Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN 22 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Maja-GretaBriem fæddist í Örebro í Svíþjóð 21. mars 1918. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 14. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Maria Amanda fædd Hostlund, kenn- ari, f. 21. janúar 1893, d. 12. febrúar 1962, og Harald Er- ikson, listmálari í Örebro, f. 30. nóvem- ber 1889, d. 10. júlí 1948. Bróðir Maju- Gretu er Anders Elérus, f. 1. jan- úar 1921, maki Maj Britt, f. 3. febrúar 1927. Maja-Greta giftist 6. febrúar 1943 Eiríki Briem, verkfræðingi og fyrrum framkvæmdastjóra Landsvirkjunar, f. 15. nóvember 1915, d. 17. febrúar 1989. Foreldr- ar hans voru Katrín Pétursdóttir Thorsteinsson, f. 24. júlí 1882, d 16. mars 1919, og Eggert Briem, óðalsbóndi í Viðey, f. 17. júlí 1979, d. 26. júlí 1939. Maja-Greta og Ei- ríkur áttu tvo syni. Þeir eru: 1) Haraldur, læknir, f. 9. ágúst 1945, maki Snjólaug Guð- rún Ólafsdóttir, f. 21. ágúst 1945. Son- ur þeirra er Ólafur Andri Briem, f. 17. janúar 1974. 2) Ei- ríkur, hagfræðing- ur, f. 30. janúar 1948, maki Guðrún Ragnarsdóttir, f. 12. september 1950. Börn þeirra eru: a) Maj Britt Hjördís, f. 17. nóvember 1974. b) Eiríkur, f. 11. apr- íl 1979, sambýlis- kona Marín Rós Tumadóttir. c) Katrín, f. 18. des- ember 1984, sambýlismaður Sverrir Gunnarsson, f. 16. febrúar 1982. Maja-Greta lauk stúdentsprófi frá Risbergska menntaskólanum í Örebro. Nam kortagerð og starf- aði síðan hjá Statens Vattenfall í Svíþjóð, m.a. í Trollhättan, þar til hún fluttist ásamt maka sínum til Íslands árið 1943 og bjó þar æ síð- an. Útför Maju-Gretu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Er ástin ekki ótrúleg? Vorið 1943, þegar orustan um Atlantshafið stóð sem hæst, lagði ung sænsk kona upp í siglingu til Íslands með eiginmanni sínum. Vegna óveðurs miðaði ferð- inni stundum fremur afturábak en áfram. Að lokum komst þó skipalest- in til Reykjavíkur og lagðist að bryggju kl. 6 að morgni. Engin var móttökunefndin því komutíma var haldið leyndum af öryggisástæðum. Það rigndi þennan morgun, og aur- blautur Laugavegurinn varð henni minnisstæður alla ævi. Hann örkuðu ungu hjónin með sinn farangur þar til Barónsstígnum var náð og þar stofnuðu þau sitt fyrsta heimili í skjóli tengdafjölskyldunnar. Þessi unga kona var Maja-Greta. Hún hafði lokið stúdentsprófi 1938 frá Risbergska menntaskólanum í Örebro, numið síðan kortagerð og í kjölfarið hafið störf hjá Statens Vat- tenfall í Trollhättan í Suðvestur-Sví- þjóð. Þar starfaði einnig Eiríkur Briem, þá nýorðinn rafmagnsverk- fræðingur frá Konunglega tæknihá- skólanum í Stokkhólmi. Henni hafði alls ekki litist á blikuna, þegar hún sá hann fyrst, og líkti honum við frosið vorskáld. Hann stríddi henni á hinn bóginn fyrir að hafa komið hátíðleg á fyrsta stefnumótið með latínubækur undir hendi. Eitthvað varð þess þó valdandi að þau felldu hugi saman og bundust með þeim hætti að ekkert fékk sundrað. Maja-Greta vildi verða Íslending- ur, fyrst það lá fyrir henni að búa í þessu landi. Við komuna til landsins hóf hún þegar í stað íslenskunám hjá mági sínum Pétri J. Thorsteinsson, sem var mikill málamaður. Hún náði góðu valdi á málinu og talaði alltaf ís- lensku heima fyrir. Hún kynntist fljótt landi og þjóð og ferðaðist vítt og breitt með Eiríki, sem vann að rafvæðingu landsins. Hún hafði kynnst foreldrum mín- um í tengslum við störf Eiríks löngu áður en ég kynntist syni hennar Haraldi, eiginmanni mínum. Ég hafði því oft heyrt hennar að góðu getið, þegar ég hitti hana fyrst. Það gekk og eftir að hún reyndist mér alla tíð umhyggjusöm og góð tengda- móðir. Sumarið 1947 heimsóttu foreldrar Maju-Gretu hana á Íslandi. Harald faðir hennar, sem var listmálari, málaði þá margar myndir hér. Hann hreifst mjög af birtunni og nátt- úrunni en einnig af ýmsum sérkenn- um Reykjavíkur, þeirra á meðal ryðguðu bárujárnsklæddu timbur- húsunum, sem glóðu í öllum regn- bogans litum. Um Harald og mynd- list hans var fjallað í Lesbók Morgunblaðsins fyrir sjö árum. Þar sagði m.a.: „Meðan íslenskir málarar voru annaðhvort með trönur sínar í lands- laginu eða að fást við módernískar tilraunir sá Harald Erikson að nóg var af yrkisefnum í Reykjavík.“ Hann lést árið eftir heimsóknina til Íslands og í sænsku listatímariti seg- ir: „Myndefnin frá Sögueyjunni urðu fagur lokakafli á ferli hans og vitna um að hann stóð á hátindi listar sinn- ar þegar hann dó árið 1948.“ Maja- Greta erfði listfengi föður síns og bjó fjölskyldu sinni stílhreint og óvenju fallegt heimili. Maja-Greta hélt alltaf nánum tengslum við fjölskyldu sína í Sví- þjóð, móður sína sem lést 1962, einkabróður sinn Anders og mág- konu Maj-Britt, sem voru henni mjög kær. Synirnir stunduðu báðir framhaldsnám í Svíþjóð á 8. áratug síðustu aldar og treysti það enn frek- ar fjölskyldubönd yfir hafið. Þau Eiríkur bjuggu lengst af við Snekkjuvog 7, litla götu, þar sem nokkrir vinir úr rafmagnsgeiranum höfðu byggt saman raðhúsalengju. Þar blómstraði afar hlýtt og skemmtilegt mannlíf og náin vinátta. Þær voru nokkrar sænsku kon- urnar, sem komu til landsins í og eft- ir stríðið með eiginmönnum, sem höfðu verið við nám og störf í Sví- þjóð. Þær mynduðu félagsskap og kölluðu sig „Islandsvenskorna“, héldu í marga sænska siði og efndu m.a. til árlegrar Lúsíuhátíðar fyrir börnin sín. Eftirminnilegast er þó jólahaldið. Jólunum fögnuðu þær saman og skiptust á að standa fyrir veislum. Ég átti þess kost að taka tvisvar þátt í slíkum fagnaði, hjá Maju-Gretu og Eiríki og hjá Ingu og Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi, en með þessum hjónum var mikil vinátta. Þarna var á aðfangadag sungið, leikið og glaðst í stíl við það, sem Ingmar Bergman lýsir í kvik- myndinni um Fanny og Alexander. Jóladagur var aftur haldinn hátíð- legur að íslenskum sið. Þessir ný- stárlegu sænsku jólasiðir voru alltaf jafn fjörugir, og höfum við Haraldur eftir bestu getu haldið í þá og aðra siði, sem Maja-Greta kenndi okkur. Maja-Greta var lífsglöð kona, með mikið jafnaðargeð, sterka réttlætis- kennd og ótrúlega aðlögunarhæfni. Hún var víðlesin og hafði mikinn áhuga á alþjóðamálum en einnig á tónlist, menningu og íþróttum. Hún var mikil og góð mamma, tengda- mamma og amma. Ekki minnist ég þess að hún hafi reiðst. Henni mislík- aði þó og sárnaði neikvæð umræða fordómafullra Íslendinga, þegar þeir fóru mikinn í gagnrýni sinni á Svía á kaldastríðsárunum, ekki síst þegar fjölmiðlar slógu taktinn af einurð. Missir Maju-Gretu var mikill þeg- ar Eiríkur maður hennar féll frá 1989, en samband þeirra var náið, innilegt og fullt af húmor. Djúp vin- átta hennar og Ingu Þórarinsson efldist þá enn frekar og fráfall Ingu MAJA-GRETA BRIEM MINNINGAR UM miðjan desember sl. fengu landsmenn sent afmælisblað Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri 1873–1953–2003 vegna 130 ára sjúkrahússreksturs Akureyr- arbæjar. Tilefni þessara skrifa er grein Magnúsar Stef- ánssonar for- stöðulæknis barna- deildar FSA, ,,Saga lækninga og sjúkra- húsa á Akureyri“ og birtist í blaðinu. Í annars ágætri grein rekur Magnús sögu lækna og lækninga við sjúkrahúsin á Ak- ureyri og lætur þess jafnframt getið að lít- ið sé vitað um hjúkr- un á Akureyri frá dögum ,,Gudmanns Minde“ og fyrstu ára- tugum 20. aldar. Því er ég ósam- mála. Þar sem ég hef rannsakað sögu hjúkrunar á Íslandi bæði í BA-námi og meistaranámi í sagn- fræði við Háskóla Íslands er hjúkrunarsagan sem tengist Sjúkrahúsinu á Akureyri mjög áhugaverður þáttur í sögu hjúkr- unarmála á Íslandi og fjallar með- al annars um baráttu hjúkr- unarkvennastéttar fyrir viðurkenningu á hjúkrunarmennt- un sinni. Um aldamótin 1900 starfaði við hjúkrunarstörf á Sjúkrahúsinu á Akureyri Ástríður Torfadóttir sem samkvæmt sóknarmannatali fyrir Akureyrarbæ var titluð sjúkra- kona. Ástríður var ekki menntuð í hjúkrun á þessum tíma en átti síð- ar eftir að halda til Kaup- mannahafnar og læra hjúkrun. Hún bjó innan um sjúklinga Sjúkrahússins á Akureyri en það var algengt á þessum árum að konur sem sáu um hjúkrunarstörf á spítölum bjuggu innan veggja þeirra. Það var hún sem fór á fætur fyrir allar aldir, bjó um rúm sjúklinganna, færði þeim þvotta- vatn, hjálpaði þeim sem þess þurftu með að þvo sér og greiða og gaf þeim að borða. Þá sá Ástríður um að ,,klóróformera“ á spít- alanum en það kall- aðist það þegar sjúk- lingur var svæfður með klóróformi sem dreypt var á járn- grímu sem haldið var fyrir vitum hans áður en lækn- irinn framkvæmdi skurðaðgerð á honum. Að lokinni aðgerð vakti hún yfir sjúklingnum. Í grein Magnúsar er ekkert minnst á þær fjölmörgu konur sem lærðu hjúkr- unarstörf við Sjúkrahúsið á Ak- ureyri undir handleiðslu Stein- gríms Matthíassonar spítalalæknis í byrjun 20. aldar og titlaðar voru litlu hjúkrunarkonurnar að námi loknu. Hið þarfa framtak spít- alalæknisins að kenna konum hjúkrun varð brátt umdeilt vegna þess hversu stuttan tíma námið tók, aðeins tvo til þrjá mánuði, en því hafði verið komið á til að sinna kalli hjúkrunarfélaga úti á lands- byggðinni sem höfðu þau markmið að hjálpa fólki með hjúkrun í heimahúsum þegar sjúkdóma bar að höndum. Þörfin fyrir hjúkr- unarkonur var mikil. Á sama tíma var ný kvennastétt, hjúkr- unarkvennastétt, að stíga sín fyrstu spor hér á landi. Í þeirri stétt voru hjúkrunarkonur sem höfðu lagt á sig mun meira erfiði og lært hjúkrun á lengri tíma en nokkrum mánuðum. Höfðu þær verið í hjúkrunarnám við virta hjúkrunarkvennaskóla í útlöndum og útskrifast sem hjúkrunarkonur eftir þriggja ára nám. Þær töldu hjúkrunarstarfið erfitt starf, það erfiðasta sem nokkur kona gæti tekist á hendur og krafðist mik- illar menntunar. Árið 1920 hóf fyrsta íslenska lærða hjúkr- unarkonan, Júlíana Friðriksdóttir, að starfa á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri og síðar hófu fleiri hjúkr- unarkonur að starfa þar við hjúkr- unarstörf. Saga kvennanna og hjúkrunar í þágu sjúkra á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri í byrjun 20. aldar má ekki gleymast. Sú saga er áhugaverð og skemmtileg. Hjúkrun sjúkra á Sjúkrahúsinu á Akureyri í byrjun 20. aldar Erla Dóris Halldórsdóttir skrif- ar um hjúkrunarsögu ’Saga kvennanna oghjúkrunar í þágu sjúkra á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri í byrjun 20. aldar má ekki gleymast.‘ Erla Dóris Halldórsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sagnfræðingur. MANNI finnst ósjaldan nokkuð sérkennilegt þegar verið er að fjalla um einhver álitamál varðandi Evrópusambandið í íslenzkum fjöl- miðlum og kallaðir eru til ein- hverjir sérfræðingar í málaflokkn- um. Þessum sérfræðingum er væntanlega ætlað það hlutverk að gefa hlut- laust álit á þeim mál- um sem eru til um- fjöllunar hverju sinni og varpa frekara ljósi á þau fyrir almenning. Gallinn er hins vegar sá að ósjaldan eru þessir sérfræðingar menn sem afskaplega erfitt er að ætlast til að geti fjallað hlut- laust um þessi mál, einfaldlega vegna þess að þeir eru virkir þátttakendur í þeirri pólitísku umræðu sem er í gangi um þau í þjóðfélaginu. Dæmi um þá aðila, sem gjarnan eru kallaðir til af þessu tilefni, er t.d. Eiríkur Bergmann Einarsson sem er stjórnmálafræðingur að mennt. Hins vegar vill svo til að hann er líka yfirlýstur Evrópusam- bandssinni og einn helzti hvatamað- ur þess að Ísland gangi í Evrópu- sambandið. Að síðustu er hann svo stjórnarmaður í Evrópusamtök- unum sem eru, sem kunnugt er, pólitísk samtök sem hafa það að markmiði að Ísland gangi í sam- bandið. Annað dæmi er Úlfar Hauksson sem er stundakennari í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, en situr jafn- framt í varastjórn Evrópusamtakanna og er auk þess fyrrver- andi formaður þeirra. Nú flögrar ekki að mér að efast um fræðimannsheiður þeirra Eiríks og Úlf- ars, en mér dettur heldur ekki í hug að gera þá ósanngjörnu kröfu til þeirra að þeir séu hlutlausir í um- fjöllunum sínum um hápólitískt álitamál sem þeir hafa báðir tekið virkan þátt í að ræða á vett- vangi stjórnmálanna um árabil. Báðir eru þeir vissulega fræði- menn, en það segir bara ekki alla söguna því þeir eru líka stjórn- málamenn og það verður að sjálf- sögðu einnig að taka inn í myndina. Þrátt fyrir það eru þeir ávallt titl- aðir sem stjórnmálafræðingar við álitsgjafir sínar, en ekki minnzt á aðra aðkomu þeirra að málinu. Það dytti sennilega fáum aðilum í hug að gera ráð fyrir því að bók eftir Davíð Oddsson um einkavæð- ingu væri hlutlaust yfirlitsrit fyrir þá sem vildu kynna sér viðfangs- efnið út frá öllum hliðum málsins og sama er væntanlega að segja um það ef Steingrímur J. Sigfússon ritaði sambærilega bók um um- hverfisvernd. Bæði Davíð og Stein- grímur eru án efa mjög vel að sér í þessum málum, en það dettur varla neinum í hug að ætlast til þess að þeir séu hlutlausir í afstöðu sinni til þeirra – eðli málsins samkvæmt. Hins vegar virðast ýmsir fjöl- miðlar á Íslandi halda að menn, sem eru á kafi í hlutdrægum, póli- tískum umræðum um Evrópusam- bandið, geti bara skipt um sokka þegar þeim dettur í hug og gefið hlutlaust álit á málinu. Ef einhver umfjöllun á að vera hlutlaus þarf hún að lýsa öllum hliðum málsins og ég á afskaplega erfitt með að sjá fyrir mér t.a.m. þá Eirík Berg- mann Einarsson og Úlfar Hauks- son koma á framfæri sjónarmiðum þeirra sem eru andsnúnir aðild Ís- land að Evrópusambandinu og alls ekki á hlutlausan hátt til jafns við þeirra eigin pólitísku afstöðu til málsins. Ég vil hvetja íslenzka fjölmiðla- menn til að taka sér þetta til um- hugsunar. Að staðið sé að málum með þessum hætti hlýtur að teljast afar vafasamt, eða í það minnsta einkar óheppilegt, frá sjónarhóli þeirra vönduðu og ábyrgu vinnu- bragða sem ég geri ráð fyrir að að- ilar á íslenzkum fjölmiðlamarkaði vilji vera þekktir fyrir. Hlutlausir fræðimenn? Hjörtur J. Guðmundsson fjallar um Evrópumál ’Það dettur varla nein-um í hug að ætlast til þess að þeir séu hlut- lausir í afstöðu sinni til þeirra – eðli málsins samkvæmt.‘ Hjörtur J. Guðmundsson Höfundur er sagnfræðinemi. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.