegi hafi fækkað allmikið á þessum tíma hafi komið ný störf í staðinn á sviði tækni- og matvælaþróunar, einkum vegna vel menntaðs ungs fólks sem hefur haslað sér völl innan sjávarútvegsins. Það er því ljóst að menntunarstig inn- an greinarinnar hefur aukist og er nánast endalaus eftirspurn eftir vel menntuðu fólki innan greinarinnar. Lít ég svo á að í raun sé eitt af verk- efnum framtíðarinnar að tryggja hlut landsbyggðarinnar í þessari þróun. Að mínu mati hefur velgengni sjáv- arútvegsins og sú mikla arðsemi sem verið hefur í greininni, ásamt auknum tækifærum, lagt grunninn eða verið ein af meginstoðunum í þeim vexti sem hefur tryggt okkur sæti á bekk með fremstu þjóðum heims hvað lífs- gæði varðar. Óvíða í heiminum hefur kaupmáttur launa aukist jafnmikið og hjá okkur Íslendingum, hagvöxtur hefur verið með miklum ágætum, tekjur ríkissjóðs hafa vaxið og rekstr- arafkoma hans í raun tekið algjörum stakkaskiptum. Ég þori því að full- yrða að sá mikli vöxtur og sú aukna arðsemi, sem einkennt hefur rekstur sjávarútvegs okkar Íslendinga und- anfarin ár, hefur verið ein af megin- stoðunum í því stórkostlega átaki sem hefur verið gert í að renna styrkari stoðum undir velferðarkerfið okkar. Aldrei í sögu lýðveldisins hefur jafn- miklu grettistaki verið lyft í velferð- arkerfi þjóðarinnar eins og síðastliðin ár. Línuívilnun er byggðaaðgerð Því fer fjarri að kvótakerfið sé galla- laust og við framsóknarmenn höldum því ekki fram að núverandi kerfi sé gallalaust. Við vitum vel að sumar út- gerðir neyðast til brottkasts sem er mjög óheppilegt og á ekki að líðast. Ríkisstjórnin ákvað m.a. vegna þessa að koma á svokölluðum „Hafró- kvóta“. Þá má leiða rök að því að kvótakerfið og tækniþróunin hafi valdið byggðaröskun á einstökum stöðum á landsbyggðinni en kvótakerfinu einu verður ekki kennt um þróun byggða um allt land. Það er margt fleira sem spilar þar inn í, m.a. samfélags- legir þættir og auknar eða aðrar kröfur um lífsgæði hafa þar einn- ig verið stórir áhrifa- valdar. M.a. sækir fleira fólk af landsbyggðinni háskóla- nám, sem allir hljóta að fagna, en því miður hefur oft á tíðum ekki verið hægt að stunda háskólanám í heima- byggð. Þannig hafa auknar kröfur samfélagsins um bætta þjónustu hins opinbera og krafa um fjölbreyttara atvinnulíf og menningarlíf einnig átt sinn þátt í þróuninni. Sjávarútvegur- inn er og verður enn ein af helstu und- irstöðunum í lífskjörum og velferð þjóðarinnar. Þess vegna ber að haga málum þannig að atvinnugreinin geti starfað með eðlilegum hætti. Fyr- irtæki í sjávarútvegi í dag eru mörg öflug, vel rekin með þúsundir manna í vinnu auk þess sem þúsundir þjón- usta greinina beint eða óbeint. Á hinn bóginn verður að huga að stöðu nokkurra fámennra byggð- arlaga sem eru háð útgerð smábáta og viðkvæm fyrir flutningi kvóta milli byggðarlaga. Ekki má gleyma því að þegar Framsóknarflokkurinn kom í ríkisstjórn 1995 voru uppi hugmyndir um það að binda afla smábátaflotans í 8–9 þús. tonnum á ári. Þessi floti veiðir í dag um 30 þús. tonn á ári og tel ég að Framsóknarflokkurinn hafi unnið mikinn sigur fyrir landsbyggð- ina með því að stuðla að aukningu þessari. Ég er þeirrar skoðunar að ganga eigi enn lengra og hef ég verið mikill baráttumaður þess að tekin verði upp línuívilnun fyrir dagróðra- báta. Ég flutti tillögu þess efnis á flokksþingi Framsóknarflokksins í febrúar síðastliðnum og fagna því ný- settum lögum um línuívilnun. Ég tel að þetta muni styrkja sjávarbyggð- irnar sem eru nærri fengsælum fiski- miðum auk þess sem þetta eru um- hverfisvænar veiðar og koma með að landi besta og dýrasta hráefnið sem selt er á markaði. Línuívilnun og flokksþing Framsóknarflokksins Nokkuð hefur verið um það skrifað í fjölmiðlum af 9. þingmanni Suður- kjördæmis, Magnúsi Þór Hafsteins- syni, á hvern hátt við framsókn- armenn ályktuðum um línuívilnun á flokksþingi okkar og er engu líkara á lýsingum hans en að hann hafi verið viðstaddur (kannski sem fluga á vegg!). Svo virðist, samkvæmt lýsingum Magnúsar, sem hann skilji hreinlega ekki hvernig lýðræðislegir fé- lagshyggjuflokkar starfa, sem mér raunar finnst ekki svo ótrúlegt. Magnús tilheyrir jú stjórnmálaflokki sem er stofnaður af hópi fólks sem gafst upp á að starfa samkvæmt reglum lýðræðis og félagshyggju inn- an annarra flokka. Til að upplýsa Magnús um það ferli sem ályktun um að „unnið verði að því að tekin verði upp línuívilnun fyrir dagróðrabáta þar sem lína er beitt eða stokkuð í landi“ fór í gegnum innan Framsókn- arflokksins upplýsist það hér með að undirritaður var einn flutningsmaður þessarar tillögu á flokksþingi Fram- sóknarflokksins. Þetta gerði ég bæði innan viðkomandi vinnuhóps á þinginu og í vinnuhópi fyrir þingið sem allir flokksmenn hafa tækifæri að starfa innan. Ég get upplýst það hér að vinnuhópurinn, sem starfaði fyrir þingið, veitti tillögu um línuívilnun ekki sitt brautargengi. Það var ekki fyrr en seint og síðar meir á þinginu og eftir miklar rökræður sem vinnu- hópurinn samþykkti ályktun um línu- ívilnun og það var ekki mót- atkvæðalaust innan hópsins. Hins vegar þegar heildarstefnan í sjáv- arútvegsmálum, sem þá hafði verið samþykkt frá vinnuhópi, var borin undir sjálft þingið (800 manns) var hún samþykkt mótatkvæðalaust, enda hafði vinnuhópurinn tekið vel á málinu og meirihluti hópsins sam- þykkt stefnuna. Ég veit ekki hvar Magnús hefur fengið sitt félagslega uppeldi, en eitt af grundvallarreglum þess er að hlíta niðurstöðu meirihluta og halda áfram að starfa af heilum hug en ekki kalla það sóðaskap og telja menn sletta skyri. Slíkt er ekki þingmanni sæmandi eins og Magnús gerir í grein í Fréttablaðinu 18. des- ember síðastliðinn. Stefna stjórnarandstöðunnar í fiskveiðistjórnunarmálum Þó svo að kvótakerfið sé ekki galla- laust verður að telja það fullkomið ábyrgðarleysi að ætla að kollvarpa öllu efnahagskerfi okkar Íslendinga með bráðræðisaðgerðum. Við verðum að stíga varlega til jarðar og ógna ekki þeirri velferð og stöðugleika sem til er orðinn. Með þjóðarhagsmuni í huga er skynsamlegra að lagfæra það sem að er fremur en rjúka út í ein- hverja óvissu. Allt tal um fyrningarleið og sókn- armarksleið myndi skapa gríðarlega óvissu innan greinarinnar og lakari afkomu sem aftur gæti dregið veru- lega úr arðsemi greinarinnar. Þá verður stjórnarandstöðuflokkunum tíðrætt um mikla skuldaaukningu í greininni. Það stafar ekki af því að illa gangi heldur þvert á móti, það er vegna þess að mikið hefur verið fjár- fest þar sem menn hafa trú á grein- inni og eru bjartsýnir. Menn hafa fjárfest í nýrri tækni, þekkingu og aflaheimildum og hafa trú á því að sú fjárfesting sé arðbær, ekki síst vegna þess að menn hafa trú á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og treysta á skilning stjórnvalda. Þá ber að líta til eignarhliðar fyrirtækjanna, þ.e. hvaða eignir eru til staðar á móti skuldunum. Því er afar mikilvægt fyrir þjóðarbúið að það ríki stöð- ugleiki í þessum mikilvægasta at- vinnuvegi þjóðarinnar. Það verður að hafa í huga að allar meiriháttar breytingar á fiskveiðistjórn- unarlöggjöfinni mega ekki skapa óvissu innan greinarinnar. Ekki má heldur gleyma því að lífeyrissjóðir landsmanna eru stöðugt að verða stærri eigendur í helstu sjáv- arútvegsfyrirtækjunum. Væntanlega er það vegna þess að menn hafa trú á greininni. Fyrningarleið, fjárfesting í nýrri tækni og nýrri þekkingu Samfylkingin er einn þeirra stjórn- málaflokka er hafa boðað fyrning- arleið sem nýja stefnu í fisk- veiðistjórnun. Ætlunin er að afturkalla á nokkrum árum þær afla- heimildir sem íslenskar útgerðir hafa fengið úthlutað í gegnum aflamarks- kerfið. Samfylkingin ætlar síðan að bjóða þessar aflaheimildir upp á „frjálsum markaði til hæstbjóðanda“ eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir orðaði það á opnum stjórnmálafundi Samfylkingarinnar á Selfossi síðast- liðið vor. Flestum vel þenkjandi mönnum er það fullljóst að slík að- gerð myndi hafa alvarlegar afleið- ingar í för með sér fyrir þau fyrirtæki sem starfa innan sjávarútvegsins í dag og hafa fjárfest í aflaheimildum undanfarin ár, en nær allur hluti kvótans hefur skipt um eigendur frá upphaflegri úthlutun. Fyrirtæki á borð við Vísi, Þorbjörn, Nesfisk, Vinnslustöðina, Stakkavík, Skinney- Þinganes, Samherja, ÚA, Hraðfrysti- stöð Eskifjarðar o.fl. hafa fjárfest fyr- ir verulegar upphæðir til að halda uppi atvinnu á sínum stöðum. Það má í raun gera ráð fyrir því að fyrirtækin dragi nær algjörlega úr fjárfest- ingum í nýrri tækni í veiðum og vinnslu, allt þróunarstarf og þekking- aröflun yrði sett í algjört lágmark til þess eins að geta keypt aflaheimild- irnar aftur, þ.e. þau fyrirtæki sem einfaldlega leggja ekki bara upp laup- ana. Fyrningarleiðin setur tilveru þessara fyrirtækja og þar með sjáv- arbyggðanna í fullkomna óvissu og þar með atvinnu starfsfólksins. Auk þess má leiða líkur að því að verulega myndi draga úr starfsemi þeirra fyr- irtækja sem þjónusta sjávarútveginn, einfaldlega vegna minna svigrúms sjávarútvegsfyrirtækjanna til að fjár- festa í nýjum framleiðslutækjum og þekkingu. Hér væri því ekki ein- göngu um fækkun fiskvinnslufólks og sjómanna að ræða, heldur einnig verkfræðinga, tölvunarfræðinga og matvælafræðinga svo fátt eitt sé nefnt. Fyrningarleið og Evrópusambandið (ESB) Eins og áður sagði er það stefna Sam- fylkingarinnar að afturkalla úthlut- aðar aflaheimildir og bjóða þær upp til hæstbjóðanda á frjálsum markaði. Á sama tíma er það stefna fylking- arinnar að sækja um aðild Íslands að ESB sem er jú einn frjáls markaður, ekki rétt? Ætlar Samfylkingin svo að bjóða upp aflaheimildir innan íslensku fisk- veiðilögsögunar innan þessa frjálsa markaðar? Þessarar spurningar spurði ég 10. þingmann Suðurkjördæmis, Jón Gunnarsson, á opnum kosningafundi á Ránni nú fyrir kosningarnar og lýsti hann því yfir að útgerðarmenn innan ESB ættu að hafa fullt leyfi til að bjóða í hinar afturkölluðu heim- ildir, en bætti þó við að skylt yrði að landa öllum afla á Íslandi. Þetta er merkileg sýn og brýtur grundvall- aratriði okkar um að veiðiheimildir skuli vera í höndum íslenskra lög- aðila. En hvað þýðir frjálst uppboð veiði- heimilda? Hverjir ætli verði hæstbjóðendur? Þekkt er í slíkum viðskiptum að hinir stóru leggi hart að sér með yf- irboðum meðan þeir keyra hina minni í þrot. Ætli þeir, sem eru veðsettir upp fyrir haus, eigi mikla möguleika í samkeppni við þá sem bestan aðgang hafa að fjármagni? Fyrningarleiðin og uppboðsaðferð Samfylkingarinnar leiðir eingöngu til þess að rífa afla- heimildir af þeim sem m.a. hafa verið að kaupa slíkar heimildir að und- anförnu með ærnum tilkostnaði og setja bæði efnahagslíf og atvinnulíf Íslendinga í algjört uppnám. Skylda stjórnvalda Sjávarútvegur er enn sem komið er mikilvægasta atvinnugrein okkar Ís- lendinga. Samkvæmt lögum beinist stjórn fiskveiða í meginatriðum að þremur markmiðum, þ.e. að vernda fiskstofnana í landinu, að stuðla að hagkvæmari nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Nauðsynlegt er fyrir útgerðarfyrirtækin og sjávarbyggð- irnar að stöðugleiki ríki í stjórn fisk- veiða og ekki sé sífellt verið að breyta lögum og reglum. Ég lít í raun og veru á það sem skyldu stjórnvalda að viðhalda stöðugleika og draga úr allri óvissu til að sjávarútvegurinn sem at- vinnugrein geti fengið að þróast og dafna eðlilega og í sátt við samfélagið. Ég hef tíundað nokkrar þær breyt- ingar sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir á undanförnum ár- um. Ég tel þær hafa gert gott fisk- veiðistjórnunarkerfi betra og tel ég að í þeim felist ábyrg afstaða sem hef- ur það að markmiði að lagfæra ágalla kerfisins og skapa meiri sátt í sam- félaginu án þess að valda kollsteypu í efnahagslífi og í atvinnumálum þjóð- arinnar með ófyrirséðum afleiðingum fyrir velferðarkerfið. Kvóti – vöxtur – velferð Eftir Eystein Jónsson ’Þó svo að kvótakerfiðsé ekki gallalaust verð- ur að telja það fullkomið ábyrgðarleysi að ætla að kollvarpa öllu efnahags- kerfi okkar Íslendinga með bráðræðisaðgerð- um.‘ Eysteinn Jónsson Höfundur er aðstoðarmaður landbún- aðarráðherra og flutningsmaður til- lögu um línuívilnun á flokksþingi Framsóknarflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.