Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. N ú þegar Saddam Hussein hefur verið handtekinn beinist athygli heimsbyggð- arinnar að tilhögun rétt- arhalda yfir honum. Eiga Írakar sjálfir að sækja hann til saka eða á að leiða hann fyrir alþjóðlegan dómstól? Þetta mál verður rætt í Jemen 10.–12. janúar á ráðstefnu um lýðræði, mannrétt- indi og hlutverk Alþjóðasakamáladóm- stólsins. Auðvitað er ljóst að Saddam Hussein kemst ekki hjá saksókn fyrir aftökur án dóms og laga, pyntingar og ofsóknir á hendur hundruðum þúsunda Íraka, glæpi sem einkenndu blóðuga ógnarstjórn hans. Markmið réttarhaldanna ætti samt ekki aðeins að vera að sækja einræðisherrann og samverkamenn hans til saka, heldur einnig að stuðla að sáttum í Írak með því að halda í heiðri grundvallarreglur um óhlutdrægni, sanngirni og gagnsæi. Írakar hafa árum saman aðeins þekkt grimmileg lög valdbeitingar og ógnunar. Ef réttarhöldin yfir Saddam Hussein og stjórn hans eiga að vera hornsteinn sátta, frelsis og lýðræðis í Írak ætti Bandaríkja- stjórn að gera allt sem hún gæti til nota þetta tækifæri og gera miklar kröfur til saksóknarinnar, þannig að fyllsta rétt- lætis verði gætt. George W. Bush Bandaríkjaforseti hef- ur lýst því yfir að hann hyggist „vinna með Írökum að því að finna leið til að tryggja að réttarhöldin standist þær kröf- ur sem gerðar eru á alþjóðavettvangi“. Besta leiðin til að standast þessar kröfur og komast hjá ásökunum um „réttlæti sigurvegarans“ felst í því að alþjóðlegar stofnanir taki þátt í réttarhöldunum. Þjóðir heims stofnuðu, með þátttöku Sameinuðu þjóðanna, alþjóðlega dómstóla til að fjalla um stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð í fyrrverandi lýðveldum Júgó- slavíu, Rúanda, Síerra Leóne og Kambód- íu. Þessir dómstólar hafa orðið til þess að nú er almennt litið svo á að slíkir glæpir og alvarleg mannréttindabrot varði allt mannkynið og að alþjóðasamfélagið eigi að taka virkan þátt í því að tryggja að réttlætið nái fram að ganga. Þótt enginn efist um að íraskir dóm- arar vilji draga fyrrverandi „þjóðhöfð- ingja“ landsins fyrir íraskan rétt bendir flest til þess að alþjóðlegar stofnanir þurfi með einhverjum hætti að koma að réttarhöldunum, fyrst og fremst til að tryggja óhlutdrægni. Síðustu tíu ár hefur alþjóðasamfélagið stofnað sérstaka dómstóla í löndum þar sem ástandið er þannig að dómstólar heimamanna geta ekki tryggt sanngjörn réttarhöld. Þannig er einmitt ástandið í Írak núna. Eftir þrjátíu ára grimmilega einræðisstjórn er réttlætishugtakið orðið mjög bjagað í Írak. Því að réttlæti hlýtur að snúast um meira en kröfur um að Saddam Hussein verði tekinn af lífi, kröf- ur sem bergmálað hafa í nokkrum ríkjum heims. Mikilvægt er að Bandaríkin gangi fram fyrir skjöldu í þessum mikilvæga þætti í því að byggja upp nýtt Írak. Bandaríkja- stjórn ætti að leita til Sameinuðu þjóð- anna og beita sér fyrir réttarhöldum, sem geta ekki leitt til dauðarefsingar og svip- ar til saksóknanna á hendur Slobodan Milosevic og leiðtogunum sem báru ábyrgð á fjöldamorðunum í Rúanda – og hugsanlegra saksókna á hendur Charles Taylor í Líberíu og tugum leiðtoga Rauðu khmeranna í Kambódíu. Þetta gæti einnig orðið til þess að Bandaríkjastjórn áttaði sig loksins á því að andstaða hennar við aðild landsins að Alþjóðasa við hagsm þetta orð til að legg arstarfsin Bandarík Ekki e að Írakar réttinda. ’ Alþjóðlegur dómstóll íÍrak vegna glæpa gegn mannúð myndi greiða fyrir þróun írasks réttarkerfis í þágu allra Íraka ‘ Eftir Emmu Bonino og Gianfranco Dell’Alba © Project Syndicate. Kona í út fjallað er Saddam verði d fyrir alþjóðlega A l-Qaeda hefur hingað til tekist að kynda undir átökum milli menning- arheima. Þegar hryðju- verkamennirnir gerðu árásirnar í Bandaríkjunum 11. sept- ember 2001 virtust þeir staðfesta við- vörunarorð þeirra Vesturlandabúa sem óttuðust mest íslam. Nú hafa hryðjuverkamennirnir lát- ið til skarar skríða gegn Tyrklandi. Hvers vegna ættu íslamistar að drepa múslíma í helgum mánuði þeirra, ramadan? Til að refsa Tyrkjum vegna stuðnings þeirra við innrásina í Írak? Staðreyndin er hins vegar sú að Tyrkir féllust ekki á að erlendar her- sveitir yrðu fluttar á landsvæði þeirra til að ráðast inn í Írak og þeir lögðu ekki heldur til hermenn í stríðið. Ef til vill er markmið al-Qaeda með hryðjuverkunum í Tyrklandi að koma í veg fyrir að landið fái aðild að Evr- ópusambandinu? Eftir árásirnar áréttuðu þó vestrænir leiðtogar að brýnt væri að styrkja tengsl Tyrk- lands og Evrópusambandsins. Þegar menn spyrja þessara spurn- inga sést þeim yfir mikilvæg stað- reynd um Tyrkland. Mörgum álits- gjöfum verður tíðrætt um einstaka stöðu Tyrklands sem „brúar“ milli ísl- ams og veraldarhyggju, og milli aust- urs og vesturs. Vandamálið er hins að Vesturlandabúar líta ekki á Tyrkland sem hluta af Vesturlöndum og í músl- ímaheiminum er landið ekki heldur álitið fullgilt múslímaríki. Tyrkland er of múslímskt fyrir Vesturlönd og of veraldlegt fyrir múslíma. Þetta hefur veikt Tyrkland og margoft valdið togstreitu í landinu. Staðreyndin er hins vegar sú að fjöl- breytileikinn í menningu og siðum Tyrklands er einstæður í múslíma- heiminum. Daginn eftir sprengjuárásina á skrifstofu breska ræðismannsins í Istanbúl tók ég leigubíl að bygging- unni. Ég ræddi auðvitað þennan hræðilega atburð við leigubílstjórann en þótt hann væri kurteis sýndi hann lítil viðbrögð. Ef til vill var hann bara svona fámáll, eða djúpt hugsi yfir ringulreiðinni sem varð í borginni eft- ir sprengingarnar. Ég virti leigubílinn fyrir mér dá- góða stund. Við baksýnisspegilinn voru tveir límmiðar og boðskapur þeirra virtist mótsagnakenndur. Á öðrum þeirra stóð „Hakimiyet Allah- ’indir“, sem þýðir „Allah stjórnar“ eða „valdið tilheyrir Allah“, en það er slagorð íslamista. Við hliðina á þess- ari áletrun var tyrkneski fáninn í tví- riti, helsta tákn veraldlegrar þjóðern- ishyggju í Tyrklandi. Þægileg vestræn tónlist frá útvarpsviðtækinu gerði þetta enn flóknara. Hver skoðanakönnunin á fætur annarri sýnir að Tyrkir trúa á Allah og líta á sig sem múslíma. Hollusta þeirra við íslam getur þó komið mönnum spánskt fyrir sjónir og til að lýsa henni get ég nefnt mann sem ég sá eitt sinn biðja til Allah í rústum Seifshofs í litlum bæ við strönd Eyja- hafs. Þessi guðhræddi maður var augljóslega uppnuminn af helgi þessa forna heiðingjahofs og bað til Allah eins og ekkert væri sjálfsagðara. Hann sá enga mótsögn í trú sinni á Allah og hofinu þar sem hann fór með bænina. Þetta er einmitt það sem og hreintrúarmenn á Vest skilja ekki: Tyrkir telja si þurfa að velja á milli þess tímalegur og þess að vera Tyrkir fordæmdu hryðjuv anbúl einum rómi; mjög fá því fram að gyðingar og B sjálfum sér um kennt þótt staða hefði verið við innrá Bandaríkjamanna í Írak. Tyrkir snerust ekki hel íslam og töldu ekki að trú hryðjuverkin. Þess í stað v þeir fórnarlömbunum sam (hvort sem þau voru gyðin ímar eða Bretar) og lýstu ingi við þá stefnu sem þjó valið. Hryðjuverkastarfsemi aðskilnaðarsinna í Tyrkla áður valdið mikilli togstre inu, vegna ýmissa mistaka stjórnvöldum urðu á þega vandans voru metnar. Ólí hins vegar að hryðjuverki verði til þess að stjórnvöld taugum og skerði lýðræði indi. Hafi al-Qaeda staðið fy verkunum misreiknuðu sa herfilega. Viðbrögð Recep Erdogans forsætisráðher spegla viðhorf tyrknesku ar: „Markmiðið með þessu Ellefti september Ty Eftir Haldun Gülalp © Project Syndicate. ’ Ríkisstjórn Aflokksins er rey best til þess fa berjast gegn al í Tyrklandi ‘ LÖGGJÖF GEGN HRINGAMYNDUN? Ídesember árið 2000 runnu Lyfjahf. og Lyfjabúðir hf. saman íeitt fyrirtæki. Við þann sam- runa setti Samkeppnisráð nokkur skilyrði á árinu 2001. Í fyrsta lagi var hinu sameinaða fyrirtæki gert skylt að selja fimm lyfjabúðir á höf- uðborgarsvæðinu. Var það gert til að hindra fyrirtækið í að ná markaðs- ráðandi stöðu á lyfjamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Í öðru lagi var fyrirtækinu óheimilt að kaupa eða yfirtaka lyfjabúðir í rekstri á höfuð- borgarsvæðinu eða bjóða í rekstrar- aðstöðu í verzlunarrými, þar sem einungis væri gert ráð fyrir einni lyfjabúð. Í október árið 2002 sendi Lyfja hf., sem er dótturfyrirtæki Baugs, er- indi til Samkeppnisstofnunar, þar sem óskað var eftir því, að banni við kaupum á lyfjaverzlunum og rekstr- araðstöðu í verzlunarmiðstöðvum yrði aflétt. Rök Lyfju hf. voru þau, að takmarkanir þessar væru brot á meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Ennfremur að samkeppnisstaða fyr- irtækisins væri skert þar sem þessar takmarkanir næðu ekki til helzta samkeppnisaðila þess. Í ákvörðun, sem tekin var hinn 19. desember sl., hafnaði Samkeppnis- ráð beiðni Lyfju hf. og í þeirri nið- urstöðu kemur fram sú röksemd, að taka beri tillit til efnahagslegs styrks móðurfélags Lyfju hf., þ.e. Baugs. Þar segir: „Að mati ráðsins veitir þessi styrkur ásamt hárri markaðshlutdeild Lyfju ótvírætt forskot á markaðnum gagnvart helzta keppinaut sínum, Lyfjum & heilsu, sem og öðrum keppinautum á markaðnum.“ Þessi niðurstaða sýnir, að Sam- keppnisráð gerir sér grein fyrir, að fákeppnin á markaðnum hér á ýms- um sviðum er komin að hættumörk- um. En jafnframt er það umhugsun- arefni, að Lyfja hf. í ljósi markaðshlutdeildar sinnar skuli yf- irleitt gera tilraun til að fá ákvörðun Samkeppnisráðs frá árinu 2001 hrundið. Það er vísbending um, að sennilega er það of mikil bjartsýni að ætla að markaðsaðilar kunni sér sjálfir hóf í útþenslu. Þetta er líka reynsla annarra landa og þá ekki sízt Bandaríkja- manna. Þar hefur í meira en hundrað ár verið í gildi löggjöf gegn hringa- myndun, bæði á landsvísu og í ein- stökum ríkjum Bandaríkjanna. Frægust er sú löggjöf, sem kennd er við John Sherman, öldungadeildar- þingmann, en þau lög tóku gildi árið 1890 eða fyrir rúmlega eitt hundrað árum. Megin tilefni þeirra var myndun Standard Oil, olíuhringsins, en aðaleigandi hans var John D. Rockefeller. Áður hafði Rockefeller reynt að kaupa John Sherman til fylgis við sig með framlögum í kosn- ingasjóði hans. Markmið laganna var að koma í veg fyrir myndun við- skiptasamsteypa og auðhringa, sem gætu haft hamlandi áhrif á frjáls við- skipti manna á meðal. Á síðustu 100 árum hefur marg- vísleg viðbótar löggjöf verið sett í Bandaríkjunum til þess að ná þess- um markmiðum en jafnframt hafa önnur lönd fylgt í kjölfarið. Gera má ráð fyrir, að um 100 ríki hafi sett lög af þessu tagi og á seinni árum – í kjölfar alþjóðavæðingar viðskipta- lífsins – hefur samstarf á milli ríkja stóraukizt á þessu sviði. Þannig er nú t.d. mikil samvinna á milli Banda- ríkjanna og Evrópusambandsins um aðgerðir til þess að koma í veg fyrir hringamyndanir á alþjóðavísu. Samkeppnislögunum, sem í gildi eru, er auðvitað ætla að hamla gegn slíkri þróun en að fenginni reynslu er ljóst að þau duga ekki til. Þróunin í íslenzku viðskiptalífi hefur því miður orðið á þann veg, að færri og færri aðilar eru að verða ráðandi á þeim vettvangi. Ekkert bendir til að eitthvað sé að draga úr þeirri framvindu mála. Þvert á móti bendir flest til, að þeir, sem nú þegar hafa mjög sterka markaðsstöðu, leiti stíft eftir því að efla hana enn og sjást þess t.d. augljós merki í banka- heiminum. Það kann því að vera orðið tilefni til þess, að Alþingi taki til alvarlegr- ar umræðu og meðferðar að endur- skoða þá löggjöf, sem fyrir er og varðar þetta svið og setji nýja og öfl- uga löggjöf gegn hringamyndun í ís- lenzku atvinnulífi. Eðlilegt er að byggja slíka löggjöf á reynslu ann- arra þjóða, bæði Bandaríkjamanna og annarra. Ennfremur er nauðsyn- legt að kanna stöðu þessara mála innan Evrópusambandsins og að hve miklu leyti tilskipanir ESB eiga eftir að rata inn í íslenzka löggjöf á næstu árum. Auðvitað er æskilegast að hér þurfi ekki að setja lög og reglur, sem með ýmsum hætti hafa takmarkandi áhrif á viðskiptalífið. En hér kemur fleira til. Þetta er að verða spurning um í hvers konar þjóðfélagi við Ís- lendingar viljum búa. Höfum við áhuga á að búa í þjóðfélagi, þar sem mikill hluti viðskiptalífs landsmanna er á höndum tveggja til þriggja að- ila. Einhverjir munu vafalaust segja að þannig hafi þetta alltaf verið og vísa til sterkrar stöðu samvinnu- hreyfingarinnar mestan hluta 20. aldarinnar. En var það eftirsóknar- vert samfélag, þar sem einn aðili hafði slíka yfirburðastöðu og setti að verulegu leyti mark sitt á stjórn- málabaráttuna og fjármagnaði hana að hluta til fyrir þá, sem voru henni hliðhollir? Því verður ekki trúað að þorri Ís- lendinga hafi áhuga á að endurreisa þess konar samfélag. Við eigum að búa við frjálst viðskiptalíf, þar sem athafnaþrá og útsjónarsemi einstak- linga fær að njóta sín en hjá því verð- ur ekki komizt að setja almennar leikreglur, sem fylgzt er með að verði í heiðri haldnar. Það eru einu afskipti, sem stjórnmálamennirnir eiga að hafa af viðskiptalífinu en þeir hafa ekki verið nógu vakandi fyrir því á síðustu árum, og þurfa að gera á því bragarbót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.